Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 32
NÆRMYND Jóhcmna Sigurðardóttir EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON TEIKNING ÁRNI ELFAR Fáir stjórnmálamenn njóta eindreginnar virðingar bæði samflokksmanna og pólitískra andstæðinga. Flestir þeirra eiga sér ,,dygga“ andstæðinga ef ekki óvild- armenn, jafnvel í meira mæli innan eigin flokks en utan. Jóhanna Sigurdardóttir félagsmálaráðherra er hins vegar að mestu óumdeild í Alþýðuflokknum. Og þeir andstæðingar hennar utan flokksins sem eru reiðubúnir að gagnrýna hana eru yfirleitt fljótir að bæta jákvæðum lýsingarorðum við þegar hið neikvæða hefur verið talið upp. Jóhanna er að flestra dómi fylgin sér og afkastamikil sem þingmað- ur, heiðarleg og réttsýn. Aðrir benda aftur á móti á að hún fari of geyst í sum mál, sé fljótfær og á köflum ófyrirleitin í málatilbúnaði og einn viðmælandi sagði að Jó- hanna væri „tækifærissinnaður málefnaþjófur". að kemur varla á óvart að Jóhanna skuli hafa valist til að gegna stöðu félags- málaráðherra. Húsnæðis- og jafn- réttismál hafa verið henni ofar- lega í huga. Hitt hefði þó verið jafn sjálfsagt að hún tæki að sér heil- brigðismálin en þó einkum trygg- ingamálin, en hún hefur sem al- þingismaður beitt sér mjög fyrir endurbótum á tryggingalöggjöf- inni. Sigurdur tngimundarson faðir hennar var alþingismaður og forstjóri Tryggingastofnunar ríkis- ins 1970—1978. Jóhanna var skip- uð í endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar 1978 og í sömu nefnd sat Sigurður 1970, 1971 og 1975. Og í þeirri nefnd sat líka móðir Sigurðar og amma Jó- hönnu, nafna hennar Jóhanna Egilsdóttir, 1960—1964 og var að auki alþingismaður um skeið og verkalýðsforingi. Reyndar sagði samflokksmaður Jóhönnu, sem náið fylgdist með stjórnarmynd- unarviðræðunum, að valið á milli heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- isins og félagsmálaráðuneytisins hefði vafist fyrir Jóhönnu að mörgu leyti. „Félagsmálaráðu- neytið varð þó ofar. En ég veit til þess að hana langaði mjög mikið til að fá tryggingamálin skilin frá heilbrigðismálunum, að hún yrði félags- og tryggingamálaráðherra. Það var hennar ósfcasamsetning, en niðurstaðan varé önnur eins og alþjóð veit." Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra fæddist í Reykjavík 4. október 1942, sama dag og tvíburasystirin Anna María, sem gift er Bernhard Peter- sen framkvæmdastjóra. Jóhanna er dóttir Siguröar Egils Ingimund- arsonar verkfræðings, alþingis- manns og forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins og Karítasar Gunnarsdóttur. Sigurður var al- þingismaður fyrir Alþýðuflokkinn öll Viðreisnarstjórnarárin, sat í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavík- ur 1949—1962, sömu ár sat hann í stjórn BSRB og gegndi ótal öðrum trúnaðarstörfum. Hann er sonur Jóhönnu Egilsdóttur, sem sat í stjórn Verkakvennafélagsins Framsóknar 1923—1962 eða í fjóra áratugi, í miðstjórn ASÍ 1928—1942, var varaformaður stjórnar Kvenréttindafélags ís- lands 1948—1952 og sat í mið- stjórn Alþýðuflokksins um árabil frá 1942. Hún var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1934—1938 og sat á þingi 1958 sem varaþingmaður. Það hafði auðvitað sitt að segja að alast upp á heimili þar sem stjórnmál og verkalýðsmál voru oft í brennidepli. Jóhanna bjó fyrstu árin á Eiríksgötunni. ,,Á heimilinu var oft líf í tuskunum, þarna bjuggu í sama húsi Sigurður og þau öll systkinin og var mikið um umræður, sérstaklega þegar Jóhanna amma okkar kom í heim- sókn," segir Anna María Sigurðar- dóttir, tvíburasystir Jóhönnu. „Ég myndi segja að hún Jóhanna hefði verið ósköp venjuleg sem krakki, alls ekki hæglát, frekar að hún hafi róast á unglingsárunum. Hún fór t.d. rólega af stað í Versló og ekki að sjá að hún ætlaði sér stóra hluti. En hún hefur samt alltaf ver- ið fylgin sér í því sem hún hefur verið að gera hvert sinn, það hefur ekkert breyst." Til þess hefur verið tekið hversu ólíkar þær tvíbura- systurnar eru í útliti, lund — og metnaði, Jóhanna hefur siglt hraðbyri ólgusjó stjórnmálanna en Anna María er „bará' húsmóð- ir. „En ég hefði aldrei trúað því fyr- ir bara fáeinum árum síðan að Jóhanna ætti eftir að verða ráð- herra svona ung og þar áður að hún yrði þingmaður. En auðvitað er ég afskaplega hreykin af henni og ég finn á öllum að hún vinnur vel. Sjálf hef ég engan áhuga á pólitík og við ræðum aldrei þá hluti, en höfum á hinn bóginn allt- af verið mjög samrýndar," sagði Anna