Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 28
SKÁK Skákhátíö í Biel eftir Guðmund Arnlaugsson Skákhefðir eru sífellt að verða til. Þannig sá ég mér til undrunar að skákhátíðin í Biel, sem haldin er á hverju sumri, er orðin tuttugu ára gömul hefð. Biel er borg í Sviss, á stærð við Reykjavík eða tæplega það, en mun eldri, hún er talin vera stofnuð um 1220. Herir Napóleons lögðu borgina undir sig og tilheyrði hún Frakklandi um rúmlega tveggja áratuga skeið, en við Vínarfriðinn 1815 var hún aft- ur sameinuð Bernarfylki í Sviss og hefur verið það síðan. Biei er heil- mikil menningarborg og þar hafa menn reynt að halda góðu sambýli milli nýs og gamals. Skákhátiðin í Biel er fléttuð sam- an úr mörgum skákmótum. í þetta sinn voru þau tólf alls, og þátttak- endur samtals 1110, en þá eru sumir raunar tvítaldir: þeir sem tóku þátt í fleiri mótum en einu. Toppurinn var stórmeistaramót þar sem átta keppendur telfdu tvö- falda umferð. Næst má líklega telja blandað heimsmót þar sem sex alþjóðlegir skákmeistarar kvenna reyndu sig við sex svissneska karlmeistara og tefldi hver tvær skákir við hvern kari- anna. Fjölmennasta mótið í þess- ari fléttu var opið meistaramót með 208 þátttakendum. Þar sigr- aði Gutman frá ísrael. Þarna voru einnig unglingamót og öldunga- mót, skammtímamót (þar sem hvor hefur klukkustundar um- hugsunartíma á alla skákina, hvort sem hún verður löng eða stutt) og hraðskákmót, skákmót blaðamanna og fjöltefli. Á blandaða mótinu kepptu þess- ar konur: Pia Cramling, Barbara Hund, Júdit Polgar, Jana Miles, Lematsjkó og Muresan. Pia varð hlutskörpust kvennanna, náði 7,5 vinningum í 12 skákum. Af and- stæðingunum var Zueger sigur- sælastur, náði 9 vinningum. Svissnesku meistararnir unnu kvenmeistarana með 44 vinning- um gegn 28. Á stórmeistaramót- inu urðu 32 af 56 skákum jafntefli og var þó barist þar af mikilli hörku. Þar urðu úrslit þessi: 1 Boris Gulko 9 5 Hort 7,5 2 Rómanísjín 8,5 6 Húbner 5,5 3 Campora 8 7 Lobron 5 4 Chandler 7,5 8 Polgar 5 Zsusza Polgar sem þarna er síð- ust nefnd er ungversk stúlka sem vakið hefur mikla athygli. Yngri systir hennar Júdit tefldi með kvennaliðinu gegn svissnesku meisturunum. Þær systur eru ald- ar upp í skák, allt heimilislíf þeirra er við skákina miðað, enda er það yfirlýst ætlun föður þeirra að Zsusza verði heimsmeistari í skák — ekki aðeins kvenna heldur kvenna og karla. Þær systur þykja býsna efnilegar, Júdit vann til feg- urðarverðlauna hátíðarinnar: Costa — Júdit Polgar 01 d4 Rf6 03 Rf3 cd4 05 Rb5 d5 07 R5c3 0-0 09 e3 f5 11 h3 Rxf2! 13 Kel Hf2 15 Dd3 Ra6 17 Be4 Bxe4 19 Bxe3 Rc5 21 Dxd4 He8 + og mátar. 02 c4 c5 04Rxd4 e5 06 cd5 Bc5 08 g3 Rg4 10 Bg2 f4! 12 Kxf2 fe3 + 14 Hgl Df8 16 a3 Bf5 18 Dxe4 Bd4! 