Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 9
Búnaðarbankinn: Áfram í eigu ríkisins. VALUR KR — JAFNTEFLI ALMENNINGUR VILL EKKI SELJA BUNAÐARBANKANN Tveir þridju þeirra sem tóku af- stöðu íkönnuninnieru fylgjandiþví að selja Útvegsbankann. Hins vegar skiptir þar mjög í tvö horn — og reyndar fleiri — hverjum þeir vilja selja bankann. Tæpur fjórðungur þeirra sem tóku afstöðu til þess vill selja bankann Sambandinu. Tæpur fjórðungur vill síðan selja þrjátíu og þremur-menn- ingunum bankann. Þá vill tæpur fjórðungur selja hvorum tveggja þessara aðila bankann. Enn vill ann- ar tæpur fjórðungur selja þeim sem hæst býður bankann eða láta fara fram einhvers konar uppboð á hon- um. Fimm prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja síðan selja einhverjum öðrum aðila bankann. Það er því óhætt að segja að margar skoðanir á þessu máli séu á lofti. Og engin þeirra nýtur fylgis umfram aðra. En þó þeir sem tóku þátt í könn- uninni séu fylgjandi því að selja Út- vegsbankann eru þeir ekki jafn hlynntir því að selja Búnaðarbank- ann. 63,2% þeirra sem tóku afstöðu til sölu á bankanum eru andsnúin henni. Það virðist því sem ríkis- bankakerfið njóti töluverðs fylgis. Sjálfsagt má reyna að rýna í þess- ar niðurstöður til þess að fá mynd á einhverja flokkadrætti. Hugsanlegt er að þeir sem fylgjandi eru því að Sambandið fái Útvegsbankann séu jafnframt fylgjandi sölu á Búnaðar- bankanum, þar sem einkum hefur verið rætt um hann sem sárabætur til Sambandsmanna. A sama hátt mætti gera ráð fyrir því að þeir sem eru andvígir því að Sambandið fái hvaða banka sem er greiði ekki at- kvæði með sölu Búnaðarbankans af sömu ástæðu. En skilaboðin frá þeim sem tóku þátt í könnuninni til Jóns Sigurðs- sonar eru ekki ýkja skýr. Honum ber að selja Útvegsbankann, en eng- inn einn kaupandi nýtur verulegs fylgis. Hann má síðan ekki reyna að nota Búnaðarbankann sem skipti- mynt í þessum kaupum. Jón virðist því dæmdur til þess að taka óvin- sæla ákvörðun. TAFLA3 Ert þú fylgjandi því að selja Útvegsbankann? Fjöldi % af úrtaki % af þeim sem tóku afstöðu Já 325 58,0% 66,9% Nei 132 23,6% 27,2% Ekki viss 103 18,4% Svara ekki 0 0,0% Samtals 560 100,0% TAFLA4 Ef svarið er já, hverjum þá? Fjöldi % af úrtaki % af þeim sem tóku afstöðu Sambandinu 87 15,5% 24,2% Útgerðarmönnum 81 14,5% 22,5% Hvorum tveggja 85 15,2% 23,6% Einhv. öðrum 18 3,2% 5,0% Uppboð 89 15,9% 24,7% Annað 14 2,5% Ekki viss 33 5,9% Svara ekki 153 27,3% Samtals 560 100,0% TAFLA5 Ert þú fylgjandi því að selja Búnaðarbankann? Fjöldi % af úrtaki % af þeim sem tóku afstöðu Já 145 26,0% 32,1 % Nei 307 54,9% 67,9% Ekki viss 107 19,1% Svara ekki 0 0,0% Samtals 559 100,0% Ný ferja yfir Breiöafjörð á næsta ári GLATAÐ DÆMI GÓÐ SAMGÖNGUBÓT Ný íslensk ferja hefur siglingar eftir ár. Þessi ferja mun annast farþega- og bílaflutninga yfir Breidafjörðinn og koma í stað flóabátsins Baldurs sem gegnt hefur því hlutverki um árabil. Það var fyrrverandi samgöngu- ráðherra, Matthías Bjarnason, sem undirritaði samn- inga um smíði ferjunnar skömmu áður en ráðherra- ferli hans lauk í vor. 12. grein lánsfjárlaga fyrir árið 1987 segir að „Baldri hf. í Stykkis- hólmi sé heimilt að taka lán á ár- inu 1987 allt að 35 milljónum króna eða jafnvirði þeirrar fjár- hæðar í erlendri mynt til smíði Breiðafjarðarferju". Með bréfi dagsettu í fjármálaráðuneytinu var Baldri hf. heimilað að taka bráðabirgðalán. Tilboði Þorgeirs og Ellerts á Akranesi var tekið en það var 156,8 milljónir. Reiknað er með að 35 milljónirnar falli á þetta ár og síðan verður séð til þess á næsta ári að útvegað verði fjár- magn til að mæta þessu tilboðs- verði. Ríkið veitir árlega styrki til flóabáta og