Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 5
lostinn að koma þar inn. Mér var til- kynnt þar að ég yrði að greiða fyrir nóttina fyrirfram og tók upp Visa- kortið mitt, enda varla með nokkra peninga á mér. En nei, hótelið tók ekki Visa! Það var í rauninni grát- broslegt, hótel sem neyðarþjónusta Visa útvegar tekur ekki Visa-kort! Starfsmaður hótelsins hringdi til Europe Assistance og bað um stað- festingu á að hótelið yrði greitt þar sem slys hefði borið að höndum, en var neitað. Europe Assistance neit- aði að tryggja að hótelið yrði greitt! Ég er í eðli mínu afskaplega þrár og hringdi enn einu sinni til Jónu, sem hringdi enn einu sinni í neyðarþjón- ustuna. Þar var ítrekað við hana að um sérstaka þjónustu við okkur væri að ræða, þeir væru ekki skyld- ugir að sjá um fjölskyldu og maka hinnar slösuðu. Þeir sögðust jafn- framt skyldu sjá um að koma Helgu heim, en ekki okkur, því fjölskyldan kæmi þeim ekkert við. Aður höfðu þeir sagt við Jónu að það væri ekk- ertpláss laust með flugvélinni heim til Islands á laugardeginum og við tókum það gott og gilt." „Þegar hér var komið sögu var Jóna búin að fá nóg af viðskiptum sínum við Europe Assistance þar sem allt gekk svo hægt fyrir sig og spurði mig hvort ég vaeri hvergi tryggður annars staðar. Ég sagðist til allrar hamingju hafa tekið með mér SOS-tryggingu frá Ábyrgð, því þar er ég með Al-tryggingu sem fel- ur í sér sjálfkrafa SOS-tryggingu. Jóna hringdi til SOS í Kaupmanna- höfn því það var lokað í Englandi og þar fékk hún allt önnur viðbrögð og mun skjótari. Það var staðfest að við yrðum öll fiutt heim, okkur að kostnaðarlausu. Helga var flutt í sjúkrabíl út á flugvöll, með sjúkra- börum heim í flugvélinni og á Kefla- víkurvelli beið hennar sjúkrabíll sem flutti hana í Landspítalann. Að vísu kom í ljós þegar ég hringdi heim til íslands á laugardeginum að það hafði verið laust far með vélinni þann dag og einnig á sunnudegin- um. En við komumst sem sagt heim á mánudegi og Helga fór strax í að- gerð í Landspítalanum þar sem hún er enn. Það má vera að einhverjir álíti að ég sé að ráðast á Visa fsland með þessu viðtali. Það er ekki markmiðið heldur það að mér finnst rétt að benda fólki á að það þarf að kynna sér vel hvaða trygg- ingu það er að kaupa. I þessu tilviki reyndumst við illa varin þegar slys henti. Þegar þeir sögðu að þeim kæmi „fjölskyldan ekkert við“ hugsaði ég með mér: „Hvað gera þeir ef einstæð móðir með fjögur börn slasast hér? Senda hana heim og láta börnin sjá um sig sjálf í London?" Ingólfur vildi fá að koma á fram- færi þakklæti til fararstjóra Sam- vinnuferða-Landsýnar í Skírisskógi, Sverris Guðjónssonar og Jónu Hjartardóttur: „Jóna lenti mest í þessu og reyndist okkur alveg hreint einstök," sagði Ingólfur. „Þelta gekk hægt ffyrir sig," segir fararstjórinn Helgarpósturinn hafði samband við Jónu Hjartardóttur fararstjóra hjá Samvinnuferðum-Landsýn i Skírisskógi og bar undir hana sögu Irigólfs. Hún tók undir að hlutirnir hefðu gengið hægt fyrir sig en taldi einnig að tafið hefði fyrir málinu að ekki var ljóst hvenær unnt yrði að fá sjúkrabörur til að flytja Helgu heim. Þó fannst henni nokkuð kyndugt að hótel sem útvegað væri af Visa neyðarþjónustu skyldi ekki taka Visa-kort, þegar tekið hefði verið fram að viðkomandi gestir væru peningalitlir og hefðu aðeins undir höndum Visa-kortið. „Mér skildist að það væri ekki neinum vand- kvæðum bundið að hjálpa konunni að komast heim, en hins vegar litu þeir ekki á það sem neina nauðsyn að hjálpa fjölskyldunni. Þeir töldu sig hafa skyldum að gegna við þann slasaða, ekki aðra.