Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 2
eftir Ölaf Bjarna Guðnason einkaaöila, sem eru í samkeppni við Sam- bandsfyrirtækin, bæði i sjávarútvegi og öðr- um greinum. Ég er hræddur um að menn eigi eftir að finna fyrir því, þegar Sambandið er komið með nefið ofan í bókhaldið hjá þeim og er komið í aðstöðu til þess að setja þeim stólinn fyrir dyrnar . . . Ég verð að viðurkenna að ég hætti að hlusta þegar þarna var komið sögu og fór að hugsa um annað. Satt að segja var það ís- landsmótið í knattspyrnu sem ég var að velta fyrir mér. En ég tók semsagt ekki eftir því hvað var verið að ræða, fyrr en einarðasti andstæðingur Sambandsins í klúbbnum fór að ræða um Vestmannaeyjar. — Hvað með Eyjamenn? Nú er Sambandið að kaupa eina bankann á staðnum! Þeir eru að kaupa eina bankann á helsta útgerðar- plássi á íslandi! Hugsið ykkur bara! Þeir eru í rauninni að kaupa sér algert kverkatak á biómlegustu verstöð landsins! Það geta ekki verið annað en gdð kaup, fyrir Sambandið! í fullri hreinskilni verð ég að viðurkenna það, að ef ég þyrfti bráðnauðsynlega að koma nokkur hundruð milljónum í lóg væri það ýmislegt í veröldinni sem ég myndi frek- ar girnast en kverkatak á Vestmannaeyjum. Til þess að forðast allan misskilning verð ég að taka það skýrt fram, áður en lengra er haldið, að mér er alls ekki illa við Vest- mannaeyjar eða íbúa þeirra. Þvert á móti! En samt sem áður verð ég að segja, fyrir mína parta, að ég hef engan sérstakan áhuga á að ná kverkataki á Vestmannaeyjum. Þar er auðvitað blómlegt byggðarlag og þar býr framtakssamt fólk og vinnuglatt. Og ekki flögrar annað að mér en að viðurkenna að í Eyjum er fallegt. En þeir Vestmanney- ingar eru nú í annarri deildinni eins og er og eins og ég sagði myndi ég frekar nota millj- ónirnar til einhvers annars en að ná á þeim kverkataki. Það er svo aftur annað mál, hver er smekk- ur Sambandsmanna. Einn kaffidrykkjumað- urinn hélt því fram, að þeir Sambandsmenn ágirntust eyjarnar einmitt af því að þar ætl- uðu þeir að stofnsetja ríkið í rikinu, sem áður var að vikið. Ég hafði forðast að taka þátt í þessum gáfu- legu umræðum en þegar þarna var komið sögu var eg farinn að slaka óhóflega á, og lék af mér, þegar ég greip inn í umræðurnar og spurði í einlægni: — En eruð þið vissir um að Sambandið sé að ásælast Vestmannaeyjar, með því að gera til- boð í Útvegsbankann? Gæti ekki verið að þeir girntust Útvegsbankann, og að þeir hafi þess vegna gert tilboð í hann? Þetta var auðvitað afleikur. Það sló þögn á hópinn, menn litu á mig með vanþóknun og skömmu síðar lauk fundinum og menn skild- ust með fáleikum. íslendingar trúa á sam- særi, þeir trúa á kænskubrögð og djúphugs- aðar fléttur. En þeir trúa því aldrei að hlutirn- ir séu eins og þeir virðast vera. Ef svo væri yrði lífið einfaldlega of óspennandi fyrir þeirra smekk. UNDIR SÖUNNI í sambandi við Útvegsbankann Ég vil taka það fram hér, strax í upphafi, að ég hef ekki mótað mér stef nu í bankamálum. Eflaust finnst einhverjum lesenda þetta bera vott um furðulegt ábyrgðarleysi af minni hálfu, en það verður þá bara að hafa það. Ég skal meir að segja ganga lengra og viður- kenna það, skömmustulaust, að ég hef svo sem engar ákveðnar skoðanir á bankamál- um heldur. Hvernig má enda annað vera? Ég veit ekkert um bankamál og hef enga reynslu af þeim. Við nánari umhugsun sýnist mér þó ástæða til þess að leiðrétta síðustu fullyrð- inguna hér að ofan. Ég hef auðvitað bitra reynslu af bankastarfsemi, eins og flestir ís- lendingar. Eins og langflestir ykkar, ágætu landar, þarf ég oft á viku hverri að bregða mér í banka, til