Helgarpósturinn - 23.07.1987, Page 19

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Page 19
Ástæðurnar fyrir hinum miklu vinsældum undanfarið er kannski að rekja til þessarar breytingar á stíl Cray. „Mér finnst Robert Cray vera það besta sem borið hefurvið í blúsheiminum lengi," segir Árni Malthíasson, tónlistargagnrýn- andi á Morgunblaðinu. ,,Þó hann spili ekki hreinan blús heldur meira fönkaða svarta tónlist þá byggir hann á gamalli blúshefð, en með því vekur hann áhuga þeirra sem lítið hafa aðhyllst blúsinn, en hann fær þá til að hlusta." Og Hall- grímur Thorsteinsson, fréttastjóri Bylgjunnar, sem hefur spilað plöt- ur Cray mikið í þáttum sínum tek- ur í sama streng. „Hann spilar skemmtilega útfært blúsrokk í gamla stílnum, þó svo að hann nálgist það frá annarri átt. Honum tekst vel að sýna hversu blúsinn er megnugur." Því Robert Cray heill- ar popphlustendur ekki síður en blúsaðdáendur. Hann er mjög góður gítaristi, hefur góða rödd sem minnir á soul-tónlistina, en sækir efniviðinn í textana til blús- ins. „Ég get ekki séð sjálfan mig spila rokk og syngja um tré og því um líkt,“ segir hann. „Aftur á móti sr.ýst blúsinn um persónuleg sam- skipti, elskendur og vandamál, sem varpa Ijósi á mannlegar að- stæður. Blúsinn hefur líka það sem aðrar tónlistarstefnur hafa ekki, hann er lífsstíll." Þó svo að tónlist Roberts Cray sverji sig ekki alveg í ætt við hinn hefðbundna blússtíl eru ræturnar í blúsinn sterkar. Textarnir eru dæmigerðir fyrir blústónlistina. Þeir segja sögur og eru persónulegir, en þó hafa þeir aðeins breyst, í það minnsta hjá Cray. Textarnir fjalla ekki einungis um eigin þjáningar og persónuleg skipbrot, heldur einnig um þján- ingar annarra. Dæmi um það er lagið Right Next Door, sem fjallar um dapurleika manns sem veit að hann hefur orsakað sársauka hjá öðrum. í mörgum textum Cray er að finna persónulega reynslu hans sjálfs eins og í laginu Right Next Door. En hann hefur líka aðlagað textana þjóðfélagi, en sem dæmi segir hann að margir gömlu blús- textarnir hafi farið fyrir brjóstið á kvennahreyfingum. Um þetta seg- ir Cray: „Samfélagið hefur breyst, karlmaðurinn getur beðist afsök- unar, hann finnur til og hann getur viðurkennt þegar hann hefur rangt fyrir sér." Robert Cray kvaddi sér eftir- minnilega hljóðs á síðasta ári þeg- ar út kom fjórða plata hans Strong Persuader. Platan rauk upp vin- sældalista í Bandaríkjunum, en blústónlist hefur verið sjaldséð á slíkum listum í áraraðir. Undanfar- inn áratug hefur blústónlistin ver- ið í mikilli lægð. Er nú svo komið að talað er um endurkomu blús- tónlistarinnar, þar sem Robert Cray er við stjórnvölinn. Frá því að platan kom út fyrir ári hefur vegur Cray farið stöðugt vaxandi, og nú í sumar hefur hann til dæmis leik- ið á hljómleikaferðum með Huey Lewis and the News, Tinu Turner og Eric Clapton svo einhverjir séu nefndir. Eric Clapton, Elvis Cost- ello og Nick Lowe hafa einnig nefnt Cray sem sinn uppáhalds- lagasmið, en á nýjustu plötu Clap- tons má einmitt finna eitt laga Crays; Bad Influence. Robert Cray ólst upp við blús- tónlist manna eins og Miles Dauis, B.B. King og Sam Cook. Hann er fæddur í Columbus í Georgíu, en