María. Að gagnfræðaskólaprófi loknu lá leið Jóhönnu í Verzlunarskóla íslands, en þar var yfirkennari enginn annar en Sigurður faðir hennar. í Versló var Jóhanna lítt áberandi, helst að faðernið beindi augum manna að henni og systurinni. Ein bekkjarsystra Jóhönnu sagði þannig að hún hefði ekki skorið sig úr hópnum og ekki verið virk í félagsmálum skólans. „Við hefð- um vafalaust öll orðið ansi hissa ef við hefðum einhvern veginn feng- ið að vita að hún færi þessa leið í lífinu. Það var ekkert talað um pólitík, að öðru ieyti en því að skólinn var einn stór Heimdallur og þeir sem ekki tilheyrðu þeim félagsskap létu yfirleitt lítið fyrir sér fara. Ollu meira áberandi voru menn á borð við Björgúlf Guð- mundsson, fyrrverandi forstjóra Hafskips, hann var þannig týpa. Þannig að Jóhanna var alls ekki í sviðsljósinu, þótt fólkið hennar væri vissulega áberandi; Sigurður faðir hennar kennari í skólanum og verðandi þingmaður og Jó- hanna amma hennar framarlega í verkalýðsmálunum og pólitík." Einn kennara Jóhönnu í Versló var Guðlaugur Þor- valdsson, þá fulltrúi í Hag- stofu Islands, núverandi ríkissátta- semjari. Hann segist muna vel eft- ir þeim systrum. „Þetta er nú orð- ið nokkuð langt síðan og ég man ekki eftir neinu öðru en góðu í sambandi við þær systurnar. Þær voru nokkuð ólíkar í útliti og lund- arfari, það virtist nokkru léttara yfir Önnu Maríu, en síðar meir fannst mér Jóhanna alltaf hress og glaðleg. Og báðar voru þær ágæt- is nemendur." Jóhanna útskrifaðist úr Versló 1960. Leiðin lá til Danmerkur, þar sem hún dvaldist í eitt ár, og síðan til Bretlands, þar sem hún lagði stund á enskunám. Það er hins vegar árið 1962 að flugfreyjustarf- ið verður fyrir valinu hjá Jóhönnu. í sama starfi var góð vinkona Jó- hönnu, Steinunn Sigurðardóttir, og ferðuðust þær víða saman á flugfreyjuárunum. „Jóhanna hefur alltaf verið manneskja orða sinna, sem aldrei gefst upp. Ég man vel eftir því eitt sinn er við ferðuðumst saman á bíl um landið, að bíllinn bilaði eitt- hvað, eins og gerist og gengur. Við vorum þarna nokkrar konur sam- an og höfðum ekkert vit á bílum, en Jóhanna tadi þetta hins vegar ekkert mál, sagði að þetta væru „nálarnar í karbúratornum" og að það þyrfti bara að blása í þær, þá færi bíllinn í gang! Ég efast um að hún hafi vitað hvað hún var að gera frekar en við hinar. Það gerð- ist svo auðvitað ekkert, en það mátti alltaf reyna! Og þannig er Jóhanna; geðgóð, ákveðin og fylg- in sér í alla staði." Steinunn sagði enn fremur að hún hefði alveg eins átt von á því þessi árin að Jóhanna færi síðar út í félagsmál og pólitík. „Ekki vegna þess að hún væri pólitísk, heldur vegna þess að hún var manneskja sem aldrei gafst upp, greind og sýndi það strax i félagsskap okkar flug- freyja að hún bauð upp á svo ótal margt. Enda má segja að það hafi virkilega komist skriður á okkar mál þegar hún tók við félaginu." Nefndi Steinunn sem dæmi að það hefði verið Jóhanna sem sá fyrir þvi að flugfreyjur gengju í Lífeyris- sjóð verslunarmanna, þær hefðu ekki verið í neinum lífeyrissjóði fyrir. að er um miðjan sjöunda áratuginn að forystuhæfi- leikar Jóhönnu fara að koma í Ijós. 24 ára tók hún sæti á borgarstjórnarlista Alþýðuflokks- ins, en baráttan fyrir málefnum flugfreyja átti hug hennar allan. Hún átti sæti í stjórn Flugfreyjufé- lags íslands 1966—1969, þar af sem formaður 1966 og 1969. Hún leiddi fyrsta verkfall flugfreyja 1969, gat sér orð fyrir hörku í samningum og verkfallsstjórn úr símaklefanum í herbergi Fram- sóknar. Á sama tíma í stjórn fé- lagsins og verkfallsbaráttu var Jóhanna Kristjánsdóttir: „Hún Jóhanna var mjög ákveðin í bar- áttunni. Flugfélögin höfðu og hafa alltaf sýnt okkur flugfreyjunum lít- ilsvirðingu sem kvennastétt, en ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að það hafi verið Jóhanna sem breytti þessu talsvert. Hún gaf ekki eftir í neinu en þessi einurð hefur alltaf biundað í henni, hún enda úr þannig fjölskyldu. Samt hefur einhvern veginn alltaf farið mjög lítið fyrir henni og það urðu allir mjög hissa að þetta skyldi leynast allt í henni, sem nú hefur komið frarn," segir Jóhanna Krist- jánsdóttir flugfreyja. Eftir verkfallið tóku við rólegri tímar. 28. febrúar 1970 giftist Jóhanna Þorvaldi Jóhannessyni, prentara og ljósmyndara, sem nú er sölustjóri hjá Heklu hf. 1972 fæddist sonurinn Sigurður Egill og fimm árum síðar fæddist annar sonur, Davíð Steinar. e 32 ÍT.URINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.