Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 34
DAGf KRÁRMIÐMÆLI Föstudagur 0.40: Carol Burn : og félagar. Ef þetta erekkihressþ ur þá hlýtur aö vera erfitt að ge: skemmtiþætti. Að minnsta kosti Carol Burnett með þeim hressari gamanleiknum. Laugardagur 21.25 Fyrri þáttur ,f tveimur sem gerðir eruítilefni þes rðliðineru 125árfrá því Akureyri fé:.k kaupstaðarréttindi. Sigrún Stefánsdóttir sér um þáttinn sem ber hvorki meira né minna en eftirfarandi nat'n: Bær hins eilifa bláa og borg hinna grænu trjáa. Sið- ari hluti er á dagskrá sunnudaginn 30. klukkan 20.55. Þorgeir Ástvaldsson er áheyrilegur útvarpsmaður sem vert er að vakna með klukkan sjö á morgnana. „Velkomin til Örvastrandar" er bandarísk hrollvekja sem Stöð 2 sýnir á mánudagskvöldið. hvern og einn í manneskjulegu sam- félagi. Laugardagur kl. 14.00: lllugi Jökulsson sér um þátt um listir og menningarmál sem hann nefnir Sinnu. Þetta er örugglega góður þáttur því enginn er svikinn af því að eyða klukkustund með llluga hvort sem það er á miðjum degi eður ei. Föstudagur kl. 00.10: Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig menn í fullu starfi og meira en það treysta sér til að standa næt- urvakt rásar 2. Samt sem áður ætlar Þorsteinn G. Gunnarsson að gera þaö og við mælum með að sem flestir vaki með honum. Eftir að fólk hefur lagt sig frá kl. 6.00-9.00 er ágætt að hlusta á þáttinn Með morgunkaffinu í umsjón Boga Ágústssonar, gamals skólabróður skrifarans. STOD TVO Fimmtudagur kl. 21.30 Dagbók Lyttons eru ágætis af- þreyingarþættir og hafa meira að segja orðið tilefni blaðadeilna. Ólafur M. Jóhannsson fjölmiðlagagnrýn- andi Morgunblaðsins setti á prent um daginn hversu huggulegt bresku blaðamennirnir hafa það á kránum að afloknum vinnudegi. Þessi um- mæli fóru fyrir brjóstið á einhverjum og útkoman varð lesendabréf í Vel- vakanda. I þessum þætti stendur gamall vinur Lyttons fyrir fegurðar- samkeppni til styrktar hjálparstofn- un. Forstöðumaður hjálparstofnun- arinnar kveður vininn hafa stolið hluta af fénu og Lytton fer á stúfana til að kanna réttmæti ásakananna. Kl. 22.20 Ftocky III. Sagan af Rocky Balboa heldur áfram og nú kemst hann að því að það er ekki nándar nærri eins erfitt að vinna heimsmeistaratitilinn og að halda honum. Þriðja myndin um Rocky sýnir þær miklu breyting- ar sem orðið hafa á lífi hans, sem og annarra sögupersóna úr fyrri mynd- um. Ný söguhet- kemurtil sögunn- ar í þessari m d, Clubber Lang, sem Mr. T leik Það þarf vonandi ekki að taka þ: fram að Sylvester Stallone leikur iiocky! Mánudagur 31. ágú st klukkan 21.40 Að vísu er helgin búin þegar kom- ið er fram á mánudag, en þá er víst þrælgóð hrollvekja á dagskrá. Hún heitir „Velkomin til Örvastrandar" og segir frá Jason Henry, flugkappa úr Kóreustríðinu, sem hafði orðið háður eiturlyfjaneyslu þar. Hann býr ásamt systur sinni í húsi við strönd- ina í Kaliforníu og býður þangað unglingsstúlku til næturgistingar. Eftirað hafa plantaðeiturlyfjum ífar- angur hennar tekur hann sig til og býður fyrrverandi fyrirsætu að sitja fyrir á myndum hjá sér. Blessuð stúlkan veit ekki betur en hún endi á forsíðu tímarits, en raunin verður önnur. © Fimmtudagur kl. 20.00: Fimmtudagsleikrit ríkisútvarpsins heitir Myndir og er eftir bandaríska leikritahöfundinn Sam Shepard. Það segir frá tveimur kvikmynda- gerðarmönnum sem sitja á kaffihúsi og eftir samtali þeirra að dæma eru þeir með kvikmynd á prjónunum sem erfiðlega gengur að fullmóta. Leikendur í Myndum eru Sigurður Skúlason, Pálmi Gestsson og Erla B. Skúladóttir en þýðingu verksins annaðist Birgir Sigurðsson. Leik- stjóri er Benedikt Árnason. Föstudagur kl. 22.00: Andvaka í umsjón Pálma Matthí- assonar er á dagskrá ríkisútvarps á föstudagskvöldum. Eins og ein- hvern tíma kom fram hér í útvarps- gagnrýni eru