Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 22
* J : ;f Hofsós ’87 Hallgrímur og Hjördís opna einkasýningar í Nýló Á föstudagskvöldid nk. opnar Hallgrímur Helgason sýningu í Ný- listasafninu v/Vatnsstíg, sem hann nefnir Hofsós '87. Hallgrímur er af- kastamikill málari, hann hefur haldid 10 einkasýningar hér heima og tekið þátt í öðru eins af samsýn- ingum. Auk þess hefur hann haldið eina einkasýningu I Boston I Banda- ríkjunum og tekið þátt í þremur samsýningum vestra. Hann hefur að undanförnu búið íNew York, þar sem hann hefur unnið að list sinni, en verið hér heima í sumar. HP bað hann að gera grein fyrir sýningunni og tildrögum hennar. „Ég sýni olíumálverk á hvítan striga. Ég hef unnið þessar myndir á Hofsósi í sumar þar sem ég var í einskonar einangrun. Það er geysi- legur andi og pródúktífur þar. Ég er að feta mig inn á nýjar brautir þó þetta sé eðlilegt framhald þess sem ég hef verið að gera, en það er auð- vitað stökk að fara frá New York til Hofsóss. Það er samt eiginlega betra að mála á Hofsósi, maður er frjálsari þar, heldur en til dæmis í Reykjavík. Þetta er hæfilega eyðilegur staður. Maður er ekki að fara í neitt lista- mannaumhverfi, heldur er þetta brútal íslenskt sveitaþorp sem ég kann vel við enda hef ég alltaf verið mikill unnandi lágmenningar og nærist mikið á henni. Það ríkir þarna ákveðinn tómleiki, enginn myndlistaráhugi og ekkert sem heit- ir myndlist. Þetta er eiginlega eins og eyðimörk og það gerir mann svo- lítið frjálsan. Myndirnar eru samt ekki undir neinum áhrifum frá staðnum, það eru engin mótíf úr grenndinni eða neitt svoleiðis. Mér hefur reyndar liðið svipað þar og í New Yörk, maður er líka einangrað- ur þar og getur þess vegna helgað sig málverkinu óskiptur. Ég hef lifað á blaðaskrifum með- an ég hef verið úti og eins þegar ég var á Hofsósi. Það er að vísu sultarlíf en samt ágætt — ég hélt reyndar að það væru meiri peningar í málverk- inu en það liggur við að það sé orðið hobbý. En auðvitað er ég fyrst og fremst myndlistarmaður, hitt er bara til að hafa í sig og á. Það eru samt ákveðin tengsl þarna á milli. Ég mála fígúratíft, stundum fer ég yfir í abstrakt en aldrei hreint abstrakt. Það er líka leikur að titlum sem fylgir en ég held samt að ég sé með skiptinguna á þessu á hreinu, ég rugla þessu tvennu ekki saman. Ég er svolítið nervös með þessa sýningu, það hefur enginn séð myndirnar nema maðurinn sem var með kaffið í frystihúsinu á Hofsósi. Hann var að vísu jákvæður en ég vil fá frekari viðbrögð svo að ég renni svolítið blint í sjóinn með sýning- una. Þetta er nokkuð annað en það sem ég hef verið að gera, þó það sé í eðlilegu framhaldi." Hallgrímur er þó ekki einn á ferð i Nýlistasafninu, því önnur einka- sýning verður þar á ferðinni á sama tíma. Sýnandi þar er Hjördís Frí- mann, en þetta er fyrsta einkasýn- ing hennar. Hjördís var við nám í Boston og er hluti myndanna það- an, en einnig eru þær gerðar hér heima, enda hefur hún dvalið hér undangengið ár að námi loknu og unnið að list sinni. Hjördís sýnir málverk og kolateikningar og hefur áður sýnt m.a. á IBM-sýningunni á Kjarvalsstöðum um árið. Sýningarn- ar standa til 6. september og er safn- ið opið frá 16—20 virka daga en 14—20 um helgar. KK. HÖNNUN — húsgögn og inn- réttingar heitir nýtt tímarit sem kemur út í dag. Tímarit þetta er gef- ið út af fagmönnum og er Trausti Valsson arkitekt formaður útgáfu- stjórnar en Kjartan Jónsson innan- hássarkitekt er ritstjóri blaðsins. Áætlað er að tímaritið komi út fjór- um sinnum á ári og