Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson Helgi Már Arthursson Ritstjórnarfulltrúar: Egill Helgason Sigmundur Ernir Rúnarsson Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Garðar Sverrisson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Jim Smart Utlit: Jón Óskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Skrifstofustjóri: Garðar Jensson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir Dreifing: Garöar Jensson Guðrún Geirsdóttir Afgreiösla: Bryndís Hilmarsdóttir Sendingar: Ástríður Helga Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru í Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68-15-11 Útgefandi: Goðgá h/f. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Þorsteinn Þótt af skoðanakönnun Helgarpóstsins megi ráða að Sjálfstæðisflokkurinn sé á góðri siglingu er víst að Þorsteinn Pálsson, flokksformaður og forsætisráðherra, hefur ekki átt náðuga daga upp á síðkastið. Ung- irsjálfstæðismenn kvarta undan flokksfor- ystunni og vilja báknið burt líkt og fyrri daginn. Kollegar Þorsteins í stjórnmálun- um skopast að „krossaprófinu", skoðana- könnuninni sem hann lét gera í flokksráð- inu í tilefni af Útvegsbankamálinu. Flokks- bróðir Þorsteins, Ellert B. Schram, spyr hvernig það megi vera að Sjálfstæðis- flokkurinn „væri allt í einu að sporðreisast í krossaprófi í flokksráðinu og alla leið upp í ríkisstjórn vegna þess að nokkrir pen- ingamenn höfðu áhyggjur af því að þeir fengju ekki að eiga Útvegsbankann"? Gamall flokksbróðir, Albert Guðmunds- son, kallar Þorstein „einhvern mesta axar- skaftasmið frá stofnun lýðveldisins" og segir hann þjóna undir „Sameinaða vald- hafa". Jón Baldvin Hannibalsson hefurfar- ið hamförum vegna óheyrilegs umfram- kostnaðar við flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem var eins konar flaggskip Sjálfstæðis- flokksins í kosningabaráttunni. Eins hefur hann ekki legið á gagnrýni sinni vegna aukafjárveitinga sem veittar voru í fjár- málaráðherratíð Þorsteins. Og loks hefur mörgum þótt það bera vott um pólitíska fákænsku hjá Þorsteini Pálssyni að setja líf spánnýrrar ríkisstjórnar í hættu vegna vandræðamáls á borð við Útvegsbanka- söluna. Honum er legið á hálsi fyrir að vera gleymdur forsætisráðherra sem falli al- gjörlega í skuggann af hinum kraftmiklu samráðherrum úr Alþýðuflokknum. Það hefur líka verið hérumbil einróma hald fréttaskýrenda að Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér og þá jafnframt pólitískt líf Þor- steins Pálssonar. Eftir kosningar var það álitið sáluhjálpar- atriði að Þorsteinn yrði forsætisráðherra, með því einu gæti hann varið stöðu sína í Sjálfstæðisflokknum. Af þessum sökum væri það nær útilokað fyrir Þorstein að sprengja ríkisstjórnina vegna þess eins að Sambandið hreppti Útvegsbankann, auk þess sem það hefði náttúrlega verið talið bera vott um óbilgirni og ábyrgðarleysi. Þorsteinn gat heldur aldrei gert sér vonir um þá óskalausn að Jón Sigurðsson léti kr-ingana svokölluðu einfaldlega fá bank- ann. Þorsteinn eigi því allt undir því að Jón taki ekki tilboði Sambandsins, eins og kannski hefði verið eðlilegast, heldur finni einhverja málamiðlun, sem gæti bjargað Þorsteini úr þeirri sjálfheldu sem hann setti sig í með krossaprófinu. En það er stundum með stjórnmálin eins og veðrið og fótboltann. Atvik eru oft óvænt. Verða fréttaskýrendur kannski að éta ofan í sig alla þá dálksentímetra sem þeir hafa sett saman um vanda Þorsteins Pálssonar? Skoðanakönnun Helgarpósts- ins, sú fyrsta sem er birt um fylgi flokk- anna eftir kosningar, setur vissulega strik í reikninginn. Athafnasemi Jóns Baldvins í fjármálaráðuneytinu virðist ekki hafa auk- ið honum vinsældir, en Þorsteinn, þvert of- an í allar forsendur — hann bætir við sig... BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Athugasemd frá Val Arnþórssyni formanni stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga I Helgarpóstinum frá 20. ágúst síðastliðnum birtist „viðtal" við mig undir fyrirsögninni „Ættarveldin tryllast ef hróflað er við veldi þeirra". Mér brá í brún þegar ég sá þetta því Helgarpósturinn hafði ekki átt við mig neitt blaðaviðtal, sem svo væri hægt að nefna. Hall- Helgarpóstinum er vafalaust annt um mottó Ara fróða, að hafa skuli það sem sannara reynist. Því vil ég gera athugasemd við umfjöllun í síðasta blaði um starfslaun lista- manna, sem Reykjavíkurborg veitti fyrsta sinni 18. ágúst sl. I kynningu blaðsins á starfslaunaþeganum, Sigurði Pálssyni, segir: „Á tvö hundruð ára afmæli Reykjavíkur- borgar 18. ágúst í fyrra var ákveðið að efna til sérstakra starfslauna sem úthlutað yrði reykvískum lista- manni til þriggja ára.