Helgarpósturinn - 27.08.1987, Page 33

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Page 33
NÆRMYND Jóhanna hætti í flugfreyju- bransanum 1971 og fékk skrifstofustarf hjá Kassagerð Reykjavíkur. Helst leit út fyrir að verkfallslætin hefðu róað niður fé- lagsmálaáhuga Jóhönnu, en ef sú var raunin þá varði það rólyndi ekki lengi. Fyrr en varði var hún komin í stjórn Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur og um leið á fullt í stétta- og kvennabaráttunni. Hjá Kassagerð Reykjavíkur varð Jóhanna innheimtustjóri ,,og stóð sig með stakri prýði", sagði Agnar Kristjánsson forstjóri í samtali við HP. Hann sagði félagsmálastörf Jóhönnu ekkert hafa blandast inn í vinnu hennar svo hann yrði var við. ,,Það var mikill kraftur í henni, hún kom mjög vel fyrir og mér þótti hún yndislegur persónu- leiki. Hún var mjög vel að sér í öll- um málum og að því leyti mátti svo sem búast við hverju sem er af henni! Enda ekki langt að sækja í þeim efnum og sérstaklega held ég að hún geri það með ánægju að feta í fótspor ömmu sinnar," sagði Agnar. Samferðamenn hjá VR sem HP ræddi við voru sammála um dugn- að Jóhönnu fyrir baráttumálum flugfreyja og félagsmanna al- mennt. ,,Hún hefur alltaf viljað fá sínu framgengt — en án þess að trana sér persónulega fram og frekar að hún hafi reynt að láta lít- ið fyrir sér fara,“ sagði einn við- mælenda HP. Þorgerdur Sigurdardóttir á skrif- stofu VR hefur þekkt Jóhönnu í mörg ár, persónulega og í gegnum félagsskapinn. „Jóhanna hefur alltaf verið sérstök, ég man eftir því þegar við vorum ungar og við vorum að skemmta okkur heima hjá mér eða bara að tala saman, að oft átti Jóhanna það til að setj- ast inn til háaldraðrar ömmu minnar að spjalla við hana. Hún sóttist hreinlega eftir því, enda hélt amma mín afskaplega mikið upp á Jóhönnu." Jóhanna var í stjórn félagsins Svalanna 1974—1976ogformaður þar 1975, en þetta er félagsskapur fyrrverandi og starfandi flug- freyja. Meðal annars beitti félagið sér fyrir málefnum öryrkja og átti það starf eftir að skjóta fljótt rót- um á þingi með komu Jóhönnu þangað. Bein stjórnmálaþátttaka Jóhönnu kom ekki til fyrr en hún var orðin hálffer- tug — aftur á móti var hún sem fyrr segir nánast fædd inn í Al- þýðuflokkinn og hafði átt sæti á borgarstjórnarlistum flokksins. Arið 1977 er hins vegar margt að gerast bæði í Alþýðuflokknum og í þjóðfélaginu almennt. Að áeggj- an fjölmargra ákvað Jóhanna að hella sér út í prófkjör Alþýðu- flokksins í Reykjavík í nóvember 1977. Sjálf er Jóhanna erlendis þegar þessi Nærmynd er tekin saman, en fyrir kosningarnar síð- ustu lýsti Jóhanna þessari ákvörð- un sinni í Alþýðublaðinu: „Þetta gerðist mjög snöggt. Það hafði ekki hvarflað að mér að ég lenti á þingi. Ég hafði áhuga á stéttabar- áttunni. Mér blöskraði misréttið í kjörum fólks sem víða blasti við." Jóhanna bauð sig fram í þriðja sætið. Benedikt Gröndal náði fyrsta sætinu sæmilega örugg- lega, en um annað sætið glímdu hart þeir Eggert G. Þorsteinsson og Vilmundur Gylfason. Svo fór að Vilmundur sigraði í þeim slag en Jóhanna hlaut þriðja sætið nokkuð léttilega, fékk um 3.000 atkvæði