Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 20
DAGBOKIN HENNAR DULLU Kæra dagbók! Eiginlega ætti ég ad segja ,,My dear daybook", því ég er stödd á rammerlendri grund. Hvorki meira né minna. Við erum búin að vera hérna í London í þrjá daga, pabbi og mamma, ég og Addi bróðir, og svo amma á Einimelnum. Það er annars eitthvað svo asnalegt að kenna ömmu við götuna hennar heima, þegar maður er staddur í Englandi. Ætli hún sé ekki bara „amma á Cumberland" núna, því það er nafn- ið á hótelinu okkar. Það er við aðal- verslunargötuna, sem heitir Oxford Street og er alveg meiriháttar. Ég gæti eytt heilli milljón — bara fyrir hádegi! Ekkert mál. Við fórum að skoða stærstu leik- fangabúð í heimi, aðallega fyrir pabba. Hann og Addi eru á sama stiginu, enda froðufelldu þeir þarna í sameiningu í tvo klukkutíma og eyddu helling af peningum í alls konar dót. En það heyrist ekki svo lítið í þeim, þegar við mamma og amma skáskjótum augunum í áttina að búðarglugga með fötum. Hvað þá ef við kaupum eitthvað! Pabba finnst við eiga nóg af öllu og lætur stundum eins og hann sé að deyja úr gjaldeyrisveiki á lokastigi, eins og ráðherrarnir sem mega ekki heyra á það minnst að launin hjá fólki hækki upp í það sem þeir voru sjálf- ir með í kaup árið sem þeir fermd- ust!!! Ég meina það. Hann vill helst vera á söfnum, pöbbum og veitinga- stöðum frá morgni til kvölds. Já, og skreppa í bíó á milli. Mamma og amma eru hins vegar OKEYPIS Ókeypis upplýsingar um vöru og þjónustu. Það eina sem þú þarft að gera er að lyfta SiiFuómiu, VéljS íuinier tjUiuiínunnar 62 33 88 og spyrja. Hjá starfsfólki Gulu línunnar færð þú vinalega þjónustu og greið svör við spurn- ingum þínum. Einfalt og stórsniðugt- ekki satt! „ÉG ER ÁKVEÐIN I ÞVÍ AÐ NOTA TlMANN VEL I VETUR OG SÆKJA NÁM- SKEIÐ. TIL AÐ AUÐVELDA MÉR VAUÐ HRINGDI EG i GULU LlNUNA OG ÞAR FÉKK ÉG ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM ÉG ÞURFTI, OG NÚ ER MÍNUM TÓMSTUNDUM RÁÐSTAFAÐ. - ÞEIR VITA BÓKSTAFLEGA ALLT MENNIRNIR'' Að heiman og úr vinnu þekkjum við vandamál sem tímafrekt virðist að leyss, éii Guia iínan greiðir úr á augnabliki. Við þurfum að hafa upp á sjónvarpsviðgerðamanni, vélritara eða þýðanda. Ná í iðnaðarmenn, fá upplýsingar um hvar er selt parket, hvar er hægt að kaupa vara- eða aukahluti í bílinn eða leigja smóking. Úr slíkum vandamálum leysir starfsfólk Gulu línunnar. Athugaðu það, þú hringir og færð upplýs - ingarnar strax - og það ókeypis. „ÉG HEF FÁU STARFSFÓLKI Á AÐ SKIPA OG HEF ÞVl HRINGT I GULU LÍNUNA ÞEGAR YFIR FLÝTUR Á SKRIFSTOFUNNI. ÞEIR HAFA Á SKRÁ LAUSAFÓLK („FREE LANCE") TIL ALLRA SKRIFSTOFUSTARFA. ÞETTA HEFUR LEYST MINN VANDA OG SPARAÐ MÉR STÓRFÉ. - POTTÞÉTT ÞJÓNUSTA" - 62-33 88 djöf. . . hressar í búðunum og við ætlum að fara einar á stjá á morgun. Við sáum svo rosalegar útsölur í