vöruflutninga og nam styrkveiting síðasta árs 74 milljón- um króna. Þar af fengu flóabátar 63 milljónir og 10 milljónir af þeirri upphæð hafa gengið til flóa- bátsins Baldurs. STENDUR ALDREI UNDIRSÉR Það er ljóst að útgerð á flóabát sem nýju ferjunni mun ekki standa undir sér. Ef reiknað er með að lánið endurgreiðist á 15—20 árum verður afborgun af láninu 7,5 milljónir á ári og fjármagnskostn- aður (vextir og verðtrygging) er 15 milljónir. Afborganir og vextir verða því á bilinu 20—25 milljónir á ári. Það er því mat manna að rekstrargrundvöllurinn til að bera þessa fjárfestingu sé ekki fyrir hendi. „Það er erfitt að sjá rekstrar- grundvöll fyrir ferjur almennt og fyrir vegi almennt," sagði Guð- mundur Lárusson hjá Baldri, sem verður útgerðaraðili nýju ferjunn- ar. „Það er til dæmis hvergi borg- að vegagjald og var hætt að borga það á Reykjanesbrautinni fyrir mörgum árum. Gróði af vegum liggur í þjóðhagslegum sparnaði og samgöngum almennt. Eins er það með þessa ferju að rekstrar- grundvöllur byggist á öruggum samgönguleiðum. Það er því verið að spara og flýta varanlegri teng- ingu Vestfjarða við Island með þessari ferju. Við lítum á þessa ferju sem þjóðveg yfir fjörðinn og þann eina raunverulega tengilið sem Vestfirðir koma til með að fá öruggan yfir allt árið. Það teljum við vera meginmálið. Þegar verið er að tala um hvort það sé rekstr- argrundvöllur fyrir ferjuna þá vil ég segja að vissulega mun hún þurfa á ríkisstyrk að halda, líkt og vegakerfið. Ég vænti þess að ég fái fimmföldun á umsetningu, að streymið verði fimmfalt í gegnum bátinn miðað við það sem við höf- um í dag. Það byggist fyrst og fremst á því að við hljótum að ná sömu markaðsstöðu með þessu nýja skipi og Akraborgin fékk þeg- ar þeir skiptu um skip 1974. Ég tel að þetta sé eina samgönguleiðin sem eitthvað vit er í fyrir Vestfirði, að ólastaðri Steingrímsfjarðar- heiði, sem er ekki búið með enn- þá. Hún hefur verið lengi í bygg- ingu en sem betur fer höfum við ekki fengið snjóavetur síðan hún var tekin í notkun.' MATTHÍASAR ÞÁTTUR BJARNASONAR — Hvenœr kom það fyrst til tals að nýrrar ferju vœri þörf? „Það hefur verið til umræðu síð- astliðin sex, sjö ár að smíða nýja ferju. Það var einkum Matthías Bjarnason, fyrrverandi sam- gönguráðherra, sem gekk ötul- lega fram í því að ferjan yrði að raunveruleika og endahnúturinn var rekinn á við undirritun samn- inga nú í vor.“ Að sögn Guðmundar er smíði nýju ferjunnar þegar hafin hjá skipasmíðastöðinni Þorgeiri og Ellert á Akranesi. „Undanfarið hefur verið unnið við hönnun á ferjunni og í sumar hefur verið unnið í smíðateikningum," sagði Guðmundur. „Ég veit ekki annað en að byrjað sé að smíða hana á Akranesi. Ferjan mun taka fólks- bifreiðir og aðra bíla, s.s. vöru- flutningabifreiðir og rútur. Hún hefur pláss fyrir allt að 20 bílaein- ingum en hver eining er 2x5, sem þýðir í raun allt að 25 fólksbíl- um. Það eiga að komast tveir vöruflutningabílar af stærstu gerð um borð í ferjuna og í henni verða þrír salir fyrir farþega. Undir bíla- dekki verður aðalveitingasalur fyrir nærri 130 manns, uppi verða tveir útsýnissalir sitt hvorum meg- in við akstursbraut bílanna. Annar salurinn mun rúma 50 manns og hinn 30. Þá er sá möguleiki fyrir hendi að bæta við færanlegu bíla- þilfari fyrir átta fólksbíla. Nýja ferj- an mun verða klukkutíma skemur í ferðum en Baldur, sem þýðir að hún verður í tvo og hálfan tíma að sigla yfir fjörðinn. Hún mun hafa viðkomu í Flatey og við ráðgerum að fara tvær ferðir á dag yfir anna- tímann." HAFNARFRAM- KVÆMDIR í STYKKIS- HÓLMI OG Á BRJÁNSLÆK — Vitið þið hver rekstrarkostn- aðurinn verður? „Það er erfitt að segja til um það á þessu stigi. Þetta