Helgarpósturinn - 23.07.1987, Síða 28

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Síða 28
SKORID UPP OG SKOÐAÐ — LEIKMENN í TOPPFORMI — DÓMARAR GLEYMA HAGNAÐARREGLUNNI — HEIMAVELLIR BOÐA BETRI TÍÐ — MAÐURINN I VALSSTÚKUNNI ar upp kantinn. Framliðið hefur líka stigið uppávið hægt og þétt eftir slaka byrjun en skellurinn gegn Þór um síðustu helgi olli þó mönnum heilabrotum. Hagnaðarreglan er of mikilvægt vopn í knattspyrnunni til þess að hún megi vera tekin kæruleysisleg- um tökum. Fyrir áhorfendur sem og leikmenn er það nánast óþolandi að láta leikmenn komast upp með leik- brot sem þeir síðan hagnast á sjálfir — þó ekki alltaf. Það ber þó að hafa í huga að það er ekki í öllum tilfellum dómari sem eyðileggur leiki með því að vera sí- flautandi og stöðvandi leikinn held- ur eru það auðvitað leikmenn sjálfir sem valda þessu. í grófum leik verð- ur dómarinn auðvitað að grípa til flautunnar sí og æ en það er einmitt í þessum leikjum sem hagnaðarregl- Mynd: Þjóðviljinn E.ÓI. an er mikilvægasta vopn dómarans. Því miður eins og ég sagði áðan þá eru dómarar í leikjum hér á landi sennilega of stressaðir til að geta nýtt sér hagnaðarregluna. KRUFNING III — ÞJÁLFARAR Við opnun á þjálfurum kemur auðvitað í ljós að þeir eru nánast aldrei betri en sá leikmannahópur sem þeir hafa með höndum í það og það sinn. Ian Ross væri til að mynda ekki með Víðisliðið á toppnum en Haukur Hafsteinsson gæti hæglega verið með Valsliðið á toppnum. Hér á landi telst það sennilega einn af mikilvægari eiginleikum þjálfara að vera góður sálfræðingur og halda þétt um sína leikmenn bæði and- lega og líkamlega. í nánast öllum liðum 1. deildar kemur liðsuppstill- ingin nokkuð sjálfkrafa og í jafnri deild stendur lið og fellur með dags- formi. Valsmenn hafa heldur sigið niður á við eftir mjög góða byrjun og hugsanlega hafa þeir verið komnir á toppinn hvað varðar út- hald og æfingu full snemma. En það skemmtilega er að oftast ná lið öðr- um toppi á sumrinu, svo það er bara að bíða og sjá. Þjálfarar eru verkstjórar sem verða að þjappa sínu fólki saman til að ná sem bestum afköstum. Með góða starfskrafta og reynda stendur þjálfarinn auðvitað betur að vígi. KRUFNING IV — ÁHORFENDUR Um áhorfendur þarf ekki að fara mörgum orðum. Þeir eru nú bæði fleiri en á síðasta ári og dreifast bet- Þaö hefur ekki fariö framhjá neinum þeim er fylgist med íslandsmótinu íknattspyrnu, 1. deild, eda SL-mótinu eins og það heitir nú, að það er hálfnað — og reyndar ör- lítið betur. Eins og œvinlega er gert á slíkum tímamótum þá er litið til baka og allt það er mótinu viðkemur er krufið til mergjar, jafnt leikmenn, þjálfarar og dómarar sem áhorfendur, stjórnarmenn ogöll mótanefndin. Helg- arpósturinn œtlar að vera með í þessu sjúkrahúsœði og taka þátt í krufningunni. Þegar stungið er á leikmönnum þessa móts hingað til þá kemur i Ijós að þeir eru sennilega nokkuð betur á sig komnir en oft áður. Úthald leik- manna er nánast óþrjótandi og sum lið eru í slíkum vinnsluham inná vellinum að það verður bókstaflega leiðinlegt fyrir andstæðingana að spila á móti þeim. Skoðum leik- menn