Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 28
þess að stofnunin á tvo hina ágæt-
ustjj þætti er aldrei hafa verið sendir
út. Þátt með katalónska píanistan-
um blinda Tete Montoliu og danska
bassaleikaranum Niels-Henning
0rsted Pedersen og annan með tríói
Jóns Páls Bjarnasonar. Þáttur Jóns
Páls var tekin upp í haust en þáttur
Tete og Niels í september 1985 —
það er ekki oft að þeir tvímenningar
halda saman tónleika og því er sá
þáttur gulls ígildi.
Djassdagarnir upphófust á leik
Stórsveitar Ríkisútvarpsins á Hótel
Borg. Hingað hafði verið fenginn
sænskur hljómsveitarstjóri og út-
setjari, Mikael Ráberg, til að æfa
sveitina og fleiri íslenskar stórsveitir
og hann kom, sá og sigraði. Það var
eins og nýtt band hefði fæðst — slík-
um árangri náðu drengirnir undir
stjórn Svíans. Auðvitað hefði mátt
æfa lengur og laga ýmsa smá-
hnökra, eins og gengur, en þegar á
heildina er litið var útkoman harla
góð. Að vísu skil ég ekki fullkom-
lega af hverju einn besti rafbassa-
leikari okkar, Birgir Bjarnason, var
ráðinn til að leika á kontrabassa
þessa viku. Það kom óneitanlega
niður á sveiflunni!
Verkin voru ýmist sænsk eða
fengin úr Ellington-bókinni, utan
tvö.
Þau sænsku nútímalegri en Rá-
berg útsetti Ellington á sína vísu og
mikið var farið að hitna í kolunum-
þegar ópus einkasonarins, Mercers
Ellington, var leikinn aftur í lokin og
Bjössi R. stóð upp til að blása seinni
hluta básúnusólósins. Bara þetta að
standa á fætur skreytti mikið. Gamli
stórsveitarjálkurinn Björn R. Einars-
son kann brögðin.
Það þarf ekki að kvíða framtíð-
inni verði ekki fækkað í sveitinni og
gestastjórnendur fengnir reglulega!
Mikael Ráberg stjórnaði einnig
Djassbandi Kópavogs í Heita pottin-
um á mánudagskvöldið í síðustu
viku. Þar var sama upp á teningnum
— bandið blés betur en fyrr og síðar
og bros lék um varir stjórnandans í
daglega amstrinu, Árna Scheving.
„Hingad haföi veriö fenginn sœnskur hljómsveitarstjóri og
útsetjari, Mikael Ráberg, til aö œfa sveitina og fleiri íslenskar
stórsveitir og hann kom, sá og sigraöi. Þaö var eins og nýtt band
heföi fæöst — slíkum árangri náöu drengirnir undir stjórn Svíans.“
Sjá: Djassdagar og djassblómi
SPÁSTEFNA 1987
VBTIRINNSÝN /FRAMTÍDINA
HVER ERU ÁHRIF EFNAHAGSSTEFNU RÍKISSUÖRNARINNAR
Á ATVINNULÍFIÐ? #
HVERT ER SAMSPIL VINNUVEITENDA OG HAGSMUNASAMTAKA?
HVER ERU ÁHRIF HRÆRINGA Á ERLENDUM MÖRKUÐUM?
FÖSTUDAGINN 27. NÓVEMBER KL 13:30 í KRISTALSAL
HÓTEL LOFTLEIÐA
DAGSKRÁ:
SETNING SPÁSTEFNU:
Þórður Sverrisson, formaður Stjórnunarfélags íslands.
ÁLITÁ EFNAHAGSHORFUM, M.T.T. STÖÐU ÞJÓÐARBÚSINS
OG YTRI SKILYRÐA:
Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Islands.
ÁLITÁ EFNAHAGSHORFUM, M.T.T. FISKVEIÐISTEFNU STJÓRNVALDA,
ERLENDRA MARKAÐA OG OLÍUVERÐS:
Rögnvaldur Hannesson, prófessor við Norges Handelshoyskole.
STAÐA SJÁVARÚTVEGS OG AFKOMUHORFUR:
Ólafur B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Miðness hf.
IÐNAÐUR IERFIÐLEIKUM:
Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar hf.
LANDBÚNAÐUR í KREPPU:
Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ístess hf.
VERSLUN & VIÐSKIPTI - HVER ER STAÐAN?
Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaupa hf.
ER PENINGASTJÓRNUN ÁVALLT OF SEIN Á SÉR?
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbanka íslands.
OPINBERU FJÁRMÁLIN - SKIPTIR HALLI ÞEIRRA MÁLI?
Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra íslands.
Fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, skýrir stefnu stjórnvalda
og gerir athugasemdir við fram komnar skoðanir.
Þátttaka tilkynnist í síma 621066.
5tjórnuriarfélag íslands
Ananaustum 15 • Sími; 6210 66
Hann stjórnaði nokkrum ópusum
fyrir og eftir.
Það er kannski fyrst og fremst
þessi mikli kraftur sem Ráberg nær
út úr sveitunum er gerir gæfumun-
inn. Djass þarf snerpu til að sveiflan
fari í gang. Flestir félagarnir í Djass-
bandi Kópavogs eru áhugamenn en
ryþmasveitin var góð og Þórður
Högnason bassaleikari og Birgir
Baldursson trommari í sveiflustuði.
Að öðrum ólöstuðum kom Birgir
mér mest á óvart þessa viku. Einn
efnilegasti sveiflugaur er hér hefur
lengi heyrst í.
Það mátti heyra margt annað en
stórsveitir á djassdögunum. Upptök-
ur með hljómsveitum Árna Elfars,
Kristjáns Magnússonar og sex pían-
ista í Heita pottinum. Svo sannar-
lega er margt að gerast á íslands-
djassinum.
Þó Djassdögum Ríkisútvarpsins
sé lokið að sinni er margt framund-
an. Á fimmtudagskvöld verða djass
og blús á Hótel Borg. Þar leikur tríó
Guðmundar Ingólfssonar og söngv-
arar þrir taka lagið: Bubbi Morth-
ens, Haukur Morthens og Megas.
Þeir komu fram á djass- og blús-
kvöldi í fyrra og var þá troðfullt út úr
dyrum á Borginni. Ekki er ástæða til
að ætla annað en svo verði einnig
nú.
Hinsegin blús nefnist skífa er var
að koma út. Það er samnefnd hljóm-
sveit sem leikur þar: Eyþór Gunn-
arsson á píanó, Tómas R. Einarsson á
bassa og Gunnlaugur Briem á
trommur. Svo blása danski trompet-
leikarinn Jens Winther og Rúnar
okkar Georgsson í nokkrum ópus-
um. í tilefni útgáfunnar bregður
Jens Winther sér til íslands og blæs
með þeim félögum í Iðnó á laugar-
daginn klukkan tvö eftir hádegi.
Það er líka að koma út skífa með
lögum Jóns Múla Árnasonar og fyrir
skömmu gaf Reynir Jónasson
harmónikkuleikari út skífu er nefn-
ALVÖRU
STURTUKLEFAR
Við höfum fengið nýja sendingu af ítölskum
sturtuklefum og hurðum í ýmsum stærðum og
gerðum. Hert öryggisghler í hvítlökkuðum ál-
Hringbraut 120
sími 28600
Stórhöfða
sími 671100
ramma.
28 HELGARPÓSTURINN