Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 24
GEISLAPLÖTUR nýr lífsmáti eöa leikföng miöaldra kúltúrfólks? „Fleygðu bara plötunum þínum og fáðu þér geisla diska, — það er eina vitið. Þetta er svona eins og að sitja og éta mjólkurkex þegar til er terta í ísskápnum." Þannig fórust honum orð, manninum í plötubúðinni, og líklega margir sem taka undir með honum. Þeir eru hins vegar hka til sem vilja fara hægar 1 sanna tilverurétt sinn betur bunkanum út. NÆRRI HELMINGI DYRARI Það eru ekki mörg ár síðan hafin var framleiðsla á geislaplötum en útbreiðslan hefur verið geysiör og sums staðar nálægt því að yfirtaka markaðinn. Á íslandi er þetta þó ekki svo, a.m.k. ekki ennþá, en sala geislaplatna hefur samt aukist mik- ið. Til marks um það má nefna að í verslun nokkurri á Laugavegi voru í fyrrasumar til fjórar geislaplötur en eru núna á milli 70 og 80 og eftir- spurn eykst stöðugt. Þetta á bara við um poppmúsík, klassíkin er svo annað mál. Að sögn afgreiðslufólks eru mikil brögð að því að fólk komi til að endurnýja gamlar uppáhalds- plötur — kemur kannski með gamla Doors-plötu og vill fá þá sömu til að eiga óskemmda um aldir alda. Þetta á við um fjölmarga. Hins vegar gef- ur það augaleið að það væri allt of stór biti fyrir plötusafnara sem kannski á mörg hundruð eða þús- sakirnar og lata fyrirbærið áður en þeir henda plötu- undir platna að hafa skipti á þeim og sama efni á geisladiskum. Þar kem- ur aðallega verðlagið til. Geislaplöt- ur eru nærri helmingi dýrari en hin- ar. Þær kosta um 1.200 kr. hér á landi að meðaltali. Auðvitað væri freistandi að fara utan og fylla tösku eða tvær af geislaplötum — helm- ingi ódýrari en heima. En það er víst bannað með lögum. GEISLINN FLJÓTLEGA ÚRELTUR? Kostir þessarar tegundar fram yfir hinnar eru þó yfirgnæfandi. Það er óneitanlega heillandi tilhugsun að hljómgæðin eigi eftir að haldast hin sömu um ókomna tíð. Flestir geta verið sammála um það, a.m.k. hvað varðar klassíska tónlist. Þeir eru samt til sem segja að hljómurinn geti orðið allt of góður, og eiga þá við vissa tegund popptónlistar, underground- eða neðanjarðartón- list, sem þeir segja að þoli ekki slík KÉS^SIASE 'FRÁ L’ORÉAL PARÍS ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ. LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU- MEISTARANUM. SPURÐU HANN UM KERASTASE. FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM. EFTIR SIGRÍÐI H. GUNNARSDÓTTUR og þvílík gæði, urgið og sargið verði að vera með. En þeir eru sem- sagt fleiri sem líta á þetta sem vissa framför. Þróunin í þessum málum er hins vegar svo ör að varla lítur mað- ur svo á að það sé þetta sem koma skal og ekkert annað. Það gæti þess vegna verið að eitthvað annað og gjörólíkt ætti eftir að leysa geisla- kerfið af hólmi. T.d. er von á nýjum tækjum á markaðinn fyrir jólin, tækjum sem eru bæði fyrir geisla- diska (laser-diska) og mynddiska (laservision) og geta tekið allt frá tólf tommum og niður. Og það er fleira sem ógnar einveldi geislaplatn- anna. DAT, digital audio tape eða stafræn kassetta eins og það kallast, kemur örugglega til með að hafa sitt að segja. í Bandaríkjunum var svo í fyrra framleiddur spilari sem getur „lesið" plastplötur líka, hann var reyndar svo dýr að hann kom ekki á almennan markað, — en mögu- leikinn er fyrir hendi. Því er ekki til tæki sem getur tekið alla miðlana? Það ætti að verða hægt í náinni framtíð að framleiða slíkt tæki. Þá eru að koma á markað diskar sem hægt er að taka upp á og þá verða gömlu diskatækin, sem eru bara fyr- ir spilun á vissri stærð, líklega fljót- lega úrelt. Halldór Ingi Andrésson í Plötu- búðinni á Laugavegi sagðist þess fullviss að eitthvert tæki ætti eftir að koma til sögunnar sem kæmi í stað geislaspilara. „Þetta getur allt verið sami miðillinn —■ ekkert mál. Bara einn mónitor, kassettutæki o.fl. Þú átt ekki að þurfa að vera með tutt- ugu tæki inni í stofu. Og svo er bara svo margt að gerast að það að líta á eitthvað eitt eins og diskana er ekki tímabært, það er ekki hægt að segja hvað verður ofan á.