Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.07.1987, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Qupperneq 26
INNLEND YFIRSYN Á síðasta starfsdegi Steingríms Hermanns- sonar sem forsætisráðherra í síðustu ríkis- stjórn, þann 8. júlí sl., undirskrifaði hann reglugerð um breytingar á verkaskiptingu milli utanríkisráðuneytisins og viðskipta- ráðuneytisins. Eftir hádegi sama dag fór Steingrímur upp í utanríkisráðuneyti og tók við lyklum úr hendi fráfarandi ráðherra, MatthíasarÁ. Mathiesen. Hann settist í nýjan ráðherrastól í ráðuneyti sem var orðið stærri og feitari biti en fyrirrennari hans hafði haft yfir að ráða, ástæðan var breytingin á reglu- gerðinni sem hann hafði undirskrifað fyrr um daginn. Auk þess að hafa með höndum utanríkismál hafði honum tekist að næla í utanríkisverslunina undir ráðuneyti sitt í stjórnarmyndunarviðræðunum. Vert er að skoða nokkuð nánar í hverju þessi breyting á ráðuneytunum felst og hver eru rökin fyrir henni. Til utanríkisráðuneyt- isins færist hluti verksviðs viðskiptaráðu- neytisins, sem heyrir undir utanríkisvið- skipti. Á þessu sviði ber helst að nefna skipti íslands við EFTA og Evrópubandalagið, við- skiptasamvinnuna við Norðurlönd og við- skiptin við Austur-Evrópu, þar með talin við- skipti við Sovétríkin. Rétt er að staldra að- eins við viðskiptin við Sovétríkin en þau fara að mestu leyti fram í formi vöruskipta. Við- skiptin við Sovétríkin verða því eftir sem áð- ur samofin útflutnings- og innflutningsversl- uninni sem verður í höndum viðskiptaráðu- neytisins hér eftir sem hingað til. Það er því ljóst að úr viðskiptaráðuneytinu fer ákveð- inn hluti starfseminnar til utanríkisráðu- neytisins án þess að það fái nokkuð í staðinn. Viðskiptaráðuneytið kemur því til með að minnka nokkuð bæði að efni og umfangi, en talið er að um áttatíu prósent starfsmanna ráðuneytisins hafi starfað að þeim mála- flokkum sem nú færast yfir í utanríkisráðu- Hitt er þó ljóst að mörgum þykir þessi breyting ekki heppileg einmitt með tilliti til hugsanlega árekstra pólitískra og viðskipta- legra hagsmuna. eftir Salvöru Nordal Daga breytingar uppi? neytið. Þrátt fyrir að þessi breyting á ráðuneytun- um kunni að verða nokkur blóðtaka fyrir viðskiptaráðuneytið er ekki nema hálf sagan sögð. Eftir sem áður heyra undir viðskipta- ráðuneytið mikilvægir málefnaflokkar; ber þar að nefna gjaldeyrismál, bankastofnanir, verðlagsmál og fjármagnsmarkaði. Miklar breytingar hafa orðið á mörgum þessara liða svo sem í bankamálum og þróun fjármagns- markaðar hér á landi. Stefnuyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar bendir til að stjórnin ætli sér að taka til hendinni í þessum málum, m.a. er stefnt að því að endurskipuleggja banka í eigu ríkisins og að frelsi í gjaldeyrisviðskipt- um við önnur lönd verði aukið. Þó svo að hugsanlega verði einhver fækkun í starfsliði viðskiptaráðuneytisins þá verður að líta til þess að undir það heyrir Seðlabankinn og þangað sækir ráðuneytið sérfræðiaðstoð sem það þarf á að halda. Rökin fyrir því að færa utanríkisviðskiptin milli ráðuneyta eru að auka samstarfið milli sendiráða í erlendum viðskiptum. En sendi- ráðin heyra eins og kunnugt er undir utan- ríkisráðuneytið, það hefur því þótt gott að utanríkisviðskiptin heyrðu beint undir utan- ríkisráðuneytið. