Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 4
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND JIM SMART (Hálfkveöin) Sjúkratrygging Visa á ad tryggja heimför fjölskyldu, slasist eöa veikist maki á erlendri grund. Fyrir hálfum mánuöi var íslenskri fjöl- skyldu sagt af neyöarþjónustu Visa á Bretlandi aö þeir heföu aöeins skyldum aö gegna viö þann slasaöa — ekki fjölskylduna Visa Island hefur um nokkurt skeið auglýst að sé helm- ingur fargjalds greiddur með Visa-korti sé sjálfkrafa inni- falin Visa-ferðaslysatrygging, þ.e. slysatrygging og sjúkratrygging. I bæklingi þar sem þessar tryggingar eru kynntar segir að neyðarþjónustufyrirtækið Europe Assistance sjái um að koma sjúkum eða slösuðum til að- stoðar og koma honum heim til íslands ásamt maka og börnum undir 17ára aldri. Fyrir hálfum mánuði brá hins veg- ar svo við að hjón voru stödd á Bret- landi með fjögur börn sín á aldrin- um eins og hálfs árs til ellefu ára. Konan varð fyrir því slysi að fót- brotna þegar vika var eftir af sumar- leyfinu og afleiðingin varð skurðað- gerð. Eiginmaðurinn taldi sig tryggðan fyrir óvæntri heimför, en þegar fararstjóri þeirrar ferðaskrif- stofu sem hann gerðaðist með hafði samband við Eruope Assistance, neyðarþjónustufyrirtæki sem Visa skiptir við, sögðust þeir ekki bera ábyrgð á fjölskyldunni, aðeins hin- um slasaða farþega. Reykvísk endurtrygging er trygg- ingafyrirtæki Visa og skiptir við - Europe Assistance. Þeir segjast þar i aldrei fyrr hafa orðið varir við að ekki væri staðið við skilmála Visa- ! tryggingar. Hvað gerðist eiginlega? ! Ferdaslysatrygging VISA er ókeypis j og gildir fyrir korthafa, maka og börn undir 17 ára aldri á feröalög- um jafnt innanlands og utan. ; Hún tekur gildi ef a.m.k. helmingur t 4 HELGARPÓSTURINN [ ► l f af gjaldföllnum ferðakostnaði er greiddur með VISA-korti fyrir brott- för. Slysatrygging nemur allt að fjórum milljónum króna á fullorðinn... Sjúkratrygging nemur allt að einni milljón króna... Hún felur í sér ókeypis lœknishjálp, sjúkrahúsuistun og meðferð, sjúkra- flutning og heimflutning skv. lœkn- isvottoröi sem leiðir af því að hinn tryggði veikist eða slasast á feröa- lagi erlendis. Sem sagt, trygging sem bætir tjón af völdum slyss. Svo segir að minnsta kosti í bæklingi um „Ferða- slysatryggingu og viðlagaþjónustu" frá VISA Island. Hljómar vel og eina krafan er að ferðalangar greiði að minnsta kosti helming fargjaldsins með VISA-kortinu sínu. Það gerði einnig Ingólfur Gísli Ingólfsson þeg- ar hann keypti ferð í Skírisskóg í Bretlandi fyrir sig og fjölskyldu sína, eiginkonu og fjögur börn. Sumarfrí sem átti að vera öruggt á allan hátt. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þau hjónin höfðu dvalið í vikutíma í Skírisskógi er þau ákváðu að heim- sækja London, sýna börnunum þá stórborg, vaxmyndasafnið, dýra- garðinn og annað markvert sem gaman er heim að sækja. Eftir tveggja daga dvöl í London hugðust þau halda aftur í Skírisskóg og höfðu skráð sig út af hóteli því sem þau gistu. Þá gerðist óhappið. Eigin- kona Ingólfs, Helga Guðmundsdótt- ir, slasaðist og brotnaði mjög illa á fæti. „Ekki skyldugir til að sjjá um fjölskylduna," sagði neyðarþgónustan „Helga var flutt í háskólasjúkra- hús í London," sagði Ingólfur í sam- tali við