Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 16
EFTIR SIGMUND ERNI RÚNARSSON MYND JIM SMART Atli Steinarsson bladamadur i HP-viötali MISKUNNARLA „Hingab til hefég getab slegib öllum vib þegar talib berst ab störfum sem menn hafa tekib sér fyrir hendur á lífsleibinni,“ segir Atli þegar vib erum komnir þar í samræbum okkar sem œskuafrek ber á góma. „Já, þab geta fáirstátab afþvíab hafa grafib upp rámlega tvö hundrub lík.“Mér bregbur, sjálfsagt lesendum líka, „amerísk lík,“ bœtir Atli um betur og les nœsta hrollkenndan undrunarsvip úr augum mínum. Hvernig má þetta vera? „Ég var líkgrafari um tveggja vikna skeið niðri í Fossvogi, eitthvað um átján ára aldur. Þannig var," útskýrir Atli og ekur sér í sætinu heima á Merkjateigi, ,,að 1947 ákváðu Bandaríkjamenn að líkamsleifar allra bandarískra hermanna sem grafnir voru utan föðurlandsins i stríðinu skyldu grafnar upp og fluttar heim til greftrunar í fóst- urmoldunni. Það voru 202 Bandaríkjamenn sem voru jarðsettir hér á hernámsárunum, þar af sex konur, og því nokkur starfi fyrir höndum hérlendis þegar þessi boð voru látin út ganga. Það var ráðinn í þetta íslenskur vinnuflokkur, ásamt bandarískum hermönnum, og fyrir tilvilj- un komst ég og bekkjarbróðir minn úr Versló, Adatsteinn Gudlaugsson, síðar skrifstofustjóri hjá RLR, í hópinn. Þetta var unnið á tvöföldu kaupi, og svo sem ástæða til, því mörgum okkar átti eftir að bjóða við verkinu. HANN KÚGAÐIST ALLAN TÍMANN Ég man að það gekk voðalega illa að ná upp fyrstu kistunni, enda var þetta mestanpart mýri þar sem dátarnir hvíldu. Við vorum ekki komnir nema niður á kistulokin þegar allt flaut í vatni. Þetta fór því allt fram meira og minna í vatni. Menn þoldu misvel að sjá ekki hvar þeir voru að krafla með höndunum — sumir gátu hreinlega ekkert komið nálægt þessu — en þegar böndum var loksins komið undir kisturnar upphófust svo átökin fyrst fyrir alvöru; mýrin gaf ekkert svo auðveldlega eftir. Þegar kisturnar voru komnar upp var farið með þær niður í bragga í Fossvogsfjöru og líkun- um fengin ný klæði og kistur úr sinki í stað ís- lensku kassafjalanna sem hafði verið slegið utan um þau á sínum tíma og voru vitaskuld orðnar grautfúnar. Við Aðalsteinn vorum fengnir þarna niðureftir í einna óskemmtilegasta starfann af öllu þessu tilstandi; að sótthreinsa líkin áður en bandarískir herlæknar og kandídatar þeirra skoðuðu þau. Og líkin voru mjög misvel farin. í þessu verki átti Bandaríkjamaður um fimmtugt að vera okk- ur til hjálpar, en við gáfum honum hreinlega frí á fyrsta degi. Hann gepði-eklíert annað en kúg- ast. Við létum hann brenífaidfkklæðin í staðinn og þóttumst menn aö’TnaiÉiUö slá þessum lífs- reynda manni við í ksrÍíáShnsku" ÞAÐ RASS Atli Steinarsson heimsstyrjaldarinnai áður getur var hann ist, fæddur 1929 og MíG semsé afleiðingum tinn máta. Eins og a þegar þetta gerð- því líka í skottið á heimskreppunni. Hantver Reykvíkingur en rek- ur báðar sínar ættir til Eyjafjarðar; afi hans Stefán var ráðsmaður bjá nafna sínum skóla- meistara á Möðruvöllum, föður Valtýs Morgun- blaðsritstjóra sem síðar átti eftir að koma mjög við sögu Atla. „Við vorum frekar í betri kantinum hvað lífsaf- komu snerti," segir Atli um heimilisaðstæður sínar í uppvextinum, ,,og það réðst vitaskuld mest af því að pabbi hafði alltaf fasta vinnu. Mamma var nýtin og gerði sér mat úr öllu eins og tíðkaðist í gamla daga; það var fastur matseð- ill alla vikuna og hvort heldur var fæði eða klæði mestanpart unnið heima. Mamma bjó jafnvel til sápuna sjálf, svo ég nefni dæmi. Hún gaf sig mik- ið að þeim sem minna máttu sín á þessum árum og þeir voru margir. Það er lífsreynsla að hafa lif- að þessi ár. Mér er til dæmis mjög minnisstætt þegar mamma var að útbúa matarpakka á jólun- um til að senda bágstöddum kynsystrum sín- um.