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að þegar hvortveggja heyrir undir sama ráðuneyti er sú hætta fyrir hendi að utanrík- isviðskipti blandist utanríkispólitík. Hugmyndin um að færa utanríkisviðskipt- in undir utanríkisráðuneytið er ekki ný af nálinni. Fyrir um það bil þremur eða fjórum árum var lagt fram frumvarp á Alþingi um stjórnkerfisbreytingar sem meðal annars innihéldu þessa hugmynd. Ekkert varð úr frumvarpinu en hugmyndin mætti mikilli andstöðu hjá útflutningsaðilum, og voru þá megin rökin gegn breytingunum að ekki væri heppilegt að útflutningsviðskipti og utanríkispólitík sé á sömu hendi. Afstaða manna hefur líklega ekki breyst og rökin eru ennþá jafngild. En í ár var ákvörðunin tekin í stjórnarmyndunarviðræðum en ekki á Al- þingi svo hagsmunaaðilar fengu ekki tæki- færi til að tjá sig um málið áður en hugmynd- in var orðin að veruleika. I haust er ætlun ríkisstjórnarinnar að setja lög um breytingarnar með nánari útfærslu á verkaskiptingu ráðuneytanna. Enn er ekki vitað hvernig þau koma til með að líta út, eða hvort þau líta dagsins Ijós, eða hvort þau ‘daga uppi fljótlega. Hitt er þó Ijóst að mörg- um þykir þessi breyting ekki heppileg ein- mitt með tilliti til hugsanlegra árekstra póli- tískra og viðskiptalegra hagsmuna. Er nær- tækt dæmi um slíkt hvalamálið og fundirnir í Bandaríkjunum, en þar í landi eru við- skiptaráðuneytið og utanríkisráðuneytið ekki á sama máli hvernig taka eigi á málinu gagnvart okkur íslendingum. Astæðan er einfaldlega mismunandi hagsmunir. Þá voru menn sem HP hafði samband við á einu máli um það að hingað til hefðu samskipti og samvinna viðskiptaráðuneytisins við sendi- ráð íslands erlendis verið góð og því væri ekki ástæða til að gera breytingar til að auka og bæta þau samskipti. Þá er líklega ein ástæða eftir sem hefur legið að baki þessari ákvarðanatöku og það var stjórnsemi Stein- gríms Hermannssonar, sem vildi einfaldlega fá aukin völd eða fleiri málaflokka undir sitt ráðuneyti. Og ef til vill hefur það verið þessi skoðun hans sem vó þyngst, þegar almennur kafli á breytingum á lögum um stjórnarráð íslands var samþykktur. Rétt er að undir- strika, að svokallaðir hagsmunaaðilar hafa enn ekki verið spurðir álits á fyrirhuguðum breytingum. Þeirra álit kemur væntanlega fram þegar málið kemur til kasta Alþingis — og ef marka má heimildarmenn HP í útflutn- ingsiðnaði ríkir nokkur óvissa og jafnvel vantrú á að hinar fyrirhuguðu breytingar muni koma til framkvæmda, eða verða til góðs. ERLEND YFIRSÝN Þrenn tíðindi á sama sólarhring sýna að umheimurinn teiur sig ekki geta horft öllu lengur aðgerðalaus á stríðið við Persaflóa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma ályktun, þar sem írak og íran eru skylduð til að láta af vopnaviðskiptum. Tvö risaolíuskip frá Kuwait lögðu af stað norður Persaflóa undir bandarískum fána og banda- rískri flotavernd. Loks synjaði Reagan Bandaríkjaforseti uppástungu Gorbatsjoffs sovétleiðtoga, þess efnis að stjórnir risaveld- anna taki upp viðræður sín á milli um að stilla til friðar við Persaflóa. Af þessu þrennu ætti að öllu eðlilegu álykt- un Öryggisráðsins að skipta mestu. Þar ger- ist það í fyrsta skipti, að lögð eru að því drög að beita lögfestu framkvæmdavaldi alþjóða- samtakanna eftir fyllstu heimildum stofn- skrárinnar til að skakka leikinn í langvinn- um ófriði. Beri þessi viðleitni árangur, gerast SÞ þar með annað og meira afl í heimsmál- um en verið hefur. Stríð íraks og írans hefur brátt staðið í sjö ár. Það er hið mannskæðasta frá