þetta einkar áheyrilegir þættir og mannbætandi að sofna eftir hlustun þáttar sem Andvöku. Pálmi Matthíasson er góður dag- skrárgerðarmaður sem kemur víða við og fjallar um málefni sem snerta Úrslitaleikur bikarkeppni KSl, leikur Fram og Víöis, verður háður á sunnudaginn. í dag- skrártilkynningu tii fjölmiðla er þess getið að leikurinn sé í beinni útsendingu klukkan 16: „Það er ekki rétt," sagði Bjarni Felixson, umsjónarmaður íþróttaþáttarins. „Þegar dag- skráin var gerð stóðu vonir til að hægt yrði að sjónvarpa beint frá leiknum, en þeir sem hlut áttu að máli voru ekki samþykkir því. Leikurinn hefst klukkan 14 en útsendingin klukkan 16, þ.e. eftir að leik lýkur, nema þá að leikur-’ inn verði framlengdur, þá náum við að senda eitthvað út! Sjálf- sagt óttast menn að það dragi úr aðsókn á völlinn ef leikurinn er í beinni útsendingu. Ef annað liðið hefði hins vegar verið að norðan efast ég ekki um að við hefðum fengið heimild til að sýna beint frá úrslitaleiknum, en bæði liðin eru héðan af suðvest- urhorninu og því auðvelt fyrir stuðningsmenn að komast á völlinn. Ég hef sjálfur ekki mikla trú á að sjónvarpið dragi úr mönnum að mæta á völlinn, það er auðvitað veðrið sem spilar mest þar inn í. — Ég held að Fram vinni þennan leik. Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni er á FM 96,5. Á föstudag- inn kl. 18.03 (nákvæmlega) til klukk- an 19.00 sjá Margrét Blöndal og Kristján Sigurjónsson um þáttinn og þá má jafnvel búast við eins og einu lagi með Peter og Gordon, þó ekki sé beðið um meira! Á laugar- daginn á sama tíma verður fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar á Norðurlandi. 'BYL GJANl Endilega gleymið ekki að kveikja á Ásgeiri Tómassyni um leið og þið takið fram ryksuguna og bórðklútinn ásamt Mr. Sheen... Ljúf tónlist sem gerir húsverkin unaðsleg. Við mælum með að fólk hlusti á Þorgeir Ástvaldsson frá klukkan 7-9 í fyrramálið, föstudagsmorgun, og ef þið viljið upplifa góðu, gömlu dag- ana sem koma aldrei aftur þá er Jón Þór Hannesson á Stjörnunni klukk- an 10 á laugardagsmorguninn. ÚTV/ 1P Afku ningjaspjalli Kunningi : n einn, utan af landi, kom að rháli við r: fyrir skemmstu og var mik- ið niðri fyrir ann sagðist hafa verið hér í Reykjavík í v og hefði mikið hlakkað til, enda gæfist num ekki oft kostur á að dvelja í höfu -rginni. Hann var, að því er hann sagði , iðinn við að fara í kvik- myndahúsin einu sinni fór hann á vín- veitingastað agðist hafa verið hálfhrak- inn þaðan ú ur, að vísu óbeint, en ein- hverjar gálr art komnar af barnsaldri, hefðu stöðu erið að gjóa til hans auga og flissa — l: n hefði að lokum skilist að það væri af tð hann var ekki klæddur eins og ham i að vera klæddur, eins og það hafi eii ið komið þeim við, sagði hann. Hann it síðan áfram og sagðist hafa mikið r. t að hlusta á útvarpsstöðv- arnar í Reyl vík, hann hefði nefnilega frétt að þett; æri allt annað líf að hafa svona marga. útvarpsstöðvar. Ég humm- aði og sagðist kki geta svarið fyrir það — að það væri annað líf. Kunningi minn, orð- inn andstuttur eins og hann verður gjarna þegar hann ræðir mikilvæg mál, brást ókvæða við og fullyrti að vissulega væri þetta annað iíf, svona tónlistarstöðvar, sagði hann, koma manni í gott skap — mig langar að dansa og syngja með. Jæja, sagði ég og iét mér fátt um finnast, langar þig til þess. Já, sagði hann og hugsaði sig svo um í stutta stund. Fær fólk, sagði hann var- færnislega, fær fólk kaup fyrir að taia og spila músík í útvarpið. Ég sagðist halda það. Mikið kaup, spurði hann þá. Ég sagðist halda að það fengi gott kaup, þetta væri vinsælt. Vinsælt, já — vinsælt, át hann upp eftir mér. Mjólk, er hún ekki líka vinsæl spurði hann svo og hallaði eins og undir flatt. Ég játti því þó ég skildi ekki alveg samhengið. Og fiskur bætti kunningi minn svo