20 Bxd4 ed4 22 Kdl Df3 + Fyrsta skákin sem ég skoðaði frá mótinu minnti mig á löngu liðna tíð: Hiibner — Hort Aljekínsbyrjun 01 e4 Rf6 02 e5 Rd5 03 d4 d6 04 c4 Rb6 Aljekínsbyrjunin var á sínum tíma einhver byltingarkenndasta nýjung í skákbyrjunum: svartur lætur hrekja riddara sinn um borð- ið og býður hvítum að byggja upp öfluga peðaborg á miðborði. Þá var talið sjálfsagt að tefla eins og Húbner gerir nú. 05 f4 de5 06 fe5 Rc6 07 Be3 En ekki 7 Rf3 vegna Bg4, hvítur verður að gæta þess vel að dýr- mæt peðaborgin riðlist ekki. 07 . . . Bf5 09 Rf3 Bg4 11 a3 Be7 13 Be2 0-0-0 15 Rg3 Bg6 08 Rc3 e6 10 Dd2 Bb4 12 Re4 Dd7 14 0-0-0 Bf5 16 h4 Óvænt atlaga! Svartur hótar máti og riddarann má ekki taka: 17 ab4 Da4 18 Bd3 Rxc4! eða 18 Dc3 Bxb4 19 b3 Da2 20 Hd2 Ba3+. 17 b3 Rc2 18 c5 Dc6 19 Bd3 Rxe3 20 Dxe3 Rd5 21 Df2 Bxd3 22 Hxd3 Da6 23 Hhdl Dxa3+ 24 Db2 Dxb2 + 25 Kxb2 Svartur á ekki aðeins peð yfir heldur stendur hann einnig að öðru leyti betur að vígi í endatafl- inu, því að peð hans eru nær heimabyggð sinni. Þetta nægir honum til vinnings eftir nokkurn þæfing. 25 ... f5 27 h5 g5 29 Hhl Hxg6 31 Hh3 Hg4 33 Kxc3 Kd7 35 Rd2 b5 37 Kdl f4 39 Ke2 h4 41 Re4 Hgl 43 Hh2 Hf8 45 Rf6 Bxf6 47 Hxh4 Hf7 49 Ke5 Hxb4 51 Kxe6 Kc7 53 Kf6 Hd7 55 Ke4 Hc4 26 Re2 h6 28 hg6 Hdg8 30 g3 h5 32 Rc3 Rxc3 34 b4 c6 36 Kc2 Kc7 38 gf4 Hxf4 40 Ke3 Hg4 42 Ha3 Kb8 44 Haa2 Hbl 46 ef6 Hxf6 48 Ke4 Hd7 50 Hd2 a5 52 Ke5 He7+ 54 Ke5 a4 0-1 GÁTAN Býður maður í banka? ■ • 'B>|ueq QjÁ jngAq juuBUi 'jaN :jbas SPILAÞRAUT Það er næstum sjálfgefið að þeg- ar Hrólfur Hjaltason kemur nærri spilastokk spretta fram þrautir. Og venjulega er hann svo vænn að eftirláta andstöðunni vandann: ♦ 10763 O K4 O 102 + ÁK986 ♦ Á54 O DG872 O 652 + 105 Hrólfur í suður opnar á 1-spaða “a la natural", og norður stekkur í fjóra. Hversdagsleg útspil eru ekki við hæfi svo þú velur lauf-10. Hrólfur á slaginn á ás og spilar tígli á gosa. Þá ás og kóngur í tígli og hjarta kastað. Síðan birtist tígul- drottning (dæmigerð íferð). Þú veist af afköstum að félagi átti upphaflega 4 tígla. Meðan þú nagar á þér öxlina og iðrast út- spilsins, þá er þér deginum ljósara að ætlunin er að fleygja hjarta- kóng úr blindum. Svo þú dregur fram tromp-4. Ææ. Hrólfur yfirtrompar og hef- ur skömmu síðar innbyrt 10 slagi. Var þá rétt, eftir allt saman, að leyfa Hrólfi að losna við hjarta- kóng? Lausn á bls. 10. LAUSN Á MYNDGÁTU Dregið hefur verið úr réttum lausnum á verðlaunamyndgátu HP sem birtist á þessum stað í blaðinu fyrir tveimur vikum. Lausnin sem leitað var eftir er íslendingar standa sig vel á svidum íþrótta. Hver meist- arinn á fœtur ödrum. Og vinnings- hafinn að þessu sinni er Adam Lipski, Hringbraut 71 í Keflavík. Hann fær senda bókina Níu lykla eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem Vaka-Helgafell gaf út fyrir síðustu jól. Frestur til að skila inn lausn gát- unnar hér að neðan er venju sam- kvæmt til annars mánudags frá út- komu þessa tölublaðs. Merkið lausnina myndgáta. Verðlaunin eru nú skáldsagan Þjód bjarnarins mikla eftir Jean M. Auel sem Fríða Á. Sigurðardóttir sneri á síðasta ári. Bókin þykir lýsa lífi forfeðra okkar á snilldarlegan máta. Góða skemmtun! 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.