Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 15
* A Katalóníutorgi meö Margréti Arnadóttur, leikkonu hjá Els Comediants-flokknum í Barcelona flokkast undir það sem kallað hefur verið „alternatívt" eða öðruvísi leikhús. En er tími þess ekki að líða undir lok. Hið háborgaralega stofn- analeikhús er aftur í sókn? „Alternatívt leikhús er ekki bara tíska, heldur líka viss lífsmáti. Upp- dráttarsýkin í^lternatívu leikhúsi er ekki bara áhorfendum að kenna, heldur líka leikurum og leikhús- fólki. Það eru þeir sem eiga að sjá um að mennta áhorfendur. Þeir geta ekki farið fram á að áhorfendur láti sér leiðast á sýningu eftir sýningu. Við höfum bíómyndir og sjónvarp. Áhorfandinn hugsar: Hvers vegna ætti ég að standa í langri biðröð og sitja á vondum stað ef leikhúsið er leiðinlegt. Það þýðir ekkert að segja við fólk að það sé kúltúrsnautt þótt það fari ekki í leikhús. Maður þarf heldur ekki endilega að selja sig þótt maður komi til móts við áhorf- endur. Okkar markmið er það að skemmta okkur og öðrum. Um leið reynum við að segja eitthvað sem okkur finnst mikilvægt. Það er ekki endilega nein pólitík. Það gerist svo mikið af sorglegum og vondum hlutum í heiminum. Maður opnar dagblað og fyllist óhugnaði. Við reynum líka að fjalla um hina hlið- ina á lífinu, gleðina. Það er óþarfi að vera alltaf með eitthvert heims- endatal; það eru svo margir sem fara betur með slíkt en við.“ — Þú talar um ferðalög og heim- komur, þið lifið mestanpart á vegin- um, eins og það heitir á poppmáli? „Stundum hálft árið eða meira. í fyrra vorum við í tvo og hálfan mán- uð í Belgíu og Frakklandi. Síðan fór- um við í þriggja mánaða leikferð um Ítalíu. Við erum nýkomin úr mánaðarferð til Mexíkó. Þetta getur náttúrlega verið slítandi. Það koma stundir þegar ég hugsa með mér: Ænei, nú er nóg komið. Ég tek bara næstu vél heim. En það er reyndar ekki oft. Mér finnst gaman að ferð- ast og kynnast nýjum hlutum. Að því leyti hentar það mér vel að vinna með Els Comediants. Og blessunarlega höfum við tekið þá stefnu að reyna að kynnast ekki bara börunum og því lífi...“ AÐKAST FRÁ HÆGRI ÖFGAMÖNNUM — En fast heimilisfang er samt Barcelona? „Já, og við erum fyrst og fremst katalónskt leikhús. Innbyrðis tölum við á katalónsku og hér í Katalóníu sýnum við á katalónsku.” — Eruð þið þá pólitískt leikhús? „Við byggjum mikið á kúltúrnum hér í Katalóníu, en án þess þó að vera beinlínis pólitísk. Ánnar leik- hópur, sem við höfum haft talsvert samneyti við, Els Joglars, er til dæm- is miklu pólitískari. Hann var lokað- ur inni í tvö ár á tímum Frankós fyrir að krítísera falangistastjórnina. Við hneigjumst miklu meira tii anark- isma, tilheyrum engum flokki og styðjum ekki neinn. Við erum leik- hús lífsins og gleðinnar, sem kannski er ákveðin pólitík í sjálfu sér. Við höfum til dæmis mátt sæta aðkasti frá öfgasinnuðum hægri- mönnum á Suður-Spáni og víðar.“ — Nú er flokkur sósíalista við völd á Spáni. Hefur það einhver áhrif á starf leikhóps á borð við Els Comediants? „Við erum betur inn undir hjá kerfinu síðan sósíaiistarnir tóku við völdum. Það er líka meiri kraftur og líf hér í borginni en áður var. Kata- lónía er náttúrlega eitt ríkasta svæð- ið á Spáni og síðan sósíalistarnir tóku við hefur mörgum boðum og bönnum verið aflétt. Hér flæða yfir kvikmyndir, listamenn og leikhús. Inngangan í Evrópubandalagið hef- ur líka haft sitt að segja, Spánn er smátt og