HP eftir heimkomuna, en þá hafði Helgarpósturinn heyrt af mál- um þeirra hjóna, og Ingólfur sam- þykkti að segja okkur söguna frá fyrstu hendi. „Strax eftir mynda- töku af fótlegg kom í ljós að hún þyrfti að gangast undir aðgerð þar sem pípur voru báðar brotnar og mér skilst að ökklaliður hafi verið mjög skaddaður. Læknir á sjúkra- húsinu ráðlagði okkur að reyna að komast sem fyrst heim til íslands því hún þyrfti að dvelja í sjúkrahúsi í minnst 10—15 daga eftir aðgerðina. Þetta gerðist klukkan 14 á föstu- degi. Eg er illa talandi á ensku og var því nær bjargarlaus þarna með fjögur börn á aldrinum eins og hálfs árs til ellefu ára. Ég hafði ekki síma- númerið hjá fararstjórum Sam- vinnuferða í Skírisskógi, svo ég leit- aði til sendiráðsins, sem hafði sam- band við Jónu Hjartardóttur farar- stjóra og lét hana vita hvar við vær- um niðurkomin. Jóna spurði mig hvort við værum tryggð og ég var sem betur fer með símanúmerið hjá Europe Assistance, neyðarþjónustu- fyrirtækinu sem Visa skiptir við. Ég vildi að það yrði náð í þá fyrir klukk- an fjögur svo þeir hefðu tækifæri til að athafna sig, því svo virðist sem fólk megi ekki slasa sig um helgar, því þá næst ekki í þá sem á þarf að halda. Jóna fararstjóri hringdi strax í Europe Assistance og talaði þar við stúlku sem lofaði að strax yrði geng- ið í málið. Okkur var sagt að bíða í sjúkrahúsinu eftir fyrirmælum þar sem Jóna hafði einnig óskað eftir því við neyðarþjónustuna að þau út- veguðu okkur gistingu í London um nóttina, enda hafði hún sagt mér að það þýddi ekkert fyrir mig að reyna sjálfur, útlendingar gengju ekki fyrirvaralaust inn á hótel í London í ágústmánuði. Hún lagði einnig ríka áherslu á það að ég væri með lítið af peningum á mér þar sem pening- arnir mínir væru geymdir í öryggis- hólfi í Skírisskógi, en hins vegar væri ég með Visa-kort. Það næsta sem gerðist var að það hringdi ein- hver frá Europe Assistance í sjúkra- húsið og fékk þar staðfest að við yrðum að komast heim til íslands Ingólfur Ingólfsson: Treysti á Visa- tryggingu — endaði hjá Abyrgð. „Þeir sögðust ekki bera ábyrgð á fjöl- skyldu hinnar slösuðu." eins fljótt og auðið væri því konan yrði að komast í aðgerð. Klukkan sjö um kvöldið hafði ekkert gerst. Við sátum þarna og biðum, Helga inni á þrjátíu manna stofu og ég með fjögur börn, sem voru að von- um orðin dauðþreytt. Ég hringdi þá til Jónu og bað hana að ítreka við Europe Assistance að þeir gengju í að koma okkur inn á hótel eins og lofað hafði verið og biðja þá að senda einhvern til mín, því það er hægar sagt en gert að rata um Lond- on, nær mállaus á enska tungu og með Iítið barn á handleggnum auk þriggja annarra. Þeir svöruðu því til að þeir veittu ekki slíka þjónustu. Klukkan níu um kvöldið hafði enn ekkert heyrsLfrá þeim og þá var far- ið að þykkna í mér jafnt sem farar- stjóranum. Þegar Jóna hringdi þá — líklega í sjötta skipti eftir því sem mér telst til — fékk hún það svar að Europe Assistance kæmi í rauninni fjölskyldan ekkert við, aðeins hinn slasaði. Jóna gaf sig ekki og gerði þá kröfu að þeir stæðu við að koma okkur fyrir á hóteli yfir nóttina, sem þeir gengu þá í. Okkur var útvegað pláss á hóteli sem var í þannig ástandi að maður varð skelfingu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.