af um 5.500 og var nær 1.000 atkvæðum fyrir ofan þá Sigurd E. Guðmundsson og Braga Jósefsson. Naut Jóhanna einkum stuðnings verkalýðsarms Alþýðu- flokksins, en naut þó fylgis langt út fyrir þann hóp. í kjölfarið settist Jóhanna á þing, aðeins 35 ára að aldri, eftir sögulegan kosningasig- ur Alþýðuflokksins. í kosninga- baráttunni sjálfri fór ekki mikið fyrir Jóhönnu í fjölmiðlum og á vinnustaðafundum, en þegar á hólminn var komið tók að bera æ meir á nafni hennar í stjórnmála- umræðunni, um leið og hún áttaði sig betur á því stjórntæki sem hún hafði í höndunum. Sjálf hefur hún sagt um þessi fyrstu spor sín: „Ég neita því ekki að ég var kvíðin um að valda ekki verkefninu, en vega- nestið var mikil löngun að takast á við misréttið. Ég býst við að ég hafi lært sundtökin fljótt þótt mér hafi fyrst verið líkt innanbrjósts og þeim sem kastað er ósyndum út í djúpu laugina." Fyrsta verkefni Jóhönnu á þingi var frumvarp til laga um Framkvæmdasjóð ör- yrkja og náði frumvarpið fram að ganga. Síðan þá hefur Jóhanna flutt hundruð þingmála; frumvörp, þingsályktunartillögur, fyrir- spurnir og annað. Ogerningur er að lýsa í stuttu máli öllum þeim málum og málafokkum sem Jó- hanna hefur tekið fyrir, en eftirfar- andi stikkorð lýsa helstu viðfangs- efnunum: Jafnrétti kynja, greiðslubyrði lána, bygging dag- vistarheimila, öryrkjar og þroska- heftir, lífeyrir heimavinnandi, tannlækniskostnaður, endurmat á störfum láglaunahópa, hert verð- lagseftirlit, átak gegn útbreiðslu ávana- og fíkniefna, aðgerðir gegn skattsvikum, endurmenntun, full- orðinsfræðsla, gjaldtaka fyrir lyf, málefni aldraðra, starfsemi banka og sparisjóða, jöfnun húsnæðis- kostnaðar, húsnæðissparnaðar- reikningar, bifreiðamál ráðherra og ríkisins, kaupleiguíbúðir. Jóhanna var einn þeirra þing- manna Alþýðuflokksins sem vildu slíta vinstristjórnarsamstarfinu 1979. í kosningabaráttunni sem á eftir fylgdi bar mun meir á henni en árið áður. Hún sat mótfram- boðslaust í þriðja sæti Alþýðu- flokksins í Reykjavík og í fjórða sætinu sat Jón Balduin Hannibals- son. Alþýðuflokkurinn reyndi að sannfæra kjósendur um að hann hefði sýnt ábyrgð með því að leysa upp óstarfhæfa stjórn, en allt kom fyrir ekki og í Reykjavík minnkaði fylgi flokksins úr 11.159 atkvæð- um (22,6%) í 8.691 (17,8%). Jó- hanna rétt náði yfir þröskuldinn inn á þing, hlaut næstsíðasta upp- bótarþingsætið! Næstu árin einbeitti Jó- hanna sér að þingstörf- unum, jafnframt því sem hún sat í Tryggingaráði og öðrum nefndum. Mörg þingmála hennar náðu fram að ganga þrátt fyrir stjórnarandstöðu og þá ekki síður vegna þess hversu dugleg hún var að afla sér meðflutningsmanna úr öðrum flokkum — það þótti þann- ig tíðindum sæta er hún fékk eitt sinn Pál Pétursson frá Höllustöð- um, þingflokksformann Fram- sóknarflokksins, til að flytja með sér mál! í nóvember 1982 er efnt til próf- kjörs hjá Alþýðuflokknum í Reykjavík og þá fyrst reyndi fyrir alvöru á styrkleika Jóhönnu, því nú var stefnt á fyrsta sætið. Helsti keppinauturinn var fyrrnefndur Jón Baldvin Hannibalsson. Próf- kjörsslagurinn þótti fara drengi- lega fram, en þátttakan var dræm og