Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 8
KYNSLÓÐASTRÍÐ Í LÍFEYRIS! Félagar í lífeyrissjódi látnir greiða fyrir óverö- tryggdu lánin með skertum lífeyrisbótum. Félagar í Lífeyrissjóði Verkfræðingafélags íslands œtla aö láta þá sem nutu góds af lánum meö neikvæöum vöxtum bœta sjálfa þaö tap er þessi lán ollu sjóönum. Par meö hefur fyrsti lífeyrissjóöurinn skipt félögum sín- um upp í tvœr kynslóöir; „veröbólgukynslóöina“ og „veröbœttu kynslóöina“. Þrátt fyrir aö aörir sjóöir séu mun verr leiknir eftir tímabil neikvœöra vaxta eru svipaöar aögeröir varla komnar þar á umrœöustig. Þaö þrátt fyrir aö sjóöir hafi oröiö gjaldþrota og aörir rambi á hengifluginu. EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON MYND JIM SMART Hjá Lífeyrissjódi Verkfrœbingafé- lags íslands liggur fyrir að taka af- stöðu til þess hvernig staðið verður að því að leiðrétta þá skekkju er verðbólguárin skildu eftir sig hjá sjóðnum. Tvennt kemur til greina. Annars vegar að gera hvern félags- mann upp og draga þá verðbólgu- hagnað hvers og eins frá áunnum líf- eyrisréttindum. Hins vegar að gera hvert ár upp fyrir sig og lækka þá áunnin lífeyrisréttindi hvers ár í samræmi við tap sjóðsins vegna óverðtryggðra lána til félagsmanna. Samkvæmt upplýsingum Jóns Hallssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, benda fyrstu athuganir til þess að hvor tveggja þessara að- ferða leiði til svipaðrar niðurstöðu. Lífeyrisréttindi þeirra félagsmanna sem fengu hjá sjóðnum óverðtryggð lán á verðbólgutímum munu skerð- ast. Hinir sem ekki hafa fengið slík lán halda sínum réttindum óskert- um. Sú afstaða hefur því verið tekin hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga að líta á niðurgreiðslur sjóðsins á lán- um á tímum neikvæðra vaxta sem fyrirframgreiddan lífeyrí. HA!R VEXTIR FYLLA VERÐBÓLGUSKÖRÐIN Þessi afstaða verkfræðinganna er einstök. Þó lífeyrissjóður þeirra standi síður en svo verr en aðrir hafa þeir einir tekið þá afstöðu að mæta þeim mikla vanda sem verð- bólguárin skildu eftir sig hjá lífeyris- sjóðunum með því að láta þá bera vandann sem högnuðust á tilurð hans á sínum tíma. Aðrir lífeyris- sjóðir virðast hafa tekið þá afstöðu að bíða og vona það besta. Reyndar hefur þeim mörgum orð- ið vel ágengt með þeirri aðferð. Vextir á undanförnum misserum hafa verið það háir að flestir lífeyris- sjóðanna hafa nokkuð rétt úr kútn- um. Lf afstöðu verkfræðinganna er beitt gagnvart þessari þróun má segja, að yngri félagsmenn í lífeyris- sjóðunum séu með þessu að fylla upp í þau göt er eldri félagsmenn hafa skilið eftir sig vegna niður- greiddu lánanna. Og götin eru fyllt til þess að hinir eldri geti notið óskertra lífeyrisbóta. En þrátt fyrir að hagur lífeyris- Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands. Hjá þessum sjóði er til athugunar á hvern hátt best megi tryggja það að þeir sem fengu óverðtryggð lán á verðbólgutím- um geti bætt sjóðnum tapið af þessum sömu lánum. Hver svo sem niðurstaðan verður er Ijóst að lífeyrisgreiðslur þess- ara manna veröa skertar. Þessi sjóður stendur þó mun betur en margir aðrir, sem sumir hverjir eru á heljarþröm. sjóðanna hafi batnað á undanförn- um misserum eru þeir nær allir gjaldþrota. Það eru tiltölulega fáir lífeyrissjóðir ídag sem eiga eignir til að vega upp á