eins og Hilmar Sighvatsson hjá Val. Það er möguleiki fyrir and- stæðingana að leika á Hilmar, en hann er alltaf kominn aftur og aftur. Aldrei stundarfriður. Reyndar á þetta við um nærri því allt Valsliðið, sem nú er í efsta sæti deildarinnar. Liðið er, við nánari krufningu, þind- arlaust. Aldrei friður fyrir Amunda, Ingvari, Jóni Grétari og Hilmari og svo er andstæðingunum tekst að koma knettinum inná yfirráða- svæði Guðna Bergssonar þá hleyp- ur hann uppi hvaða framherja sem er. Svona lið er hrikalegt viðureign- ar. Enda hefur það komið í ljós — Valsmenn eru á toppnum. Onnur lið í deildinni standa Vals- mönnum ekki langt að baki hvað yf- irferð og baráttuvilja varðar en þau skortir gjarnan eitthvað annað. Hjá KR liggur sá örlitli munur sem er á liðunum í því hve varnarmennirnir skila knettinum illa frá sér. Þeir gera mikið af því að gefa erfiða bolta fram á framherjana sem þurfa að byrja á því að taka knöttinn niður og snúa með mann í bakið eða reyna að vinna skallaeinvígi við miður lágvaxna varnarmenn. Hugsanlega má kenna því um að miðjumenn KR-liösins sæki knöttinn ekki nógu mikið til varnarmannanna og því verði þeir oftar en ekki í vandræð- um með hvað skal við knöttinn gera. Síðari hálfleikur KR-inga gegn KA á dögunum á KR-velli sýndi verulega góða hlið á liðinu. Þá var knötturinn látinn ganga vel á milli manna frá öftustu vörn og árangur- inn varð sá að liðið vann mun auð- veldar og áferðarfallegar en oft áð- ur líkt og nýstillt vél. Þar sannaðist að ef menn gera einföldu hlutina vel þá getur dæmið gengið upp. Af öðrum leikmönnum en bar- áttubelgjum Vals og varnarmönn- um KR er það helst skemmtilegt að athuga hversu mikil áhrif einn leik- maður getur haft á lið. Hér er um að ræða Ragnar Margeirsson Framara en áður Keflvíking. Ragnar hefur ekki spilað vel með Fram þá fáu leiki sem hann hefur spilað en hann hefur gert Ásgeiri Elíassyni þjálfara mun auðveldara fyrir með liðsupp- stillingu Fram. Pétur Ormslev hefur getað fært sig aftar á völlinn og tek- ið upp sitt frjálsa leikform þar sem hann hefur engar verulegar varnar- skyldur en fær að leika leikinn eftir eigin höfði — og víst er að enginn leikmaður getur gert það eins vel og Pétur. Janus Guðlaugsson hefur ver- ið færður í stöðu miðvarðar í stað Jóns Sveinssonar sem átti manna auðveldast með að láta stuðnings- menn Fram fá hjartaáfall. Janus skil- ar sinni stöðu með stakri ró eins og hans er von og vísa. Þá má ekki gleyma þætti Ormars Örlygssonar í Framliðinu en hann hefur sótt sig mjög verulega í síðustu leikjum og skapar stórhættu þegar hann brun- reynslumiklum og sterkum kjarna og satt að segja kom mér á óvart hversu liðinu var spáð slæmu gengi fyrir mótið. Ungu mennirnir hjá Skagamönnum, eins og Haraldur Ingólfsson og Heimir Guðmunds- son, hafa nánast blómstrað og víst er að knattspyrnuhefðin á Skagan- um skilar aragrúa af stigum. Hjá Keflvíkingum horfir ekki eins vel. Varnarleikur liðsins er höfuð- verkur og þrátt fyrir góðan mark- vörð og baráttuglaða leikmenn eins og Gunnar Oddsson og Peter Farrell skilar leikur Keflvíkinga sér ekki nægilega