ofsaveðri kennt um. Úrslitin urðu þau að Jón Baldvin sigraði í slagnum um fyrsta sætið, hlaut 863 atkvæði, Jóhanna fékk 579, en Bjarni Guönason 308 atkvæði. Samanlagt hlaut Jóhanna hins vegar talsvert fleiri atkvæði í fyrsta og annað sæti en Jón Bald- vin, hafði með öðrum orðum breiðari fylgisgrundvöll. Ekki var hún þó alveg óumdeild því 63 eða 3,6% þátttakenda settu hana ekki í neitt af þeim fjórum sætum sem í boði voru. En Jóhanna var mjög hress með úrslitin þótt fyrsta sætið hefði runnið henni úr greipum, enda eru viðmælendur HP úr röð- um Alþýðuflokksins sammála um vinskap og þann trúnað sem ríkt hefur á milli Jóns og Jóhönnu fyrir og eftir þetta prófkjör. Jón er „sá stjórnmálamaður sem ég met mest", segir Jóhanna sjálf. Haustið 1984 var haldið flokksþing Alþýðuflokks- ins og Jóhanna bauð sig mótframboðslaust í embætti vara- formanns flokksins. Hlaut hún 226 atkvæði af 233 eða 97%. Aðeins 7 flokksþingsfulltrúar sáu ástæðu til að gefa henni ekki atkvæði sitt. Aftur á móti háðu Kjartan Jó- hannsson og Jón Baldvin Hannibalsson harða rimmu um formannsembættið og hafði Jón betur. Tveimur og hálfu ári síðar náði Jóhanna síðan enn einum tindin- um á ferli sínum. 44 ára að aldri er Jóhanna Sigurðardóttir orðin ráð- herra félagsmála, komin með framkvæmdavaldið í húsnæðis- málum og jafnréttismálum kynj- anna! „Jóhanna nýtur virðingar, jafnt innan Alþýðuflokksins sem utan hans. Hún er manneskjan sem bent er á ef einhver þarf á aðstoð að halda við að koma sjálfsögðum réttlætismálum í gegnum kerfið. Það er virkilega erfitt að ávinna sér slíkt mannorð en það hefur Jóhönnu tekist með dugnaði og eðlislægri réttsýni," sagði Alþýðu- flokksmaður um stöðu Jóhönnu og annar ítrekaði þennan vilja hennar að taka upp mál sem skipta kannski ekki marga máli, en hina fáu þá oft sköpum. „Ég nefni sem dæmi réttindamál barna með erlent foreldri, þar sem ekki var hægt að sanna andlát eða brottflutning þessa erlenda for- eldris. Jóhanna tók upp þetta mál hins tiltölulega fámenna hóps — þótt hann gefi ekki mikið af at- kvæðum — því hún hefur feiknar- lega réttlætiskennd." Sami við- mælandi bætir því við að Jóhanna sé prinsipp-manneskja, sem aldrei missi sjónar af grundvallarsjónar- miðum. Innan Alþýðuflokksins var Jó- hanna lengst af lítt áberandi, t.d. á flokksþingum, þar sem hún fer yfirleitt lítið í pontu, nema ef henni finnst mikilvægt mál standa tæpt fyrir atkvæða- greiðslu. Að því leyti þykir hún nokkuð dul og að miklu leyti ein- fari og aldeilis engin klíkumann- eskja — hún hefur stuðning í öll- um „örmum" Alþýðuflokksins. En á þingflokksfundum fylgir hún sín- um málum fast fram, yfirleitt eru engar deilur um þau mörgu mál sem hún ber þar fram, enda oftast sjálfsögð réttlætismál eða vinsæl dægurmál. „Hún hefur haldið sér til hliðar í ýmsum þeim málum sem umdeild hafa verið í flokknum," sagði okkur áhrifamaður í Alþýðu- flokknum. Þannig er Jóhanna; með ótal viðhorf til húsnæðis- mála, tryggingakerfisins, launa- mála, jafnréttismála — en færri vita um ýmis önnur „stór" mál, eins og hvort hún vill stóriðju eða ekki, óbreytta fiskveiðistefnu eða ekki og svo