Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 18
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYNDIR JIM SMART HP leitar álits á því hvort áfengisböliö er í raun böl.og hvort bölið hefur tekið aðra stefnu Hver er vínmenning Islendinga, eigum við yfir höfuö nokkra vín- menningu og ef svo er af hverju ekki? Hvað gera Islendingar þegar Skandinavar setjasl inn á krá og fá sér öl og snafs, eða þegar menn af suðlœgari slóðum draga fram flösku af heimalöguðu borðvíni og bera fyrir gesti? Hvað gerum við þegar útlendingarnir seilast í vín- skápinn og bjóða upp á glas af sterku víni, án þess að það sé til há- tíðabrigða, bara vani að fá sér einn þegar heim er komið að loknum vinnudegi? Svo virðist sem við ger- um ekki neitt, bjórinn getum við ekki drukkið, léttvínsmenningin er ekki slík að menn telji drykkju þess sjálfsagða og sterk vín snerta menn ekki nema í alveg sérstökum til- gangi. Þessi tilgangur hefur löngum verið að verða fullur og hans er að- eins leitað um helgar, enda má þá sjá stóran hluta þjóðarinnar velt- andi um aiiar sveiiir, iiréppu, uCflíÖ, • sýslur og bœi, vitandi hvorki í þenn- an heim né annan vegna áfengis- drykkju. Eðlilegt? Það virðist vera okkur eðlilegt, eða a.m.k. hefur það verið svo í áranna rás, en er það að breytast? íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir sérstæða drykkjusiði og sú (ó)menning sem fylgt hefur víni hér á landi eiginlega ekki verið sambæriiég við neitt annað sem þekkist í hinum vestræna siðmennt- aða heimi. Við höfum lengst af not- að vínið sem vímugjafa og ein- göngu vímugjafa, enda hefur lítil rækt verið við það lögð að það geti þjónað öðrum tilgangi. Einhverjir hafa þó haldið því fram að á allra síðustu árum, og síðasta áratug kannski, hafi orðið breyting og þá til hins betra í vínmenningu landans. Um þetta eru menn þó alls ekki sammála og benda gjarna á að gamii málshátturinn Hvað ungur nemur gamall temur sé í fullu gildi. Horfa menn þá gjarna til verslunar- mannahelga og annarra skyldra fyrirbrigða, þar sem ungmennafé- lögin, sem lengi kenndu sig við bindindi og heilbrigt líf, koma á fót griðastöðum fyrir unglinga til að drekka frá sér rænu og benda á að einhvers staðar hljóti unglingarnir að hafa fyrirmynd að slíkum lifnaði. Flestir eru þó sammála um að með tíðari ferðum íslendinga til annarra landa og dvölum þeirra þar um lengri og skemmri tíma hafi aðr- ir siðir og nýir flust til landsins. Þetta má einkum sjá í mikilli fjölgun veit- ingastaða, sem ekki síður en að bjóða upp á góðan mat leggja metn- að sinn í að hafa á boðstólum góð borðvín sem hæfa gæðum matarins. Menn hafi á ferðum sínum séð hvernig aðrar þjóðir umgangast vín og vilji innleiða slíka siði hér heima, en þrátt fyrir góðan vilja er ekki eins víst að það takist, í það minnsta virðist bað taka iangan tíma og svo er það líka spurningin um hvort sú áfengismenning sem hér hefur ríkt um aldir alda sé ekki orðin svo rót- gróin að henni verði hreinlega ekki breytt. Hvort meginþorri íslendinga haldi ekki áfram „að fara út að skemmta sér“ á yfirfull diskótek þar sem hávaðinn og þrengslin eru slík að það er ekki möguleiki að verða ,,sívíliseraður“ í drykkjunni, að- stæðurnar bjóða hreinlega ekki upp á það. HP fékk fimm valinkunna ein- staklinga tii að segja álit sitt á þess- um málum og jafnframt til að upp- lýsa alþjóð örlítið um umgengni sína við áfengi. Þeir sem spurðir voru eru: Guttormur Einarsson, kaupmaður í Ámunni, sem flytur inn ölgerðarefni, Einar Thoroddsen læknir, áhuga- og fagmaður í létt- vínsfræðum, Sigmar B. Hauksson matargerðarmaður og Guðni Bragason, fréttamaður hjá Sjón- varpinu. GUTTORMUR EINARSSON KAUPMAÐUR í ÁMUNNI „Eg held að drykkjuvenjur islend- inga séu eins og þær hafa alltaf ver- ið. Þær tóku jákvætt viðbragð um tíma en nú er verðlag á borðvínum orðið of hátt hlutfaiísiega