“ „Hrinpið i Reykviska endurtry ggingu! " sagði Visa Hjá Visa Island náðum við sam- bandi við Margréti sem gaf þær upp- lýsingar að Visa-ferðatrygging ætti að fela í sér allt það sem tekið er fram í bæklingnum. „Europe As- sistance á að sjá um að koma þeim slasaða, maka hans og börnum und- ir 17 ára aldri heim til íslands," sagði Margrét, en vildi ekki frekar tjá sig um málið. Sagðist vera hissa á að heyra um þetta fyrst frá Helgarpóst- inum og vísaði á Magnús Jónsson hjá Reykvískri endurtryggingu sem sæi um samninga við Europe As- sistance. „Svena laqað heffwr aldrei gerst ffyrr," segir Reykvísk endurtrygging „Ég hef ekki heyrt orð um þetta fyrr," var svar Magnúsar þegar HP bar undir hann sögu Ingólfs. „Ég skil ekkert i manninum að hafa ekki samband við okkur." Við bentum á að slysið hefði átt sér stað um helgi þegar lokað væri hjá Reykvískri endurtryggingu, og það gæti verið ástæðan fyrir að ekki hafi verið haft samband við þá. Að auki hefðu við- brögðin hjá Europe Assistance verið á þann veg að engin ástæða hefði þótt til að treysta á Visa-trygginguna og því hefði SOS-tryggingin verið tekin: „Við höfum flutt heim marga sem hafa veikst eða slasast á ferða- lögum erlendis. Mér er ekki kunn- ugt um annað en að Europe As- sistance framkvæmi það sem um er samið. Annars get ég ekki tjáð mig um þetta mál á nokkurn hátt, ég er fyrst að heyra af þessu núna. Við höfum greitt mörgum útlagðan kostnað við heimferðir og það hefur aldrei neitt þessu líkt gerst fyrr. Ég get auðvitað ekkert svarað fyrir þjónustu Europe Assistance á þess- ari stundu, ég verð fyrst að kynna mér málið frá þeim. Mér finnst ein- kennilegt að þessi maður skuli ekki ræða þessi mál fyrr en hálfum mán- uði eftir slysið og þá á þessum nót- um. Það hefði verið nægilegt fyrir þau að kaupa sér farseðla út á Visa og koma með reikninginn til mín og ræða málin. Við hefðum endurgreitt þeim Það er alveg ljóst að þau hefðu fengið það endurgreitt. Við höfum samninga við ákveðna aðila erlend- is, þar á meðal við Europe As- sistance, og það kemur greinilega fram í þeim skilmálum að um er að ræða korthafa, maka og börn undir 17 ára aldri. Það virðist sem einhver starfsmaður þeirra hafi gert mistök þarna. Það gerast oft mistök, það vitum við öll, en það er yfirleitt hægt að laga þau. Þau mál sem ég hef haft vitneskju um hafa leyst mjög farsællega og þetta mál er al- veg örugglega undantekning. Mað- urinn hefði getað komið til okkar með reikningana í stað þess að fara til þín. Europe Assistance hefði átt að hafa samband við okkur, þeir eiga að gera það, annaðhvort hringja í okkur eða senda telex, og það má vel vera að það hafi spilað inn í að þetta gerist um helgi. Það hefði verið fararstjóranum í lófa lag- ið að hringja til okkar. Simanúmerið okkar er á kortinu." Þetta var um helgi. Er ekki lokað hjá Reykvískri endurtryggingu þá? „Jú, að vísu. En Europe Assistance er þjónustufyrirtæki fyrir okkur en það erum við sem höndlum öll tjón og þeir eiga aö hafa samráð við okk- ur þegar slys hendir. Það var ekki gert í þessu tilviki. Hins vegar þætti mér vænt um að þessi maður hefði samband við okkur hérna svo við getum fengið að vita hvað gerðist þarna. Eitthvað fór úrskeiðis, það er alveg ljóst vegna þess að Visa-trygg- ingin bætir það sem tekið er fram. Það á auðvitað að gefa okkur tæki- færi til að kynna okkur hvað gerð- ist. Staðreyndin er sú að korthafi, maki hans og börn undir 17 ára aldri eru tryggð fyrir öllum nauðsynleg- um kostnaði sem hlýst afþessu slysi. í þessu tilviki þurftu þau að komast heim vegna þess að ferðalagið var ónýtt, konan þarf að fara heim í sjúkrabörum og við hefðum að sjálf- sögðu leyst það mál. Ég vil hins veg- ar ekki svara fyrir hönd Europe As- sistance fyrr en ég hef haft samband við þá.