Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 9
SJOÐUNUM um. Um helmingur þeirra átti eignir fyrir minna en 85 prósentum af þeim lífeyri er þeir höfðu lofað fé- lagsmönnum sínum. Ef endingartími sjóðanna, þ.e. hversu lengi höfuðstóll þeirra kynni að standa undir lífeyrisgreiðslum eins árs, er skoðaður kemur í ljós að Lífeyrissjóður vörubifreiðastjóra sker sig á engan hátt úr. Endingar- tími hans var á árinu 1984 17 ár. Endingartími Lífeyríssjóds Idju á Akureyri var 19 ár. Meðalendingar- tími SAL-sjóðanna var 38 ár. Hann hafði þá lengst úr 23 árum frá 1979. Til samanburðar má geta þess að endingartími Lífeyrissjóðs verk- fræðinga, sem rætt var um hér að ofan, er í dag 252 ár. SETJA MARKIÐ Á HÆFILEGA SKERÐINGU Þriðja leiðin sem SAL beitir til að kanna stöðu sjóðanna er að bera saman lífeyrisgreiðslur og iðgjöld hvers árs. Með því fæst hugmynd um aldursskiptingu sjóðsfélaga. Tal- ið er að ef hlutfallið þarna á milli fer mikið upp fyrir 5 prósentin bendi það til þess að of fáir starfandi fé- lagsmenn standi straum af lífeyris- greiðslum til of margra félagsmanna er hætt hafa störfum. Að meðaltali var þetta hlutfall hjá SAL-sjóðunum á árinu 1984 23,2 prósent. Hæst var þetta hlutfall hjá Lífeyrissjóði vörubifreiðastjóra, eða 38 prósent. Stærsti sjóðurinn, Líf- eyrissjóður Dagsbrúnar og Fram- sóknar, fylgdi fast á eftir með 34,2 prósent. Þrátt fyrir þessa háskalegu stöðu sjóðanna hafa þeir ekki gripið til neinna aðgerða til að rétta hlut sinn, annarra en þeirra að auka ávöxt- unarkröfuna. Þannig þurfa þeir sem taka lífeyrissjóðslán í dag að greiða allt að 9 prósenta vexti umfram verðbætur. Með þessari háu ávöxtun vonast stjórnendur sjóðanna til að fylla upp í þau göt er óverðtryggð lán til fé- lagsmanna skildu eftir sig. Þeir gera sér þó ekki vonir um annað en bat- inn verði það mikill að ekki þurfi að grípa til frekari skerðingar á lífeyri en lífeyrisfrumvarpið nýja gerir ráð fyrir. KYNSLÖÐASTRÍÐ INNAN SJÓÐANNA Hér heíur verið dvalið við stöðu SAL-sjóðanna, en þeir eiga um þriðj- ung ailra eigna lífeyrissjóðanna. Þeir sjóðir sem notast við aðrar reikniaðferðir standa engu betur að vígi. Sem dæmi má nefna að auka- greiðsla ríkissjóðs til lífeyrissjóða starfsmanna sinna verður á næsta ári um 600 milljónir króna, sam- kvæmt fjárlögum. Þessi póstur á fjárlögum hefur sífellt farið hækk- andi og fátt bendir til annars en að hann muni enn hækka á næstu ár- um. í Helgarpóstinum fyrir nokkrum vikum var greint frá því að verð- bólgugróði þeirra sem tóku sér lán til húsbygginga á tímum neikvæðra vaxta næmi allt aö 90 milljördum króna. Þetta fé, sem er sambærilegt við þriðjung af andvirði allra íbúða á landinu, var fengið úr bankakerf- inu, húsnœdiskerfinu og lífeyris- sjódunum. Yngri félagsmenn í lífeyrissjóðun- um eru nú að greiða fyrir þessar gjafir til þeirra sem eldri eru með háum vöxtum á lífeyrissjóðslánum og minni lífeyrisréttindum en greiðslur þeirra til sjóðanna gefa til- efni til. Mismunurinn fer til þess að standa straum af lífeyrisgreiðslum til þeirra sem tekið hafa lán á nei- kvæðum vöxtum. Þessu hafa félagar í Lífeyrissjóði verkfræðinga ekki viljað una og leita nú leiða til að rétta við hag sjóðsins með því að láta þá greiða fyrir skaðann er skópu hann með vildarkjörum á lánum sínum. Þeir líta svo á að verðbólgugróðinn hafi verið fyrirframgreiddur lífeyrir. sem kom í hlut bænda nam samtals á síðasta ári 11,5%, sem er hækkun sem reyndar nær ekki að fylgja verðlagsþróun nema að hluta. Bankarnir byrja að lána afurðalán út á þær birgðir sem eru fyrirliggj- andi eftir slátrun strax eftir fyrstu