Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 30
MATKRAKAN Matskeið af kynhormónum „Ofboðslegt hormónarugl er nú á henni þessari," segja karlmenn stundum þegar þeir komast í tæri við æstar konur undir stýri í umferðarhnút. „Svei mér þá! hað er sama hvað ég borða lítið og syndi mikið, ég léttist ekki um gramm. Hormónastríðið ætlar að dragast á langinn," hrýtur frjálslega vaxinni konu af vörum þegar hún stígur niður af baðvigtinni í Sundhöllinni. Það færist mjög í vöxt að gera hormónin að blóraböggii þegar eitthvað fer úrskeiðis í lífinu. Þau komast m.a.s. býsna oft í heims- pressuna núorðið: konur sem ákærðar hafa verið fyrir að hafa barið menn og börn reyna að fá sig sýknaðar á þeirri forsendu að þær hafi ekki verið með sjálfum sér sökum fyrir- tíðaspennu sem einkum stafar af jafnvægis- röskun í framleiðslu kvenkynhormónanna estrogens og progesterons; karlar fremja að tiltölu flesta ofbeldisglæpi, á borð við nauðg- anir og aðrar líkamsárásir, síðla hausts þegar mest er af karlkynshormóninu testosteroni í blóði þeirra; flúorljós á skrifstofum eru jafn- vel sögð hafa áhrif á hormónaframleiðslu lík- amans. Hvers vegna skyldu hormón vera orðin svona vinsælt fjölmiðlaefni? Meginástæðan er líkast til sú að innkirtla- fræði, sú grein sem fæst við þá kirtla sem framleiða hormón, er nú eitt líflegasta sviðið innan læknavísindanna. Hormón voru ekki uppgötvuð fyrr en skömmu eftir síðustu aldamót og fram á 3. áratug aldarinnar vissu vísindamenn nánast ekkert um innkirtla á borð við nýrnahetturnar sem framleiða adrenalínið fræga. í dag hafa sérfræðingar uppgötvað ríflega 100 mismunandi hormón og sífellt eru fleiri að bætast í hópinn. HVAÐ ER HORMÓN? En hvers konar fyrirbæri eru þessar dular- fullu agnir sem skipta sköpum í lífinu? Hormón er stýriefni sem myndast í innkirtl- um, fer út í blóðið og berst með því á áfanga- stað. Þar hafa hormónin áhrif á verkun ein- hvers hvata og geta þannig örvað eða dregið úr hraða tiltekinnar efnabreytingar. Helstu innkirtlar eru skjaldkirtill, heiladingull, hóst- arkirtill, nýrnahettur, briskirtill, heilabotn, eggjastokkar, eistu og heilaköngull sem m.a. er talinn framleiða hormón sem stýrir dæg- ursveiflum. Samtals vega þessir innkirtlar aðeins á milli 110—200 g af mannslíkamanum, og hormónin sjálf eru svo örsmá að t.d. fram- leiða konur aðeins tæplega tvær matskeiðar af kvenhormónunum estrogeni og progest- eroni um ævina, þrátt fyrir það að framtíð mannkyns velti á framleiðsiu þeirra og sam- hæfingu. Karlar framleiða u.þ.b. sama magn af karlhormóninu testosteroni um ævina sem nægir til að útvega þeim skegg og djúpa rödd, gera þá 10% stærri en konur og 17% vöðvastæltari. HORMÓN OG RÚSSÍBANI TILFINNINGANNA Helsta ráðgátan varðandi hormón er sú hvort þau stjórni okkur eða hvort gerðir okk- ar hafi áhrif á þau, nema hvort tveggja sé. Eitt er víst að hormónaáhrif geta gert bæði kyn- in ofsafengnari en eðlilegt má teljast. Rétt fyrir tíðir fremja konur fleiri sjálfsmorð og glæpi en ella. Einn þeirra sérfræðinga sem hafa rannsakað fyrirtíðaspennu (PMS) kvenna er hinn