Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 23
„Island normalt“ Matthew James Driscoll í Hafnargalleríi LISTVIÐBURÐIR Árbæjarsafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10—18. M.a. eru í safninu sýn- ing á gömlum slökkviliðsbílum, sýn- ing á Reykjavíkurlíkönum og sýning á fornleifauppgreftri í Reykjavík. Tónleikar í kirkju safnsins sunnudag kl. 15.00. Ásgrímssafn, Bergstaða- stræti 74 Opið alla daga nema laugardaga frá 13.30 — 16.00. Yfir stendur sumar- sýning á úrvali verka Ásgríms Jóns- sonar. Ásmundarsafn Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar, opið daglega frá 10—16. FÍM-salurinn v/Garðastræti: Birna Kristjánsdóttir með sýningu sem heitir Litir og fletir og stendur til 30. ágúst. Sýningin er opin frá 14—19 daglega. Gallerí Gangskör Frjálst upphengi meðlima gallerís- ins. Opið frá 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Gallerí Grjót Samsýning aðstandenda. Málverk, grafík, skúlptúr, silfur o.fl. Gallerí Svart á hvítu Yfir stendur málverkasýning Sveins Björnssonar sem lýkur um mánaða- mótin. Gallerí Langbrók Textíll Vefnaður, tauþrykk, myndir, fatnað- ur o.fl. á Bókhlöðustíg 2. Gallerí Vesturgata 17 Sumarsýning Listmálarafélagsins. Margir af okkar fremstu málurum með sölusýningu á verkum sínum. Opið virka daga frá 9—17. Hafnargallerí Matthew James Driscoll sýnir Ijós- myndir hvaðanæva úr heiminum til 9. september. Kjarvalsstaðir: Margrét Elíasdóttir með sýningu í vestursal en árviss Kjarvalssýning stendur enn í öðrum sölum. Krákan Unnur Svavarsdóttir sýnir akrýl- og pastelmyndir. Listasafn ASÍ Samsýning fjögurra Dagsbrúnarfé- laga á vegum saf nsins og Dagsbrún- ar, opnuð 29. ágúst og stendur til 13. sept. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16.00. Höggmynda- garðurinn er opinn daglega frá kl. 10—17. Listasafn íslands Á sunnudaginn lýkur sýningu á úr- vali íslenskra verka í eigu safnsins. Safnið, sem er til húsa á efstu hæð Þjóðminjasafnsins, er opið 13.30—16.00 daglega. Norræna húsið Frans Widerberg, norskur málari og grafíker, sýnir málverk í kjallara og grafík í anddyri. Sýningin verður opnuð 8. ágúst og stendur út mán- uðinn. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Hallgrímur Helgason og Hjördís Frí- mann opna einkasýningar í safninu 28. ágúst. Safnið er opið 16—20 virka daga en 14—20 um helgar. Sýningunum lýkur 6. sept. KVIKMYNDAHÚSIN Hann œtlar að opna Ijósmynda- sýningu í dag í Hafnargalleríi fyrir ofan bókaverslun Snœbjarnar í Hafnarstrœti 4. Myndirnar eru tekn- ar víðs vegar um heiminn, alls í 10 löndum, en tuttugu þeirra eru frá ís- landi. ,,Það eru víða fallegir staðir í heiminum," segir hann og nefnir að sennilega séu Þingholtin í Reykjavík fegursti staðurinn. Svolítið skemmtileg fullyrðing, komin frá Bandaríkjamanni. Matthew James Driscoll er fæddur í Boston í Bandaríkjunum og lauk námi sem bókmenntafræðingur frá Skotlandi: „Vegna náms mins fékk ég áhuga á evrópskum miðaldabók- menntum og datt í hug að gaman væri að læra íslensku. Hingað til lands kom ég fyrst og fremst til þess og dvaldi hér í þrjú sumur milli þess sem ég var við nám í Skotlandi. Með mér þar í skólanum var íslensk stúlka og fyrir rest giftumst við og komum hingað að námi ioknu, árið 1979. Við bjuggum í þrjú ár á Egils- stöðum en erum nú búsett í Reykja- vík þar sem ég er í kandidatsnámi í íslenskum bókmenntum við Há- skóla íslands." Hann segist ekki hafa byrjað að taka myndir fyrir alvöru fyrr en árið 1978, er hann var í heimsókn í Bandaríkjunum: ,,Vinur minn einn var blaðaljósmyndari þar en fékk leið á starfi sínu. Hann gaf mér myndavélina sína, tuttugu ára gamla Nikon-vél, sem er blýþung vél, og sneri sér sjálfur að tónlist. Eg fór að æfa mig í að taka myndir, bæði af fjölskyldunni og það sem ég kalla ,,kúnstmyndir“. Það eru ein- hver mótíf sem mér finnst spenn- aijdi og áhugaverð. Flestar mynd- irnar eru af landslagi eða húsum, vegna þess að ég er sennilega ekki nógu ákveðinn til að taka myndir af fólki, nema þá vinum minum og fjöl- skyldu! Ég hef ekkert lært að taka myndir, aðeins lesið mér til í blöð- um. Það gafst til dæmis vel að fletta og skoða ljósmyndablöð í Máli og menningu — en ég keypti mér hins vegar aldrei blöð...