Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 36
II tgafustjorn Þjoðviljans fundaði á þriöjudaginn. Þar voru rædd ritstjóramál, og ekki í fyrsta sinn. Niðurstaðan var sú að Ottar Proppé fyrrum bæjarstjóri á Siglu- firði og framkvæmdastjóri Alþýðu- blaðsins og Mörður Árnason, blaðamaður og málfræðingar, voru ráðnir ritstjórnarfulltrúar á Þjoð- vilja, en sú nafnbót hefur ekki verið til á þeim bæ um nokkurt skeið. Þetta mun vera einhvers konar málamiðlunarlausn, sem útgáfu- stjórnin sætti sig við eftir nokkurt þóf. Og bráðabirgðalausn er það líka, því heimildir Helgarpóstsins herma að ráðgert sé að gera þá fé- iagana að ritstjórum Þjóðviljans í vetur. Og þá hættir líklega Ossur . .. Í^\fÍ^ed almestu kostaklárum á íslandi þykja bræðurnir Kjarval og Otur, sem eru í eign hins góð- kunna hestamanns Sveins Guð- mundssonar á Sauðárkróki. Til dæmis má geta þess að tvær millj- ónir voru boðnar í Kjarval á lands- móti hestamanna í fyrra, en Sveinn vildi ekki selja. Nú höfum við frétt að þeir bræðurnir hafi fyrir skömmu lent í allsendis óbróður- legu ati, þvílíku að hestaöt Hrafns Gunnlaugssonar fölna við saman- burðinn. Þannig var mál með vexti að hestarnir tveir, sem samanlagt eru metnir á að minnsta kosti fimm milljónir, voru lánaðir suður á Snæ- fellsnes. Þar voru þeir settir í girð- ingu, sem hafði þann galla að klár- arnir áttu ekki í minnstu vandræð- um með að ná saman. Þetta þykir ákaflega vond latína þegar stóð- hestar eru annars vegar, enda fóru leikar svo að þeim lenti saman með þeim afleiðingum að Otur meiddist á höfði og fæti og þurfti að vera í umsjá dýralæknisins á Stykkishólmi í hálfan mánuð. Er sagt að hesta- menn séu yfir sig hneykslaðir vegna þessa atburðar. . . D ■ ^^ökstuðningur verslunareig- enda fyrir erlendum nafngiftum á búðarholur sínar er stundum bágur, svo einkar varlega sé að orði kom- ist. í Kringlunni eru 69 verslanir, þar af 31 með útlensku heiti, þeirra á meðal tískuverslunin Hanz, já með z í endann. Eigandi búllunnar sagði aðspurður um lokastafinn að hann tæki sig svo flott út á skilti að aukin viðskipti hlytu að stafa af. Nú spyr maður hvort t.d. brennivínið seldist betur breytti Höskuldur Jónsson sínum skiltum í ÁTWR. .. LAUGARDAGUR 15. AGUST 1987. ALLS ENGIN TOMMABORGARINN KOSTAR 87 KRÓNUR ! Fréttir TT af verðstríði á skyndibitamarkaðnum hafa vakið mikla athygli. Sam- kvæmt heimildum lögreglunn- ar var umferð út úr borginni í.d. mikiu minni nú um helg- ina 8. og 9. ágúst en helgina þar á undan. Málsmetandi menn, bæði i umferðarráði og framleiðsluráði landbúnaðar- ins, eru á einu máli um að hin stórkostlega verðlækkun á Tomma hamborgurum sé ein helsta skýringin á þessu. Dr. Hagbarður Eiríksson hag- fræðingur sagði í samtali við blaðamann að ljóst væri að þessi efnahagsaðgerð Tomma hamborgara hefði þegar spar- að stórfé fyrir þjóðarbúið, þó ekki væri nema í minni bensín- eyðslu, minna sliti á bifreið- um, hjólbörðum og marg- hrjáðu vegakerfi. T. ,,Já það er rétt það fór allt í steik eftir að fréttin um verð- hrun á hamborgurum