Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 7
FRETTASKYRING Flugstöövarmáliö Fjármálahneyksli eða sambandsleysi — Hœkkaöi ótímabœr opnun kostnaöinn úr öllu valdi? Byggingarnefndin segir aö stjórnvöld hafiallan tímann fylgst meö þvísem var aö gerast eöa var sambandsleysi nefndarinnar viö yfirmenn sína algert? Fara leigutakar út ístórum stíl vegna ofhárrar leigu? Hverjir byggja þaö sem eftir er: Veröur byggingarnefndin sett af? Það uarð mikiö uppistand þegar DV upplýsti fyrir skömmu að byggingarkostnaður uið Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefði farið u.þ.b. einn milljarð fram úr upphaflegri áœtlun. Þjóðin reis upp uið dogg og þetta óskahús þjóðarinnar, andlit hennar út á uið eins og einhuer komst suo smekklega að orði, uarð skyndilega milli tannanna á fólki afallt öðrum ástœðum en gott þótti. Fjár- málaráðherra lét þegar í Ijós þá skoðun sína að þetta mál þarfn- aðist rannsóknar og setti Ríkisendurskoðun í að kanna málið. Jafnframt krafðist hann þess að byggingarnefndin, sem hafði þegar lokiö störfum og uar öll sest í önnur og uirðuleg embœtti, skýrði huernig á þessu stœði. Byggingarnefndin fagnaði þessu bara, taldi sig enda hafa allt sitt á hreinu og að málið uœri allt byggt á misskilningi. Misskilninguriníi, sem bygging- arnefndin kallaði svo, var sá að menn höfðu verið að bera saman upphaflega kostnaðaráætlun, 970 milljónir króna á verðlagi í sept- ember 1983, og endanlega tölu, rúma 2,8 milljarða, á verðlagi í júlí 1987. Samkvæmt upplýsingum sem byggingarnefndin veitti á blaðamannafundi var kostnaðar- áætlunin, framreiknuð til núgild- andi verðlags, upp á 2,6 milljarða. Mismunurinn, 250 milljónir, var til kominn vegna þess að á tímabil- inu hafði verið ráðist í fram- kvæmdir sem ekki var ráð fyrir gert í upphafi. Landgöngubrúm var fjölgað, landgangur lengdur í samræmi við það. Snjóbræðsla sett i flughlöð og kjallari var stækkaður. Skýringar byggingar- nefndarinnar á 1.200 milljónun- um sem flugstöðin hafði hækkað um voru síðan þær að verðlag hefði hækkað svo mikið innan- lands á byggingartímanum og að þróun Bandaríkjadollara hefði verið óhagstæð, þannig að fram- lag þeirra hefði nýst mun verr en áætlað var. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra hefur þó ekki sætt sig við þessar skýringar og í fjöl- miðlum hefur hann lýst því yfir að hann telji málið í hæsta máta óeðlilegt. Reyndar virðist sem stjórnmálamenn komi af fjöllum þegar endanleg kostnaðaráætlun er nefnd og hafi ekkert vitað hvað byggingarnefndin hefur verið að gera á byggingartímanum. Sam- kvæmt því sem fjármálaráðherra hefur látið eftir sér hafa í fjölmiðl- um hafa þrjár beiðnir um viðbót- arfé borist á skömmum tíma. Fyrst var samþykkt á lánsfjárlögum fyr- ir árið 1987 að taka 520 milljónir að láni, en um miðjan maí, að því er ráðherrann hefur sagt, barst önnur beiðni upp á 700 milljónir. Byggingarnefndin var þá komin í algert greiðsluþrot og fékk hún leyfi til að taka 480 milljóna króna innlent lán til að standa skil á bind- andi verksamningum út árið. Þeg- ar farið var að vinna að fjárlaga- gerð fyrir árið ’88 kom í ljós að byggingarnefndin taldi sig þurfa 250 milljónir til viðbótar, svo end- ar næðu saman. Við þetta vill ráð- herrann ekki una og telur sig eiga heimtingu á skýringu á því hvern- ig hafi staðið á slíkum vinnubrögð- um. VÍGSLAN KOSNINGA- HÁTÍÐ? Eins og landsmönnum er kunn- ugt um var fast staðið við áætlun- ina að vígja flugstöðina á tilsettum tíma, þann 14. apríl. Margir urðu til að setja vígsluna í samband við væntanlegar kosningar, enda var stöðin óspart notuð í auglýsinga- skyni fyrir Sjálfstæðisflokinn, þeg- ar nær leið kosningum. Menn sem unnu við stöðina segjast hafa merkt ákveðna stefnubreytingu þegar nær leið vígsludegi, allt kapp var lagt á að klára það sem hægt var og í litlu verið að spara