Helgarpósturinn - 23.07.1987, Page 23
HLJÓMEYKI, söngflokknum
góðkunna, hefur verið boðið á tón-
listarhátíð í Noregi sem hefst í næstu
viku. Þar mun flokkurinn taka þátt
í frumflutningi á verki eftir norska
tónskáldið Kjell Mork Karlsen, sem
samið er við þýðingu Knut Öde-
gaards á Lilju Eysteins Asgrtms-
sonar. Flutningur þessi er í tengsl-
um við 100 ára afmæli byggðasafns
í Lillehammer sem þykir afar merki-
legt og taka þátt í honum, auk
Hljómeykis, kór frá Noregi og söng-
flokkur tráFinnlandi. Verkið verður
æft upp á staðnum og flutt á sérstök-
um tónleikum. Auk þess mun
Hljómeyki syngja við sérstaka há-
tíðarguðsþjónustu, sem kirkjan í
Lillehammer stendur fyrir og þar
munu þau syngja A Idasöng eftir Jón
Nordal sem byggður er á kvæði eftir
Skálda-Bjarna og er frá tímum siða-
skipta og einnig gamla íslenska
þjóðlagið við Lilju, en það mun vera
eitt elsta þjóðlag sem hér hefur ver-
ið skráð.
Blúsarar
Hljómsveitin Centaur sendir frá
sérsína aðra plötu í dag, fimmtudag
og ber hún heitið Blús djamm og er
eins og nafnið gefur til kynna blús-
plata, fyrsta íslenska platan sem
hefur eingöngu að geyma blús, að
því er þeir félagar segja sjálfir. Þeir
gefa plötuna sjálfir út undir nafninu
Skuldseigir hf. og segja að það fyrir-
tœki hafi gefið út báðar plötur sveit-
arinnar. Það standi að vtsu ekki
undir nafni því þeir hafi borgað all-
ar sínar skuldir.
Um músíkina sögðu þeir félagar
að hún væri allt frá ömmupoppi nið-
ur í barnarokk, þetta er platan sem
brúar kynslóðabilið eins og söngv-
arinn orðaði það. Siðasta plata
sveitarinnar, Same Places, kafnaði í
plötuflóði en þeir eru ekkert hrædd-
ir um að það gerist nú því blúsinn sé
klassískur og þeir geri ekki út á
sama markað og flestir aðrir. Öll lög
plötunnar eru gamlir blús-,,stand-
ardar" og það eina sem þeir félagar
í Centaur hafa við þá gert er að út-
setja og laga þá, þannig að þeir falli
að leik sveitarinnar. Platan var tekin
upp í Stúdíó Sýrlandi, 16 lög á 15
tímum undir stjórn Jóns Steinþórs-
sonar sem er að austan. Allt efnið er
tekið upp ,,læf“ og ekkert tekið upp
síðar; allt spilað beint inn og þeir
vildu leiðrétta ummæli einnar
þekktrar sveitar sem sagðist vera
eina handverksbandið, þeir væru
líka handverksband. Peir sögðust
bara spila eigin „fíling" og hefðu
ekki verið að elta neina strauma né
stefnur, létu aðra um að skilgreina
það sem frá þeim kæmi.
í vetur fóru þeir í ferð og heim-
sóttu framhaldsskóla og þar var
þeim afar vel tekið; m.a. þess vegna
réðust þeir í að gera plötu. Það væri
samt kannski annað, hvort fólk
keypti músíkina, en þetta er líka
partýplata og stuð, eins og einn
þeirra orðaði það.
Til þess að sannreyna þau orð
verða menn að kíkja inn á Borgina
í kvöld og heyra þá Centaura leika
blúsfílinginn sinn og kannski troða
þeir upp á Lækjartorgi síðar — ef vel
viðrar.
KK
Centaurar í fínu blúsfötunum sínum sem þeir keyptu hjá Fríðu fraenku.
LISTVIÐBURÐIR
Árbæjarsafnið
er opið alla daga nema mánu-
daga frá kl. 10—18. M.a. eru í
safninu sýning á gömlum
slökkviliðsbílum, sýning á
Reykjavíkurlíkönum og sýning á
fornleifauppgreftri í Reykjavík.
