Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 10
VETTVANGUR
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson
Ritstjórnarfulltrúi: Egill Helgason
Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson,
Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján
Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson.
Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir
Ljósmyndir: Jim Smart
Útlit: Jón Óskar
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Skrifstofustjóri: Garðar Jensson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir
Dreifing: Garðar Jensson, Guörún Geirsdóttir
Afgreiösla: Bryndís Hilmarsdóttir
Sendingar: Ástríður Helga Jónsdóttir
Ritstjórn og auglýsingar eru í Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og
skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68-15-11
Útgefandi: Goðgá hf.
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Túlkurinn, Hamsun
og Hitler
Um þessar mundir er á dagskrá Ríkisútvarpsins frá-
sögn af fundi Knuts Hamsun, hins ástsæla rithöfundar
Norðmanna, og Adolfs Hitler, einræðisherra þriðja ríkis-
ins. Þetta var sögulegur fundur og gerði danski rithöf-
undurinn Torkild Hansen honum nokkur skil í bók sinni
um Hamsun, sem út kom fyrir nokkrum árum. Sl. sumar
fjallaði Helgarpósturinn um ógnarstjórn nasista með eft-
irminnilegum hætti, þegar í blaðinu birtist viðtal við eitt
fórnarlamba fólskuverka nasista, Leif Muller, sem sat í
fangabúðum í Þýskalandi. í blaðinu í dag er fjallað um
örlög eins þeirra sem sátu fund Hamsuns og Hitlers,
túlksins Egils Holmboe, sem lést í Reykjavík fyrir rúmu
ári.
Reynsla íslendinga af síðari heimsstyrjöldinni ein-
skorðast ekki við hernámið eitt. Á meðal okkar hafa ver-
ið og eru jafnvel enn margir sem kynntust nasismanum
af eigin raun. Sumir voru þolendur, en þeir voru þó fleiri
sem fylgdu með. Fyrir því liggja vafalaust margar og
flóknar ástæður. Þess gætir nú.víða um lönd þegar ógn-
arstjórn nasista er annars vegar að menn eru að endur-
meta þá atburði sem áttu sér stað á árum síðari heims-
styrjaldar. Vonandi til að læra af þeim, skilja þá, í stað
þess að fordæma einstaklinga og koma með því í veg fyr-
ir að slíkir atburðir endurtaki sig.
Ráöhúsið út í Viðey
í tvígang hefur afstaða manna til byggingar ráðhúss í
Tjörninni verið könnuð. Fyrst í Helgarpóstinum, síðan í
DV. Niðurstöðurnar voru svipaðar, um sextíu af hundraöi
aðspurðra lýstu sig andvíga byggingu ráðhúss á þessum
fyrirhugaða stað. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð
Oddsson, hefur túlkað niðurstöðurnar sem stuðning við
fyrirhugaða byggingu. Krókaleiðir þurfti til að komast að
þeirri niðurstöðu.
Sveitarstjórnir, eða Alþingi, eiga ekki að stjórna eftir
skoðanakönnun, en þessum stofnunum ber hins vegar
skylda til að hlusta eftir þeim röksemdum sem t.d. liggja
til grundvallar því að meirihluti er andvígur byggingu
ráðhúss í Tjörninni. Það virðist borgarstjórnarmeirihlut-
inn ekki ætla að gera. Gild rök hafa verið sett fram af and-
stæðingum byggingarinnar. Nægilegt landrými er í
Reykjavík til að þar megi árekstralítið koma fyrir veg-
legu ráðhúsi. Og óneitanlega væri það smart af borgar-
stjóra að endurskoða afstöðu sína og láta byggja þetta fal-
lega hús annars staðar, t.d. úti í Viðey að undangenginni
nákvæmri athugun á lífríki eyjarinnar. Það kemur að því
að þangað verður lögð brú. Raunar eðlilegt að þeirri fram-
kvæmd sé flýtt.
10 HELGARPÓSTURINN
Byltingin er gódur ,,bissniss“
Veröldin er full af alls konar visku,
spakmælum og spekituggum, sem
hver jórtrar upp eftir annan, svo
lengi sem kreista má úr henni ein-
hvern safa. Eitt slíkt spakmæli er
það, að byltingin éti börnin sin.
Sumir vilja reyndar halda því fram,
að hún byrji á því að éta foreldra
sína og má það ekki síður til sanns
vegar færa. En nú má líklega bæta
því við að barnabörnin éti bylting-
una, enda eðlilegt að um hana gildi
sama lögmál og fæðukeðjuna al-
mennt, að hún sé hringferill, sem
bíti í skottið á sjálfri sér.
Bókaútgáfan Iðunn hefur nú tekið
að sér það þarflega verk, að koma á
framfæri við íslenska lesendur bók
eftir Gorbasjoff Höfðatrylli, flokks-
leiðtoga Sovétríkjanna, sem sam-
tímis mun koma út í alheimsútgáfu
í fjölmörgum þjóðlöndum og nú
þegar gerir sig líklega til að skáka
biblíunni í útbreiðslu. Er og ekki að
efa, að hún mun hljóta varmar við-
tökur hér á landi, svo mjög sem höf-
undurinn heillaði landsins innbyggj-
ara eftir Tvíhöfða fundinn í fyrra,
sem endaði í einhverju árangursrík-
asta árangursleysi, sem samtíma-
sagan kann frá að greina.