móti þeim skuldbind- ingum sem þeir hafa gert við félagsmenn sína. FYRSTI SAL-SJÓÐURINN GJALDÞROTA Um síðustu áramót var Lífeyris- sjódur Landssambands vörubif- reidastjóra lagður niður þar sem sýnt þótti að hann gæti engan veg- inn staðið við skuldbindingar sínar til þeirra félagsmanna sem enn voru að greiða til hans iðgjöld. Lífeyris- sjódur Dagsbrúnar og Framsóknar tók við félagsmönnum hans á Reykjavíkursvæðinu og lífeyrissjóð- ir verkalýðsfélaga á landsbyggðinni tóku að sér vörubifreiðastjóra í sín- um byggðarlögum. Lífeyrissjóður vörubifreiðastjóra var einn af svokölluðum SAL-sjóð- um, þ.e. aðili að Sambandi al- mennra lífeyrissjóda. Félagar í þeim sjóðum safna stigum, sem lífeyris- greiðslur þeirra eru síðan reiknaðar út frá. Til þess að meta stöðu þessara sjóða má beita nokkrum mismun- andi aðferðum. í hagskýrslu SAL er þremur aðferðum beitt; eignir sjóð- anna eru bornar saman við verð- mæti lífeyrisskuldbindinga þeirra, lífeyrisgreiðslur hvers árs eru born- ar saman við iðgjöld sama árs og líf- eyrisgreiðslum eins árs er deilt í eignir sjóðsins til að kanna hversu lengi höfuðktóllinn stæði undir óbreyttum jíteyrisgreiðslum. AÐRIR SJOÐIR Á BARMI HENGIFLUGS Þegar síðasta hagskýrsla SAL, frá árinu 1985, er skoðuð kemur í ljós, að þó Lífeyrissjóður vörubifreiða- stjóra hafi staðið einna verst sjóð- anna fer því fjarri að staða hans sé á nokkurn hátt sérstök. Árið 1984 átti sjóðurinn eignir sem dugðu fyrir rúmum helmingi af lífeyrisskuldbindingum hans. Staða hans hafði þá skánað lítillega frá því er verst lét. Sjóðurinn hafði ekki átt eignir fyrir skuldum sínum síðan 1971. En þetta ár, 1984, áttu aðeins þrír sjóðir af tuttugu og sjö fyrir skuld- RÍKIÐ BORGAR 260 MILUÓNIR FYRIR 1000 TONN AF HAUGAKJÖTI Hvernig stendur á því að nú er jafnvel talið hentugra að henda eftirstandandi birgðum frá fyrra hausti fremur en að selja kjötið? Sérstaklega þegar þess er gætt að hér er um 500—600 tonn af skrokkum að ræða, sem sam- svarar um 33 þúsund til 40 þúsund fjár. Kaupi ríkið þessar birgðir þarf það að greiða um 180 milljónir króna fyrir. Þar að auki greiðir ríkið bændum fyrir kjöt, sem ekki fer á markað vegna niðurskurðar, um 80 milljónir króna. Alls um 260 milljónir króna úr ríkissjóði vegna kjöts sem að mestu eða öllu leyti fer á haugana. EFTIR PÁL H. HANNESSON MYND JIM SMART Leið kindakjötsins frá vöggu til grafar, ef svo má að orði komast, liggur um margar skrifstofur og stofnanir og tilveru þess má sjá stað á mörgum skýrslum. Að hausti er slátrað og í sláturhúsunum eru haldnar skýrslur yfir fjölda og þunga kinda og diíka eftir gæða- flokkum. Þá er flokkað það sem fer í úrkast og það magn sem bændur taka til heimanota. Þannig er skráð allt kjöt að loknum hverjum slátur- degi. Skýrslur þessar eru síðan stað- festar daglega af sláturleyfishafa og kjötmatsmanni sem skipaður er af sýslumanni, sem og löggiltum end- urskoðanda. Á þessum skýrslum allra slátur- húsa í landinu er síðan byggð aðal- skýrsla um haustslátrun og er t.d. verið að ljúka gerð hennar fyrir árið 1987 þessa dagana í Framleiðslu- ráði landbúnaðarins. Þessi skýrsla á sem sagt að gefa nákvæmar upplýs- ingar um heildarmagn af kjöti og fjölda kinda sem slátrað er á hverju hausti, flokkað eftir gæðaflokkum. Þessi skýrsla er síðan send bönk- unum, en