Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 29
ÍÞRÖTTIR EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON ÚRSLITALEIKUR BIKARKEPPNINNAR PÉTUR ORMSLEV Maðurinn sem getur unniö leikinn? ÁGÚST MÁR JONSSON PÉTUR PRÍMUSMÓTOR HJÁ FRAMLIÐINU Ég leitaði til Ágústs Más Jónsson- ar, landsliðsmanns og fyrirliða KR í meistaraflokki. Hann hefur oft glímt við Pétur Ormslev í gegnum árin. Ég innti hann álits á Pétri sem leikmanni og því hvort hann gæti ef til vill orðið sá leikmaður sem skipti sköpum í bikarleiknum. Gef- um Gústa orðið: ,,Pað er ljóst að Pétur er algjör prímus mótor í Framliðinu. Leikur liðsins gengur út á hann og í gegn- um hann. Pétur fer aftur til að sækja boltann og hjá honum hefj- •ast flestar sóknir liðsins. Hann hef- ur alla þá tækni sem leikmaður í slíku hlutverki þarf að hafa og veldur varnarmönnum yfirleitt þungum áhyggjum. Það sem er svo erfitt við að eiga þegar Pétur er annars vegar er hvernig hann „svindlar" oft á dekkingum og kemur síðan á blindu hliðina á varnarmönnum. Þannig skorar hann mörg marka sinna. Hann fær með öðrum orð- um að leika lausum hala. Ég vil benda á annan leikmann sem ger- ir slíkt hið sama og það er Svein- björn Hákonarson hjá Skaganum, enda hefur hann gert okkur KR- ingum margar skráveifur. Þessir leikmenn gera andstæðingunum erfitt fyrir séu þeir ekki hreinlega látnir hafa „yfirfrakka". Þó gerðist það í fyrra í bikarleik okkar KR- inga gegn Fram að Gunnar Gísla- son dekkaði Pétur mjög vel til að byrja með og þá hafði hann sig lítt í frammi. Síðan losaði Gunnar tök- in á Pétri og þá fóru Frammarar að bíta frá sér í gegnum Pétur. Pétur hefur líka sína veikleika. Hann „vælir" mikið í leikjum sé hann tekinn fast og það bitnar nokkuð á samherjum hans sem fá að kenna á því að honum gengur illa. Þetta er mikill galli hjá Pétri og verður iðulega til þess að hann hættir að einbeita sér að leiknum. Þannig er örugglega best í mjög mikilvægum leikjum að taka Pétur fast og láta hann hafa yfirfrakka. Þó er ég ekki viss um að Víðisliðið geri það í bikarleiknum. Víðisliðið er gjarnara á að reyna að loka öll- um svæðum í vörninni og gefa eft- ir vallarhelming andstæðingana en treysta síðan á skyndisóknir. Barátta Víðismanna er mikil og þeir loka svæðum fljótar er flestir aðrir. Þá hefur það viljað brenna við hjá Framliðinu að þeir fá á sig mik- ið af mörkum og að hluta til stafar það af því að Pétur „svindlar" á varnarhlutverkinu og ef andstæð- ingarnir ná að nýta sér það þá er vörnin veik fyrir, svo ég tali nú ekki um ef aðrir miðjumenn Frammara klikka einnig á varn- arhlutverkinu. Leiki Pétur lausum hala í bikar- leiknum á sunnudaginn og aðrir leikmenn liðsins halda sínu, þá ætti sigurinn að vera Frammara þó allt geti gerst í bikarleik. Víst er að frammistaða Pétur getur skipt miklu.