Tónleikar í kirkju safnsins sunnu-
dag kl. 15.00.
Ásgrímssafn
Opið sunnudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga frá 13.30—16.00.
Ásmundarsafn
Abstraktlist Ásmundar Sveins-
sonar, opið daglega frá 10—16.
Gallerí Borg
Frjálst upphengi að hætti húss-
ins, gamlir meistarar v/Austur-
völl og nýir v/Austurstræti.
Gallerí Grjót
Samsýning aðstandenda. Mál-
verk, grafík, skúlptúr, silfur o.fl.
Gallerí Gangskör
Sýningu Helga Valgeirssonar
lýkur á föstudaginn en þá tekur
við frjálst upphengi meðlima
gallerísins. Galleríið er opið frá
12—18 virka daga, 14—18 um
helgar.
Gallerí Svart á hvítu
Frá 15. júní fram í miðjan ágúst
verður samsýning fjölmargra ís-
lenskra listamanna.
Gallerí Langbrók Textíll
Vefnaður, tauþrykk, myndir,
fatnaður o.fl. á Bókhlöðustíg 2.
Krákan
Unnur Svavarsdóttir sýnir akrýl-
og pastelmyndir.
Kjarvalsstaðir
Á laugardaginn opnar sýning á
norrænni hönnun í vestursal. í
öðrum sölum árviss Kjarvals-
sýning.
Norræna húsið
Sumarsýning Norræna hússins,
Jón Gunnar Árnason sýnir
skúlptúra sem spanna síðastlið-
in 16 ár af ferli hans bæði í sýn-
ingarsal í kjallara og anddyri.
Nýlistasafnið við Vatnsstíg
ína Salóme sýnirtextílverk. Sýn-
ingunni lýkur sunnudaginn 26.
júlí.
Listasafn ASÍ
Sumarsýning safnsinshefurver-
ið framlengd um eina viku og
lýkur á sunnudaginn, 26. júlí. Á
sýningunni eiga verk 11 lista-
menn sem vinna með margvís-
legri tækni.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið alla daga nema mánu-
daga frá kl. 13.30—16.00. Högg-
myndagarðurinn er opinn dag-
lega frá kl. 10—17.
KVIKMYNDAHUSIN
★★★★
B/áa Betty (Betty Blue)
Mynd um hrikalegar geðsveiflur
sem fá miður fagran endi. Sýnd
í Bíóhúsinu kl. 5, 7.30 og 10.
Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnd
kl. 9 í Bíóhöllinni.
Herbergi með útsýni (Room
with a View). Notalegur sjarmi
kl. 7 í Regnboganum.
Herdeildin (Platoon). Nánast
óþarfi að dásama hana öllu frek-
ar. Kl. 7, 9.05 og 11.15 í Háskóla-
bíói.
★★★
Moskító-ströndin (The Mos-
quito Coast). Sýnd kl. 7 og 9 í
Bíóborginni.
Krókódíla-Dundee (Crocodile
■ Dundee). Létt ævintýri kl. 9 og
11.05 í Bíóborg.
Þrír vinir (Three Amigos). Hrein
og bein fyndni. Kl. 3.15, 5.15, 9.15
og 11.15 í Regnboganum.
Morguninn eftir (The Morning
After). Áfengisvandamál kl. 9 í
Bíóhöllinni.
Arizona yngri (Raising Arizona).
Frumlegur og bráðskemmtileg-
ur ærslaleikur. Kl. 5, 7, 9 og 11 í
Bíóborginni.
Angel Heart
Yfirþyrmandi blóðstraumar og
galdraviðbjóður í einni mögnuð-
ustu hrollvekju síðari tíma. Sýnd
kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15.
Á eyðieyju (Castaway). Paradís á
jörð hverfist í mótsögn sína.
Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15 í
Regnboganum.
★★
Gullni drengurinn (The Golden
Child) Murphy-tæknibrella kl. 3,
5, 9 og 11.15 í Regnboganum.