viku í september. Síðan eru afurða- lán veitt á vikufresti, þar til loka- afurðalán er veitt. Miðað er við að afurðalán bankanna nemi í heild 72% af óniðurgreiddu heildsölu- verði og eiga bankarnir að hafa greitt það fé sláturleyfishöfum þann 15. nóvember. Bankarnir hafa hins vegar verið tregir til að greiða af- urðalánin að fullu á réttum tíma og var komið fram í desember í fyrra þegar þeir stóðu í skilum með sinn hluta. í fyrrahaust voru sem fyrr segir veitt afurðalán út á 11.800 tonn af kindakjöti að upphæð rúm- lega 1,9 milljarðar króna. Það hefur hins vegar viljað drag- ast að allar kjötbirgðir fyrra árs gengju út, sérstaklega þegar nýtt kjöt er komið í búðir að hausti. Þann 1. nóvember síðastliðinn voru kinda- kjötsbirgðir frá í fyrra 871 tonn og búist er við að birgðir um miðjan mánuðinn hafi verið á bilinu 500—600 tonn. Ef staðið verður að málum nú sem fyrr verður reynt að selja þetta kjöt í samkeppni við nýja kjötið á markaðnum. Það má setja spurningarmerki við hvort það sé hagkvæmt og reyndar bendir ýmis- legt til þess að þetta kjöt lendi einn- ig á haugunum. I fyrsta lagi gaf Jón Helgason landbúnaðarráðherra bönkunum vilyrði fyrir því í fyrra, er samningar um afurðalán stóðu yfir, að afurða- lán skyldu gerð upp við bankana eigi síðar en 15. nóvember ár hvert. Til að efna megi loforð Jóns verður ríkið því að kaupa þær kindakjöts- birgðir sem eru í landinu og sem eru sennilega rúm 500 tonn. Þegar það hefur verið gert gjaldfalla afurða- lánin sem nema um 83 milljónum króna og bankarnir geta krafið slát- urleyfishafa um greiðslu. Slátur- leyfishafar losna þar með við kjötið af sinni ábyrgð, en ríkið fær að sitja uppi með birgðirnar. Við fjármálaráðuneytinu blasa því tvær spurningar. í fyrsta lagi hvort standa á við loforð Jóns Helgasonar og ef svo verður gert hvað á að gera við kjötið. Fjármálaráðuneytið mun hins vegar tregt að standa við loforð Jóns, það þyrfti að borga tæplega 180 milljónir króna fyrir þessi 500 tonn af umframbirgðum. Er þá mið- að við að ríkið greiði óniðurgreitt heildsöluverð fyrir kjötið. Geymslu- kostnaður fyrir þetta kjötmagn bættist síðan við, en hann er nálægt hálfri milljón króna á mánuði. Það setur hins vegar þrýsting á ráðu- neytið, að bæði bankarnir og slátur- leyfishafar vilja að ríkið kaupi kjötið þar sem þeir telja sig hafa loforð ríkisvaldsins þar að lútandi. Láti fjármálaráðuneytið undan og kaupi kjötið þarf það að ákveða hvort það reynir að selja það, hugsanlega á niðursettu verði, eða einfaldlega hendir því. Það freistar ráðuneytisins nú að setja kjötið á markað og fá þannig upp í kostnað. Sú ráðstöfun kann hins vegar að reynast skammgóður vermir, þar sem ríkið skapar sér þá að öllum líkindum sömu vandræði að ári. Þau fimm hundruð tonn sem fara á markað núna bætast augljós- lega við það nýja kjöt sem er á markaðnum og eykur verulega lík- urnar á að umframbirgðir verði í landinu að ári. Það lítur því út fyrir að hagkvæm- ast sé fyrir ríkið, til að standa við lof- orð landbúnaðarráðherra og til að friða bankana og sláturleyfishafa, að kaupa kjötið. Til þess að koma í veg fyrir ofmettun markaðarins og til að losna við frekari áfallinn kostn- að er síðan skynsamlegast að henda kjötinu og því fyrr því betra. Utlit er því fyrir að nú á haust- mánuðum verði um 970 tonnum af kindakjöti hent á haugana og að rík- ið verði að borga um 260 milljónir króna til að koma því í gröfina. ERLEND YFIRSÝN eftir Magnús Torfa Ólafsson Kjarnorkuógn og eyðniplága vaxandi prófraun á mennsku Rétt ein kirkjudeilan er risin meðal Norðmanna. Nordlandsposten í Bodö skýrir frá