til þeirra bráðabirgðaframkvæmda sem vinna þurfti svo stöðin gæti farið að þjóna hlutverki sínu. Til þess að geta opnað flugstöðina fór byggingarnefndin fram á 520 milljónir króna. Það reyndist henni hinsvegar ekki nóg svo skömmu síðar, eða um miðjan maí, fór hún fram á að fá 700 millj- ónir til að halda verkinu áfram. Margir þeir sem við stöðina unnu og áttu eftir að hafa þar aðsetur voru þó á því að óeðlilegur ákafi hefði verið um að opna flugstöð- ina á áður ákveðnum tíma því að- staðan inni í byggingunni hefði í engu verið komin í það horf að viðunandi gæti talist. Af þeim sök- um tala menn um óhóflega eyðslu í sambandi við þær framkvæmdir en byggingarnefndin vill ekki kannast við að svo hafi verið. Að vísu eru ekki til neinar handbærar tölur um það hvað það hafi kostað að flýta verkinu svo sem gert var, en Ijóst er að það kostaði talsverða fjárhæð. Hinsvegar ber þess að geta að vígsla stöðvarinnar gerði að verkum að hún gat þegar í stað farið að skila tekjum, sem hún hefði gert miklu síðar ef beðið hefði verið með opnunina. Það breytir þó ekki því að margir hafa orðið til að gagnrýna að haldið var stíft við þennan opnunardag og tala um margra milljóna króna hátíð, stjórnleysi, sukk og spillingu á þeim tíma þegar mest lá á að flýta framkvæmdum. ÓHEMJU DÝR BYGGING Flugstöðin er sérhæfð bygging og þess vegna er hún mjög dýr. Það hefur alla tíð legið fyrir. I upp- hafi var það Ijóst að í raun og veru er um landnám að ræða, leggja þurfti allar lagnir að húsinu, en þar má t.d. telja 6 km holræsalögn, háspennuheimæðar, byggja vara- rafstöð, leggja vegi auk ýmislegs annars sem þarf að vera í flug- stöðvum, en er ekki í öðrum hús- um. Þetta breytir því þó ekki að flugstöðin er dýrt hús og telja menn að þó svo að samanburður við verslunar- og skrifstofuhús- næði sé á þeim forsendum varla raunhæfur, þá hafi ýmislegt orðið til þess að gera stöðina dýrari en hún þurfti að vera. Teikningar að húsinu voru til dæmis ekki til fyrr en um mitt ár 1986, en fram að þeim tíma voru gerðar margar, bæði meiri- og minniháttar, breytingar á þeim. Ekki hefur verið hægt að fá upp hvað slíkar breytingar kostuðu, hvorki í beinan hönnunarkostnað, né heldur hvað það hefur kostað að framkvæma þær breytingar sem urðu ofan á. Bandaríkjamenn hönnuðu síðan hluta byggingar- innar og þeir staðlar sem farið er eftir þar vestra gera að verkum að stöðin verður dýr. Reyndar sagði enn af heimildarmönnum HP að þessi bygging ætti að verða Islend- ingum lexía í að fara varlega í að byggja með Kananum, því þær kröfur sem hann gerði væru okk- ur ofviða kostnaðarlega. Þegar rætt er um verð flug- stöðvarinnar, í samanburði við aðrar byggingar, verður að taka það með í reikninginn að allt efni til byggingarinnar, sem flutt var inn, er tollfrjálst og af því þarf ekki að greiða neinn söluskatt. Af þeim sökum er verðið auðvitað hærra en þær tölur sem nefndar hafa verið gefa til kynna, ef gerður er samanburður við aðrar breyt- ingar. Innréttingar stöðvarinnar hafa líka verið á milli tannanna á fólki, skrifstofa flugvallarstjóra þykir t.d. vera ein sú fínasta sem sést hefur hérlendis. Byggingarnefndin kost- aði allar innréttingar og þó svo að hún vilji ekki fallast á að óhóflega hafi verið eytt þegar þær voru keyptar, þá er mat margra annarra að svo hafi verið. Blómaskreyting- ar, sem nú eru þegar orðnar síg- arettum og áldósum að bráð, kost- uðu t.d. 10 milljónir og svo mætti lengi telja. Ýmislegt smávægilegt á mælikvarða heildarupphæðar- innar hefur þannig stuðlað að því að gera bygginguna dýra, ef til vill dýrari en þyrfti að vera. PÓLITÍSKT HITAMÁL Það er þó ekki víst að kostnað- urinn við flugstöðina sé endilega kjarni málsins þegar allt kemur til alls. Heimildir HP innan embættis- mannakerfisins benda á að bygg- ingarnefndin telji sig vera orðna að pólitískum leiksoppi. Fjármála- ráðherra