Dauðinn á skriðbeltum (Wheels
of Terror) kl. 9.05 og 11.05 í Regn-
boganum.
Wisdom. Hasarmynd, unglinga-
stjarnan Emilio Estevez farinn að
skrifa og leikstýra sjálfur. í
Stjörnubíói kl. 7, 9 og 11.
Morgan kemur heim (Morgan
Stewart's Coming Home). Ungl-
inga og/eða foreldravandamál
afgreitt á fjörugan hátt. Sýnd kl.
5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni.
Heiðursvellir (Fields of Honor).
Heiðarleg en vantar það sem
þarf til að geta talist góð. Sýnd
kl. 5 í Stjörnubíói.
Innbrotsþjófurinn (Burglar).
Grínmynd með Whoopi Gold-
berg í Bíóhöllinni kl. 5, 7, 9 og 11.
★
Á toppinn (Over the Top). Með
Stallone kl. 3.05, 5.05, 7.05 í
Regnboganum.
Hættuástand (Critical Condi-
tion), grínmynd kl.3.10, 5.10, 9.10
og 11.10 í Regnboganum.
Djöfulóöur kærasti (My Demon
Lover). Grínmynd kl. 5, 7, 9 og 11
í Laugarásbíói.
Meiriháttar mál (Terminal
Exposure). Ljósmyndarar reyna
að leysa morðgátu. Kl. 5, 7, 9 og
11 í Laugarásbíói.
Martröð á Elmstræti 3 Geðsjúk-
ur morðingi enn á ferð, trúlega
orðinn lúinn. Fullt af tæknibrell-
um. Kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarás-
bíói.
0
Lögregluskólinn 4. Langþreytt
grínmynd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíó-
höllinni.
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ mjög góð
★ ★ miðlungs
★ þolanleg
O mjög vond
KVIKMYNDIR
*
Ur myndsmiðju meistara Roegs
Regnboginn: Castaway (Á eyöi-
eyju) ★★★
Ensk-bandarísk. Árgerð 1986.
Leikstjórn: Nicolas Roeg.
Handrit: Allan Scott eftir sögu
Lucy lrvine.
Tónlist: Stanley Myers.
Aðalhlutverk: Oliver Reed,
Amanda Donohoe.
Breski kvikmyndaleikstjórinn
Nicolas Roeg kvað sér fyrst hljóðs
á kvikmyndasviðinu sem kvik-
myndatökumaður. Hann var á sín-
um tíma býsna eftirsóttur sem slík-
ur af metnaðarfyllri leikstjórum.
Myndskyn hans er sem fyrr með
eindæmum sterkt og á stundum
svo yfirgengilegt að hætt er við að
sumum hverjum þyki svo sem
hann færist öldungis of mikið í
fang. Þannig er ekki laust við að
hina glettilega margslungnu
myndmálsnotkun hans í Casta-
way skorti nægilega mótiveringu
og hreinlega drekki eiginlegu efn-
isinntaki myndarinnar í ofgnótt
ægifagurrar en einkar fjálglegrar
kvikmyndatöku.
Annars er myndin í flesta staði
með eindæmum fagmannlega
unnin. Oliver Reed leikur af sinni
alkunnu snilld miðaldra fráskilinn
rithöfund og tveggja barna föður,
sem orðinn er þreyttur á grá-
myglulegum hvunndegi stór-
borgarlífsins og ákveður því í sam-
ráði við útgefanda sinn að eyða
einu ári á eyðieyju í Suðurhöfum
og vinna þar að ritstörfum. Hann
auglýsir eftir ferðafélaga, konu
milli tvítugs og þrítugs og kynnist
þannig Lucy (Amanda Donohoe).
Eftir allan nauðsynlegan undir-
búning halda þau skötuhjúin síðan
eins og ráð var fyrir gert til Suður-
hafseyja, en fljótlega kemur í ljós
að sældarlífið er þau höfðu fyrir-
hugað þar syðra muni öllu meiri
vandkvæðum bundið en þau
höfðu áður ætlað.
HELG ARPÓSTURIN N 23