að þar um slóðir sé kirkjurækið fólk í uppnámi með eða á móti því tiltæki Frederiks Grönningsæters, biskups á Suður-Háloga- landi, að fyrirbjóða prestum í biskupsdæminu að veita fólki sem býr í óvígðri sambúð altarissakramenti. Ákvörðun biskups komst í hámæli, þegar séra Per Johan Wiik í Rönvik-sókn vísaði sambýlispari frá guðs borði. legt sameiginlegt með eiturefna- slysum í verksmiðjum i Bhopal á Indlandi, Sevezo á Italíu og á bökkum Rínar í Sviss. Það erfiðasta fyrir læknana á þessu þingi, sagði dr. William Gunn, varaforseti stjórnar stofn- unarinnar, við fréttamann Inter- national Herald Tribune, var að sætta sig við hvert hlutverk mönn- um af þeirra stétt er ætlað fyrst eft- Ibsen sýndi í Brandi á óviðjafn- anlegan hátt einstrengingsleika kreddumannsins, sem lætur fast- heldni við hugsmíð sína útskúfa eðlislægum tilfinningaviðbrögð- um og mannlegri samkennd. Há- logalandsbiskup á landa og hlið- stæðu úr náttúruvísindum, sem komst í heimsfréttir í vikunni fyrir framlag sitt á læknaþingi um eyðni í Washington. Lasse Braathen, prófessor i húð- sjúkdómafræði við Rikshospitalet í Osló, varði erindi sínu á alþjóð- legu þingi lækna í höfuðborg Bandaríkjanna til að leitast við að sýna fram á, að ekki væri með öllu óyggjandi, það sem starfssystkin hans um heim allan hafa fram til þessa haft fyrir satt og byggt á samfelldri reynslu, sem sé að eyðniveiran berist ekki milli ein- staklinga við einfalda snertingu, heldur einvörðungu með líkams- vessum hins sýkta, sem þurfa að komast gegnum laskaða slímhúð eða sært hörund þess sem fyrir smiti verður. Braathen prófessor getur ekki frekar en aðrir fært til dæmi þess að smit eyðni hafi átt sér stað við snertingu heilla húð- eða slímhúð- arflata, en hann telur sig geta leitt að því rök fræðilega, á pappírn- um, að slíkt gæti komið fyrir í ein- hverjum undantekningartilvik- um, til dæmis við kossa. Og af þessum fræðilega möguleika, sem hann einn fræðimanna virðist taka alvarlega, vill prófessorinn svo draga heldur en ekki víðtækar ályktanir um hvað hann telur rétta meðferð á eyðnisjúkum. Það kemur á daginn að fyrir prófessor Braathen vakir fyrst og fremst að búa sér til fræðilega rétt- lætingu til að gera eyðnisjúklinga að útskúfuðum, stía þeim sem rækilegast frá samneyti við annað fólk. Meðferðin skal felast í því að meðferðaraðilinn hafi algera yfir- drottnun yfir skjólstæðingi sínum. Til að mynda finnst prófessornum það af og frá, að börn sem bera í sér eyðnimótefni frá fæðingu, og verða ef til vill aldrei smitandi hvað þá sýkjast, fái að umgangast önnur börn í uppvexti. Og sam- kvæmt kenningu hans mega þess- ir hvítvoðungar aldrei komast í snertingu við ósmitaða mann- eskju. Auðvelt er að ímynda sér, hverskonar uppeldisstofnanir vaka fyrir manninum. Dr. Anthony Fauci, talsmaður eyðnideildar bandarísku heil- brigðisstjórnarinnar, sá líka ástæðu til að veita norska prófess- ornum tiltal á ráðstefnunni í Wash- ington. Hann kvað enga ástæðu til að breyta neinu í meðferð eyðni- sjúklinga vegna útreikninga Braathens. Enda komu fyrir ráð- stefnuna gögn, sem rekja til hlítar tildrög þeirra eyðnismitana, sem vitað er um að átt hafi sér stað hjá heilbrigðisstarfsfólki við meðferð sjúklinga. Þær eru tólf talsins í öll- um heimi, átta í Bandaríkjunum og fjórar utan þeirra. Algengasta smitleiðin er stunga með nál sem á er blóð úr sjúklingi. Önnur tilvik eru að líkamsvessar berast beint úr líkama sjúklings á hörund, þar sem sár eru fyrir. Almennar sótt- varnarreglur nægja því fólki sem í nánastri umgengni er við eyðni- sjúklinga, sé nógu rækilega eftir þeim farið. Nítján