virti breski kvenlæknir Katharina Dalton. í bók sinni Once a Month setur hún fyrirtíðakvilla á borð við yfirmáta skapstyggð og þunglyndi í samband við ójafnvægi í hormónaframleiðslunni með því móti að of lítið progesteron er til staðar til að vega upp á móti auknu magni estrogens, að- alsökudólgs vökvasöfnunar í líkamanum. Af þessum sökum bólgna brjóst og fætur sam- fara úttútnun í sjálfum heilanum sem teygir á nærliggjandi taugavefjum. Þetta ferli kann að vera skýringin á þeirri spennu og tilfinn- ingalega ójafnvægi sem u.þ.b. þriðjungur kvenna upplifir fyrir tíðir. Sérfræðingar eru sammála um að fyrir- tíðakvillar stafi af jafnvægisröskun kven- hormónanna, en til að flækja málið hafa þeir líka fundið út að tilfinningar viðkomandi kvenna geti verið upphafsorsök ójafnvægis- ins. Alag, t.d. af völdum þunglyndis, upp- skurðar eða hjónaskilnaðar, getur ýtt undir fyrirtíðakvilla með því að breyta tilteknum amínósýrum í heilanum, svokölluðum peptíðum, sem hafa svo aftur áhrif á horm- ónin. Orsakasamhengið er jafnvel enn þver- sagnakenndara þar sem kynhormón karla eiga í hlut. Um það mál hafa úti í hinum stóra heimi verið skrifaðar margar lærðar bækur, einkum byggðar á rannsóknum á öpum og síbrotamönnum, sem leitt hafa í ljós forvitni- leg tengsl á milli testosteronsmagns í blóði annars vegar og þrepa í goggunarröð og glæpahneigðar hins vegar. Ef mönnum (eða öpum) svellur of mikið testosteron í æðum geta þeir samtimis komist til æðstu metorða og hneigst til glæpa. Umfangi málsins samkvæmt og sökum til- finnanlegs skorts á íslenskum samanburðar- rannsóknum á t.a.m. axarskaftasmiðan3i al- þingismönnum og taóískum öskuköllum treysti ég mér ekki til að gera því viðhlítandi skil á þessum vettvangi í bili. Þó þori ég að fullyrða að aðgát skuli almennt höfð í nær- veru frenjulegra frammámanna: þeir gætu tekið upp á því að ræna, drepa, nauðga og meiða, ekki síst þegar komið er fram í októ- ber. MIKILVÆGI LÝSIS í HORMÓNALEGU TILLITI Eftir því sem rannsóknum fleygir fram á sviði næringar- og hormónafræði sér maður æ betur mikilvægi aldalangrar mjólkur- og lýsisdrykkju íslensku þjóðarinnar. Og er þar af ærnu að taka. Lýsið hefur mjög verið til umræðu undanfarið sökum fyrirbyggjandi áhrifa þess gegn sjúkdómum eins og vöðva- bólgu og liðagigt. En víkjum nú að mikilvægi þess fyrir framleiðslu kvenkynhormóna. Hormón eru ýmist gerð úr amínósýrum eða eru steroíð eins og t.d. kólesteról. Nú stjórnast tíðahringur kvenna sem vitað er af ákveðnu jafnvægissamspili framangreindra kynhormóna, og fyrirtíðakvillar svokallaðir af of miklu estrogeni en of litlu progesteroni í líkamanum. Kólesteról er síðan mikilvæg- asta mólekúlið í progesteroni og til að breyta kólesteróli í progesteron þarf nægt A- uítamín að vera til staðar. E-vítamín sömu- leiðis. Og nú berast þau ánægjulegu tíðindi frá næringarfræðingum vestanhafs að A- og E-vítamíninntökur hafi getað aflétt stórlega fyrirtíðaspennu fjölda kvenna. Lýsi er ein- mitt mjög ríkt að þessum vítamínum. Því segi ég: Lýsi gegn fyrirtíðakvillum, spennu og brjálæði! En lýsið gerir það ekki endasleppt við kyn- hormónin. Eins og hamrað hefur verið á er það jafnframt mjög D-vítamínríkt. Og D-víta- mín gegnir svo aftur mikilvægu hlutverki í samspili kalks og estrogens með tilliti til beinþynningar sem u.