“ Aðspurður hvers vegna hann tæki svo margar myndir af húsum í Reykjavík svaraði hann: „Ég er hrif- inn af þessum bárujárnsþökum ykk- ar. Það er fallegt hvernig skuggar myndast í bárujárninu." Auk þess að hafa búið um árabil í Skotlandi bjó Matthew með fjöl- skyldu sinni í eitt ár á Spáni og ann- að í Þýskalandi, en þau hafa einnig heimsótt mörg lönd: „Það er til dæmis mjög gaman að mynda á Spáni þar sem allt er nýtt fyrir manni. í mínum augum er ísland „normalt", mér finnst öll önnur lönd vera útlönd." Hann bætir við að bara það að mynda í Þingholtunum sé nægilegt myndefni, þar séu svo falleg gömul hús: „Mér finnst Þing- holtin eiginlega með fallegustu stöðum í heiminum til að mynda," segir hann. Matthew játar það hiklaust að ljós- myndun sé dýrt áhugamál: „Mig hefur lengi langað til að halda sýn- ingu og ákvað loksins að láta verða af því,“ segir hann. „Hins vegar er ekki hægt að neita því að ljósmynd- un er geysilega dýrt áhugamál og það er að minnsta kosti ein ástæða þess að ég ákvað að halda sýning- una. Þetta er sölusýning og ég er að vonast til að fá eitthvað smávegis til baka þótt þessi sýning sé auðvitað fyrst og fremst sett upp til þess að fá viðbrögð." Hann segist ekkert frek- ar taka myndir í sólskini en rigningu „og oft fer ég út seint á kvöldin með myndavélina mína og mynda“ segir hann. Hvort eigendur húsa hafi aldrei hindrað hann í að ljósmynda hús þeirra kveður hann aldrei hafa gerst: „Ef ég sé húsráðendur bið ég um leyfi, annars bara mynda ég.“ Það verður fróðlegt fyrir eigendur gamalla bárujárnshúsa í Reykjavík að sjá sýningu Matthews, því hver veit nema húsið þitt hafi orðið fyrir valinu sem gott myndefni? Sýningin er opin á venjulegum verslunar- tíma, kl. 9-18 virka daga og stendur fram til 9. september. ★★★★ Um midnætti (Round Midnight). Kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhöllinni. B/áa Betty (Betty Blue) Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20 í Bíóborg. Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. í Bíóhöllinni. Herbergi með útsýni (Room with a View). Notalegur sjarmi kl. 7 í Regn- boganum. Neðanjarðarstöðin (Subway). Sýnd kl. 7 og 11 í Stjörnubíói. Herdeildin (Platoon). Nánast óþarfi að dásama hana öllu frekar. Kl. 3, 5.20, 9 og 11.15 í Regnboganum. ★★★ Tveir á toppnum (Lethal Weapon). Með Mel Gibson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni og Bíóborg. Þrír vinir (Three Amigos). Hrein og bein fyndni. Kl. 3, 5 og 7 í Regnbog- anum. Angel Heart Yfirþyrmandi blóðstraumar og galdraviðbjóður í einni mögnuðustu hrollvekju síðari tíma. Sýnd kl. 5,7.30 og 10 í Bíóhöllinni. Óvænt stefnumót (Blind Date). Notalegur húmor í Stjörnubíói kl. 5, 7, 9 og 11 (og líka kl. 3 um helgina). Logandi hræddur (The Living Day- lights). Nýja James Bond-myndin. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhöllinni. Ottó tOtto: Der Film) Endursýnd mynd, full af fyndni og skemmtileg- heitum. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.05 og 11.15 í Regnboganum. Villtir dagar (Something Wild) Bráðskemmtileg mynd sem er í senn spennandi og fyndin. Ærslafull. Sýnd kl. 7, 9 og 11.15 í Regnbogan- um. ★★ Folinn. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 í Laugar- ásbíói. Wisdom. Hasarmynd, unglinga- stjarnan Emilio Estevez farinn að skrifa og leikstýra sjálfur. í Stjörnu- bíói kl. 5 og 9. Sérsveitin (Extreme Prejudice). Plottið spillir fyrir annars ágætri spennumynd. Kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíó- borg. Innbrotsþjófurinn (Burglar). Grín- mynd með Whoopi Goldberg í Bíó- höllinni kl. 7 og 11. Vild'ðú værir hér (Wish you were here). Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboganum. Kvennabúrið. Sýnd kl. 5, 7.20, 9 og 11.15 í Regnboganum. ★ Andaborð Hryllingsmynd kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. O Lögregluskólinn 4 Langþreytt grin- mynd í Bíóhöllinni kl. 5, 7, 9 og 11. NÝJAR Gínan (Mannequin). Gamanmynd í Háskólabíói. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Valhöll. Barna- og fjölskyldumynd í Laugarásbíói. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Under the Volcano. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhúsinu. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond -AKM. KVIKMYNDIR eftir Ólaf Angantýsson Þokkaleg spennumynd Bíóhöllin/Bíóborgin: Lethal Weapon (Tveir á toppnum). ★★/★? Bandarísk. Árgerð 1987. Framleiðendur: Richard Donner, Joel Silver. Leikstjórn: Richard Donner. Handrit: Shane Black. Kvikmyndun: Stephen Goldblatt. Tónlist: Michael Kamen, Eric Clapton. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny Glover, Gary Busey, Mitchell Ryan, Tom Atkins, Darlen Love o.fl. Þessa dagana gefst unnendum góðra spennumynda að berja aug- um í Bíóhöllinni og Bíóborginni einn af betri smellum slíkrar teg- undar er boðist hafa okkur reyk- vískum á liðnu sumri. Þessi nýj- asta afurð Richards Donner (The Omen 1976, Superman '78, Lady- hawk ’84 o.fl.) hefur þrátt fyrir býsna ófrumlega ytri umgjörð flest það til að bera er fullnægir væntingum allra sannra spennu- myndaunnenda: Hún er bráð- skemmtilega skrifuð, full af nátt- svörtum gálgahúmor og í ofaná- lag temmilega sjúkiega fáránleg í lýsingum sínum á jafnt grimmd og óbilgirni höfuðskúrkanna sem og þeim aðferðum er hið margfræga lögreglulið Los Angeles-borgar beitir við að koma þeim fyrir katt- arnef. Sjaldan hefur okkur gefist að líta Ástralann Mel Gibson í viðlíka ham. Hér fer hann á kostum í hlut- verki Martins Rigg, er ku vera í hópi ósérhlífnari lögreglumanna innan morðdeildar LA-lögregl- unnar. Leggur hann sig svo mjög fram í starfi sínu að sálfræðingur stofnunarinnar hefur af honum stórar áhyggjur. . . álitur hann i raun haldinn svo magnaðri sjálfs- morðshyggju að jafnt samstarfs- mönnum hans sem og hinum al- menna borgara stafi stór hætta af. Þennan mann fær hinn gamal- reyndi Roger Murtaugh (Danny Glover) sem vaktfélaga daginn sem hann heldur upp á fimmtug- asta aldursárið og er þeim félög- um ætlað að grafast fyrir um dauða vændiskonu nokkurrar sem látið hefur lífið á nokkuð vofeiflegan hátt nóttina áður. Stúlkan reynist dóttir gamals vin- ar Murtaughs og í ljós kemur að auki að sá er kyrfilega flæktur i net einkar harðsvíraðs og að sama skapi vel skipulagðs eiturlyfja- hrings, sem um árabil hefur stund- að eiturlyfjasmygl með bein sam- bönd í Asíu allt frá þeim tíma er meðlimir smyglhringsins börðust saman í Víetnam. Það að skúrkunum er að sjálf- sögðu um síðir komið fyrir kattar- nef eftir mikið fum og fát, eldglær- ingar miklar og bílaeltingaleiki eins og þeir gerast bestir á hvíta tjaldinu kemur í sjálfu sér engum á óvart. Það sem á hinn bóginn gerir þessa mynd öllu heilsteyptari en margar aðrar svipaðrar teg- undar er einkar vandvirknislega unnið handrit Shanes Black, nokkuð trúverðug persónusköp- un mitt uppi í gegndarlausum fár- ánleik sjálfs plottsins og umfram allt afbragðsgóður leikur Mels Gibson í hlutverki hins hálfbrjál- aða Martins Rigg. Sem sagt: í alla staði prýðisgóð dægrastytting og hin ágætasta skemmtun hverjum þeim er unun hefur af þokkalega vel unnum afurðum amerískrar spennumyndahefðar. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.