sefn Tiíér finnst vera neikvæð þróun. Annars er eitt sérstakt í umgengni íslend- inga við áfengi, það er umgengni þeirra við heimabrugg. Finnist mönnum þeir vera að komast í vandræði vegna ofneyslu þá hella þeir afganginum bara niður og eiga þannig í fullu tré við vandamálið. Freistingarnar virðast vera meiri þegar menn eru búnir að kaupa þetta dýrum dómum í ríkinu. Þá verða þeir að fá það út úr því sem þeir telja sig hafa borgað fyrir. Varð- andi heimabruggið þá óð ölgerðin upp á tímabili en hrundi síðan aftur en aftur á móti er léttvínsgerðin af- ar vinsæl og það er fyrirtaksgott hjá mörgum. Reyndar held ég að það hafi aukist að fólk fái sér létt vín með mat, þá bara eitt glas, svali þorsta sínum með vatni en noti vín- ið meira sem einskonar krydd eða viðbót við góðan málsverð og eigi þá sömu vínflöskuna við þrjár til fjór- ar máltíðir. Það hefur líka góð áhrif á svefninn, ef það er gert í hófi. Hvað sjálfan mig varðar þá hefur það að vinna með ölgerðarefni ekki komið mér á fleiri fyllerí. Það er ein- faldlega ekki hægt að sameina vinnu og vín, sérstaklega ekki þegar menn eldast. Það gengur bara ekki. Ég hef líka fjarlægst sterk vín ákaf- lega mikið með árunum enda tilefn- um til að drekka þau fækkað. Svo gera borðvín það líka að verkum að menn fjarlægjast sterk vín, en auð- vitað fær maður sér koníak með kaffi og þess háttar." SIGMAR B. HAUKSSON „Það hafa orðið miklar breytingar á umgengnisvenjum íslendinga við vín, að mínu mati, síðan ca. 1979 eða svo. Ég tel að það liggi þrjár ástæður að baki sem eru helstar. í fyrsta lagi erujjað aukin ferðalög, í öðru lagi SÁA og sú fræðslustarf- semi sem þar fer fram og í þriðja lagi er það betri menntun og það að fólk er sér 'oeíur meðvitað um útiit sitt og líkama og þar með þær hættur sem samfara eru áfengisneyslu. Það er athygli vert að þegar verið var að biðja um vínveitingaleyfi fyrir þessa litlu veitingastaði sem hér hafa ver- ið opnaðir, þá sögðu steinaldar- mennirnir, eins og ég kalla þá, að með þessu myndi almennt fyllerí aukast. Ég held að sú kenning, að því fleiri staðir sem selja vín, því meira fyllerí, hafi verið afsönnuð. Is- lendingar drekka mun skynsamleg- ar heldur en þeir hafa gert og ég álít að skynsamleg notkun léttra vína sé til góðs, enda getur það verið heilsu- samlegt í vissum mæli. Það hefur vissulega aukist að fólk fari út í miðri viku og borði og fái sér þá vín með matnum, en hinsvegar held ég að hinn svokallaði „business-lunch" sé að mestu aflagður. Það sem auð- vitað hefur einkennt vínneyslu okk- ar er hin skandinavíska hefð, nema að hér vantar ölið, sem mér finnst fáránlegt. Af þeim sökum höfum við drukkið sterk vín, blandað í gos, með sama neyslumynstri og aðrar þjóðir drekka öl eða létt vín. Það sem hér vantar er auðvitað meiri fræðsla um vín, hún hefur í gegnum tíðina verið öll á einn veg og ákaf- lega neikvæð, einhvers konar hræðelyáróður, Éa er á þeirri skoð- un að það sé hægt að stýra áfengis- neyslunni meira en gert er, með því að lækka verð á léttum vínum en hækka þau til jafns á sterkum vín- um svo ríkið missi ekki tekjur. Varð- andi mína eigin áfengisneyslu þá var hún á yngri árum vínneysla hins týpíska íslendings þegar farið var á skemmtistaði með kunningjunum. En svo breytast aðstæður manna, þeir hafa ekki tök á því að gera þetta á sama hátt. Ég hef ómælda ánægju af drykkju léttra vína, hún er alltaf jafn indæl enda er mín neysla að langmestum hluta bundin við þau. Áhrifunum fylgir afslöppun, enda eru þau ekki síður góð en bragðið og vellíðanin sem þau veita. Af sterkum vínum er alltaf gott að fá sér gott viskíglas en vodka og kók er í litlu uppáhaldi. Svo verð ég að segja frá að um daginn smakkaði ég 85 ára gamalt koníak, það var líka afbragðs gott.“ / SKEIFUNNI KJÖRGARÐI AKUREYRI NJARÐVÍK 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.