að hvert blað hafi sitt þema. í þessu fyrsta blaði er meginumfjöllunarefnið nýjustu straumar í hönnun og tengsl þeirra við forna rót. Blaðið leiðir að því rök að nú eigi sér stað bylting í hönn- un og í blaðinu eru greinar um fag- leg efni, til dæmis um lýsingu, viðtal við listahjónin Koggu og Magnús Kjartansson og ýmislegt fleira fróð- legt er að finna. Þetta blað kemur út í dag í tilefni opnunar á sýningunni „Veröld innan veggja" sem haldin er í Laugardalshöllinni. Tímaritið Hönnun, húsgögn og innréttingar er mjög vandað og er 84 blaðsíður að stærð, litprentað að langstærstum hluta. GALLERI List heitir nýstofnað gallerí sem er til húsa við Skipholt 50c. Þar verða bæði sýningarsalur og verslun og til sölu íslensk list og erlend svo og listmunir. MYNDLIST Eins og þegar litad var í höndunum Litirnir hennar eru eins og þeir væru komnir upp úr litunarvatn- inu, þegar dokkunum var brugðið í það með „Guð hjálpi mér ef garn- ið kemur mislitt upp“. Munurinn er bara sá, að núna á efnið að koma flekkótt úr baði, svo það verði blæbrigðaríkt. En eðli athafnar- innar er sem fyrr. Yfir henni er helgiblær. Áður báru hendur mæðra merki um „litunardaginn" í iangan tíma, en hvað ætli börn mæðra sem mála hugsi um hend- ur þeirra? Vegna sumra trúar- bragða eru lófarnir á konum alltaf litaðir. Slíkt hefur tíðkast enn eink- um á Indlandi. Helgiathöfnin „að lita" er upprunnin þaðan, en hún er þekkt í flestum samfélögum. I kristninni var hún umsamin í þá sterku mynd, að óhreinum líköm- um var difið eins og bandhespum í pott, síðan kom sálin hvítlituð upp og slapp þannig til himna. En líkaminn varð að bíða eftir Dóms- degi. Listin „að lita eins og í gamla daga“ spratt upp í hinum ungu Bandaríkjum, þegar íbúar þeirra fóru að leita að sáluhjálp út fyrir hina guðlegu landsteina sína í stórum stíl. Þá fór að kveða við nýjan „tón“ í hugarfari þeirra, og tónninn varð auðsær í mynd- og ljóðlist. Sum málverk og vefnaður urðu eins og litaður andvari, eins og andvarinn í Ijóðum Al- Mu’tamid, skáldkóngsins í Sevilla á elleftu öld. Þetta varð afar áber- andi í málverkum listakonunnar Agnes Martin. Þau eru eins og ljóðblær færður á striga. Um ásókn ljóða í myndlist og öfugt segir Leonardo frá Vinci heldur önuglyndur: „Ef þú segir að mál- aralistin sé eins og þögul ljóðlist, gæti listmálarinn sagt að ljóðlistin sé blind málaralist." Birna Kristjánsdóttir vakti þess- ar hugleiðingar, með myndum sem hún sýnir um þessar mundir í FÍM-salnum glæsilega við Garða- stræti. Vinnulag hennar er afar öruggt, sniðið og formbyggingin, og sama er að segja um það, hvernig hún notar liti. Þeir eru andlegir án þess að votti fyrir til- gerð. Flestir eru í ætt við fjólublá- an lit, líkir þeim sem íslensk nátt- úra bregður yfir sig á haustin eða þegar húmar. Ef einhver man eftir vinsæla alþýðumálaranum, sem málaði allar myndirnar af Baulu í Borgarfirði — Hjörvar Kr. stóð á myndum hans — þá hefur hann tvö dæmi um það hvernig hægt er að nota íslenskan iitblæ með list- rænum hætti, fagurfræðilegum, hjá Birnu, en á ólistrænan, tilfinn- ingalegan hátt og væminn, hjá Hjörvari. Ástæðan fyrir þessu er eflaust sú að Birna hefur lært að vinsa úr tilfinningum sínum, en Hjörvar hefur eflaust hlotið lita- skyn sitt bara í arf og kappkostað að horfa og reyna að „ná því sem hann sér með berum augurn". Annað, sem er eftirtektarvert við sýningu Birnu, er ekki það sem kallast „blönduð tækni”, held- ur hvernig hún stefnir saman ólík- um efnum, sem eru þó skyld. Á strigann er límd grisja, í samræmi