smátt að nálgast svipað menningarstig og Frakkland. Mað- ur finnur fyrir því að fólk er ekki lengur hrætt eða agressívt. Þegar við vorum í Mexíkó fannst okkur stundum eins og við værum á Spáni eins og hann var fyrir rúmum tíu ár- um. Hér er allt að verða svo þróað, en þar fengum við ekki frið til að sofa. Það var alltaf verið að bjóða okkur í veislur. Við dönsuðum salsa allar nætur." — Olympíuleikarnir verða í Barcelona eftir fimm ár. Verðið þið þar með? „Ólympíunefndin hefur farið þess á leit við okkur að við verðum með í að skipuleggja kúltúrhlið leikanna. Við höfum ekki ennþá gefið svar. Það fer svolítið eftir því hvaða pól þeir taka í hæðina. Kannski verðum við með og kannski verðum við ekki einu sinni á Spáni." ÍSLAND í HEIÐURSSÆTI — Eru Els Comediants nokkuð á leiðinni aftur til íslands? „Ja, hópurinn spyr mig að þessu annað veifið, hvenær við förum til íslands. Ef boðið berst, þá held ég að allir séu tilbúnir að fara. Þau voru í mánuð á íslandi, heilan mánuð án nætur. Það eru ekki nema þrjú lönd sem skipa heiðurssæti í hjörtum okkar allra. Island, frland og Mexíkó. Samt höfum við komið til hérumbil allra landa í Evrópu." — En þú sjálf, gætir þú hugsað þér að vinna á Islandi? „Það er ekki svo gott að segja. Ég þekki í rauninni ekki svo vel hvað er að gerast á íslandi. Ég veit þó að það er miklu meira en þegar ég fór, vor- ið 1976. Það er meiri grundvöllur fyrir öðruvísi leikhúsi. En Islending- ar eru fámenn þjóð og kannski erfitt að lifa á því að gera hluti, sem eru ekki alveg eftir uppskrift. Hér höf- um við alla Evrópu að leikvelli og erum líka farin að seilast yfir hafið. Aðalástæðan fyrir því að ég er ekki tilbúin til að fara aftur er sú að ég held að á íslandi sé ekki jarðvegur fyrir þeirri vinnu sem ég hef áhuga á. Ég er hrædd um að einangrunin yrði fullmikil. Ég vil vera í hringið- unni miðri. Svona líður mér a.m.k. núna. En það getur vel verið að eftir nokkur ár fái ég óskaplega heimþrá. Það hefur náttúrlega komið fyrir marga. Það getur svo sem vel verið adég sé að missa af einhverju heima á íslandi. En þannig er lífið. Maður velur og hafnar. Maður kýs eitt hlut- skipti og missir af öðru.“ — Eru íslenskir leikarar kannski slakari en kollegar þeirra á megin- landinu? „Nei, ég held að íslenskir leikarar séu ósköp svipaðir og annars staðar. Þeir kvarta undan því sama og leik- arar í París, Mílanó og Barcelona; blankheitum, að þeir fái enga sénsa, að verkefnin séu alltaf eins.“ — Hvað er svo í bígerð hjá EIs Comediants á næstunni? „Við erum að vinna að nýrri sýn- ingu, sem fjallar um nóttina frá ýms- um hliðum. Við fjöllum um það sem gerist á nóttinni, veltum því fyrir okkur hverjir eru á ferli á nóttinni, hvaða lykt sé á nóttinni og ýmsum mýtum sem tengjast nóttunni. í raun er það þessi vinna sem mér finnst skemmtilegust. Maður veit ekki hvað gerist næst, hver útkom- an verður. Þegar við erum að semja sýningarnar verður maður hálfpart- inn eins og vitfirringur, æðir um gólf, borðar ekki, sefur ekki. Svo förum við sennilega aftur að ferð- ast.. Allt í leik- fimina. Franskur, þýskur, ítalskur leikfimifiatnaður. Leikfimibolir, leikfimibuxur, samfestingar, upphitunarbuxur, legghlífar, skór og fleira. * Póstsendum. Barna-, unglinga- og fullorðinsstærðir. © fiSTUflD © SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Austurver Sími 8-42-40 i HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.