er tækni sem við höfum aldrei verið með og hef- ur ekki verið á þessari leið, en væntanlega verður rekstrarkostn- aður meiri við nýju ferjuna en þá sem við erum með núna, en þar á móti væntum við þess að við höf- um meiri tekjur. Rekstrarkostnað- ur á Baldri er um það bil 10 millj- ónir á ári. Að vísu hefur ekki verið gengið frá reikningum fyrir síð- asta ár svo þessi tala er fyrir árið 1985." — Hvað með hafnarmannvirki á báðum endastöðvum. Verður ekki aukakostnaður þar? „Það er verið að vinna við hafn- arframkvæmdir á Brjánslæk og í Stykkishólmi þessa dagana. Það er afstætt hugtak hvað er dýrt og hvað er ekki dýrt. Auðvitað þarf að gera mikið, til dæmis er gert mikið í leiðinni fyrir til dæmis Stykkishólmshöfn. Hún eykur við viðlegukanta hjá sér um leið og þetta er gert. Það þarf nánast að byggja upp höfnina á Brjánslæk. Þar hefur verið lítil bryggja sem við höfum ekki alltaf komist að. Þeir útgerðaraðilar sem hafa gert út frá Brjánslæk hafa reynt að halda þeim hreppi í byggð með öt- ulli framgöngu og mikilli vinnu. Þeir hafa verið afskaplega dugleg- ir en hafa fengið hvert áfallið á fætur öðru og hafa til dæmis misst þrjá báta þarna. Alltaf halda þeir samt áfram og það var löngu orðið tímabært að gera eitthvað fyrir þá.“ — Hvenœr áœtlið þið að geta tekið nýju ferjuna í notkun? „Það á að afhenda hana formlega í notkun í Akraneshöfninni í ágúst á næsta ári og við munum hefja siglingar í byrjun september." SIGHVATUR: ÓDYRASTA FRAMKVÆMDIN Mörgum þykir of miklu fé varið til byggingar nýju ferjunnar, 160 milljónum króna, og segja að nær væri að gera við vegi á Vestfjörð- um, sem eru víðast hvar afar illa farnir. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður segir um það atriði: „Nei, þessu fé er vel varið. í allri Austur-Barðastrandarsýsl- unni eru vegir eiginlega svo til ófærir. Þar er verið að reyna að byggja þá upp smátt og smátt en það er óheyrilega kostnaðarsamt. Þar að auki lokast þessir vegir næstum alltaf á veturna. Það yrði mjög dýrt að byggja þá upp til heils árs umferðar. Ferjuflutningar þýða hins vegar það að þeir sem búa á Suðurfjörðunum, Patreks- firði, Bíldudal, Tálknafirði og Arn- arfirði, komast raunverulega suð- ur alltaf þegar þessi ferja er á leið- inni. Þeir hafa farið með gamla Baldri, ekið að Brjánslæk og tekið Baldur yfir í Stykkishólm og ferju- flutningarnir þýða það að þetta er ódýrasta framkvæmdin til að tryggja heils árs samgöngur á suð- urhluta Vestfjarða. Auðvitað er það klárt mál að rekstur á svona skipi stendur aldrei undir sér, ekk- ert frekar en vegur sem yrði lagð- ur fyrir sömu upphæð mundi standa undir sér, jafnvel þótt tek- inn væri vegatollur á sama hátt og gjald verður tekið fyrir ferjuflutn- inga. Eina spurningin í mínum huga var sú á sínum tíma að tal- að var um að byggja þessa ferju eingöngu fyrir fólksbíla. Ef það hefði verið gert hefði það verið tómt rugl því ef ferjan tekur ekki vöruflutningabíla sem fara jafnað- arlega þarna á milli, þá hefði það bara verið takmörkuð bót. Við fá- um ekki sambærilegar samgöngu- bætur fyrir jafn mikið fé ef það hefði verið sett í vegi. Ef talað er um að setja þessa peninga í varan- lega vegagerð milli Patreksfjarðar og Bíldudals, svo dæmi sé tekið, þá fengjum við góðan veg þar á milli, en samt ekkert sem jafnast á við þetta.“ EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNLISDÓTTUR Potturinn og pannan er Matthías Bjarnason, Vestfjarðaþingmaður og fyrrum samgönguráðherra. Ferjan mun þurfa á umtalsverðum ríkis- styrkjum að halda. Lítum á ferjuna sem þjóðveg, tengingu Vestfjarða við Island, segir Guðmundur Lárusson útgerðarmaður. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.