framvegis. En hún hef- ur að sögn viðmælenda verið ein- dreginn stuðningsmaður aðildar íslands að Atlantshafsbandalag- inu, þótt hún sé talin til vinstri arms flokksins. Og það kom ýms- um nokkuð á óvart þegar hún greiddi bjórnum atkvæði sitt á þingi — því Jóhanna amma henn- ar var mikill áfengisandstæðingur og mikið af fólki hennar bindindis- fólk. Ekki er ástæða til að tíunda frekar stöðu Jóhönnu í Al- þýðuflokknum og viðhorf þar til hennar — hún er þar drottn- ing með fádæma stuðning á bak við sig. Þegar leitað var til pólitískra andstæðinga Jóhönnu fóru gagnrýnisraddirnar að hljóma, en þá yfirleitt í frekar þýð- um tón og fallegum umbúðum! Þannig vildi Guörún Agnarsdóttir ekkert slæmt um Jóhönnu segja: „Hún þarf allan þann meðbyr sem hún getur fengið. Það er miklu fremur að maður reyni nú að styðja hana, en síðan verður árang- ur verka hennar að koma í Ijós — og það kynni að gefa tilefni til gagnrýni. En í fyllstu einlægni þá vona ég að henni takist sín ætlun- arverk, hún er ötul baráttukona fyrir sínum hugsjónum og ég er viss um að hún vill gera vel,“ sagði Guðrún. Halldór Blöndal hefur nokkuð deilt við Jóhönnu um stefnuna í húsnæðismálum og þá upp á síð- kastið einkum um kaupleiguform- ið sem Jóhanna barði í gegn í stjórnarmyndunarviðræðunum og hafði áður flutt um þingmál. Halldór sagði í samtali við HP að hann og Jóhanna væru sammála um nauðsyn þess að almenningur fengi húsnæði á viðráðanlegum kjörum og að fjármagnsko.stnað- urinn þyrfti að lækka. „En ágrein- ingurinn hefur hins vegar verið um það, hvað við getum gengið langt í því að fjármagna húsnæðis- kerfið með innlendum sparnaði. Ég yrði allra manna glaðastur ef þjóðfélagið hefði efni á því að gefa öllu ungu fólki tækifæri til að eign- ast húsnæði á þeim vildarkjörum sem Byggingasjóður verkamanna býður upp á og skiptir mig þá engu máli hvort við erum að tala um kaupleiguíbúðir eða eitthvað ann- að. Ég vonast til þess að Jóhanna geti sýnt fram á það á sínum ráð- herraferli, að vandinn sé ekki meiri en sá, að ráðherra gefi út bréf og þá séu peningar lausir," sagði Halldór, hógvær, en hæðnin skín í gegn. Um Jóhönnu Sigurð- ardóttur sem þingmann sagði Halldór: „Hún hefur beitt sér mjög hart fyrir ákveðnum málaflokkum sem yfirleitt hafa í för með sér að greiða fyrir fólki með fé úr ríkis- sjóði, en hefur á hinn bóginn hlíft sér við því að takast á við hin erfið- ari mál. Hún hefur beitt sér í hin- um „mjúku" málum og með því náð til þeirra sem eiga í erfiðleik- um, en minna beitt sér fyrir mál- um sem vekja minni athygli í fjöl- miðlum og eru ekki fallin til vin- sælda. En ég viðurkenni dugnað hennar," sagði hann. Milli línanna er auðvelt að lesa: Jóhanna er eyðslukló á almannafé og sækir í sviðsljósið! Annar pólitískur andstæðingur Jóhönnu var harðorðari, sagðist þekkja hana allvel, að hann kynni að meta hana, „en hún er oft mjög tækifærissinnuð og á það til að stela einstökum atriðum úr stór- um málum, sem hún veit að hún getur orðið vinsæl af. Hún er sem sé tækifærissinnaður málefna- þjófur og á köflum mjög ófyrirleit- in sem slík. Hún tekur þannig út mál án þess að hafa á