við og var farinn að brosa undirfurðu- lega. Ég sagðist halda það. Jæja, sagði þá kunningi minn utan af landi, rétti mér höndina og kvaddi og gekk hnarreistur á brott. Ég horfði á eftir honum — brúnn gamall flauelsjakki, útvíðar terlínbuxur og hælaháir skór. Skyndilega snerist hann á hæli og gekk til mín aftur, greip í jakkaerm- ina mína, kom alveg upp að mér og sagði: A mánudaginn verð ég með erindi í út- varpið — ég ætla að tala um útvarpsstöðina sem ómar í hausnum á mér og hann benti með ekta franskri hreyfingu á illa klipptan iubbann. Og ég ætla líka að segja frá því hvernig ég komst yfir reykvíska útvarps- menningu á einni viku og fékk nóg svo nú þarf ég ekki að koma aftur. Maður getur nefnilega ekki verið alltaf syngjandi og dansandi. Áður en ég vissi af hafði kunn- ingi minn smellt blautum kossi á kinn mér, blessað mig og mína og ég sá hvar hann hvarf fyrir næsta horn, sæll með að hafa afgreitt útvarpsævintýrið mikla á bara einni viku af ævi sinni. SJÖNVARP eftir Jónínu Leósdóttur Frábœr þáttur — hrœdileg þýöing Fyrir fólk með Bretlandssýki á hæsta stigi eru framhaldsþættirnir um Haruey Moon á Stöö 2 hiklaust langbesta sjón- varpsefni, sem íslendingum hefur lengi verið boðið upp á. Hreint sælgæti! Á mínu heimili liggur við að hvorki sé svarað dyra- bjöllu né síma á meðan Harvey og fjöl- skylda eru á skjánum. Persónurnar eru óborganlegar og leikurinn frábær. Það er bara verst hvað mínúturnar eru fljótar að líða í samneyti við þessa frábæru Lundúna- búa. Þetta eru svokallaðir „cockneys", sem er uppnefni á lágstéttarfólki í austurhluta London, en ég sá „the cockney woman" þýtt sem „málhalta konan" í myndinni A room with a uiew í Regnboganum. En það kannski önnur saga. Þýðingin á þáttunum um Harvey Moon er hins vegar til umræðu hér og hún er vægast sagt langt frá því að vera í takt við gæði myndaflokksins. Hér eru örfá dæmi um þýðingar úr umræddum þáttum, sem ég hef punktað hjá mér. (Þegar ég er algjör- lega að tapa mér hleyp ég til og skrifa hjá mér villurnar jafnóðum. Ætli það sé til lækning við þessu?) garage — þýðir „bílaverkstæði", en var þýtt „kofi“ uest — þýðir „nærbolur", en var þýtt „vesti" I didn't come for a punch-up — þýðir „ég kom ekki til að slást", en var þýtt ,,ég kom ekki til að fá mér í glas“ snakes — þýðir „slöngur", en var þýtt „köngulær" go back to your fancy-piece — þýðir „farðu aftir til drósarinnar þinnar", en var þýtt „farðu aftur að skemmta þér“ is it continental? (um kokkteil) — þýðir ,,er uppskriftin frá meginlandinu?", en var þýtt „er hann nokkuð óáfengur?" it is a non-starter — þýðir ,, það kemur ekki til greina", en var þýtt „þetta er ekki góð byrjun" / hope you hauen't started to gamble again — þýðir „ég vona að þú sért ekki byrjaður á fjárhættuspilamennskunni aftur", en var þýtt „ég vona að þú farir ekki í sömu gömlu klíkuna" Síðasta dæmið er kannski verjandi, þó það sé ekki beint hárnákvæmt. En þá verð- ur maður að gefa sér það, að „Lou“ (sem verið var að ávarpa) hafi einungis stundað spilamennskuna með gömium félögum sínum. Sumum finnst það eflaust smámunasemi (ef ekki merki um eitthvað enn verra) að safna þýðingarvillum af þessu tagi. Þær standa jú ekki beinlínis í vegi fyrir heildar- skilningi á viðkomandi sjónvarpsefni með- an þær eru ekki verri en ofangreind dæmi,- Það hlýtur hins vegar að vera metnaður sjónvarpsstöðva (og kvikmyndahúsa!) að láta ekki sjást hjá sér lélegar þýðingar. Eða hvað? Það er alltaf verið að tala um metnað í tengslum við magn innlendrar fram- leiðslu og gæði sjónvarpsefnis yfirleitt, en sú umræða mætti gjarnan ná til þýðing- anna líka. Þær eru jú á skjánum fyrir fram- an okkur alla daga og ættu ekki að skipta minna máli en annað í heildarmyndinni! (SKf0* 34 HELGARF TTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.