við hitt, að léttum lit er brugðið sem grisju á grunnliti. Þetta mynd- ar samfellu með jafnri áferð. Hvergi er leikið sér að „listrænum hnökrum". Fyrir bragðið verður málverkið flatarmál, það talar með geometrískum orðum. Litur og form eru beygð hvort undir annað. Fyrirbrigðið „blönduð tækni", og annað í þeim dúr, er ættfært til Bandaríkjanna og sprettur eðli- lega í þjóðablöndunni þar. Sjaldan er vert að rekja hreyfingar ein- vörðungu til andans, heldur líka til samfélagsins og hræringanna þar. í blendinni trú endurreisnarinnar kom fram eiginleiki hennar í mál- verkinu með þeim hætti að aðal- persónur málverksins voru látnar vera á því miðju, en smásögur úr lífi þeirra voru í litlum ferhyrndum köflum í kring. Á sama tíma var smásagan að stinga upp kollinum í bókmenntum. Á Gullöld spænskrar málralistar, sem var samfara landafundunum miklu, birtist blandan í þeirri tækni að mál- arar létu vera önnur „málverk" í verkum sínum, komu þeim fyrir í speglum eða opnum gluggum. Sömu söguna var að segja í bók- menntum — aðvífandi sögum er t.d. skotið inn í Don Kíkóta. Og núna eru flest þjóðfélög orðin svo „blönduð" að það einkenni hefur áhrif á listirnar með „bland- aðri tækni". Þannig er allt síendur- tekið í nýrri mynd. Ég get ekki far- ið hér út í málfræði samfélags og lista, samverkun þeirra, hvernig eitt beygir annað eins og regluleg- ar eða óreglulegar sagnir, en mig langar að geta orða J. Derrida í lokin, úr málfræði hans (De Ia grammatologie): „Þegar hægt er að lesa bók í bók, frummynd í frummynd... þá verður eins og maður standi í hyldýpi endalausra endurtekninga." Sjálfum finnst mér eins og mað- ur standi þá í lífinu miðju, síendur- teknu. Með sýningu Birnu Kristjáns- dóttur kemur fram, í fullkominni mynd, nýjasta stefna í málaralist- inni; hin óhlutlæga íhugun, sem hefur tekið við af villidýrunum. En kannski eru stefnurnar sam- fara og hliðstæðar, eins og „fylling og tóm“ er látið fylgjast að í jap- anskri myndlist. Sjálfan grunar mig að svo sé ekki, heldur hitt: að lokinni „blöndu” rís upp hinn sjálf- stæði persónuleiki á ný, einstakl- ingshyggjan, að menn komi upp úr litablöndunni í sínum eigin lit og fari þá hver sína leið — sem er þröng. . . Orðaleppar utan um sýningu Sveins Björnssonar Ég veit ekki hvort málum er orð- ið þannig varið, að nú hafi sannast orð Svavars Guðnasonar: „Það er svo margt í mörgu” ellegar: „Það er allt í öllu,“ eins og Leonardo sagði, eða svo sé komið fyrir mér, að ég hafi orðið fyrir sama hrylli- lega áfallinu sem íslenskir gagn- rýnendur hafa orðið að þola og gerir þá ekki „dagblaðahæfa" og er þess eðlis að þeir koma ekki auga á innihald bókmenntanna eða efni málverkanna fyrir and- skotans orðaleppunum sem eru fyrir í hausnum á þeim, en ég verð að taka upp þráðinn í einu atriði, sem var í því efni sem ég spann um sýningu Birnu Kristjánsdóttur. Ég verð að taka hann upp, af því að ég er í orðaleppalúðaliði gagnrýn- enda, er sem sagt orðaleppalúði. Orðið er langt og nær prýðilega yfir skammsýnt lið. Ég gef það hér með íslenskunni — sem á allt gott skilið af mér — og vona að það komi í næstu orðabók: Orða- leppalúði, -a, -ar K nýyrði notað sem skammaryrði yfir íslenska gagnrýnendur. Þráðurinn, sem ég tek upp úr spuna mínum um Birnu, er sá að líkt og á hinum tvístígandi trúar- tímum guðskristni og endurvak- innar grískrar menningar, þegar aðalpersónurnar voru í málverk- inu miðju en smáatriðin í litlum ferhyrndum köflum allt í kring, lætur Sveinn Björnsson (sem nú sýnir í Gallerí Svörtu á hvítu) oft