Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 25
■ W ■örgum er ennþá í fersku minni þáttur Onundar Björnsson- ar um sumarbústaðaeign lands- manna sem sýndur var í Sjónvarp- inu fyrir fám vikum. í þættinum var meðal annars rætt við Harald Snæ- hólm flugstjóra í sumarbústað nokkrum — æglfögrum — við Eyri á Kollafjarðarströnd Barðastrandar- sýslu. Ekki var annað að heyra á Haraldi en hann ætti þennan bústað sjálfur og kom heldur ekki annað fram í umsögn umsjónarmanns þáttarins um staðinn. Hið rétta mun vera að Wathne-systurnar kunnu eiga þetta sumarhús að stærstum hluta, en Pórunn kona Haralds og systurnar eru systkinabörn. Wathne-systur munu vera heldur gremjufullar yfir þessum misskiln- ingi sem kominn er áleiðis í þjóðfé- laginu, enda staðurinn fiottur sem fyrr segir, og kunna þær að sögn Onundi litlar þakkir fyrir innlitið í bústaðinn. . . |k| ■ ýjasta breiðskífa Stuð- manna, sem heitir því ofursnjalla nafni Á gæsaveiðum, hefur notið eindæma vinsælda af sumarplötu að vera. Nú fyrir nokkrum dögum náði platan gullinu í sölu, það er að segja fimm þúsund eintaka mark- inu, og mun hugmyndin hafa verið af hálfu dreifingaraðilans, sem er Skífan, að afhenda Stuðmönnum gullplötuna við opnun Kringlunn- ar þann 13. ágúst síðastliðinn. Af því gat þó ekki orðið vegna fjarveru Valgeirs Guðjónssonar, eins liðs- manna grúppunnar, sem á einmitt ekki minnstan þátt í vinsældum plötunnar. Hvenær af afhending- unni verður vitum við ekki enn, en látum lesendur vita... U ■ Húsaleiga á Laugaveginum hefur fram til þessa þótt svo mikil að verslanir hafa gert hvað þær geta til að auka söluna. Um síðustu helgi brá hins vegar svo við að viðskipta- vinir urðu heldur betur varir við að húsaleigan í Kringlunni er mun hærri. Að minnsta kosti hneykslaði það heimildarmann HP þegar hann kom að snyrtivöruversluninni Clöru á Laugavegi, sem jafnframt er starfrækt í Kringlunni. Clara hef- ur fram til þessa haft opið á laugar- dögum en nú brá svo við að við- skiptavinurinn kom að harðlæstum dyrum. Skýringuna fékk hann frá stúiku sem kom hlaupandi úr næstu verslun: „Það er opið í Kringlunni." Viðskiptavinurinn sem hafði verið tryggur Clöru í gegnum tíðina ákvað með það sama að stíga ekki fæti sínum framar inn í þá verslun, einkum þegar haft er í huga að hann er bíllaus og starfar í „gamla“ mið- bænum. Segir hann það ósvífni af verslunareigendum að vísa við- skiptavinum bæinn á enda þurfi þeir að versla á laugardagsmorgn- um. Pess má geta að Clara er ekki eina verslunin sem sýnir viðskipta- vinum sínum slíka lítilsvirðingu, fleiri verslanir hafa bent á opnunina í Kringlunni... | framhaldi af því er það verðugt Shandmenntaskoli islands I Sími 27644 box 1464 121 Reykjavík • Við byrjum þann 31. ágúst l i l umhugsunarefni: Hvers vegna fær september, meðan verslanir í séu sjálfir við störf? Hvert er eig- Kringlan að hafa opið á laugardög- „gamla miðbænum" eru skikkaðar inlega starfssvið Verslunarmanna- um til klukkan fjögur fram til fyrsta til að hafa lokað nema eigendur félags Reykjavíkur? Höfum til útleigu eínn glæsilegasta veislu- og ráöstefnusal borgarinnar. Ut- análiggjandi glerlyfta flyturgesti upp í Norðurljósin. Salurinn hentar fyrir hvers konarveislurog mannfagnaði, svo sem árshátíðir, þorrablót, erfidrykkjur, hádeg- isverði, ráðstefnur, brúðkaups- og fermingarveislur, aukannarra mann- fagnaða eða funda. VEISLU- OG RÁÐSTEFNUSALUR í Þórshöll, Brautarholti 20, símar: 29099, 23333 og 23335. Sjón ersögu rikari Veitingastjóri Norðurljós- anna gefur allar nánari upplýsingar. GóÖ aðstaða til allra veislu- og ráöstefnu- halda oggreið aÖkoma fyrir fatlaöa. Útbúum allan matog aðrarveitingar, allt eftir óskum hvers og eins. Hjá okkur færðu allt í matinn Glæsilegt kjöt- og fiskborð Tilboðsverð á eggjum og Rómarpizzum Mánudaga til fimmtudaga kl. 9—19 Föstudaga kl. 9—20 Laugardaga kl. 9—16 Sunnudaga kl. 10—14 KAPPKOSTUM AÐ VEITA GÓÐA ÞJÓNUSTU. REYNIÐ VIÐSKIPTIN, VERIÐ VELKOMIN. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.