þeim heild- aryfirsýn. En það verður ekki af henni tekið að hún vill vel og býr yfir ótvíræðum dugnaði, enda af góðum ættum úrvals manna og kvenna", sagði þessi viðmælandi. Að hafa ekki heildaryfirsýn í einstökum málum — þetta er einmitt það sem tannlæknar sökuðu Jóhönnu um þegar hún veittist að þeim með eftirminnilegum hætti fyrir fáein- um mánuðum — þegar kosningar tóku að nálgast. „Hún var að tala um hluti sem hún þekkti engan veginn nægilega vel til. Hún sýndi af sér fljótfærnisleg vinnubrögð og það á eftir að koma betur í ljós. Hún skoðaði ekki þær staðreyndir sem hún þó hafði undir höndun- um, hafði þingskjöl sem hún vann ekki úr. Hún fékk þannig upplýs- ingar frá Verðlagsráði, sem ráðið síðan leiðrétti stuttu síðar, en Jóhanna hirti ekki um að taka tillit til þess. Hún tók tölur og margfaldaði og deildi og yfirfærði það á alla tannlækna sem hafði kannski komið fyrir einn," sagði einn tannlækna í samtali við HP en vildi hins vegar endilega bæta því við að Jóhanna vildi örugglega gera vel og „ég get með góðri sam- visku sagt að ég hefði ekkert haft á móti því að hún yrði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og þar með yfir okkar málum, því komin í slíkt embætti tekur hún vafalaust á málum af meiri ábyrgð — og okkur veitir ekkert af aðhaldi eins og öðrum. Það er bara þetta; hún fór alltof geyst í þetta mál og ekki má gleyma því að kosningar nálg- uðust, hún var búin að setja sig á plan sem hún vildi ekki fara af þótt hún fengi öll rök málsins í hend- urnar. Það varð að finna mál er vekti athygli". Ekki síður vakti á sínum tíma at- hygli er Jóhanna dældi á við- skiptaráðherra síðustu ríkisstjórn- ar ítarlegum fyrirspurnum um starfsemi bankanna í landinu. Bað hún um ítarlegar upplýsingar og fékk takmörkuð svör, en hlutafé- lagsbankarnir neituðu að svara ýmsu og báru bankarnir fyrir sig bankaleynd í sumum tilvika. „Það voru skiptar skoðanir um þessar fyrirspurnir í bönkunum og hvern- ig ætti að bregðast við þeim,“ sagði bankastjóri eins af hlutafé- lagsbönkunum við HP. „Sumu var ofureðlilegt að svara, öðru ekki. Ég held að mönnum hafi nú al- mennt fundist hún nokkuð ósann- gjörn og lítið ballanseruð í þessu máli — en það er væntanlega hennar lífsstíll." Gagnrýnendur benda þann- ig á, að henni hætti til að sýna fljótfærni og að tala um hluti án heildaryfirsýnar. Kannski þarna sé komin sama lýs- ingin og í byrjun af ungu stúlkunni sem hafði ekki vit á bílum, en var sannfærð um að nóg væri að „blása í nálarnar á karbóratorn- um“ í hinum bilaða bíl og þá færi hann í gang. Það mátti alltaf reyna! Jóhanna hefur enda það orð á sér að vera ódrepandi vinnu- þjarkur og við endum þessa Nær- mynd með því að vitna í orð Jó- hönnu úr áðurnefndu kosninga- viðtali Alþýðublaðsins: „Það sem rekur mig áfram er óréttlætið. Kvöld og helgar fara í pólitíkina; hitta fólk, ræða málin, kynna sér hin flóknustu mál og þar fram eftir götunum. Álagið er oft þrúgandi í þessu starfi. Það er kannski bæði veikleiki minn og styrkur að taka starf mitt svo alvarlega að í það fer allur minn tími.“ HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.