lokum síð- ari heimsstyrjaldar. Valköstum á víglínunni sunnanverðri hefur verið jafnað til þeirra í skotgrafahernaðinum á vesturvígstöðvun- um í heimsstyrjöldinni fyrri. Öryggisráðið mælir nú fyrir um vopnahlé innan mánaðar. Aðalritara SÞ er heimilað að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með að það sé haldið. Herir skulu hörfa hvarvetna hand- an við alþjóðlega viðurkennd landamæri og skipti fara fram á stríðsföngum. Leitast er við að halla á hvorugan ófriðar- aðila í ályktuninni. Því er kröfu Iransstjórnar, um að íraksstjórn sé fordæmd fyrir að eiga upptök að ófriðnum, mætt á þann hátt að fela aðalritaranum að skipa óhlutdræga aðila til að leggja mat á ábyrgð á friðarslit- um. Komið er til móts við kröfu írans um stríðsskaðabætur úr hendi íraks með því að. fela aðalritaranum að ráða sérfræðinga til að fjalla um endurreisn á stríðseyddum svæð- um. Fulltrúi íraks hjá SÞ hefur sagt, að stjórn sín telji ályktun Öryggisráðsins jákvætt skref, en fulltrúi Irans segir aftur á móti, að hún sé óaðgengileg fyrir íransstjórn, þótt í plagginu megi finna jákvæð atriði. Sér í lagi hefur stjórnin í Teheran gefið til kynna, að hún telji fyrirmæii Öryggisráðsins aðra hlið á atlögu gegn sér, þar sem hin sé fram- kvæmd á áformi Bandaríkjastjórnar um eftir Magnús Torfa Ólafsson. Hormuzsund er þröngt, svo íranir geta gert þar usla, vilji þeir svo við hafa. Risaveldin samstiga í laumi vid að stöðva Persaflóastrídiö flotavernd fyrir olíuskip Kuwait. Vissulega ber nýrra við, þegar núverandi stjórn í Washington beitir sér fyrir að Sam- einuðu þjóðirnar gegni forustuhlutverki á al- þjóðavettvangi. Fram til þessa hafa Reagan iorseti og háværustu samstarfsmenn hans frekar lagt sig fram að gera veg alþjóðastofn- ana sem minnstan, bæði með því að rakka þær niður, langt umfram eðlilega gagnrýni og aðhald, og halda þeim síðan í fjársvelti með því að svíkjast um að greiða tilskilin fjárframlög Bandaríkjanna fyrr en seint og illa. En þegar til alvörunnar kemur er það samt fangaráðið að leita fulltingis Öryggisráðsins, eins og fram kemur í svari Reagans við til- boði Gorbatsjoffs um tvíhliða viðræður risa- veldanna í því skyni að vinna saman að frið- argerð við Persaflóa. Undir þeirri afstöðu býr meðal annars, að Sovétríkin eru betur sett að því leyti, að þau hafa bæði stjórnmálasam- band við Irak og iran, en Bandaríkjastjórn er sambandslaus við stjórnina í Teheran og átti til skamms tíma í illindum við þá í Bagdad. Við bætist að viðleitni Reagans til að beita Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins til að versla við klerkaveldið í íran, á þann hátt að kaupa gísla lausa úr haldi með vopnasendingum, hefur bakað stjórn hans ómælda skömm og skaða, bæði heimafyrir og á alþjóðavett- vangi, og sér ekki fyrir endann á þeim býsn- um. Tregða Bandaríkjaþings og banda- manna Bandaríkjanna til að styðja fyrirætl- un stjórnar Reagans um bandaríska flota- vernd fyrir siglingar olíuskipa frá Kuwait um Persaflóa stafar einkum af því, að sá grunur læðist að mönnum, að hér sé á ferðinni enn ein vanhugsuð aðgerð til að ná sér niðri á Iransklerkum í hefndarskyni fyrir fyrri hrak- farir. Hin skýringin á flotaaðgerðum Bandaríkj- anna í Persaflóa, og sú sem Weinberger land- varnaráðherra hefur einkum látið i veðri vaka, þykir ekki trúverðug. Hún er á þá leið, að halda verði siglingaleiðinni um flóann opinni, og geri Bandaríkin það ekki komi