“ Atli var annars baldinn strákur og dregur upp mjög skýra mynd af því: „Það þurfti að rass- skella mig. Ég man eftir því að einu sinni var notaður kústur í verkið og þegar ég strauk yfir afturendann kom svolítið blóð.“ Hann var hverfaskelfir og kveðst hafa tekið þátt í öllu sem vakti upp vott að óttablandinni spennu, þar með töldum löngum leiðöngrum með Viggó frænda Einarssyni, síðar yfirflugvirkja Flugleiða. „Við fórum í ansi langa túra og týndumst. Ég hafði gífurlega mikla athafnaþrá á þessum árum og vildi helst vera alls staðar á sama tíma. Það var ekki fyrr en nokkuð löngu seinna að ég fór að una mér á einum og sama stað.“ ÖSKUR SIGGA ÞINGEYINGS Það rættist samt fljótlega úr stráksa, athafna- þránni var að lokum fullnægt í einni grein íþrótta öðrum fremur — sundi. Atli varð afreks- maður, veit ekki alveg af hverju hann vafdi endi- lega þessa grein fremur en aðra nema ef vera skyldi vegna líkamsburða; stór og stæltur búk- urinn klauf vatnið svo vel. Hápunkturinn var Ólympíuleikarnir 1948 í London, þeir fyrstu sem haldnir voru eftir heimsstríð. Atli lýsir þeirri ferð sem hafi hún gerst í gær — mjúic bassaröddin eins og gælir við minninguna... „Jónas Halldórsson þjálfari hvatti mig manna mest. Ég gleymi því aldrei sem hann sagði einn daginn þegar hann kvaðst þess fullviss að ég ætti framtíð fyrir mér í sundinu: „Nú áttu sjens á að komast í Ólympíuliðið ef þú æfir eins og trítilóður — og athugaðu það,‘‘ sagði hann alvar- legur, ,,að þetta getur verið einasta tækifærið þitt á ævinni til að komast út fyrir landsteinana!" Svona var nú hugsað í þá daga þegar ennþá var langt í að utanlandsferðir yrðu almennar og engan óraði fyrir því sem verða vildi í þeim efn- um. En London maður, ‘48,“ heldur Atli svo áfram: „Það var opinberun fyrir mig að koma fyrsta sinni til útlanda og það á þennan stað á þessum tíma. Þarna var allt í rúst, heilu göturnar, heilu hverfin og borgarhlutarnir. Eymdin og niður- lægingin — og áttu þetta þó að heita sigurvegar- ar — var svo mikil að maður gekk um hljóður fyrstu dagana. Þarna gerðist ýmislegt í okkar hópi. Matur var vitaskuld skammtaður til okkar sem annarra og sum heljarmennin ofan af ís- landi óvön því að bera skarðan hlut frá borði. Siggi Þingeyingur var einu sinni fyrir framan mig í röðinni þar sem við biðum matarskammts- ins. Þegar við komum loks að afgreiðslunni sá- um við að okkur var ekki ætlað annað en væskilsleg svínakótiletta og súpuskvetta. Siggi var fljótur að meta aðstæðurnar, tók sinn skammt og stuggaði annarri kótilettu ofan í súpuskálina svo lítið bar á að hann taldi. Bresku kokkarnir voru hinsvegar vanir svona svindli og gerðu sig líklega til að taka aukaskammtinn af Sigga. Nei, þá hvæsti þetta tveggja metra tröll og öskraði hvernig þetta eiginlega væri; gæti mað- ur aldrei fengið almennilega að éta hérna! Það skipti engum togum að aumingja kokkarnir þustu inn í eldhús, sem var með vængjahurð — og svei mér ef ég hef nokkurn tíma séð eins ótta- slegin augu gægjast fram nokkru seinna til að skoða þetta íslenska skrímsli taka til matar síns.“ VALTÝR OG SKÓGRÆKTARRITGERÐIN Atli Steinarsson útskrifaðist úr Verslunarskól- anum með góða fyrstu einkunn árið 1950. Það var lokaritgerðin í þeim skóla sem réð því lymskulega hvað Atli átti eftir að sérhæfa sig í. Hann var heldur seinn til að ákveða ritgerðar- efni sitt, hugðist í fyrstu skrifa um síldveiðar á síðasta áratug við ísland en þegar hann kom nið- ur á skrifstofur Fiskifélagsins voru allar heimild- ir um efnið á burtu, enda vinsæl hugmynd þá að skrifa um síldina. Honum datt þá til hugar að skrifa um íslenska skógrækt, en á skrifstofum Skógræktarfélagsins var sömu sögu að segja og af kontór Fiskifélagsins; allar heimildir úti. Þá laust Valtý frænda Stefánssyni niður í koll föður Atla, sem var farinn að hafa áhyggjur af seina- ganginum í syninum; Morgunblaðsritstjórinn hlyti að eiga heimildir um skógrækt eins og hvað annað þarft í þessu landi. Þeir feðgar gengu :því á fund Valtýs, sem