Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 14
Leikhús Margrét á Kataióníutorgi. Kannski er ég að missa af einhverju á íslandi... lífsins og gledinnar Els Comediants, léttklæddir i skógarlundi. Margrét er þriðja frá vinstri í efri röð. Alé, innanhússýning. Farsi um uppruna mannsins og þróun hans... EFTIR EGIL HELGASON MYNDIR EGILL HELGASON OG FLEIRI Sumarið 1980 þótti með ólíkindum fallegt í Reykjavík. Það var Listahátíð í borginni, ef til vill sú fjörlegasta fyrr og síðar. Hinir framandlegustu straumar léku um höfuð- borgina. Á Lækjartorgi striplaðist berrassaður Japani og vakti hneykslun ráðsettra vegfarenda og úlfúð í blöðum. Er þetta líka list, spurðu grandvarir menn, fullir efa- semda. Þar sem ekki fyrir svo löngu var Breiðfirðinga- búð fluttu allra handa kúnstnerar verk sín undir heiðum himni — skildir, misskildir, torskildir og fráskildir. Allan júnímánuð blésu ylvolgir vindar, og listin — hún átti sér fleiri óvæntar hliðar; þegar ærslafullir suðurlandabúar hertóku Kvosina með lúðrablæstri, stultupríli, dansi og forláta karnevalfígúrum var yfir borginni kátínubragur sem ekki líður fjótt úr minni þeirra sem upplifðu. Ætli flesta rámi ekki líka í umrætt suðurlandafólk, sem vann hugi og hjörtu þennan sólarmánuð sem það staldraði við á íslandi. Það er að minnsta kosti víst að þetta sumar höfðu þeir djúp áhrif á æskufólk sem ól í brjósti sér leikhúsdrauma. Leikhópar á borð við Stúdentaleik- húsið og Svart og sykurlaust eru að einhverju leyti afkvæmi þessa gesta- leiks á Listahátíðinni sumarið 80. Já, Els Comediants komu frá Barce- lona, sprelluðu á götum úti, ærsluð- ust í Laugardalshöll og léku á als oddi í Þjóðleikhúsinu okkar. En það vita kannski ekki margir að íslendingur hefur starfað með þessum eftirminnilega leikhópi í hérumbil sex ár — eða allar götur síðan 1981. Það er vor í Barcelona. Ég hitti Margréti Árnadóttur á útikaffihúsi á Katalóníutorgi í hjarta borgarinnar, á slóðum þar sem anarkistar og kommúnistar bárust á banaspjót fyrir fimmtíu árum, í stað þess að sameinast gegn erkibölvaldinum Frankó. Núorðið er öllu friðsam- legra um að litast í Barcelona, þótt kvöldið áður hafi katalónskir þjóð- ernissinnar slegist við lögreglu fyrir utan þetta sama kaffihús. En það kvað vera árviss viðburður á messu sánkti Georgs, verndardýrlings borgarinnar þar sem Margrét hefur alið manninn síðasta hálfa áratug- inn. LEIKIÐ í ÍSLENDINGANÝLENDU Margrét Árnadóttir segist hafa verið langdvölum frá ættjörðinni síðasta hálfa áratuginn. Hún kemur ekki til íslands nema endrum og eins, segir að það taki því ekki að fara upp á minna en mánuð í einu. Hún kom þó heim til íslands um síð- ustu jól. Magga biður forláts á því hversu stirðmælt hún sé á íslensku, segist hugsa á spænsku þegar hún talar um starf sitt og leikhúsið. Það er kannski ekki nema von. Margrét hefur lítið sem ekkert komið nálægt leikhúsi á Fróni, enda þótt mörg ná- in skyldmenni hennar þar séu mikið leikhúsfólk. Bróðir hennar, Örnólf- ur Árnason, er leikskáld og menn- ingarmálaforkólfur. Systir hennar, Olga Guðrún