“ Europe Assistance svarar f yrir sig Um það leyti sem HP fór í prentun hringdi Magnús Jónsson hjá Reyk- vískri endurtryggingu. Hann sagðist hafa haft samband við Europe As- sistance og hefðu þeir gefið eftirfar- andi skýringu: „Þeir segjast hafa fengið símhringingu um þetta slys kl. 16 á föstudeginum og komið kon- unni fyrir í sjúkrahúsi þar sem hún hafi fengið aðhlynningu. Síðan höfðu þeir samband við sjúkrahúsið kl. 18 og fengu staðfest að sjúklingur þyrfti að komast í aðgerð. Síðar um kvöldið útveguðu þeir fjölskyldunni hótelherbergi rétt hjá sjúkrahúsinu. Þaðan var hringt vegna þess að hótelið tók ekki Visa og Europe As- sistance sagðist tryggja að hótelið yrði greitt. Því vildi starfsmaður hótelsins ekki una og vildi fá pen- inga fyrirfram. Þeir töluðu þá við Ingólf og segja mér að þær samræð- ur hafi verið afar vinsamlegar. Þeim skildist að Ingólfur ætlaði að leggja út fyrir hótelkostnaðinum og fá síð- an endurgreitt þegar heim væri komið, annaðhvort hjá okkur eða Visa. Daginn eftir hringdu þeir í sjúkrahúsið og var tjáð að eiginkon- an óskaði eftir að komast heim til ís- lands og láta gera aðgerðina þar. Þeir segjast þá hafa pantað flugfar fyrir alla fjölskylduna heim ásamt sjúkrabil til að sækja Helgu á sjúkra- húsið, en hafi ekki getað haft upp á Ingólfi til að tilkynna honum það. Næst gerist það að þeim er sagt að fjölskyldan kjósi frekar að nota SOS- trygginguna sína. Þeir hjá Europe Assistance héldu að allt væri í góðu gengi og allir væru sáttir. Að vísu hefur mér ekki borist skrifleg skýrsla, hún kemur ekki fyrr en í fyrramálið, en þetta er það sem ég hef eftir þeim úr símanum fyrir augnabliki síðan. Ég vil ítreka það að við höfum fengið hátt í eitt hundrað mál til meðferðar og það hefur aldrei staðið á því að staðið væri við skilmála trygginganna. Við höfum aldrei fengið eina einustu kvörtun. Ég vona að þetta sé eins- dæmi.“ „Ég mun haffa samband," segir Ingólfur Ingólfur fékk að svara fyrir sig á endanum: „Auðvitað mun ég hafa samband við Visa eða Reykvíska endurtryggingu. Ég er búinn að vera einn með fjögur börn síðan við komum heim og er þar að auki í fullu starfi. Það var aðeins vegna þess að þið voruð ekki með alveg réttar upplýsingar í höndunum og sóttuð svo fast að fá rétta hlið á mál- inu að ég féllst á að ræða við ykkur. Þið hringduð ekki fyrr en undir há- degi í dag svo ég hef ekki haft mik- inn tíma til að ræða við aðra. Hins vegar vil ég benda á tvennt: Upplýs- ingarnar um að þeim kæmi aðeins sjúklingurinn við voru fengnar frá tveimur yfirmönnum hjá Europe Assistance. Ég rengdi auðvitað ekki þau skilaboð. í öðru lagi hefði ég aldrei getað keypt sjálfur farseðla út á Visa og fengið þá síðan endur- greidda vegna þess að það voru skýr fyrirmæli frá báðum neyðar- þjónustunum, Europe Assistance og SOS, að ef ég færi að taka konuna mína út af sjúkrahúsinu upp á eigin spýtur og koma henni heim gætu þeir ekki gengist lengur í ábyrgð fyrir okkur. Eg hlýddi eingöngu þeim fyrirmælum sem ég fékk og tók það tryggingafyrirtæki sem bauð betri og skjótari þjónustu, enda var tekið fram af báðum aðil- um að aðeins annað þeirra gæti annast þetta mál, ég gæti ekki farið fram á bætur hjá báðum, eins og eðlilegt er. Ég er ekki að reyna að skaða Visa, ég vildi bara að sagan mín kæmi rétt fram og fá skilgrein- ingu á því hvað gerðist í raun og veru. Ég fagna því að sjálfsögðu að Reykvísk endurtrygging staðfesti að tryggingin á að ná yfir allt það sem ég taldi og ég vona svo sannarlega að mitt dæmi eigi aldrei eftir að end- urtaka sig.“ Opnunar- tilboð 3. 1000 vatta hörkutól frá Panasonic PANASOIMIC kynnlr nýja áhrifamikla ryksugu í baráttunni við rykið. 1000 vött. Tvískiptur veltihaus. Hólf fyrir fylgihluti í ryksugunni. Inndraganleg snúra. Stiglaus styrkstillir. Rykmælir fyrir poka. Og umfram allt hljóðlát, nett og meðfæranleg. TILBOÐSVERÐ AÐEIIMS KR. 6.980. JAPtSS BRAUTARHOLT 2 KRINGLAN SiMI 27133 HEti ‘URfNN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.