bjó einnig um tíma á æskuárum í Alabama, Virginíu og í Þýskalandi þar sem hann hóf píanónám. „Faðir minn vildi að ég yrði eins eftir Salvöru Nordal og Ray Charles," útskýrir Cray, „en stuttu siðar upphófst bítlaæðið og allir fengu sér gítar, og ég varð einnig að fá mér einn slíkan." Þar með hófust kynnin af gítarnum. Birni Thoroddsen, gítarleikara finnst Robert Cray góður og segir: „Hann spilar á Fender Stratocast- er gítar og spilar blús í þeim anda. Hann hefur hreinan stíl, og ég gef honum hiklaust fimm stjörnur." Robert Cray var með sitt eigið rokkband í menntaskóla en heill- aðist fljótlega af blúsgítarleikurun- um Magic Sam og Buddy Guy. Sá tónlistarmaður sem hafði þó mest áhrif á hann var Albert Collins, sem Robert Cray sá á tónleikum 1971. „Hann breytti lífi mínu og uppfrá því fór ég að stúdera blús- inn fyrir alvöru," segir hann. Hann er aðeins 33 ára og er einn af fáum ungum blústónlistar- mönnum sem leiða sína eigin hljómsveit. Hljómsveit hans, The Robert Cray Band, hefur starfað siðan 1974 og gefið samtals út fjór- ar plötur. í hljómsveitinni eru auk Cray, Richard Cousin, sem hefur verið með honum frá upphafi, David Olson og Peter Boe. Fyrsta plata hljómsveitarinnar var Who’s Been Talking og var hljóðrituð 1978, en kom ekki út fyrr en 1980. Ekki fór þó betur en svo að útgef- andinn fór á hausinn skömmu síð- ar og hefur því platan verið illfáan- leg fyrr en á síðasta ári, þegar hún var endurútgefin. Síðari plöturnar heita Bad Influence, False Accus- ations og nú síðast Strong Per- suader. Á fyrstu plötu Cray er að finna hreinan blús að mati sérfræðinga í blústónlistinni en á síðari plötum hefur hann færst í auknum mæli til fönk-stílsins þó alltaf haldi hann tryggð við rætur blúsins. Gub- mundur Pétursson, gítarleikari og mikill blúsaðdáandi er sammála því að breyting hefur orðið á tón- list Cray. „Mér finnst hann ágætur og sérstaklega finnst mér góðar fyrstu tvær plöturnar hans, en hann er orðinn of poppaður fyrir minn smekk á seinni plötunum. Hann þykir mjög ljúfur gítaristi og lætur ekki mjög mikið á sér bera, en hann er mjög góður," segir Guð- mundur. 18 HELGARPÓSTURINN HEIMSMYND Metsölutímarit v INIÐ MMSENDA GÍRÓSEÐLA 38 sinnum í hverri viku* Danmörk, Noregur og Svíþjóð taka þér ávallt opnum örmum, allt árið um kring. Þegar um er að ræða menningarlíf, náttúrufegurð og vinalegt andrúmsloft eru fá lönd sem taka Norðurlöndunum fram - svo mikið er víst. Taktu þér ferð á hendur, til góðra granna, og þú munt njóta þess. Flugleiðir halda uppi reglubundnu áætlunarflugi til fimm borga í Skandinavíu, 38 sinnum í viku. 3xBERGEN PEX kr. 15.850 3xGAUTAB0RG PEX kr. 17.200 17 x KAUPMANNAHÖFN PEX kr. 17.010, 8x0SL0 PEX kr. 15.850 7xST0KKH0LMUR PEX kr. 19.820 * Miðað er við háannatíma, júní, júlí, ágúst. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, CBBb^B^1 hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. a bVVLOC/ln FLUGLEIDIR . fyrir þig. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25100 FÆREY1AFERÐ...AF BESTU GERÐ ...meö Faranda... VIÐ HÖFUM REYNSLUNA..! Ferdaskrifstotan liaiandi Vestuigötu 5. Reykjavík V 62 24 20 HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.