Árnadóttir, er rithöf- undur og hefur líka skrifað leikrit. Þetta er daginn fyrir kosningar á Islandi, en Barcelona lætur það sig öngvu varða... Margrét segist hafa byrjað leik- listarferil sinn í Kaupmannahöfn fyrir meira en tíu árum, í þeirri blómlegu íslendinganýlendu sem þar var und- ir lok hippatímans svokallaðs. Hún var í þingum við hljómsveit sem hét Kamarorghestar, og síðar stofnaði hún leikhópinn Kröku í félagi við Kaupmannahafnaríslendinga og nokkra innfædda Dani. Þar léku af íslendingum meðal annars þeir Rúnar Guðbrandsson og Árni Pétur Guðjónsson, svo einhverjir séu nefndir. Af Els Comediants segist Margrét fyrst hafa haft nasasjón þegar hún kom unglingur til Barcelona 1972. Þá var hópurinn tiltölulega nýr af nálinni. Aftur hitti hún Comediants þegar Kraka fór í leikferð til Ítalíu 1977. Upp frá því var hún í stöðugu sambandi við leikflokkinn, sem endaði með því að henni var boðið að slást í hópinn. Hún sló til. ,,Ég var orðin þreytt á Skandinavíu og Skandinövum," segir hún. „Þetta var óborganlegt tækifæri til að kom- ast í tæri við aðra tegund af leik- húsi.“ Samt segist hún ekki hafa átt neinn heiður af komu Els Comedi- ants á Listahátíðina 1980. Það var Örnólfur bróðir hennar sem þar vél- aði um. ALHLIÐA KULTURSAMSTEYPA Els Comediants hafa starfað í næstum 16 ár, og vitaskuld hefur hópurinn tekið ýmislegum breyt- ingum á þeim tíma. Nýir meðlimir hafa bæst við, gamlir helst úr lest-. inni. Samt hefur undirstaðan lítið breyst, sjálfur bakhjarlinn. Sú kjöl- festa er enn sem fyrr alþýðuhefðir frá Katalóníu, þjóðsögur, ýmis minni og tákn úr þjóðtrú, fígúrur og siðvenjur sem hafa einkennt al- þýðuskemmtanir frá örófi alda, auk áhrifa frá Commedia dell’arte-leik- húsi þjóða sem byggja norð-vestan- vert Miðjarðarhafið. Síðustu tvö árin hafa Els Comedi- ants verið með tvö leikverk á efnis- skránni. Alé er innandyrasýning, eins konar saga lífsins í spéspegli, farsi um upphaf og viðgang mann- kindarinnar, sem á furðulegan hátt skýtur allt í einu upp úr ómælinu. Djöflarnir er útisýning, þar sem áhorfendum er boðið til helvítis eina kvöldstund. En helvíti er ekki bara tóm kvöl, heldur líka ærsl, prettvísi, leikaraskapur, kynórar — og svo náttúrlega eldur, brenni- steinn, reykur og púðurkerlingar. Og þegar helvíti birtist á jörð er það alls staðar — á götum, torgum, hús- þökum, í skúmaskotum og skemmtigörðum. En Els Comediants eru ekki bara leikflokkur, heldur líka umsvifa- mikil kúltúrsamsteypa. Upp úr leik- ritinu Sol Soleil, sem sýnt var í Þjóð- leikhúsinu, gerði hópurinn all- skrautlega bók, sem hefur verið þýdd á ýmis tungumál og er höfð til sýnis á nútimalistasöfnum um víða veröld. Fyrir rúmu ári gerði hópur- inn kvikmynd, sem hann kallaði Karneval. Sú var sýnd á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum — og kannski einhvern tíma á íslandi, ef guð lofar. Hópurinn var einnig fenginn til að skipuleggja mikla hátíð sem haldin var til að fagna því að Ólympíuleik- arnir 1992 féllu í hlut Barcelona- borgar. Svona má lengi telja. Els Comediants er