“ LAUSN Á SPILAÞRAUT Það er jafneinfalt að leysa svona stöðu eins og að hirða epli af eik. Allt spilið: ♦ 10763 K4 <> 102 + ÁK986 ♦ Á54 + KD P DG872 Á1095 ❖ 652 o 9874 + 105 ♦ G982 + 742 63 <> ÁKDG + DG3 Þegar sagnhafi spilar 4. tíglinum áttu aðeins eitt svar. Að spila eins og byrjandinn: Þú leyfir Hrólfi að losna við hjartakóng, með því að trompa af kröftum. Með ás! Síðan spilar þú laufi. Framhaldið er létt. Vörnin fær 4 slagi á tromp núna! 10 HELGARPÓSTÚRINN dór Halldórsson, ritstjóri, hafði hins vegar hringt í mig og sagt mér að hann væri að gera úttekt á „Útvegs- bankamálinu" svonefnda og lang- aði til að fá að heyra í mér um viss atriði. í tóntegund og með orðavali, sem gjarnan er notað í spjalli tveggja kunningja, sagði ég honum Mikið var um dýrðir 18. ágúst 1986, en þessi óður til listarinnar var þó ekki sunginn þann sólskins- dag. Blaðamanni Póstsins er þó vorkunn að hafa skotist þarna, því vel mátti misskilja borgarstjóra á þennan veg er hann afhenti starfs- Iaunin. Hið rétta er að starfslaunin voru ákveðin í byrjun þessa árs og komu í kjölfar tillögu frá stjórnarandstöð- unni í borgarstjórn um að fjölga starfslaunum til listamanna. Þrír listamenn skyldu hljóta árslaun frá og með árinu 1987 í stað eins, sem tíðkast hefur frá 1980. Meirihlutinn lagði þessa tillögu í salt í tvo mánuði en kynnti þá sína eigin, sem hljóð- aði upp á 9 ára launapakka, sem tengjast skyldi afmælinu og deilast niður á 3 listamenn. Auðvitað fögnuðum við fulltrúar minnihlutans undirtektunum við að setja aukið fé í starfslaun lista- manna, þótt okkur þætti galli á gjöf Njarðar að einungis var hér hugsað um afmarkaðan tíma, tengdan 200 ára afmælinu. Okkur þótti líka rétt að fleiri gætu notið, og lögðum til að 5 listamenn fengju tveggja ára laun á umræddu tímabili. Sú tillaga var felld. Þannig var semsagt aðdragand- inn að þeim starfslaunum sem veitt voru á afmælinu um daginn og er nú vonandi kröfum Ara fróða um sagnaritun betur fullnægt. Það verður svo verkefni borgarfulltrúa að þrem árum liðnum að sjá til þess að áhuginn á listsköpun dofni ekki með minningunni um hið glæsta afmælisár. Með þökk fyrir birtinguna, Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðuban dalagsins. frá „ættarveldakenningunni", sem menn höfðu helst uppi um þær mundir sem skýringu á ótrúlega heiftúðugum viðbrögðum ýmissa aðila við kaupum Samvinnuhreyf- ingarinnar á meirihluta hlutabréfa í Útvegsbanka íslands hf. Ég læt þá kenningu nú liggja á milli hluta og sé ef til vill í dag aðra skýringu á þessum ótrúlegu og yfirdrifnu við- brögðum. En meginatriði þessarar stuttu athugasemdar er það, að ég tem mér ekki að hnjóða í fólk eða fyrirtæki á opinberum vettvangi og harma að birt sé blaðaviðtal við mig, sem ekki hefur átt sér stað sem slíkt. Ef ég ætti að skrifa um „ættar- veldin“ í Reykjavík mætti eflaust finna þeim sitthvað til foráttu, því fátt eða ekkert í mannlegri tilveru er hafið yfir gagnrýni, en þá mætti vafalaust líka skrifa um prýðilegt fyrirmyndarfólk, sem á og rekur ýmis ágæt fyrirtæki af forsjálni og dugnaði og skapað hefur sér pólitísk ítök. Ég ber alltaf virðingu fyrir dug- andi fólki, hvar sem það fer, og jafn- vel þótt það hafi aðrar skoðanir en ég. En á sama hátt ætlast ég til að allur dugnaður í Samvinnuhreyfing- unni sé viðurkenndur og að hreyf- ingin hafi sama svigrúm sem aðrir þjóðfélagsþegnar til þess að gera það sem hún telur skynsamlegt og eðlilegt í viðskiptum og atvinnu- rekstri innan ramma laga og eðli- legrar réttlætiskenndar. I framhaldi af ofangreindri at- hugasemd vil ég taka það fram að hún er sannarlega ekki ádeila á Halldór Halldórsson, ritstjóra, held- ur er mér fullkomlega ljóst að