birtist i Tomma Tíðindum á laugar- daginn,“ sagði Gissur í Tomma Hamborgurum þegar TT hafði samband við hann seinni partinn i gær. Gissur sagðist hafa ætlað að fara í merkilega bátsferð niður Hvítá á laugardaginn en orðið i að hætta við. Hann, fjölskyld- an og allir sem vettlingi gátu valdið hjá Tomma hamborg- urum stóðu alla helgina og framleiddu hamborgara og höfðu vart undan. Hann sagði þó að það væri langt frá því að þau væru að gefast upp. „Við stöndum við það að selja Tomma borgarann á aðeins 87 krónur allt til 5. september, svo fremi að nokkurt nauta- kjöt verði þá eftir í landinu.“ Tomma hamborgarar fást á Grensásvegi 7, Hólmaseli 4, Frétt Tomma Tíðinda hefur Laugavegi 26, Lækjartorgi og Reykjavikurvegi 68 Hafnar- greinilega náð til fólksins. firði. c Di KOSTLEG GETRAUN Vinningshafi býdur fjölskyldunni meö sér í þriggja vikna Sólarlandaferð Samhliða hinni einstöku verð- lækkun á hamborgurum efna Tomma hamborgarar og ferðaskrifstofan Polaris til getraunar meðal gesta Tomma staða 14 ára og yngri. Get- raunin verður í gangi fram til 4. september nk. og eru verð- launin óvenju glæsileg: Vinn- ingshafi fær að bjóða nánustu fjölskyldu sinni með sér í þriggja vikna ferð til Sólar- landa á vegum ferðaskrifstof- unnar Polaris. Úrslit í getraun- inni verða tilkynnt á sérstakri útihátið sem haldin verður á Lækjartorgi föstudaginn 4. september. t. SPRINGA? Kenningin að hjöðnun á ein- um stað leiti fram einhvers staðar annars staðar, sem Dr. Hagbarður Eiriksson hag- fræðingur setti fram í Tomma Tiðindum 8. ágúst sl., hefur vakið alþjóðaathygli. Hið annars virta tímarit, The Economist, ræðst heiftarlega á hana í nýjasta tölublaði og segir þetta aðeins enn eitt dæmi þess að á íslandi gangi allir hagfræðingar af göflun- um. Austur í Moskvu hefur kenningin orðið tilefni mikilla umræðna. Ökonomikoff, einn helsti efnahagssérfræð- ingur, framkvæmdanefndar miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, sagði t.a.m. í grein sem birtist í gær í Prövdu, að kenning Dr. Hag- barðar væri í aðalatriðum alveg rétt, t.d. myndi verð- lækkun á hamborgurum í Moskvu lengja mjög biðraðir þar í borg. Hann taldi þvi ekki rétt að beita þessari kenningu í bráð innan hins sósíalíska hag- kerfis. I íslenskir hagfræðingar sem TT leitaði til vildu ekki tjá sig um kenningu Dr. Hagbarðs. Það virðist sem svo oft áður að frægðin verði að koma að ut- an. „Ég er alveg að springa, “ sagði Dr. Hagbarður þegar TT spurði hann um þetta, „því að ég er búinn að sýna það í verki að kenning mín stenst. Þetta er ekki lengur kenning — þetta er lögmál!“ Dr. Hagbarður sagðist vilja þakka Tomma borgurum alveg sérstaklega fyrir að honum hafi tekist að sýna fram á tilvist Hagbarðs- lögmálsins: „Ef ekki hefði ver- ið þetta lága verð á Tomma hamborgurum og ef þeir væru ekki svona undurgóðir hefði mér aldrei tekist ætlunarverk mitt.“ Samkvæmt nýjustu fréttum utan úr heimi er Dr. Hagbarður nú mjög orðaður við Nóbelsverðlaunin í hag- fræði í ár. T. mldas 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.