Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST sé „hagkvæm stefna fyrir fyrir- tæki sem rekur innanlandsflugið á fáum afskrifuðum vélum og beinir hugviti sínu að uppbyggingu í utanlandsflugi". Og séra Baldur lætur gamminn geisa: ,,Nei, Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða horfir greinilega bara á gróðann, ekki gróðann í samhengi við þjónustuhlutverkið. Hann ætti að líta á það sem hlutverk sitt að koma fólki upp í loftið og örva þannig samgöngur innanlands öllum til góða. Hann ætti að lækka fargjöldin til helmings og þrefalda þannig farþegatöluna. Fylla flugvélarnar af ömmum og öfum, frændum og frænkum. Gróði hans myndi aukast og landið mundi skreppa saman öllum til ánægju. Það er skylda Flugleiða að taka upp þessa stefnu. Háfargjaldastefnan hentar aðeins þeim sem eru hræddir við að fljúga." VIÐ höfum áður vakið máls á því í þessum dálki hversu skemmtileg lesning hugvekjur Ellerts B. SMARTSKOT Schram í helgarblaði DV eru. Um síðustu helgi velti þessi forðum dyggi sjálfstæðismaður fyrir sér Útvegsbankaslagnum og fór á kostum. Við tökum okkur það bessaleyfi að grípa niður í pistilinn: „Ég fór að velta því fyrir mér hvernig stæði á því að Sjálf- stæðisflokkurinn, minn flokkur, væri allt í einu að sporðreisast í krossaprófi í flokksráðinu og alla leið upp í ríkisstjórn vegna þess að nokkrir peningamenn höfðu áhyggjur af því að þeir fengju ekki að eiga Útvegsbankann? Nú, eða þá hitt, að Framsóknarflokkurinn umturnaðist í málflutningi fyrir hagsmunum SÍS? Getur það verið að stjórnmálin á íslandi snúist um svona hagsmunagæslu? Við vitum það jú, andstæðingar Framsóknar, að sá flokkur er pólitískt útibú í SÍS og verður að hlýða boð- skapnum. En Sjálfstæðis- fjokkurinn? Er hann líka útibú? Útibú hverra? Það verður að fyrir- gefa þó maður komi af fjöllum og geti illa gert upp við sig hvor sé betri, brúnn eða rauður. Er það virkilega upp á líf og dauða ríkis- stjórnarinnar hvort stórkapítal- istarnir í Sambandinu eða stór- kapítalistarnir í fjölskyldufyrir- tækjunum fái að leggja milljón- irnar sínar í Útvegsbankann? Ég þori næstum að hengja mig upp á að Halldór og Thor og allir hinir strákarnir hjá einkaframtakinu, svo ekki sé nú talað um fjármála- séníin hjá SÍS, eiga auðvelt með að ráðstafa þessum krónum sínum í ábatasama fjárfestingu, þótt þeir missi af þessum glæp?“ HANNIóa/sson fjármálaráðherra hefur sem kunnugt er kvartað mjög yfir ágangi allra handanna aðiia í kassann góða og sífelldu væli og betli þeirra um smáupp- hæðir. Þetta er að vísu engin ný- lunda á skrifstofum fjármálaráðu- neytisins, en Jón er maður prinsippa og lætur því svona lagað fara í taugarnar á sér. Meðal þeirra fjölmörgu sem lagt hafa leið sína í ráðuneytið á síðustu dögum, þeirra erinda að sníkja aur til einhverra verkefna, er rithöfundurinn góðkunni Thor Vilhjálmsson. Eins og þeir vita sem leggja svona ferðir í vana sinn þarf að skrifa nafn sitt í þartilgerða skruddu hjá ráðherra- ritara svo þeir eygi von um viðtal. Þetta gerði Thor, en það kom fyrir ekki, ekki einu sinni þó hann kæmi nokkra daga í röð og ritaði nafn sitt í skrudduna. Alltaf var ráðherra upptekinn. A fimmta degi fannst skáldinu mælirinn fullur, færði vandkvæði sín í tal við ráðherraritarann og kvaðst ætla að það væri búið að bíða nógu lengi. Ritari leit á skáldið án sjáanlegrar hluttekningar, spurði ■hvort það hefði munað eftir skruddunni, hvað skáldið hélt nú, hóf bókina á loft og benti um hana víða á skrautlega skrifað nafn sitt. Þá sagði ritarinn: „Ja, mér þykir það bara leitt Torfi Hjálmsson, en ráðherra hefur bara haft svo mikið að gera upp á síðkastið. . . EYSTRAHORN heitir biað, gefið út á Höfn í Hornafirði og rit- stýrt af séra Baldri Kristjánssyni. sóknarpresti þeirra Hornfirðinga. Baldur er fjörugur bæði í stíl og anda, enda fyrrum stjórnmála- skríbent Tímans og þess blaðs sem gekk undir nafninu enn-té. Baldur skrifar harða ádrepu í síðasta tölublað Eystrahorns um það að Flugleidir séu að bregðast umbjóðendum sínum innanlands með háum fargjöldum. Stefnan sé: há fargjöld — fáir farþegar. Það HELGARPUSTURINN Oröaskýringar Samvinnuhugsjón það heitir ef menn heilmiklum fjármunum að sér sanka. Eins eru nefndir Útvegsmenn þeir sem útvega fé til að kaupa banka. Niðri UMMÆLI VIKUNNAR ,,Laun hér á landi eru ordin