brást vel við bóninni, en hafði þó einn fyrirvara á láni heimilda: Hann yrði að fá að lesa ritgerð stráksins. Atli Steinarsson vann á Morgunblaðinu næsta aldarfjórðung að þessari ritgerð lokinni, versl- unarskóiagenginn sundgarpur með marglita reynslu að baki, til dæmis við líkgröft. Á EINTALI MEÐ ÓLAFI THORS „Þegar ég byrjaði á Mogganum var hann stað- settur uppi yfir ísafold í Austurstræti og blaða- menn bara fimm. Valtýr og Sigurdur Bjarnason voru ritstjórar, ívar Gumundsson fréttaritstjóri, Gísti J. Astþórsson og Þorsteinn Thorarensen voru í erlendum fréttum, Þorbjörn Guðmunds- son og Sverrir Þórdarson í innlendum fréttum og svo kom ég sem fimmti blaðamaður og var eiginlega látinn í allt sem til féll hverju sinni af því mig bar upp á oddatölu. Blaðamannsævi mín ber þessa líka merki. Ég hef nánast gert allt sem gera þarf á blaði; skrifað erlendar fréttir sem innlendar og reyndar var ég fyrsti íslenski blaðamaðurinn sem helgaði sig þingfréttum fyrir blað sitt. Ég sá um íþróttasíður, lesendasíð- ur, myndasögur og jafnvel kvennasíður og sendi fyrstur manna símamynd heim til Islands," segir Atli og hristir hausinn lítillega. Hann kunni strax svo vel við blaðamennsk- una á Mogga að hann flosnaði upp úr læknis- námi sem hann var aðeins tekinn til við með- fram skrifum hja Valtý frænda. „Ég fann fljót- lega að í blaðamennskunni gat ég svalað gam- alli þörf minni til að vera alls staðar á sama tíma, vera inni í öllu, lifa og hrærast í hringiðu þjóð- málanna. Það sem gerði þetta starf líka heillandi var að maður kynntist svo mörgu fólki, sumu þjóðþekktu, til dæmis Olafi Thors. Ég sat stund- um einn með honum niðri í þingherbergi þegar hann vildi koma einhverju á framfæri við þjóð- ina og nota bene; þetta var á þeim tíma sem að- gangur fjölmiðla var mjög takmarkaður að ráðamönnum þjóðarinnar. Þarna var ég samt 23 ára gamall á eintali við Ólaf. Þetta kitlaði mann — og ég neita því ekki að maður fann mikið til sín á þessum árum." BRENNIVÍNIÐ KÝLT f MENN Alti segir hinsvegar að visst rótleysi hafi fylgt blaðamennsku þessara ára og töluverð óregla verið á mönnum — og svo sem ekki að undra þegar haft er í huga að vín var veitt á hverjum einasta blaðamannafundi, hvort heldur þeir voru haldnir fyrir hádegi eða eftir. Það var alls staðar kýlt í menn brennivín og gjarnan ekkert annað veitt en vín. Atli lýsir þessu á þann veg að mönnum hafi jafnvel alveg verið sama á þessum fundum þó efnið kæmist illa eða ekki til skila, aðalatriðið hafi verið að fylla menn, hafa af þeim gaman. Og Atli datt í það. Brennivínið átti éftir að fara illa með hann. Að vísu segist hann hafa þolað svona fundi mjög vel fyrstu fimmtán árin eða svo, „en ef maður er ekki þeim mun sterkari þegar nálgast fertugsaldurinn — sem er hættu- legasta lífsskeiðið í fleiri en einum skilningi — þá brotnar maður auðveldlega. Ég hef brennt mig illa á brennivíni; ég drakk það illa og alltof lengi og fór eins og ég segi stundum; alltof djúpt í það. Brennivínið varð til þess að ég fór frá Moggan- um, og það hrærði mig mikið. Ég get svo sem skilið að þeir hafi verið orðnir þreyttir á mér eft- ir suma túrana, en það var heldur kaldranalega að verki staðið — og ekkert verið að þakka mér þessi 25 ár sem ég hafði lagt þeim til af lífi mínu“. — Ertu bitur? „Ég var bitur um tíma, en ég er alveg kominn yfir það núna. Ég veit það núna að biturleiki bætir ekkert, hann gerir hlutina bara beiskari og verri. . . Ég var voðalega seinn að skilja minn vitjunar- tíma,“ segir Atli áfram um drykkju sína. „Ég leit- aði mér aðstoðar hjá þeim góðu samtökum AA, en fannst fundir þeirra í fyrstu vera skrítnir og alls ekki fyrir mig. Ég vildi því alltaf leita í sama farið aftur og það er ekki fyrr en núna að ég veit hvað þarf til — óbrigðulan viljastyrk, trú á mann sjálfan og góðu öflin sem eru alltaf skammt und-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.