Mikils þurfti með til að bók þessi
næði sjónum okkar frónbúa um
svipað leyti og annarra íbúa heims-
byggðarinnar. Forlagið mátti hafa
snör handtök og setja saman vinnu-
hóp 10-15 manna, sem setið hafa
með sveittan skallann síðustu vik-
urnar og snarað bókinni úr ensku
og þó með hliðsjón af upphaflegum
rússneskum texta svo að ekkert
skolaðist nú til í málafærslunni frá
hinum rússneska rétttrúnaði, enda
hlypi þá á snærið hjá andstæðing-
um Höfðingjans í forsætisnefndinni,
ef sanna mætti á hann ýmislega
villutrú í margvíslegum útgáfum á
fjölmörgum þjóðtungum.
Það, sem máli skiptir, er þó það,
að byltingin er orðin góður bissniss.
Fyrstu forstjórar þeirrar fyrirtækja-
samsteypu, sem myndar Sovétríkin,
þeir Valdimar sálugi og Jósep heit-
inn, máttu bíta í það súra, að reka
eins konar ,, samisdat" til að pranga
sínum eigin fagnaðarerindum út á
heimsbyggðina. Þeir höfðu að vísu
nóg af skósveinum í vinnu til að
þýða á flest heimsins tungumál og
aðra til að passa upp á að hvergi
skeikaði frá kórréttri línu upphafs-
textans og nógar prentsmiðjur til að
klína textunum á pappír og bók-
bindara til að gefa þessu snoturt út-
lit, en þá var eftir þrautin þyngri: Að
finna kaupendur að pródúktinu.
Þetta var leyst með því að greiða
þetta niður myndarlegar en nokkr-
um hefur dottið í hug að greiða nið-
ur íslenskt dilkakjöt í íslenska og út-
lenska neytendur, m.a.s. ennþá ríf-
legar en bandarískum stjórnvöldum
dytti í hug að greiða niður kornið
sitt, svo að Rússarnir fengjust til að
taka við því til að seðja hungur sam-
yrkjubændanna. Einu sinni var hér
merk bókaverslun í Bankastræti á
vegum KRON og átti bækur þeirra
MELS (Marx-Engels-Leníns-Stalíns) í
metravís á mörgum þjóðtungum:
Selected Works og Ausgewáhlte
Schriften o.s.frv, þar sem ungt fólk
gat gengið í rykuga staflana og lært
til byltingar fyrir skít og ekki neitt,
ýmist í litlum handhægum kiljum
eða innbundnum þykkildum, allt
eftir smekk.
Tímarnir breytast. Hinn afsetti
forstjóri SSSR, Nikita Krústsjoff,
mátti leita milligöngu CIA til að
koma sinni hlið mála á framfæri í
prentfrjálsum löndum og náði
reyndar með því þó nokkurri sölu.
Björt (Svétlana) Jósepsdóttir mátti
flýja heimalandið og fá hæli sem
pólitískur flóttamaður í Bandaríkj-
unum til að koma sínum endur-
minningum á framfæri. Með troðinn
reikning í svissneskum banka og
aukin barni, sem var bandarískur
ríkisborgari, gat hún snúið nokkuð
óhult til síns heima þegar hún kaus
ófrelsið og átthagana. Klók kona
Björt, enda á hún ekki langt að
sækja það.
Og svo rann upp önnur öld. Upp
er runnin sú kynslóð á Vesturlönd-
um, sem veit að bissniss er bissniss
og ekkert annað en bissniss. Bylt-
ingin er náttúrlega eins og hver
önnur vörutegund, sem má selja.
Tvíhöfðafundurinn var eins og tröll-
aukin vörukynning án vöru. Það
var eftirspurn án framboðs. Snjall
maður hjá Collins-Harper & Row í
Englandi kom auga á þetta, fór til
Moskvu og eyddi miklum tíma í að
sýna Höfðingjanum fram á hversu
pottþétta vöru þeir hefðu í höndun-
um, ef hann fengist til að klína
prentsvertu á pappír. Og Gorbasjoff
tók sér frí í mánuð til að skrifa vænt-
anlega metsölubók, meðan heimur-
inn stóð á öndinni yfir að hann væri
horfinn og kominn í Gúlagið, birtist
hress og frískur með handrit og
prentvélar heimsins fóru allar í
gang samtímis.
Tekst Höfðingjanum að mynda
biðraðir vestan járntjalds — við
bókabúðir? Verður opnaður banka-
reikningur í Sviss? Gæti það komið
höfundinum vel síðar? Kannski
kemur það í ljós í öðrum reyfara eft-
ir hinn Höfðingjann, Rögnvald
Reykjan? Já, það er þessi sem er
ættaður úr Skagafirðinum.
Ólafur Hannibalsson
,/. i/', i ;í . i - c'
\: \ ;