þ.b. fjórða hver kona fær á efri árum, jafnvel miklu fyrr, og getur kostað hana örkuml. Jafnvel lífið. Eg er ekki í minnsta vafa um að íslenskar konur eiga það að miklu leyti lýsis- og mjólk- urþambi sínu að þakka hversu taugastyrkar þær eru og seinþreyttar til vandræða, svo og því að þær halda að tiltölu mun meiri reisn — og lengur — en stöllur þeirra víða annars staðar á Vesturlöndum. Vilji konur því halda reisn og fyrirbyggja „hormónarugl" er lýsið sterkasti bandamað- urinn. Því næst kemur mjólkin, en þar næst karlmaðurinn. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? FLOSI ÓLAFSSON LEiKARI Eg hef ekki afrádid hvaö ég tek mér fyrir hendur um helgina, jafn spennandi og það er nú. Mér er alveg fyrirmunaö aö hugsa svo langt fram í timann. I mínum huga er nœsta helgi íórafjarlœgö. Paö kœmi mér hinsvegar ekkert á óvart aö þessa helgi tœki ég merar mínar og riöi til fjalla. . . STJÖRNUSPÁ HELGINA 28.-30.8. 1987 HRÚTURINN (21 /3—20/4' Á föstudaginn máttu reikna með að samstarfsfólk þitt verði eitthvað erfitt í skapinu og þess vegna þarf að umgangast það með varúð. Einkum skaltu varast að reita yfirboðara þinn til reiði. Laugardagurinn hentar einkar vel til að hitta fólk sem þú þarft að leita aðstoðar hjá. Þú ættir að nota helgina í að dytta að heimilinu því það er aldrei að vita hvað orkan sem þú ert hlaðinn núna endist lengi. Fram til þessa hefurðu haldið aftur af þér og ekki reynt að berjast fyrir þínum málum. Láttu til skarar skríða núna, annars gengur ekkert hjá þér. Einhver þér nákominn er farinn að skipta sér of mikið af þér. Bentu honum á að lifa sinu lífi og láta þig í friði. Aldrei slíku vant neyðistu til að viðurkenna að þér hafi orðið á mistök varðandi góðan vin þinn. Kyngdu stoltinu og biddu fyrirgefningar. TVIBURARNIR (22/5 2D6j Ef þú ætlast til að ákveðnir hlutir varðandi heimilið verði framkvæmdir þessa helgi skaltu búast við smárifrildi þar sem heimilisfólkið er ekki sammála þér. Samt sem áður ertu i góðu jafnvægi og bjart- sýnn á framtíðaráformin. Mundu að þeir sem spá öllu illu varðandi framtíðina eru sjálfir eitthvað óánægðir með lífið og tilveruna. Anaðu ekki að breytingum á högum þínum næstu dagana. Einhverjar breytingar eiga sér stað um þessar mundir varðandi atvinnu þína og þær munu verða þér til góðs. Vertu samt ekkert að smjaðra utan í fólki, þú færð þínu framgengt þótt þú sýnir örlitla frekju í þetta skipti. Þú mátt búast við skemmtilegu laugar- dagskvöldi en ef þú stendur í alvarlegu ástarsam- bandi getur brugðið til beggja vona. Þú ættir þess vegna að tala hreint út um hlutina og gera þér engar gyllivonir. Loksins er kominn sá tími að þú getir lokað á mál sem hrærðu í tilfinningum þínum og farið að takast á við verkefni sem þú hefur lát ið híða af þeim sökum. Bjartsýni og hugrekki einkenna allar gerðir þínar um þessar mundir. Eitthvað sem gerist