Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 12
EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON MYND JIM SMART TAPAÐAR HÚSEIGNIR í STAÐ SKATTAAFSLÁTTAR :: er kallað skattlaust ár. Á næsta ári tekur staðgreiðslukerfi skatta við. Það eru því síðustu forvöð að nýta sér þennan skattafrádrátt. Því hafa sjálfsagt margir fallið í þá freistni að skrifa með skattaframtali sínu að þeir hafi hætt störfum fyrsta janúar 1987. Þar með verður allt ár- ið 1986 skattlaust upp að fyrr- greindu hámarki. 1987 er skattlaust og síðan tekur staðgreiðslan við. GERT AÐ RAÐUM ENDURSKOÐENDA En í ljósi úrskurðar ríkisskatt- stjóra og ríkisskattanefndar er ljóst að þeir sem ekki hafa dregið saman vinnu sína á þessu ári munu þurfa að greiða tvöfaldan skatt þegar staðgreiðsukerfið verður tekið í gagnið. Annars vegar skatta fyrir tekjur á árinu 1988 og hins vegar þá skatta sem þeir hefðu fengið vegna tekna á árinu 1986. Á sama hátt og þeir sem eru í dag að greiða skatta vegna tekna frá árinu 1986 og 1985. En hver er ástæðan fyrir því að fólk virðist hafa talið sig geta gengið að þessum skattafrádrætti, án þess að leggja niður vinnu. Þegar Helg- arpósturinn leitaði til Gests Stein- þórssonar, skattstjóra í Reykjavík, sagði hann að það hefði kveðið svo rammt að því að þeir sem hefðu at- vinnu af að gera skattaskýrslur fyrir fólk hefðu bent fólki á þessa leið, án þess að tilgreina hvað í henni fælist í raun, að skattstofan hefði sent Margir þeirra sem hafa tilkynnt á skatta- framtölum sínum aö þeir hyggist láta af störfum fyrir aldurs sakir vakna nu upp viö vondan draum Samkvæmt skattaframtölum sem skilað var inn til Skattstofunnar í Reykjavík í febrúar síðastliðnum hafa mun fleiri Reykvíkingar sest í helgan stein á þessu ári en áður. En ef grunur skattyfirvalda reynist á rökum reistur mun annað koma á daginn. Þeir sem skiluðu inn skatta- framtali þar sem tekið var fram að þeir hygðust hætta störfum á þessu ári munu jafnvel lenda í því að þurfa að borga tvöfalda skatta á næsta ári. En hver er ástæðan? FÓLK FÆR AFSLÁTTINN AFTUR í HAUSINN En á sama tíma og æ fleiri nýttu sér þennan möguleika kom babb í bátinn. Sumir þeirra sem sent höfðu skattyfirvöldum skattaframtöl sín með tilkynningu um að þeir ætluðu að hætta störfum fengu þennan af- slátt sinn aftur í hausinn. í bréfi sem ríkisskattstjóri sendi þessu fólki var tekið fram að þar sem það hefði ekki hætt störfum eins og það hefði tilkynnt hefði verið ákveðið að fella þennan skattafrádrátt niður. Við það félli allur skattur af tekjum þeirra síðustu tólf mánuði áður en það hefði sagst ætla að hætta störf- um í gjalddaga. Að auki lagði ríkis- skattstjóri 25% álag ofan á þessa fjárhæð. Af viðbrögðum ríkisskattstjóra má sjá að hann leit á það sem hrein skattsvik ef menn sem á skattafram- tölum sínum sögðust ætla hætta störfum nýttu sér skattaafslátt og héldu síðan áfram að vinna eins og ekkert hefði í skorist. Það er rétt að taka það fram að ríkisskattstjóri túlkaði lögin nokkuð rúmt, þannig að þeir sem hættu aðalstarfi sínu en hættu samt ekki allri vinnu fengu ekki skattafrádráttinn aftur í haus- inn. í ÁR VAR SÍÐASTI MÖGULEIKI TIL AÐ NÝTA SÉR KOSTINN Eins og gefur að skilja kom þetta æði illa við marga. Úrskurður ríkis- skattstjóra var kærður til ríkis- skattanefndar. Nefndin staðfesti úr- skurðinn, en felldi hins vegar niður 25% álagið. Eftir sem áður hefur þetta leitt til þess að sumir þeirra einstaklinga er töldu með þessum hætti fram tii skatts hafa lent í um- talsverðum vandræðum, — jafnvel misst hús sín. Eins og áður sagði fjölgaði skatta- framtölum þar sem tekið var fram 12 HELGARPÓSTURINN þessum aðilum bréf með leiðbein- ingum um þetta atriði. Samkvæmt þessu virðist sem end- urskoðendur hafi í sumum tilfellum egnt þessa gildru fyrir fólk. Það hafi staðið í trú um að þetta væri sjálf- stæður afsláttur er menn gætu gengið að einu sinni á ævinni, en ekki afsláttur bundinn því að fólk hætti störfum fyrir aldurs sakir eins og tekið er fram í lögunum. Það er því óhætt fyrir þá sem töldu fram með þessum hætti í febrúar síðastliðnum, en hafa ekki enn hætt störfum, að hugsa sinn gang. Hógvær álagning í byrjun þessa mánaðar var kannski ekki eins ánægjuleg og hún Ieit út fyrir að vera. SKATTAAFLÁTTUR VEGNA STARFSSLITA Forsaga þessa máls hefst þegar Alþingi samþykkti breytingar á lög- um um tekjuskatt og eignaskatt árið 1984. Þessum breytingum var ætlað að auðvelda fólki að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Vegna þess að skattar af launatekjum hafa hér ver- ið greiddir einu ári eftir að þeirra var aflað hefur það reynst mörgum erfitt að hætta störfum. Lagabreyt- ingarnar frá 1984 fólust í því að launatekjur, sem og lífeyrisgreiðsl- ur, tólf mánuðum áður en skatt- greiðandi hætti störfum fyrir aldurs sakir skyldu undanþegnar skatti að ákveðinni hámarksfjárhæð. Þessi fjárhæð er í dag 1.468.000 krónur, eða se'm samsvarar um 123 þúsund- um króna á mánuði. Skilyrðin fyrir því að nýta sér þennan möguleika eru að viðkom- andi sé að hætta störfum, hafi náð 55 ára aldri eða hafi unnið sér inn til lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóði. Þessi lagabreyting tók gildi um áramótin 1984—1985 og skattar voru fyrst álagðir samkvæmt henni árið 1985, eftir tekjum ársins 1984. Árið 1986 fjölgaði skattaframtölum þar sem tilgreint var að viðkomandi hefði hætt eða hygðist hætta störf- um. Þegar skattaframtöl voru opn- uð í ár kom síðan í ljós að umtalsvert fleiri hugðust hætta störfum fyrir aldurs sakir. að viðkomandi hygðist leggja niður störf mikið í upphafi þessa árs þegar launþegar skiluðu inn skattafram- tölum sínum. Ástæðan mun vera sú að í lögunum er tekið fram að menn geti einungis nýtt sér þennan kost einu sinni á ævinni. Yfirstandandi ár

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.