breskir læknar velta upp annarri hlið á eyðnivandanum í bréfi til British Medical Journal. Forsendan fyrir bréfi þeirra er, að virk eyðni telst enn sem komið er ólæknandi, og aldurtili sjúklinga er tíðast kvalafullur og niðurlægj- andi. Þegar þar við bætist að þorri sjúklinga er á besta aldri og vel að sér fylgir hjá mörgum áköf löngun til að grípa til sinna ráða að binda enda á hörmungarnar. Einkum gætir þess hjá þeim, sem horft hafa upp á vini og félaga sökkva niður í vitfirringu á lokastigi eyðni. Læknarnir 19 segjast því telja sig til knúða að vekja máls á því meðal stéttarinnar, hvort ekki beri að yfirvega hvort líknardráp sé réttlætanlegt, þegar svona er komið. Hve ógeðfellt sem slíkt sé læknum komist þeir ekki hjá því að hugleiða, hvort veita beri sjúkl- ingum aðstoð við að hverfa af heimi, þegar ásetningur þeirra sé ótvíræður, tilhlýðilega sannreynd- ur og hinn kosturinn sá að þeir grípi til óyndisúrræða á eigin spýtur. En það er fleira en eyðni, sem um þessar mundir beinir að lækn- um og öðrum meðferðarstéttum óþyrmilegum kröfum. Þar hefur kjarnorkuógn gnæft yfir annað, sér í lagi eftir slysið mikla í Tsérno- bil í fyrravor. Bráðnandi kjarn- orkuofn dreifði geislun yfir vænan skára af Evrópu. Af Sovétmönn- um, sem fengust við eldinn og geislunina af dæmafáu harðfengi, eru 32 látnir. Dómar hafa gengið yfir trössunum í ábyrgðarstöðum, sem óförunum ollu. Tsérnobil varð tii þess að Evrópuráðið í Strasbourg ákvað að koma á stofn Evrópumiðstöð hörmungalæknisfræði. Henni var valinn staður í borgríkinu San Marino á Ítalíuskaga. Fyrsta læknaþing á vegum þessarar stofnunar sat nú í mánuðinum og fjallaði um hörmungar af völdum geislunarslysa og slysa í meðferð á eiturefnum. Því Tsérnobil á ýmis- ir stórslys. Þeir geta ekki farið eftir lækniskölluninni og tekið að hlynna að þjáðum og slösuðum. Þess í stað er fyrsta hlutverk lækn- isins i kjölfar hörmunga sem þeirra sem þarna er um fjallað að framkvæma vinsun (triage á fag- máli), greina að þá sem dauðvona eru og einungis er ástæða til að deyfa, og hina sem lífvænir teljast og réttlætanlegt er að njóti hörgul- vörunnar læknishjálpar. Því það felst í skilgreiningu á hörmunga- slysum, að þar er ævinlega minna um læknishjálp en á þarf að halda svo öllum verði sinnt eins og ætti sér stað við hægari skilyrði. í heimkynnum Tsérnobil hefur atburðurinn greypt sig djúpt í vit- und fólks. Sá 32. sem féll frá af geislunarveiki var kvikmynda- stjóri, sem ekki gat slitið sig frá að festa átök manna við kjarnorku- ófreskjuna á filmu til heimildar fyrir framtíðina, þótt hann vissi sig stofna eigin lífi í hættu. Vladimir Gúbaréff, fréttamaðurinn sem Pravda sendi á vettvang, lét ekki við það sitja að birta fréttapistla, heldur samdi ástríðuþrungið leik- rit, um ragmennsku og hetjuskap, kjarnorkuógn og ofmetnað tækni- mennskunnar, sem sýnt hefur ver- ið í Moskvu og er tekið að birtast á vestrænum málum. Fyrir skömmu var Martin Walk- er, fréttaritari Guardian í Moskvu, á ferð í Úkraínu. Þar fékk hann að kynnast af eigin raun trúarvakn- ingu sem gripið hefur úkraínskan almenning síðustu misserin. Fyrst birtist María mey tíu ára telpu af svölum þorpskirkju, sem guðlaus yfirvöld voru löngu búin að loka. Síðan linnir ekki pilagrímsferðum á staðinn. Sögur ganga milli manna af sýnum í fleiri þorpum. Yfirvöld, sem þóttust hafa upprætt úkraínska kaþólsku (þá sem fylgir helgisiðum austurkirkjunnar) fyr- ir löngu, vita ekki sitt rjúkandi ráð. Voðinn ætti að vera öllum ljós. Nú reynir á, hvort viðbrögðin verða mennsk. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.