vel. Of margir veikir punktar í einu liði og það sýnir sig. Fram fékk óvaentan skell á móti Þór frá Akureyri í 9. umferð íslandsmótsins. Þórsliðið er með Halldór Áskels- son innanborðs. Sívinnandi fyrir sig og sína leikmenn að skapa færi og skora sjálfur. Halldór og hans menn eru með harðan og leikreyndan kjarna sem erfitt er að skera í gegn- um. Liðið er á mikilli uppleið og það gæti farið svo að Þórsarar yrðu lið seinni umferðarinnar. Eini verulegi gallinn á Þórsliðinu er að það ferð- ast illa og útivellir hafa ekki reynst liðinu nægilega notadrjúgir. Hitt Akureyrarliðið hefur komið á óvart og á það fyrst og fremst að þakka góðum varnarleik og mark- vörslu. Haukur markvörður og Erl- ing í vörninni eru máttarstólpar sem ekki klikka oft. Þá hefur Steingrím- ur Birgisson verið færður til í stöðu varnarmanns en þar er á ferðinni mjög útsjónarsamur leikmaður sem nýtist vel. Liprir miðjumenn eins og Þorvaldur Örlygsson og Gauti Lax- dal liggja um of á boltanum oft á tíð- um en geta þó alltaf gert fallega hluti eins og Tryggvi Gunnarsson gerir mörk. Völsungar hafa ekki komið á óvart. Liðið er mjög samheldið og gífurlega reynslumikið. Þar spila all- ir fyrir alla og liðið hefur yfir að ráða mjög sterkum einstaklingum í lykil- stöðum eins og Birgi Skúlasyni, Kristjáni og Birni Olgeirssyni, Aðal- steini Aðalsteinssyni og Helga Helgasyni. Það sem komið hefur mér á óvart eru sóknarleikmenn liðsins, þeir Hörður og Jónas, sem gefa engum varnarmönnum grið og eru iðnir við að skapa sér færi. Skagamenn hafa heldur ekki komið á óvart. Liðið byggir á mjög Nágrönnum Keflvíkinga í Garðin- um gengur heldur ekki sem best þrátt fyrir að hafa tekið stig af öllum toppliðunum. Vörn liðsins með Daníel Einarsson sem yfirburða- mann og Vilhjálm bróður hans sem aðstoðarökumann er illvíg — og ekki spillir fyrir Garðsbúum að rangstöðutaktík þeirra er vel skipu- lögð eins og KR-ingar fengu að kenna á. Sóknarleikur Garðsbúa er hinsvegar hrein hörmung enda ekk- ert uppúr honum lagt. FH-ingar hafa verið meira með boltann í mörgum þeim leikja sem þeir hafa tapað og það sem er verst við iiðið er að það þolir ekki að vera yfir í leik og fer helst ekki í gang fyrr en andstæðingarnir hafa skorað. Flemming þjálfari hefur sýnt ótrú- lega góða tilburði í varnarleik sín- um þar sem hann tapar ekki skalla- einvígi þó við mun stærri leikmenn sé að eiga. Kristján Gíslason vinnur á við hvern leik en liðið er ekki nógu góð heild til að gera stóra hluti. Sig- urinn á Skaganum um helgina síð- ustu gæti þó stappað stálinu í Fim- leikafélagið. KRUFNING II — DÓMARAR Dómarar í 1. deild á íslandi hafa einn verulegan galla sem kemur fram í nánast hverjum leik. Þeir flauta mikið og eru of fljótir á sér í ótal tilvikum þegar beita skal hagn- aðarreglunni. Þarna gætir ákveð- innar taugaveiklunar hjá dómurum. Að öðru leyti hefur dómgæslan í leikjum deildarinnar verið nokkuð jöfn og góð. ur á milli landshluta. Völsungar á Húsavík svo og KA hafa bæst í hóp 1. deildar liðanna og nú hefur myndast möguleiki á nokkrum „Derby-leikjum" fyrir norðan heið- ar sem aftur gefur fólki á