Sovétríkin til skjalanna og gerist þar með drottnunarveldi að hafsvæðinu sem er upp- spretta þýðingarmesta olíustreymis til Vest- ur-Evrópu og Japans. Veilurnar í þessari rök- semdafærslu blasa við. íran hefur alls enga tilburði sýnt til að loka Hormuzsundi. Sovésk herskip halda sig þegar á Persaflóa, enda hafa Sovétmenn þar tvímælalaust hags- muna að gæta. Þar að auki vakir við ríkjandi aðstæður það sama fyrir sovétstjórninni og Vesturveldunum, að afstýra því að íslömsk byltingarstjórn klerkanna í Teheran beri sig- urorð af Irak í stríðinu. Samstarf stjórnanna í Moskvu og Washing- ton á bak við tjöldin að þessu markmiði hef- ur upp á síðkastið birst í viðleitni beggja til að svipta íran helsta bandamanni þess í hópi arabaríkja, Sýrlandi. Vegna forns fjandskap- ar Assads Sýrlandsforseta og Saddams Huss- eins valdhafa Iraks tók Sýrland sér stöðu við hlið írans, þegar ófriðurinn hófst. Lokuðu Sýrlendingar olíuleiðslum frá írak um landið, en þágu í staðinn olíu sjóleiðis frá íran á af- sláttarverði. Var þetta til að arabaríkin olíuauðugu við Persaflóa, að Saudi-Arabíu undanskilinni, hættu fjárstuðningi við Sýrlandsstjórn, sem veittur hafði verið til að efla landið hernað- arlega gagnvart ísrael. Af þessum sökum er Sýrland nú í sárum fjárkröggum. Fyrir milligöngu sovétstjórnarinnar hefur á síðustu misserum linnt illindum milli Sýr- lands annars vegar og Jórdans og Frelsis- samtaka Palestínumanna hins vegar. Tóku þá Teheranklerkar að minna Sýrlandsforseta á sig, með því að láta skjólstæðinga sína og útsendara í Líbanon gera friðargæsluliði Sýr- lendinga þar sem erfiðast fyrir. Þar var kom- ið við auman blett, því staða Assads í ríki sínu getur oltið á því, að her hans og stefna bíði ekki afhroð í Líbanon. Þessi er líka meg- inástæðan til hvílíkt kapp ísraelsstjórn legg- ur á að halda leynisambandi við boðbera islamskrar byltingar. Hún gerir sér von um að geta notið góðs af viðleitni þeirra til að grafa undan stjórnum arabaríkja. En nú berast fréttir af að Assad og Saddam Hussein kunni að halda sáttafund í Amman, höfuðborg Jórdans. Og Bandaríkjastjórn, sem til skamms tíma hefur haldið samskipt- um við Sýrlandsstjórn í lágmarki, söðlar allt í einu um. Reagan lét sendimann sinn Vernon Walters leggja lykkju á leið sína til Damaskus, þegar hann fór um lönd að undir- búa ályktun Öryggisráðsins um Persaflóa- stríðið. í síðustu viku skýrði blað í Abu Dhabi frá því, að haft væri fyrir satt í ríkjunum á austurströnd Arabíuskaga, að Sýrlandsstjórn reyndi að beita áhrifum sínum í Teheran til að afstýra að í odda skerist milli írans og bandaríska flotans á Persaflóa. Hafi þetta verið erindi Farouk al-Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, á ferð hans milli höfuðborga Irans, Saudi-Arabíu og Kuwait fyrr í mánuð- inum. Breytt afstaða Sýrlands getur ráðið hvern- ig til tekst, þurfi Öryggisráðið að gera alvöru úr hótun um að framfylgja fyrirskipun um vopnahlé í Persaflóa með þvingunaraðgerð- um. Ályktun ráðsins mælir fyrir um annan fund að mánuði liðnum, og verði þá beitt valdi sem stofnskráin veitir til að knýja fram að farið sé eftir gefnum fyrirmælum. Almennt vopnasölubann á það ríki, sem þverskallast við að láta af vopnaviðskiptum, væri þá hendi næst, og því ólíkt auðveldara að framfylgja, ætti íran engan hauk í horni meðal nálægra ríkja til aðstoðar við að fara í kringum bann. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.