“ Það hefur ekki farid framhjá nein- um sem fylgst hefur med íslensku knattspyrnunni í sumar ad Framm- arinn Pétur Ormslev hefur átt sér- staklega gott knattspyrnusumar og uerid potturinn og pannan í leik Frammara. Um þessar mundir er Pétur einnig markahœsti leikmaöur í fyrstu deild Islandsmótsins og ósennilegt annad en hann krœki í gullskóinn í haust. Þá er líka margt sem bendir til þess ad hann ueröi kosinn knattspyrnumaöur ársins þegar staðið uerður upp að mótum loknum. Og nú um helgina fer fram úrslitaleikurinn í bikarkeppni KSI, en þar leika Frammarar gegn Víði í Garöi. Það er Ijóst að frammistaða Péturs Ormsleu kann að skipta sköpum fyrir Framliðið í þessum stœrsta leik sumarsins. Pétur Ormsleu er einn fárra leikmanna á íslandi sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur. Það hefur hann áður gert, meðal annars í bikarúrslita- leikjum. Nú er spurningin huort hann endurtekur máski þann leik. Pétur hefur ráðið úrslitum í nokkr- um leikjum Framliösins í sumar og uerið sérlega iðinn uið að skora mörk. Þá er ekki langt síðan hann leiddi Framliðið til sigurs í bikar- keppninni í knattspyrnu með stór- leik gegn Keflvíkingum árið 1985. Mörgum er eflaust í fersku minni mark sem hann skoraði gegn FH á lokamínútu leiks þessara liða í síð- ari umferð Islandsmótsins. Mikil- uœgu mörkin hafa verið fleiri, enda er hann langmarkahœsti leikmað- urinn í fyrstu deild, með tólf mörk sem hann hefur skorað á ýmsan hátt — með sköllum, úr uítaspyrn- um og beint úr aukaspyrnum. En Pétur á ekki bara stórleiki þó hann hafi leikið með afbrigöum uel ísum- ar. Hann uar til að mynda alueg úti á þekju í uiðureigninni gegn Val um síðustu helgi. Þar tóku Valsmenn það ráð að láta Hilmar Sighuatsson fylgja honum sem skugga allan leik- inn og það gekk upp. Pétur á l'tka sína slœmu daga, þótt þeir hafi ekki uerið margir í sumar, og þá helst ef hann er tekinn ístífa gœslu og aldrei litið af honum. FERILLINN EKKI DANS Á RÓSUM Knattspyrnuferill Péturs Ormslev hefur þó ekki alltaf verið dans á rós- um. Barnungur var hann KR-ingur, en síðan fór hann í Val þar sem hann lék í unglingaflokkum. Með Fram hefur hann leikið alla sína tíð í meistaraflokki, utan árin 1982—84, en þá freistaði hann gæfunnar með Fortuna Dússeldorf í V-Þýskalandi. Pétur vakti snemma athygli fyrir lipra boltameðferð, góðar sending- ar og næmt auga fyrir leiknum. Sannkallaður knattspyrnuheili. Það var á þeim árum þegar umboðs- menn útlenskra stórliða streymdu til íslands í leit að efniviði. 1981 átti Pétur mjög gott keppnistímabil hér heima og skilaði það Fram í annað sæti fyrstu deildar. Eftir það var Pét- ur keyptur til liðs við þýska fyrstu- deildarliðið Fortuna Dússeldorf, þar sem fyrir var Atli Eðvaldsson. Það er skemmst frá því að segja að at- vinnumennskuferill Péturs Ormslev var hálfgerð sorgarsaga. Hann kemur til liðs við Dússeldorf þegar liðið er á blússandi siglingu í deildinni, tapaði varla leik í fyrri umferð Bundesligunnar. Því var ekki nema von að Pétur ætti í erfið- leikum með að komast í lið. Hann kom inn á annað veifið en náði ekki að sýna sitt rétta andlit, meðal ann- ars vegna þess að hann spilaði ekki þá stöðu sem honum er eiginlegust. Mörk skoraði hann fá, og steininn tók úr þegar hann meiddist. Þannig má geta þess að fyrstu tvö keppnis- tímabilin hjá Dússeldorf kom Pétur ekki inn á í nema níu leikjum og skoraði eitt mark. Þessi meiðsl háðu Pétri lengi. Þeim varð hann fyrir í landsleik Is- lendinga gegn írum í október 1982. Þessi leikur þótti allljótur, sérstak- lega vegna