hefur krafið nefndina skýringa á því hversvegna hún setti fram, að hans mati, tölur um end- anlegt uppgjör sem stóðust ekki. Nefndin segir hinsvegar að allt sem hún gerði hafi verið með fullu samþykki stjórnvalda, þ.e.a.s. stjórnvöld hafi allan tímann fylgst með því sem verið var að gera. Samkvæmt ummælum sem höfð eru eftir Jóni Böðvarssyni, fram- kvæmdastjóra byggingarnefndar- innar, í DV 26. janúar síðastliðinn, þar sem hann segir að við fáum þriggja milljarða flugstöð fyrir 900 milljónir, er ekki annað að skilja en að mönnum hafi þá þegar verið ljóst hver kostnaðurinn yrði. Það var nefnilega ljóst alveg frá upp- hafi að Bandaríkjamenn myndu ekki borga meira en 600 milljónir og að afgangurinn lenti á íslend- ingum. Ef Jón Böðvarsson hefur farið svona nærri endanlegri kostnaðartölu í janúar, en engir aðrir vitað um hana, liggur Ijóst fyrir að sambandsleysi nefndar- innar við yfirmenn sína hefur ver- ið algert, en nefndin heyrir undir utanríkisráðuneytið sem er milli- göngumaður hennar við fjármála- ráðuneytið. Nefndin heldur því fram að samskipti hennar við ráðamenn hafi alltaf verið eðlileg og allt sem hún hafi gert hafi verið með vitund og samþykki þeirra, en það er greinilegt að einhvers staðar hafa upplýsingar stöðvast á leiðinni, þegar Jón Baldvin vakn- ar upp við vondan draum og sér við endurskoðun ríkisfjármála í maí, að fyrir liggur erindi frá bygg- ingarnefnd flugstöðvar upp á 700 milljónir króna. EFTIRMÁLI Ríkisendurskoðun hefur nú þeg- ar skipað nefnd til að kanna málið og vegna þessa hefur verið fátt um svör frá byggingarnefndinni, þeg- ar gengið hefur verið á hana um svör við spurningum fjármálaráð- herra. Segist hún ekki vilja ræða málið á opinberum vettvangi, þar til endurskoðunarnefndin kallar hana fyrir, enda sé það orðinn rétti vettvangurinn til að skýra málið. Á meðan endurskoðunin fer fram stendur flugstöðin og þjónar sínu hlutverki en ekki án erfið- leika. í ljós hefur nefnilega komið að leigutakar í stöðinni eru afar óánægðir með það leiguverð sem ákveðið hefur verið. Flugleiðir, Arnarflug, íslenskur markaður og Landsbankinn leigja húsnæði í stöðinni og heyrst hafa raddir þess efnis að þessir aðilar hyggist allir fara út ef ekki verður róttæk breyt- ing á leiguverðinu. Arnarflug hætti t.d. við að nýta sér lagerpláss í kjallara sem þeir höfðu látið bóka sig fyrir og fluttu það niður í Kefla- vík og forsvarsmenn íslensks markaðar hafa þegar farið þær kvörtunarleiðir sem hægt er, t.d. til iðnaðarráðherra, og bent mönnum á að með óbreyttu leigu- verði geti þeir ekki rekið verslun í stöðinni. Þetta snertir málið með þeim hætti að áætlað er að rekstr- arhagnaður af stöðinni, þar á meðal leiga á skrifstofum og versl- unarhúsnæði, eigi að borga fjár- magnskostnað stöðvarinnar. Hætt er þó við að það gangi seint ef leigutakarnir sjá sér þann kost vænstan að drífa sig út, vegna þess að þeir þurfa að borga meira fyrir að vera inni en þeir geta hagnast á starfseminni. Langt er svo frá að öllum fram- kvæmdum sé lokið í stöðinni, nægir að benda á að fríhöfn komufarþega er í bráðabirgðahús- næði. Það hlýtur því að vera spurning hverjir sjá um að byggja það sem eflir er. Verður bygging- arnefndin áfram í starfi, á meðan störf hennar sæta opinberri rann- sókn og hún liggur undir grun um að standa fyrir fjármálasukki og hneyksli? Eða verður hún látin segja af sér meðan á rannsókn stendur? Kannski kemur hún hrein út úr rannsókninni og þá verður að fara að leita annað í stjórnsýsluna að sökudólgum. I* Flugstöð Leifs Eiríkssonar — um bruðl og óstjórn? Eða vissu stjórnvöld allan tímann hvað var að gerast? Skólabókardæmi um bruðl og óstjórn ábyrgðar- lausra embættismanna? Eða vissu stjórnvöld allan tímann að byggingin myndi kosta tæpa þrjá milljarða? Smartmynd HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.