“ halda áfram að kaupa plötur. Þetta á þó ekki eingöngu við um Bandarík- in því í Evrópu kveður líka mjög rammt að þessu, sérstaklega í klass- ískri tónlist. Þar fara menn heldur ekki alltaf eftir þörfum fólks og heilu fyrirtækin eru hætt fram- leiðslu á öðrum plötum en geisla- plötum. Virt fyrirtæki í greininni svo sem eins og hið þýska Deutsche Grammophon fara þar fremst í flokki. Að vísu segja flestir sem nokkurt vit hafa á að klassísk tónlist hljómi mun betur af geislaplötum en hinum. Það er mjög sennilega rétt. Hitt er það sem sumir gagn- rýna, að fólki er ekki eftirlátið neitt val; þegar geislaplötur eru þær einu sem fást verðurðu að gera þér þær að góðu ef þú vilt fá þína tónlist heim í stofu. AÐALLEGA „UPPAMUSÍK" Ógrynnin öll af geislaspilurum hafa selst á fslandi í öfugu hlutfalli við geislaplöturnar sem ekki hafa að sama skapi runnið út þó salan hafi verið nokkur. En það er kannski bara hið venjulega íslenska kaup- æði. Framleiðsla geisladiska, sem í sjálfu sér er víst einföld og ódýr, hef- ur ekki verið reynd hér á landi nema í mjög litlum mæli. Grammið hf. setti Bubba sjálfan í geislameð- ferð á plötunni Frelsi tii sölu og er það eina íslenska platan sem til er í því formi fyrir utan Mezzoforte- plötu sem breskir gáfu út. En þó mikill kostnaður hafi ekki fylgt gerð Bubba-plötunnar kostar hún í búð- um síst minna en plötur þær sem fluttar eru inn frá útlöndum og settir eru á 70—80% tollar. Það hefur sitt að segja. Afgreiðslufólk í plötubúð- unum, þeir sem áþreifanlegast verða varir við þróunina í sölu geislaplatna, segja að fólkið sem heldur þeim kaupum uppi sé fólk um og yfir þrítugt, þ.e.a.s. ekki það fólk sem heldur uppi hinum hefð- bundna plötubransa með kaupum. „Ef ég á að vera ókurteis þá er þetta aðallega uppamúsík sem fer á disk- um,“ segir Halldór Ingi. „Kúltúr- músík þeirra sem eru komnir á miðj- an aldur í dag.“ PLÖTURNAR LIFA ENN UMSINN Líklegast verður raunin sú að þetta vinnur hvað með öðru; flestir fá sér diskspilara og hafa hann með í samstæðunni — ekki svoleiðis að eitt komi í staðinn fyrir annað. Plöt- urnar eiga eftir að halda velli langt fram eftir okkar aldri og líklega langt fram yfir aldamót. Plastplöt- urnar — núverandi fyrirkomulag — eru búnar að vera í gangi síðan 1940 eða 50. Þær eru orðnar svo fastar í sessi að þeim verður varla rutt burt á einni nóttu. Geislaspilarinn verður bara viðbót í samstæðuna eins og kassettutækið var á sínum tíma. EKKERTVAL Önnur hlið á þessu máli er að í Bandaríkjunum er komið upp e.k. geisla- eða CD-snobb, þar sem fjöl- margar búðir eru eingöngu með geisladiska. Þetta er mikið búið að gagnrýna, því í raun og veru er ver- ið að ýta öðrum miðli í burtu með þessu móti. Plötueigendum sárnar að vonum meðferðin. Þeir eiga kannski margar þúsundir platna og vilja halda söfnun þeirra áfram, en eru með þessu móti þvingaðir til að skipta yfir í geisladiska vilji þeir Verður þetta algeng sjón í stofum landsmanna? 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.