þess hversu fantalega ír- arnir léku. Þrátt fyrir meiðslin og slakt gengi endurnýjaði Pétur samn- inginn við Dússeldorf vorið 1983 en bara til eins árs. Þá hafði hann kom- ið inn á í leik og skorað mikilvægt mark — klukkan f imm mínútur í tólf á atvinnumennskuferli sínum, eins og þýska fótboltablaðið Kicker orð- aði það. Þriðja tímabil hans hjá Dússeldorf var ekki miklu happa- sælla. Meiðsl settu aftur strik í reikn- inginn og vorið 1984 lýsir Pétur þvi yfir að hann sé á leiðinni heim og ætli að spila með Fram. Hann var lítið með það árið, en 1985 er hann aftur kominn í bláa búninginn. Það keppnistímabil var varla nema í meðallagi gott hjá Pétri, enda er það trú manna að at- vinnumönnum gangi heldur illa fyrsta árið eftir að þeir snúa aftur til félagsliðanna íslensku. Þó var það þá um haustið að Pétur gerir Fram að bikarmeisturum með tveimur mörkum gegn Keflvíkingum, eins og áður var sagt frá. AFTUR ATVINNUMENNSKA Síðastliðinn vetur fékk Pétur ásamt Guðmundi Steinssyni tilboð um að leika með v-þýska liðinu Kickers Offenbach. Guðmundur sló til en Pétur ákvað að fara hvergi. Hann sagði m.a. í viðtali að tilboð þýska liðsins væri ekki nógu freist- andi til að hann vildi rífa sig upp og fara. Pétur þekkir atvinnumennsk- una af eigin raun og í sama viðtali staðhæfir hann að atvinnutilboð frá erlendu liði þurfi að vera mjög gott til að hann taki því. Pétur er 29 ára að aldri, orðinn fjölskyldumaður, en á enn nokkur ár eftir á toppnum ef vel gengur. Hvort hann fer út í at- vinnumennskuna á ný er óvíst, en líklegt er að fleiri félög fái augastað á honum eftir þetta keppnistímabil, bæði vegna þess hversu reyndur hann er og vegna þess hversu fjöl- hæfur leikmaður hann er. Eins má spyrja hvort Pétur Ormslev hljóti ekki að hafa unnið sér tryggt landsliðssæti með frammistöðu sinni í deildinni í sum- ar. Hann hefur ekkert fengið að spreyta sig að ráði í landsliði síðustu tvö árin, enda er sagt að Siegfried Held landsliðsþjálfari vilji frekar at- vinnumenn sem leika með miðl- ungsliðum úti en yfirburðaleik- menn úr íslensku deildinni. En nú er staðan sú að varla er hægt að ganga framhjá Pétri... HVÍ VINNUR HANN LEIKI? Það er víst einfaldast að svara þessari spurningu með þeim orðum að hann hefur litlar skyldur á leik- vellinum aðrar en þær sem hann skapar sér sjálfur. Pétur fær gjarnan að leika lausum hala á miðju vallar- ins en einstaka sinnum í framlínunni þar sem honum gengur þó verr. Varnarskyldur hans í leik eru litlar sem engar og því „svindlar" hann oftast á dekkingum en skýtur síðan upp kollinum í hættulegum færum ef andstæðingunum lánast ekki að nýta sér veikleika miðjunnar eftir að hann „svindlar". Pétur hefur næmt auga fyrir samleik og það hafa þeir félagar Guðmundur Steinsson og Torfason fengið að reyna, þeim til góðs. Tilkoma Ragn- ars Margeirssonar í Framliðið í sum- ar hefur hjálpað Pétri mikið þar sem hann getur nú einbeitt sér að því að leika lausum hala á miðjunni og koma aftur til að sækja boltann í stað þess að hanga í fremstu víglínu. Það er raunar athyglisvert að nú í sumar stefnir Framliðið í það að eignast fjórða markakónginn á jafn- mörgum árum. Tveir þeirra hafa verið