hliðargötu, sem pabbi neitaði að fara í. Þeir Addi geta þá farið að skoða risaeðlubeinagrindur og múmíur, eða hvað það nú er sem þeir voru að taia u m. Ég hef sko ekki áhuga á svoleiðis. Það er annars ekkert eins og mað- ur sé í útlöndum, því hótelið er fullt af íslendingum. Þeir eru alltaf á barnum, enda segir pabbi að það sé voða ódýrt brennivín hérna. Mér finnst svolítið leiðinlegt hvað fólkið frá Islandi verður áberandi og há- vært. Það getur alveg eyðilagt alla landkynninguna hennar Hófí í fyrra. Eitt er víst: það vita sko allir á hótelinu hvaðan við erum og ég er viss um að sumir útlensku gestirnir eru farnir að kunna textann við Pbpplag í G-dúr, þó þeir viti ekkert hvað orðin þýða. Minn eigin faðir er ekki barnanna bestur. Hann er sjúkur í bjór, maður- inn. . . a.m.k. á daginn. Á kvöldin drekkur hann eitthvað sterkara, af því að þá er hann orðinn svo þreytt- ur á öllum klósettferðunum. Én það er rnakalanst hvaA hann o- fJjÓÍUr áó gleyma. Strax næsta morgun er hann kominn í bjórinn. Fyrir morg- unmat! Þau eru reyndar öll sullandi í víni, þetta fullorðna fólk, alveg frá því á flugvellinum heima. Amma og mamma kláruðu sérríflöskuna úr fríhöfninni strax fyrsta kvöldið og pabbi tæmdi næstum koníakspel- ann. Það var líka sofið til hádegis daginn eftir.. . Við erum á leiðinni út að borða. Bless. Dúlla. FISHER BORGARTÚNI 16 REýkjavik simi 622555 SJÓNVARPSBUDlN . Nú er það SAGA til næsta bæjar Hefur þú heyrt um hagstæðu haustferðirnar okkar. HELGAR- OG VIKUFERÐIR: Glasgow.....3 nætur verð frá kr. 13.673 frá 15. september. London........3 nætur verð frá kr. 16.530 frá 15. september. Lúxemborg...3 nætur verð frá kr. 16.110 frá 15. september. Amsterdam. 2 nætur verð frá kr. 14.700 frá 1. október. Hamborg. 3 nætur verð frá kr. 18.300 frá 1. október. Kaupmannahöfn.3 nætur verð frá kr. 16.595 frá 15. september. ÁTT ÞÚ LEIÐ UM JARÐARKRINGLUNA: Kynntu þér ódýru flugfargjöldin okkartil Evrópu, Ameríku, Asíu og Ástralíu. Lengið sumarið: TÚNIS: Nýr os Mruvfsl sumarlsyflsstaö- ur 28. ágúst. 2 vllcur. Verðfrókr. 35.600. Kína Costa del Sol 2. og 23. september. Eigum enn nokkur sæti laus á hinum vin- sælu gististöðum okkar í Principito Sol og Sunset Beach Club. Val um 2ja eða 3ja vikna ferðir. Heimflug um London í 2ja vikna ferðum. Sumarleyfisferðir í sérflokki. 3 vikur 2. september. Verð frá kr. 31.000. 3 vikur 23. september. Verð frá kr. 28.500. Brottför 18. október. Sannkölluð ævintýraferð. Verð frá kr. 145.000. Lítið inn og leitið upplýsinga. FLORIDA Bjóðum úrval ágætra gististaða. Fyrsta brottför 17. september. Verð frá kr. 35.700. 22 dagar. Verð frá kr. 113.900 Höfuðborgir Austurlanda fjær Brottför 16. október. 24 dagar. FERÐASKRIFSTOFAN TJARNARGATA 10 SÍMI:28633 Allra val 2,0 H,E LCj A þ PÓ S,TU R lþ(N

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.