leikhús, samvinnufé- lag, kommúna, hugmyndabanki, hljómsveit — og margt fleira. Að sögn Margrétar er rekstur hópsins líka orðinn miklu stærri í sniðum en áður var. Hann hefur ný- skeð fest kaup á ögnarstóru sirkus- tjaldi, sem rúmar sjö hundruð manns. Þetta tjald verður sett upp á landareign Els Comediants, Canet de Mar, stóru sveitabýli sem er í senn æfingaaðstaða og fast heimilis- fang leikflokksins. ENGAR PRÍMADONNUR — En hvers vegna allar þessar fjárfestingar? Er hópurinn að verða stofnun, eins og hvert annað Þjóð- leikhús? „Við höfum öll elst og gerum aðr- ar kröfur en hér áður fyrr,“ segir Margrét. „Við lifum í sambýli og í upphafi bjuggu menn mjög þröngt. Nú erum við búin að kaupa þetta risastóra hús, þar sem menn hafa herbergi út af fyrir sig. í staðinn fyrir að elda sjálf höfum við ráðið til okkar kokk. Það tapast óskaplegur tími við að elda mat ofan í tuttugu og fimm manns. Við vorum líka orð- in leið á því að vera með magapínu af ódýru restaurantafæði. Garð- yrkjufólk höfum við líka í vinnu. Þetta er viss grundvallarbreyting að hafa eignast hús og jörð. Til að geta haldið það út að vera á stöðugum ferðalögum er nauðsynlegt að hafa góðan stað til að hvíla sig. Leikhúsið hefur heldur ekki staðið í stað. Nú- orðið höfum við yfir miklu meiri tækni að ráða. Músíkantarnir eru komnir með alls konar heila og spiladósir. Og þótt við byggjum enn á sama hugmyndagrunni hafa kröf- urnar sem við gerum til leikara og tónlistarmanna aukist til muna.“ — Hvernig er þá innra skipulag leikhóps sem lifir í sambýli í Barce- lona, fyrrum höfuðborg anarkism- ans? „Fyrsta krafan er einfaldlega sú að maður sé skapandi, hafi einhverj- ar hugmyndir. Ánnars skiptum við okkur niður í hópa. Einn hópur sér um fjármál. Annar sér um húsið. Sá þriðji um útlit og áferð sýninganna. Svo er einn af leikurunum það sem við köllum „coordinator" og kemst næst því af okkur að vera leikstjóri. Hann gengur auðvitað ekki um og hrópar fyrirskipanir, heldur hefur hann síðasta orðið hvað varðar heildarútlit leiksýninganna.” — Og þú sjálf? „í félagi við skrifstofu hópsins sé ég um bréfaskriftir á ensku. Ég skipulagði líka leikferð til Englands og Irlands. Þess utan er það í mínum verkahring að allir búningar fyrir Djöflasýninguna séu í góðu ástandi, nærbuxur jafnt og hanskar. Þannig eru allir með í öllum þáttum starfs- ins, allur prímadonnuháttur er eitur í beinum Els Comediants. Svona lag- að gerir þessi eilífu ferðalög auðvit- að miklu auðveldari en ella. Enda hefur það sýnt sig að sviðsmenn og tæknifólk í leikhúsum vinnur alveg einstaklega vel með okkur. Það eru allir óðir og uppvægir að læra það af okkur hvernig við undirbúum sýn- ingar.“ — Verðið þið þá ekki vör við að aðrir leikhópar kópíeri ykkur? „Það er mikið af leikhópum sem hafa lært af Els Comediants og vinna í sama anda. Það eru til hópar sem eru hreinar eftirlíkingar og eru að rembast við að vera eins og við. Okkur líkar best við þá leikflokka sem fara aðrar leiðir." HEIMSENDATAL ÓÞARFI — Els Comediants mundi víst 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.