á næstu vikum verður þess valdandi að þú sérð að þú átt ekki að láta utanaðkomandi áhrif breyta skoðunum þínum. Enzzaas Kringumstæður sem þú hefur engin tök á að breyta verða til þess að þú hugar betur að heimilinu. Þessa dagana ertu svo upptekinn af spennandi áætl- unum að þú lætur tilfinningarnar ekki hafa mikil áhrif á þig. Ástvinir eru undir miklu álagi um þessar mund- ir svo þú skalt ekki láta á þig fá hvað þeir segja eða gera. Þótt þú teljist snillingur í að stjórna eigin tilfinn- ingum virðistu þurfa stuðning núna. Þú mátt búast við stuðningi frá áhrifamiklu fólki en þú verður lika að muna að umgangast það á réttan hátt. Það er rétt að bjóða góðum vinum heim um þessa helgi og styrkja vináttuböndin því þú hefur haft alltof litinn tíma til þess undanfarið. Á sunnu- daginn muntu koma ýmsu í verk sem þú hefur trass- að vegna vinnunnar en gleymdu ekki þeim sem þú ættir að vera löngu húinn að heimsækja. SPORÐDREKINN (23/10-22/11 Óvænt happ fellur þér í skaut þegar einhver sem þú átt inni hjá ákveður að launa þér greiðann. Vinur þinn verður helst til of afskiptasamur og þið gætuð lent í deilum vegna þess. Mikilvægar breytingar eiga sér stað varðandi vini eða nágranna og nú njóta skipulagshæfileikar Sporðdrekans sín til fulls. Mundu að valdabarátta leiðir ekkert gott af sér og ef þú vilt ná markmiði þínu skaltu fara varlega. BOGMAÐURINN (23/11-21/12 Það kemur ýmsum á óvart hversu mikill töggur er í þér þegar þú þarft að berjast fyrir mikilvægum mál- efnum. Þeim skilst núna að þú lætur ekki stjórnast af öðrum. Þótt þig langi til að launa einhverjum lambið gráa skaltu ekki segja meira en þú getur staðið við. Einhverjar breytingar verða á stöðu þinni og ef þú vilt ná árangri verðurðu fyrst og fremst að hafa trú á sjálfum þér. Það er ekki nóg að aðrir hafi það. STEINGEITIN (22/12-21/1 Kröfur sem eru gerðar til þín núna eru of miklar og ætlast til of mikils af þér á skömmum tíma. Leiðin sem þú velur þér vekur athygli og verður þér til fram- dráttar. Rómantikin vaknar að nýju og þú litur lifið i allt öðru Ijósi. Þótt fjármálin hafi eitthvað farið úr böndunum er það nokkuð sem þú getur lagað með því að leggja hart að þér í stuttan tíma. Það er kominn timi til að þú fáir endurgreidda peninga sem þú hefur lánað. VATNSBERINN (22/1-19/2' Láttu ekki þagga niður í þér og segðu þína skoðun afdráttarlaust. Óll vonbrigði og erfiðleikar síðustu mánaða munu hverfa eins og dögg fyrir sólu og þú leggur metnað þinn í aö standa þig vel i ölu. Þú verð- ur þó að huga betur að fjármálunum og gera það sem þú getur til að leysa vandamál varðandi þau. Skrifaðu ekki undir nein skjöl nema að vandlega at- huguðu máli. FISKARNIR (20/2-20/3! Ef þú hefur nægilega mikla t rú á sjálfum þér gerast hlutir sem þig hafði ekki órað fyrir. Einhver hefur vís- vitandi reynt að tefja fyrir mikilvægum breytingum á starfi þínu og það kemur þér i rauninni ekki á óvart. Stattu fast á þínu og þá mun vel fara. Mundu að kynna þér lagaleg atriði áður en þú ræðst í verkefni sem þú þekkir ekki. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.