suo há ad Nordurlandabúar hafa mikinn hug á því ad koma hingað." - ÞÓRARINN V. ÞÓRARINSSON, FRAMKVÆMDA- STJÓRI VSÍ, í VIÐTALI VIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Á ÞRIÐJUDAG. Verður Sigfús Jónsson, bæjarstjóri Akureyrar „Nei. Við förum að sjálfsögðu ekkert að herma eftir Reykvíkingum. Við verðum frumleg." — Hvert verður yfirbragð afmælishátíðarinnar á laug- ardag? „Ég ætla að vona að þetta verði fyrst og síðast skemmt- un fyrir fólkið í bænum ..." — Með menningarlegu ívafi? „Ja, menning er skemmtileg. Og við verðum reyndar með uppfærslu á leikriti sem var sérstaklega samið í tilefni afmælisins svo eitthvað sé nefnt. Það er ótölulegur fjöldi af öðrum atburðum sem veröur boðiö upp á fólki til skemmt- unar. Ég vona að þátttaka bæjarbúa verði mikil í þeim — og allir hafi skemmtun af." — Ertu sjálfur kominn í afmælisskap? „Ekki alveg ennþá. Ég hygg samt að á laugardag verði ég í talsvert öðruvísi afmælisskapi en aðrir bæjarbúar..." — Hvernig þá? „Ég hugsa að ég verði stressaðri. Afmælið verður miklu skemmtilegra fyrir bæjarbúa en mig. Ég verð sjálfsagt allur í því að passa upp á að allt fari rétt og vel fram. Þetta er svipað og þegar maður heldur upp á afmæli sjálfs sín. Þá skemmta gestirnir sér alltaf miklu betur en maður sjálfur, sem er á sífelldum þönum til að þjóna þeim." — Það eru semsé 125 árfrá því bærinn hlaut kaupstað- arréttind i og varö eigið lögsagnarumdæm i. Hvað telurðu vera merkast í sögu Akureyrar, Sigfús? „Ja, ég hef töluvert verið að grúska í sögu bæjarins á síð- ustu vikum meðal annars vegna þess að ég er að semja ávarp fyrir laugardaginn. Það sem hefur komið mér einna mest á óvart er hvað raforkumálin hafa sett mikið mark á söguna. Akureyrarbær hafði nokkra forystu á þessu sviði lengst framan af, en í því sambandi minnist maður Glerár- virkjunar '22, Laxár I '37, Laxár II '57 og síðan Laxárdeilunn- ar undir 1970 sem menn muna vel. Mér sýnist að þessi virkjunarmál hafi verið í brennidepli í bænum um fimmtíu ára skeið, og reyndar hefur öll þessi öld einkennst af mikil- vægi orkumála fyrir Akureyrarbúa, því loks þegar rafmagn- ið var í höfn tók hitaveitumálið við." — Hvað með sjálfa bæjarbúa? „Af þeim plöggum sem ég hef helst gluggað í má ráða að bæjarbúum hafi helst verið gefinn gaumur í sögubyrjun og svo ekki fyrr en nú undir það síðasta. Gróflega getum við skipt sögunni í þrennt; í fyrstu bar fátækraframfærsluna hæst og alveg fram undir aldamót þegar farið var að huga að grunngerð bæjarins af alvöru með til dæmis raforku, hitaveitu, gatna- og hafnarframkvæmdum. Nú á síðustu árum hefur svo fólkið verið að koma meira inn í myndina; einstaklingar og einstaka hópar fá mikla athygli og þjón- ustu. Hinn mannlegi þáttur er sífellt meira áberandi í mál- efnum bæjarins." —• Þú ert fæddur Akureyringur Sigfús, en varst svo meira og minna í þrjátíu ár á burtu úr bænum, þangað til nú fyrír skömmu að þú varst skipaður bæjarstjori. Hvað hefur þér fundist einkenna bæinn þinn? „Ætli það séu ekki bara Akureyringar sjálfir og ef þeir hafa einhver sérstök einkenni umfram aðra landsmenn þá séu það þau sem einkenni bæinn! Nei, annars hefur einkenni bæjarins á undanförnum ár- um og áratugum því miður verið sú blóðtaka sem hann hefur orðið fyrir vegna burtfluttra menntamanna. Hér út- skrifast fjölmargir stúdentar árlega en fæstir hafa komið til baka og til lengdar er það bæjarsamfélagi mjög þungt að missa alltaf svona rjómann af sinu fólki í burtu." — En þetta er að breytast? „Já, blessaður vertu, þetta er mikið að breytast. Núna er uppsveifla á Akureyri sem helgast kannski ekki síst af því að hingað eru venjuleg fyrirtæki farin að ráða háskóla- menntað fólk í miklum mæli, en það þekktist varla fyrir tíu til fimmtán árum. Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið." — Sigfús, færöu svo Akureyringum hamingjuóskir með afmælið frá okkur hér á HP. „Já þakka þér fyrir, ég geri það." Akureyringar fagna afmæli á laugardag en þá eru 125 ár liðin frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi og varð sjálfstætt lögsagnar- umdæmi. Við slógum á þráðinn til bæjarstjórans nyrðra, Sigfúsar Jónssonar, sem reyndar var staddur úti á Dalvík þegar samtalið fór fram, á fundi Fjórðungssambands Norðlendinga. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.