Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 6
Og þaö er urxdantekningarlaust? „Þau fara til lögfræðinga úti í bæ, ef þau lenda í vanskilum." Huaöa lögfrœöingar hafa séö um þá Innheimtu? „Það eru lögmenn Ármúla 3 sf Hvenoer fóru slík skuldabréf vegna greiöslu opinberra gjalda aö berast þínu embœtti — var þaö fyrir 1983? „Ég hef ekki lagt það á minnið og ég vil því ekki tjá mig um það. En þessi bréf eiga að koma frágengin hingað, þinglýst og stimpluð. I fyrsta lagi verður þó að hafa sérstaka heimild til þessa.“ Pú átt viö heimild frá ráöherra? „Já, eða frá fjármálaráðuneytinu. Ef sú heimild er fyrir hendi skipti ég mér ekki af því, heldur reyni að vinna mitt verk í samræmi við ákvæði bréfsins og heimildina." Viö höfum heimildir fyrir því aö ráöherra hafi veriö varaöur viö því af embœttismönnum aö til þessarar fyrirgreiöslu skorti stoö í lögum? „Eg get engu svarað til um það. Ég myndi ætla að það væru þeir sem gæfu út þessa heimild eða væru ráð- gjafar ráðherra í þessum málum. Pappírarnir koma til mín klárir." Og þaö er undantekningarlaust búiö aö ganga fyllilega frá skulda- bréfunum þegar þau berast þér? „Það á að vera svo. Ég vil ekki full- yrða hvort svo sé í öllum tilvikum, en þá reyni ég að ganga frá því.“ 777 hvaöa lagaheimilda er þá vís- aö í þessum tilvikum? „Það er ekki vísað í neinar laga- greinar í heimildarbréfunum. En hins vegar eru yfirleitt sett skilyrði, meðal annars að skuldabréfin séu tryggð með lánskjaravísitölu með hæstu vöxtum, með bankatrygging- um ef hægt er að ná þeim og al- mennt er reynt að hafa fyllstu trygg- ingar í þessum skuldabréfum sem ég hef tekið við." Fylgir þá almennt engin skýring meö þessum heimildum á því af hverju þessi leiö er farin? „Nei, þetta er ákvörðun ráðuneyt- isins. Hvað liggur að baki bréfunum kemur ekki fram svo ég viti. Þú get- ur væntanlega fengið upplýsingar um það hjá ráðuneytinu." FÞG VALDNÍÐSLA EÐA VÆNTUMÞYKJA Lögreglustjórinri setur strangari kröfur á Reiöhöllina í Víöidal en aöra samkomusali. Böövar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, hefur tek- ið þá ákvörðun að hafna öllu samkomuhaldi í Reiðhöll- inrti í Víöidal eftir klukkan sjö á kvöldin á tímabilinu október til apríl. Þessi ákvörðun var tekin eftir að Böðvar hafði synjað hestamönnum um að halda „Uppskeruhá- tíð“ sína í húsinu. Rökin fyrir þessari ákvörðun eru um margt kostuleg. Mál þetta virðist því bera keim af gerræðisákvörðun Iög- reglustjóra frekar en að því sé unnið í anda þess að eitt skuli yfir alla ganga. EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON Eins og kunnugt er var Reiðhöllin í Víðidal tekin í notkun síðastliðið sumar. Að sögn forsvarsmanna hennar var í öllum áætlunum þeirra gert ráð fyrir því að nýta hana til sýninga- og skemmtanahalds þann tíma er hún nýtist ekki hestamönn- um sjálfum. í erindi þeirra til bygg- ingarnefndar var sótt um leyfi til hestasýninga og einnig til annars konar samkomuhalds. Það töldu þeir vera forsendu þess að fyrirtæk- ið stæði undir sér. „...SEM BITNAÐI Á ÞEIM LOGREGLU- MÖNNUM..." Ein af fyrstu slíku samkomunum voru tónleikar með bandaríska rokksöngvarnaum Meat Loaf. Eins og fram kom í fréttum brutust út ólæti tónleikagesta í strætisvögnum er fluttu þá heim að skemmtun lok- inni. Um þetta atriði segir í skýrslu Guömundar Guöjónssonar vara- yfirlögregluþjóns, sem Böðvar byggir synjun sína á: „Talsverðar skemmdir voru unnar á vögnunum af þeim unglingum sem verið var að flytja í bæinn. Varð „Þaö eru mörg dœmi þess aö bœndur fyrir noröan og austan hafi fengiö styrk til aö hœtta búskap og keypt sér smábát og hafiö útgerö. Þessir menn hafa veriö leiddir úr snörunni og bemt í höggstokkinn.“ Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. „Fundurinn áréttar þá skoðun sína vegna umræðna í þjóðfélaginu að undanförnu um' skiptingu afla- kvóta, að eðlilegast sé að skipta aflanum á þau atvinnutæki, sem ætlað er að sækja aflann." Úr ályktun formannafundar Sjómanna- sambandsins. „Samkeppnis- og eiginhagsmuna- kerfi karlveldisins sundrar konum." Úr ályktun landsfundar Kvennalistans. Sigurður Gunnarsson, triHusjómaður á Húsavík. i en við höfð- um að myndu ar aö hofiir oáet ináHli 9vSl Flosi Ólafsson, in forvígiemanna samtakanna „Tjörnin Irfi". hús verður líftrygging fyrir Tjörnina og þegar borgarstjórn verður komin í þetta fallega og lát- lausa hús á bakka Tjarnarinnar má bóka að borgarfulltrúar muni sjá til þessað Tjörnin haldi reisn sinni og verði fegurri en nokkru sinni fyrr." Davið Oddsson, borgarstjóri. „Þetta samráð eggjaframleiðenda brýtur í bága við verðlagslög." Georg Ólafsson, verðlagsstjóri.' þetta til þess að vagnarnir komu ekki aftur og greip um sig mikil vonska meðal unglinga sem eftir voru, um 300 talsins, sem bitnaði á þeim lögreglumönnum sem lög- gæslu önnuðust á staðnum, og kröfðust unglingarnir þess að þeim yrði ekið í bæinn eins og þeim virð- ist hafa verið lofað þegar þeir keyptu aðgöngumiðann. Varð lög- reglan við erfiðar aðstæður að róa unglingana og vísa þeim, sem hægt var, leið í bæinn, en rútubifreið lög- reglunnar var síðan notuð til að flytja þá ca. 50 unglinga, sem eftir voru.“ Síðan vitnar Guðmundur í upplýs- ingaskýrslu lögreglunnar um þetta kvöld: „Það sem bjargaði því að ekki kom til teljandi vandræða var hversu veðrið var í rauninni gott. Ef eitthvað hefði hreyft veður má sjá að til vandræða hefði komið." VEÐURFRÆÐINGUR DREGINN TIL VITNIS Eftir þennan kafla fjallar skýrsla Guðmundar að mestu leyti um mis- mun á veðurfari í Reykjavík og á Hólmi, sem er veðurathugunarstöð í grennd við Reiðhöllina. Styðst Guðmundur við rit Trausta Jóns- sonar veðurfræðings um veðurfar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem Hólmur liggur hærra en Veöurstofan í Reykjavík er veðurfar þar með nokkuð öðrum hætti. Meðalhiti er þar lægri, frostdagar fleiri, úrkoma meiri og snjólag þar af leiðandi þyngra. Þetta skýrir Guð- Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík. Til stuðnings banni sinu á sam- komuhaldi í Reiðhöllinni í Viðidal eft- ir klukkan sjö á kvöldin lagði hann fram skýrslu sem meðal annars- byggðist á veðurathugunum. Skíða- skálinn í Hveradölum heldur samt enn leyfi sínu til samkomuhalds. mundur allt í skýrslunni og notar töflur máli sínu til sannindaauka. Auk þessa telur Guðmundur að Reiðhöllin sé of afskekkt og of mikil hætta á að fólk verði sér að voða þegar það reynir að komast til byggða drukkið. Bendir hann meðal annars á nálægð við Elliöaárnar. í lokin getur Guðmundur þess að byggingarnefnd hafi einungis veitt leyfi til hestasýninga, en ekki ann- arrar starfsemi. Á þessari skýrslu byggir Böðvar ákvörðun sína, sem í stuttu máli felst í því að allt samkomuhald í Reiðhöllinni er bannað eftir klukk- an sjö á kvöldin frá október til apríl. Á öðrum tímum dags og aðra mán- uði ársins er ýmiss konar samkomu- hald hins vegar heimilt, en þó með samþykki lögreglustjórans í Reykja- vík. Þessi undanþága frá banninu kann að líta einkennilega út, þar sem hluti af rökunum snerist um það, að byggingarnefnd hefði ein- skorðað heimild sína við hestasýn- ingar. MINNI KRÖFUR GAGNVART ÖÐRUM SAMKOMUSÖLUM Eftir þennan úrskurð var „upp- skeruhátíð" hestamanna að sjálf- sögðu frestað. Þá fluttu Samtök um byggingu tónlistarhúss fyrirhugaða tónleika sína um síðustu helgi fram til næsta árs verða þeir þá haldnir í Háskólabíói. JC-hreyfingin frestaði einnig fyrirhuguðu samkomuhaldi. Forsvarsmenn Reiðhallarinnar hafa