þess að leggja þar inn, taka út, borga lán og slá. Undantekningarlaust, þegar ég stíg út úr bönkunum, eftir að hafa sinnt mínum erind- um, finn ég í sálu minni þá grimmilegu vissu, að enn einu sinni er það ég sem hef farið hall- oka í viðskiptunum og að bankinn er ögn rík- ari eftir þessa heimsókn mína en fyrir. I stuttu máli er reynsla mín, eins og annarra landa minna, sú, að það er ævinlega bankinn sem græðir á mínum viðskiptum, en ég sem tapa. Hafandi sagt þetta sný ég mér að efninu. Það var í sambandi við Útvegsbankann (ef svo má að orði komast). Ég var kallaður á fund í kaffiklúbbnum mínum um daginn. Þetta er svona venjuleg- ur klúbbur, þar sem við komum saman nokkrir alvörugefnir menn, til þess að hafa áhyggjur af stöðu mála, skiptast á ótrúverð- ugum gróusögum, höfðum eftir ónefndum mönnum „í innsta hring“, og komum okkur saman um að þróunin sé almennt mjög óæskileg og megi alls ekki líða það að hún gangi lengra í sömu átt en orðið er. Það þarf varla að taka það fram, að enginn okkar er í aðstöðu til þess að hafa minnstu áhrif á gang þjóðmálanna, nema með því að greiða atkvæði í kosningum og menn gerast ekki öllu áhrifaminni en það. Að þessu sinni höfðum við áhyggjur af Út- vegsbankamálinu. Langflestir höfðu áhyggj- ur af því að Sambandið kynni að fá bankann keyptan. Nokkrir höfðu af því áhyggjur, að 'Sambandið fengi hann ekki. Ég hafði bara áhyggjur almennt, en lét ekki uppi af hverju. — Það vantar nú bara ekki annað en að þessir andskotar komi sínum liðugu fingrum líka í bankakerfið, sagði einn einarðasti mál- svari einkaframtaksins í klúbbnum. Hann hefur í þrígang sett á laggirnar heildsölu- fyrirtæki og farið á hausinn með þau öll. Að eigin sögn fór svona slysalega af því hann sást aldrei fyrir í hörðum atgangi sínum við að tryggja hag vanþakklátra neytenda, sem keyptu billegu vörurnar hans með þökkum og létu hann síðan athugasemdalaust fara á hausinn. — Ég verð bara að segja eins og er, að mér óar nú þegar við öllum þeirra umsvifum, hélt hann áfram. — En ef þeir komast nú líka i lykilstöðu í bankakerfinu, þá verða þeir vaxnir okkur öllum yfir höfuð. Þá verða þeir svo sannarlega orðnir eins og ríki í ríkinu. — Þetta er stærsta fjöldahreyfing á Islandi, maður! Hvernig vogarðu þér að segja að hagsmunir svo mikillar fjöldahreyfingar gangi gegn hagsmunum ríkisin? Málsvari Sambandsins í okkar hópi er upp- flosnaður dreifbýlismaður, margfróður og velviljaður, sem á við þann eina veikleika að stríða að hann hefur aldrei náð sér almenni- lega eftir að hafa lært íslandssöguna sam- kvæmt Jónasi frá Hriflu í barnaskóla. — Annars er þetta óþarfahjal! Við vitum það allir, að kaupin hafa i rauninni nú þegar verið gerð! Hlutabréfin voru auglýst á ákveðnu verði og skilmálum og tilboðið er algerlega fullnægjandi samkvæmt auglýs- ingunni. Hvernig sem lagabókstafir snúa í þessu máli, þá er enginn vafi á því að það er siðferðislegur réttur Sambandsins að fá þessi bréf. Það sló þögn á hópinn, andartak. Það er ekki til siðs í þessum kaffiklúbbi, frekar en á öðrum siðaðra manna samkomum á íslandi yfirleitt, að menn séu að 'olanda siðferðis- hugmyndum inn í umræður um fjármál og stjórnmál. Þegar nokkrir englar höfðu svifið um her- bergið var loksins eins og tækist þögult sam- komulag um að láta eins og þessi orð hefðu aldrei verið sögð, og umræðum var haldið áfram á fyrra plani. — Þarna er auðvitað ekkert annað á ferð- inni en tilraun Sambandsins til að knésetja AUGALEIÐ -^puRHlN^ 5VAR E16R r»lENN HÐ SP4RJH 3jblfa 5i&? JA - HR RA-Ð MOKICUIH 5PURNING? 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.