þeir leggja hana til grund- vallar afurðalánaveitingum sínum. Sé slátrað utan hefðbundins tíma, svo sem fyrir jól og páska, eru sams- konar skýrslur haldnar. Það er á þessu skýrsluhaldi sem afurðalán bankanna eru grundvöll- uð. Miklu skiptir að skýrslurnar séu nákvæmar enda veittu bankarnir tæpa tvo milljarða króna í afurðalán í fyrrahaust. Afurðalán eru veitt sláturleyfishöfum og taka bankarnir veð í þeim birgðum af kindakjöti sem til eru samkvæmt þessum skýrslum. Afurðalán eru aðeins veitt út á það kjöt sem framleitt er innan fullvirðisréttar. Kjöt sem fell- ur utan fullvirðisréttar er það kjöt sem bændur taka úr sláturhúsi til heimabrúks, það kjöt sem til fellur vegna niðurskurðar vegna riðuveiki eða annarra sjúkdóma og svo það kjöt sem Framleiðnisjóður landbún- aðarins kaupir. Framleiðnisjóður kaupir af þeim bændum sem eru að skera niður bústofn sinn að hluta eða alveg. Þeim bændum sem þurfa að skera fé niður vegna riðu eða framleiða fyrir framleiðnisjóð vegna stefnu ríkisvaldsins um niðurskurð á bændum — er hins vegar tryggt ákveðið verð fyrir afurðir sínar. Má gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna riðuskurðar í haust nemi um 34 milljónum, meðan framleiðni- sjóður greiðir um 46 milljónir. Sam- tals um 80 milljónir króna vegna kjöts sem fer beint á haugana. Bændur í dag verða að eiga ákveðinn fullvirðisrétt, eigi þeir að geta tekið fullan þátt í kerfisleikn- um. Fullvirðisréttur segir til um hvaða magn af kjöti einstakir bænd- ur eiga að fá fullt verð greitt fyrir samkvæmt samningi milli Stéttar- sambands bænda og ríkisins, sam- kvæmt búvörulögum frá 1985. Það verð er ákveðið af 6 manna nefnd. Bændur fá greitt miðað við svokall- að grundvallarverð (239,88 kr. pr. kíló fyrir l.fl. dilkakjöts) en 5 manna nefnd undir forystu verðlagsstjóra ákveður slátur- og heildsölukostnað (81 kr.), sem bætist ofan á grund- vallarverðið og myndar óniður- greitt heildsöluverð (320,88 kr). Á þessa tölu eru lagðar rúmar 6 kr. sem eru gjöld til Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Oniðurgreitt heild- söluverð í 1. verðflokki er því 327,07 kr. Síðan kemur niður- greiðslan, sem er 52,27 kr. pr. kíló, og lækkar heildsöluverðið í 274,80 kr. Það er á þessa tölu sem smásölu- álagning leggst síðan, en nærri læt- ur að hún hafi verið um 70% sl. vetur. Grundvallarverð til bænda skipt- ist í 6 flokka, eftir gæðum kjötsins. Mest fer í 1. verðflokk, DI, og fá bændur greiddar 239,88 kr fyrir hvert kíló í þeim verðflokki. í dag eiga bændur að hafa fengið greidd u.m.b. 75% af því heildarverði sem þeir fá fyrir sláturafurðir sínar, en fullnaðaruppgjöri við bændur á að vera lokið ekki seinna en 15. des- ember. Þessi verðlagsgrundvöllur tekur síðan breytingum á 3ja mán- aða fresti í takt við aðrar verðlags- breytingar í þjóðfélaginu og fá bændur hækkun á verði í hlutfalli við það kjötmagn sem þeir lögðu inn að hausti. Hækkun sem verður þann 1. desember er greidd bænd- um þann 15. mars, hækkun 1. mars er greidd 15. júní og loks er hækkun sem verður 1. júní greidd þann 15. september. Hækkun á verði kjöts Útlit er fyrir að um 970 tonn af kindakjöti lendi á haugunum nú í haust. Fyrir það fær ríkið að borga um 260 milljónir króna. Annað telst ekki hagkvæmt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.