sent lögreglustjóranum bréf þar sem þeir mótmæla ákvörðun hans og draga í efa þær niðurstöður sem Guðmundur Guðjónsson komst að í skýrslu sinni. Varðandi samgöngur frá Reiðhöll- inni benda þeir á að næsti viðkomu- staður Strætisvagna Reykjavíkur sé í 400 metra fjarlægð frá höllinni. Það sé styttri vegalengd en sé vana- lega milli viðkomustaða SVR. Þá benda þeir á að skemmdir á vögn- unum hafi verið að fullu bættar og stjórn SVR hafi lýst sig reiðubúna að taka að sér fólksflutninga frá Reið- höllinni í framtíðinni. Þá bentu forráðamenn Reiðhall- arinnar á að samkomur hefðu verið og væru leyfðar í samkomuhúsum, bæði fjær byggð og eins ofar sjávar- máli. Þeir tóku dæmi af Fáksheimil- inu, sem er í næsta nágrenni Reið- hallarinnar, Rafveituheimilinu, sem er alveg við Elliðaárnar, Gólfskálan- um í Grafarholti og Skíöaskálanum í Hveradölum, sem er uppi á miðri Hellisheiöi. Það virðist því margt benda til þess að Böðvar Bragason lögreglu- stjóri hafi beitt strangari kröfum á Reiðhöllina í Víðidal en ofangreinda samkomusali. Á meðan þeir fá heimild til samkomuhalds verður að telja að eitthvað annað en vel- ferð samkomugesta vaki fyrir lög- reglustjóra. ,,Paö er eins og ffólk megi ekki vera að því að deyja/# Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræöingur. „Stjórnin er aö gltma viö mörg erfið verkefni og önnur eru framundan vegna versnandi efnahags- ástands." Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra. „Eitt verö ég aö segja aö ég er svo- lítiö hissa á Jóni Óttari aö skíra ekki stööina Stöð-1, því þaö er engin sjónvarpsstöð meö þvi nafni." Sigurjón Valdimarsson, ritstjóri. „Ég hef aldrei aetlað i forsetaemb- aettiö og aldrei látiö mér detta það í hug." Steingrimur Hermannsson, utanríkisráðherra. „Borgarstjóri er fæddur á Stokks- eyri eöa Eyrarbakka..." Albert Guðmundsson, formaöur Borgaraflokksins. „Þaö er ekki auðvelt að koma auga á farveg fyrir okkar mál á Alþingi." Þórhildur Þorleifsdóttir, þingmaður Kvennalista. „Með þeim búnaöi sem Slökkvi- lið Akureyrar hefur yfir aö ráða get- um viö ekki bjargað fólki úr eids- voöa sem veröur hærra en á fjóröu hæð" Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri. „Ég þekki ekki starf Byggðastofn- unar í smáatriðum en ég hef ekki séö neitt sem réttlætir tilvist hennar." Þórhallur Pálssen, arkitakt. „Viö ætluöum andstæöingunum í póiitík hér aldrei eins illt og þeir sýnast núna hafa veriö að gera." Einar Olgeirsson, fyrrverandi formaður Sósíalistaflokksins. „Þeir biöa nú bara eftir að hann lygni, loönan er uppi, þó hún hafi staðið djúpt. Þaö er eitthvert viö- áttubrjálæði í henni, hún er óút- reiknanleg." Ástráður Ingvarsson, starfsmaður loðnunefndar. „Sem dæmi um minar efasemdir hef ég aldrei haft trú á því aö for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, Páll Pétursson, ætli aö vínna meö Alþýðuflokknum af heil- indum." Karvel Pálmason, þingmaður Alþýðuflokksins, „Albert hefur margt sér til ágætis, en meðal kosta hans hefur aldrei veriö að fara rétt með staðreyndir." Davið Oddsson, borgarstjóri. „Ég tel aö það þurfi aö opna vestur- gluggann betur. Steingrímur mun eflaust halda vel á þeim málum." Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra. „Hversu góð sem tónlistin er er það óieyfilegt siöferðislega séö að ætla að allir séu tilbúnir að hlusta á tón- list hvar og hvenær sem er." Steingrimur Gautur Kristjánsson, borgardómari. „Framsóknarflokkurinn hefur veriö mikið til stikkfrí í vandamálaum- ræðunni." Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra. „Maður hefur ekkert á móti fallegu kvenfólki frekar en fallegum körl- um." Þórhildur Þorleifsdóttir, þingmaður Kvennalistans. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.