verða kaflaskil í málverkum sín- um. Hann raðar ekki smáatriðum allt í kringum höfuðatriðið, heldur býr til nokkrar neðanmálssögur og svo líka smásagnamyndir til hliðanna. Eitt atriði hefur hann sí- endurtekið: manninn með fiskinn. Maður sá heldur á fiskinum undir hendinni, eins og hann væri óinn- pökkuð guðsgjöf. Síðan er ofar- lega á mynd annar maður, hann er með geislabaug. Svo kemur eins konar lokað umslag, séð að aftan — hvernig það er brotið í kross. Krossinn er ekki beinlínis sá heil- agi, heldur er hann merki um X- upphæð. Bréfið er því gífurlega innihaldsríkt, sem er mjög sjald- gæft um sendibréf. Þau eru varla meira en „Halló Stína!" og svo ótal krossar (merki um kossa, sem eru óskyld málaralist Sveins. Hann varar sig á því að sýna ekki nein kossamálverk). í lokin er til hliða á málverkum hans tígull, hringur yfir tígli, og svo ókennilegt tákn hrings og tíguls, sem er líkast til kona með sólina inni í sér. Sveinn hefur alltaf horfið tals- vert frá veruleikanum og séð hann í upphöfnu ljósi. Til að mynda er hann með myndir af tvennskonar sýn: Hugsýn og Draumsýn. Og það kynlega og fróðlega er að Draumsýn hans er talsvert ljósari en Hugsýnin. Þetta ber vott ekki aðeins um innræti hans heldur líka um það, hvaðan list hans er sprottin. Hún er fremur draumsýn en afleiðing íhugunar og form- festu. Verk Sveins hafa, eftir því sem hann eldist, orðið ekki kraft- minni heldur draumkenndari og táknrænni. Hér á ég ekki aðeins við tákn hans í myndinni Draum- eftir Guðberg Bergsson sýn. Ég á miklu fremur við myndir þær sem hann málar af hafinu, þar sem hafið sjálft hefur orðið að víkja fyrir tákni sínu: bylgjuhreyf- ingum. I þeim myndum beitir Sveinn spaðanum. Og hafið hans er fráleitt blátt, grænt eða gullið, eins og úthafið. Stundum er það rautt. Og þá er það hans „innra haf“. Málarar litarins, fremur en formsins, hverfa með aldrinum inn í enn meira formleysi en fyrr á ævinni. Og formleysi er hér ekki notað í niðrandi merkingu. Ég reyni að færa það í orð sem verður ekki fært í búning orða, því form- leysi er ekki til, í rauninni, síst ef /um liti er að ræða. Þar sem litur er þar er líka form, því litur er undir- staða formsins. Sveinn er ekki einn um að hverfa með aldrinum inn í úða litanna. Þess sama gætir hjá Kristjáni Davíðssyni. Og myndir Ásgríms urðu í lokin ómur í örfáum litum. Þegar ég skoðaði sýningu Sveins, málara sem er einn af síð- ustu málurum hinna svonefndu „náttúrubarna", þá flaug mér í hug hvort það gæti ekki verið hollt fyrir eldri málara að vera í nánum tengslum við einhvern sem hefur lært fagurfræði, mann sem leið- beinir honum við að sjá sjálfan sig, eftir að hann hefur öðlast fullan þroska og er þar með orðinn á vissan hátt „blindur á sjálfan sig“. Vegna þess að þroskinn er með vissum hætti blinda. Ég held að málara gæti orðið hollt slíkt sam- starf og nauðsynlegt, eins og allt gamalt fólk eða fullþroska ætti að njóta aðstoðar sálfræðings. Fólk ætti ekki að leggja á sig þau ósköp að verða gamalt án aðstoðar ein- hvers andlegs leiðtoga. Og hérna á ég ekki við stjórnmálaleiðtoga. Svo er líka hitt, hinn bóklærði og þenkjandi maður getur alltaf lært af hugsun handanna og hinu mót- aða efni. Og þannig lærir hver af öðrum. í lokin veit ég að orð mín lenda ekki algerlega í safni þeirra óskap- ar orðaleppa sem Sveinn Björns- son hefur heyrt og lesið um verk sín! Þau verða betri, eftir því sem hann hverfur meira úr hinum beina átakaham að skírskotun til.. . skoðana. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.