mis- skilningur hefur verið milli okkar Halldórs um það hvort um viðtal var að ræða eða almennt spjall tveggja kunningja um tiltekið málefni. Við Halldór Halldórsson höfum verið ágætir kunningjar allt frá Akureyrarárum hans og ég ber hlýj- an hug til hans. Við höfum oft spjall- að saman og hann jafnan reynst mér traustur og heiðarlegur í með- ferð á öllu því sem okkur hefur farið á milli. Með þökk fyrir birtinguna, Valur Arnþórsson. herra, Jón Sigurdsson, stendur orðið uppi sem einn sárafárra ráð- herra í ríkisstjórninni sem ekki hafa ráðið sér aðstoðarmann. Jón er þekkt hamhleypa til verka og því hafa menn velt því fyrir sér hvort hann þurfi kannski ekki aðstoðar- mann. Svo mun þó ekki vera. Jón kvað enn vera að velta fyrir sér að- stoðarmanninum og er einna helst nefndur til sögunnar Birgir Árna- son. Birgir er reyndar líka nefndur til sögunnar sem eftirmaður Bolla Þórs Bollasonar í embætti aðstoð- arforstjóra Þjóðhagsstofnunar, en þar er Birgir hagfræðingur. Það hef- ur áður komið fram að Birgir er frændi Jóns Sigurðssonar. . . u msóknarfrestur um stöðu hæstaréttardómara rennur út á morgun. Eftir helgi, þann fyrsta september, mun Halldór Þor- björnsson hætta störfum, svo Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra verður að hafa hraðan á við að skipa í embættið. Sú staðreynd að dómsmálaráðherra er nú ekki í Framsókn gerir þessa stöðuveitingu dálítið annarlega. Hingað til hafa framsóknarlögfræðingar verið dug- legir að sækja um, en eitthvað mun vera minna um þá meðal umsækj- enda nú. Hins vegar hefur heyrst að lögmenn tengdir Alþýðuflokknum þyrpist nú með umsóknir sínar í ráðuneytið. Meðal þeirra sem orð- aðir hafa verið við umsóknir um hæstaréttardómarastöðuna eru Jón Finnsson lögmaður Sambands- ins. Jón er sonur Finns Jónssonar krataforingja. Hann er einnig bróðr Birgis Finnssonar fyrrverandi krataþingmanns að vestan. Þá hefur heyrst að Hrafn Bragason borgar- dómari ætli sér að sækja um stöð- una. Hrafn sótti í vor um stöðu yfir- borgardómara, en fékk ekki. Nú hef- ur Hrafn kannski betri stöðu þar sem hann er sonur Braga Sigur- jónssonar fyrrverandi krataþing- manns að norðan. Þá er einn krat- inn enn ónefndur, Jón Þorsteins- son, hæstaréttarlögmaður og fyrr- verandi þingmaður krata. Jón varð nú síðast frægur fyrir Útvegsbanka- skýrslu sína. Þá hefur einn enn ver- ið nefndur til starfans, en það er Gunnlaugur Briem yfirsakadóm- ari í Reykjavík. Gunnlaugur er ekki krati, en hins vegar er hann saka- dómari eins og Halldór Þorbjörns- son var áður en hann fór í Hæsta- rétt. Þegar Halldór víkur úr réttin- um hverfur á braut síðasti hæsta- réttardómarinn sem hefur reynlsu af sakamálum í öðrum dómstigum. Með því að ráða Gunnlaug yrði stoppað upp í það gat.. . M“' að verður mikið fjör í Heita pottinum um helgina því á sunnu- dagskvöld blæs Halldór Pálsson þar með Árna Scheving, Krisjtáni Magnússyni, Tomasi R. Einars- syni og Birgi Baldurssyni. Þetta verða trúlega hörkutónleikar. Hall- dór hefur um langt árabil búið í Sví- þjóð þar sem hann hefur leikið með ólíkustu hljomsveitum, m.a. blés hann alt-saxófónsóló með Abba á skífu. Halldór var í hópi betri blás- ara íslenskra og verður gaman að heyra hvaða áhrif Svíþjóðardvölin hefur haft á leik hans . . . eru með alvinsælasta efni fjölmiðla og haft fyrir satt að íslendingar séu óðir í þvíumlíkt. Að minnsta kosti er yfirdrifið af spurningakeppnum í fjölmiðlunum, bæði þeim prentuðu og þeim sem eru kenndir við ljós- vakann. Undir lok septembermán- aðar hefst á Stöð tvö spurninga- þáttur sem við spáum vinsældum. Hann hefur hlotið nafnið Ans-ans og verða þátttakendur úr röðum blaða- og fréttamanna. Það verða sumsé fjölmiðlarnir sjálfir sem keppa innbyrðis með útsláttarfyrir- komulagi og mæta tveir starfsmenn frá hverjum fjölmiðli. Stjórnendur þáttanna verða Óskar Magnússon, lögfræðingur og fyrrum fréttastjóri DV, og Agnes Johansen, sjón- varpskona. Sagt er að verðlaunin verði vegleg. . . |k| ■ ú mun vera afráðið að Stefán Jökulsson komi út úr guf- unni og setjist í morgunstól Bylgj- unnar milli klukkan sjö og níu ... Starfslaun Reykjavíkurborgar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.