Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 35
FRÉTTAPÓSTUR Útvegsbankamálið dregst á langinn Sala ríkisins á Útvegsbankanum hefur mjög vafist fyrir ráðamönnum þjóðarinnar allt frá því 33 aðilar í sjávarút- veginum komu fram með tilboð í bankann i byrjun næstlið- innar viku í kjölfar tilboðs Sambandsmanna. Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra hefur ekki enn gert upp hug sinn hvaða tilboði beri að taka, eða hvort hafna eigi þeim báðum, en sjálfstaeðismenn og framsóknarmenn i rikisstjórn hafa þrýst fast á hann hvorir sínum tilboðsaðilanum til stuðn- ings. í umdeildri skoðanakönnun sem Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra lét gera i vikunni kom meira að segja fram hjá meirihluta miðstjórn- ar að slíta bæri stjórnarsamstarfinu yrði bankinn seldur Sambandinu. Sem stendur er Útvegsbankamálið í rökræð- um lögfræðinga um hvort SÍS sé í reyndinni búið að kaupa bankann samkvæmt túlkun útboðsgagna. íhugar SÍS nú málaferli á hendur rikinu verði ekki gengið að tilboði þeirra um kaup á bankanum, enda telja forráðamenn Sambands- ins sig vera löglega kaupendur bankans. Hugmyndir um sölu á Búnaðarbankanum til að leysa málið eru að mestu úr sögunni. Fréttapunktar • Útvarpsstjóri hefur harmað fréttaflutning Sjónvarpsins af svokölluðu Svefneyjamáli, þar sem maður er sakaður um kynferðisafbrot á börnum, en sjónvarpsfréttir af málinu þóttu fulltilfinningaþrungnar og of sterk orð látin falla í garð ákærða undir nafnleynd. • Samtökin Gamli miðbærinn vilja láta opna göngugötuna í Austurstræti fyrir bilaumferð eftir að verslunartíma lýk- ur. Davið kveðst ætla að skoða málið, enda skilji hann vel af- stöðu verslunarmanna í miðbænum í þessu efni. • Komið hefur í ljós samkvæmt skýrslu Iðntæknistofnun- ar að framleiðni í islenskum fyrirtækjum er mun minni en gerist og gengur í nágrannalöndum okkar. Iðnaðarráð- herra, Friðrik Sophusson, hefur kynnt af þessu tilefni sér- stakt átak rikisstjórnarinnar til að auka framleiðni hér- lendis og lagt til verkefnisins þrjá milljarða. • Nú virðist ljóst að erlent vinnuafl komi til starfa í landinu á næstu mánuðum, enda hörgull á vinnuafli í mörgum helstu atvinnugreinum landsmanna. Framkvæmdastjóri VSÍ, Þórarinn V. Þórarinsson, fullyrðir að erlent vinnuafl komi hingað vegna hárra launa. • Guðmundur J. Guðmundsson sagði í vikunni að Verka- mannasambandið sem hann gegnir formennsku fyrir muni ekki taka þátt i samfloti með ASÍ við gerð næstu kjarasamn- inga. • Mikil mengun hrjáir starfsmenn Álversins í Straumsvik að þeirra eigin sögn og hyggjast þeir ganga út ef ekkert verði að gert til úrbóta í þessu máli. • Albert Guðmundsson alþingismaður er stiginn upp úr veikindum sem hafa hrjáð hann um nokkurra vikna skeið. Hann lét hafa eftir sér í DV i vikunni að hann væri mótfall- inn hverskonar sölu rikisbanka. • Aðilar í kaupmannastétt óttast mjög að skattur á erlend lán muni renna beint út i verðlagið. Skatti þessum ákvað Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra að koma á til að auka tekjur ríkissjóðs. • Félagsmálaráðuneytið hefur sent frá sér upplýsingar þess efnis að allt að 500 milljónum þurfi til aðstoðar þeim íbúðarkaupendum og íbúðarbyggjendum sem verst fóru út úr misgengi launa og lána á öndverðum þessum áratug. • Þá hefur landbúnaðarráðuneytið hvatt bændur til að hefja slátrun hið fyrsta svo forða megi því að mikill hluti lambakjötsins í ár lendi í slakari gæðaflokkunum vegna fitu á dilkum. • Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum nam tap Út- vegsbankans á síðasta ári um 183 milljónum króna. • Athygli vakti á landbúnaðarsýningunni BÚ ’87 að þar var seld smygluð skinka úr Danaríki. Bændablaðið stóð fyrir sölunni til að almenningur fengi borið saman innlenda skinku og hina sem menn leggja á sig að smygla til landsins. • Sigurður Hallmarsson fyrrverandi skólastjóri á Húsavík hefur verið settur fræðslustjóri í Norðurlandskjördæmi eystra, en arftaki Sturlu Kristjánssonar, sem fyrrverandi menntamálaráðherra rak úr embætti, staldraði stutt við á fræðslustjóraskrifstofunni vegna óánægju starfsmanna og fræðsluráðs umdæmisins um meðferð ráðuneytisins á mál- inu. • Guðrún Zoéga verkfræðingur hefur verið ráðin aðstoðar- maður Friðriks Sophussonar iðnaðarráðherra. • Þau Jón L. Arnalds og Kristjana Jónsdóttir hafa verið skipaðir borgardómarar. fþróttir • Valur trónir nú á toppi fyrstu deildar fótboltans með fjög- ur stig umfram næsta lið þegar tvær umferðir eru óleiknar. • Margeir Pétursson, sem nýverið varð Norðurlandameist- ari í skák, sigraði á skákmótinu i Gausdal annað árið í röð með nokkrum yfirburðum. • Reykjavíkurmaraþonið fór fram í fjórða sinn á sunnudag í góðu veðri. Tveir Skotar komu fyrst í mark eftir 42 kiló- metrana. • Eðvarð Þór Eðvarðsson náði besta árangri íslendinga á Evrópumeistaramótinu í sundi sem nú er nýlokið, setti m.a. eitt Norðurlandamet. Wagoeneer LTD 1988 komnir beint frá verksmiðju, ónotaðir, með öllum þeim aukabúnaði sem þeir hugmyndaríku geta látið sig dreyma um að hafa í bíl. Árs ábyrgð. Verð kr. 1680.000 m/ryðvörn og skráningu. Aðalumboðið hf. Tökum hunda í gœslu til lengri eða skemmri dualar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands Arnarstoðum, Hraungeröishreppi 801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030 77EIÐFAXI&7 Tímarit hestamanna í 10 ár í hverjum mánuði kemur Eiðfaxi út stútfuliur af fréttum og fræðslu af öllum sviðum hestamennskunnar. Fylgist meö — gerist áskrifendur IMI Áskriftarsími 91-685316 HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.