þessum slóðum aukna möguleika til að fylgjast með skemmtilegri knatt- spyrnu. Þá hafa heimavellir félaganna flestir verið lagfærðir til að þjóna áhorfendum betur þó vissulega megi ýmislegt betur fara. Þar á ég sérstaklega við salernisaðstöðu og sælgætissölu. KR-ingar hafa með til- komu síns heimavallar til að mynda varla tapað leik þar og sömu sögu má segja um Valsmenn. Þá eiga heimavellir eflaust eftir að reynast öðrum liðum drýgri er líða tekur á mót og hver leikur verður úrslita- leikur. En þó að aðstaða sé orðin þokka- leg víðast hvar fyrir áhorfendur þá er enn ein stétt manna sem verður að sætta sig við hörmungaraðstöðu nánast á hvaða velli sem er. Þetta eru íþróttafréttamenn. Þeir eru venjulega settir í hriplek skýli sem standa alveg við leikvöllinn og eru ekkert hækkuð upp til að veita þess- um mönnum betri yfirsýn yfir völl- inn og þar með létta þeim störf sín. Sumir myndu eflaust segja að þeir ættu ekkert betra skilið en aðrir áhorfendur en það er ekki rétt. Það sem þessir menn skrifa skiptir þús- undir manna sem standa í og í kringum knattspyrnuna mjög miklu máli og hinn almenna knattspyrnu- mann verulegu máli þar sem þeir fjalla um leiki á hinn margvíslegasta hátt. Góð aðstaða hjálpar íþrótta- fréttamönnum við vinnu sína og gerir þá betur í stakk búna til að skrifa af meiri nákvæmni um það sem gerist á vellinum og um leið með meiri ánægju sem kemur öll- um til góða. Meira að segja aðalleik- vangurinn í Laugardal er til skamm- ar hvað varðar aðstöðu fyrir frétta- menn, ekki síst þegar um stórleiki eins og Evrópuleiki er að ræða. Þá þurfa bæði íslenskir og erlendir fréttamenn að kúldrast í leku skýli þar sem hver röddin þarf að lýsa leiknum ofan í aðra — ef menn eru svo heppnir að ná sambandi við heimalönd sín. En aðrir sitja úti við og heyra hvorki í sér né öðrum vegna hávaða í áhorfendum. Þessa hluti þarf að laga jafnvel áður en byggt er aðstöðuhús fyrir heiðurs- gesti sem þó er einnig nauðsyn. Að lokum er hér skemmtileg saga úr áhorfendastæðunum á Valsvelli fyrr í sumar. Það var glampandi sól og allir áhorfendur voru í sólskins- skapi rétt áður en leikurinn byrjaði enda búist við hörkuleik. Menn fengu sér sæti á steinsteypunni en þegar slíkt skeður er mikilvægt að allir setjist til að skyggja ekki á fyrir öðrum. Svo vildi til að einn maður af eldri gerðinni ákvað að standa í miðjum áhorfendahópnum og skyggði þar með á ótal marga aðra áhorfendur. Þegar leikurinn hófst byrjuðu menn að hreyta ónotum í manninn sem lét sér ekki segjast. Gekk svo um hríð og mögnuðust ónotin þar til þau voru komin út í hreina ósvífni og skammir. Maður- inn stóð sem fastast. Voru menn orðnir ansi argir í sólinni og ánægj- an af leiknum gleymdist vegna mannsins í stúkunni. Svo fór að hann stóð af sér ónotin og hreyting- arnar allan fyrri hálfleik og fyrir það gef ég honum prik. Hitt er svo ann- að að það er ekkert annað en ósvífni að setjast ekki niður eða færa sig um set þegar svona stendur á. Hver veit nema að hann muni eft- ir því næst, standandi maðurinn í Valsstúkunni. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.