framherjar, Guðmundur Torfa- son og Guðmundur Steinsson, og tveir framliggjandi miðvallarleik- menn, Pétur og Ómar Torfason. Veikleika hefur Pétur þó alltaf haft. Hann er skapmikill og þegar illa gengur lætur hann það fara í taugarnar á sér og dettur þá oft al- gerlega úr takt við leikinn. Þessi galli hefur fylgt Pétri um langa hríð eða frá því að hann vakti fyrst at- hygli sem ungur leikmaður í meist- araflokki Fram. Sé hann dekkaður stíft og aldrei gefinn friður á boltan- um þá riðlast leikur hans og á því fær Framliðið oftast að kenna. Þá er hann kvartgjarn á velli og þrátt fyrir að hafa róast mikið á hann enn við það vandamál að stríða. Ennfremur hafði Pétur orð á sér fyrir að vera óstýrilátur utan leikvallar, nokkuð sem þó er sagt hafa lagast hin síðari ár, enda er Pétur hamingjusamlega giftur Helgu Möller, söngkonu og sjónvarpskonu, og eiga þau ungt barn. Pétur hefur líka axlað þá ábyrgð að vera fyrirliði Fram og á hann í því hlutverki auðvitað að vera fyrirmynd þeirra ungu leik- manna sem skipa liðið. Það er náttúrlega óvíst hvort Pét- ur Ormslev nær sér á strik í viður- eigninni við Víði á sunnudaginn. Það veltur á mörgu og þá meðal annars á þeirri taktík sem Víðis- menn beita í leiknum. Þeir vita auð- vitað mæta vel hvílíkur lykilmaður Pétur er í Framliðinu. Nái hann sér á strik getur það skipt sköpum fyrir Framliðið. Hann getur verið maður- inn sem skilur á milli sigurs og taps. VÍÐIR GARÐI MEÐ HJARTANU SPILA ÞEIR OG VINNA Á pappírunum virkar lið Víðis í Garði ekki sem veruleg hindrun á vegi Frammara í átt að bikarmeist- aratitlinum. Liðið hefur á að skipa jöfnum leikmönnum og fáum góð- um. Víðismenn spila hinsvegar með hjartanu og þar slær baráttan hratt og örugglega. Víðismenn verða því meira en lítilvæg hindr- un á vegi Frammara þrátt fyrir að þeir séu á leið niður í 2. deild. Það er reyndar staðföst trú þess sem þetta ritar að Víðir vinni leikinn. í bikarleikjum vinnur Davíð jafn oft og Golíat. Á leið sinni í úrslitaleikinn hafa Garðsbúar lagt að velli ekki lakari lið en Val og KR svo þeir ættu að geta átt í fullu tré við Frammara. Það sem fyrst og fremst fleytir Víð- ismönnum áfram er barátta og sam- staða leikmanna inni á vellinum. Liðið er drifið áfram af tveimur leikmönnum sem spilað hafa sam- an í áraraðir ef ekki -tugi. Daníel Einarsson og Guðjón Guðmunds- son skipta sköpum fyrir Garðsbúa. Án þeirra væri liðið vængbrotið. Daníel stjórnar mjög vel útfærð- um varnarleik liðsins og á miðj- unni er Guðjón iðnari en Japani. Flestir aðrir leikmenn liðsins hafa spilað með liðinu frá því það var í 3. deild og þeir þekkja allir hver annan jafn vel og mæður sínar. í bikarúrslitaleik er þetta mjög mikilvægur þáttur. Þá vil ég minna á þátt áhorfenda í leiknum á sunnudaginn. Það er víst að Garðsbúar munu fjöl- menna á völlinn og ekki láta sitt eftir liggja í hvatningarópum og stuðningi við sína menn. Þá er það grunur minn að ekki aðeins Garðsbúar muni halda með lítil- magnanum heldur meirihluti áhorfenda. Það hefur ekki svo lítið að segja, eins og Skagamenn hafa oft fengið að njóta góðs af. Og svo er það spáin: Víðir-Fram 1-0. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.