Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 33
HAMSUN BRESTUR í GRÁT Enn var setið við. Aftur og aftur dró Holmboe broddinn úr gagnrýni Hamsuns. Nú var hann jafnvel far- inn að fella niður heilu setningarn- ar. Þrátt fyrir þetta tókst gamla manninum að halda Hitler við efn- ið: Jósef Terboven. Fram og til baka þrefuðu þeir um Terboven. „Þessi maður eyðileggur meira en þér megnið að byggja upp," kallaði Hamsun. Holmboe var nóg boðið. Hann sneri sér að Hamsun og bað hann að tala ekki svona við foringj- ann. En áfram hélt Hamsun og þrátt fyrir ítrekuð afskipti Holmboes fór svo lokum að Hitler var nóg boðið. Hann fórnaði höndum í mótmæla- skyni. „Ja, ja, meine Herren," sagði hann um leið og hann reis upp til að slíta samtalinu. Hann gekk í átt að svölunum. Gamli maðurinn brast í grát. Hann örvænti um framtíð þjóðar sinnar. Fundurinn með Hitler virðist ekki hafa borið neinn árang- ur. Tárvotur sneri hann sér að Holm- boe og sagði: „Segðu við Adolf Hitl- er: Við treystum yður.“ Holmboe túlkaði þessi lokaorð. Hitler kinkaði kolli og bað Holmboe að róa skáldið. Síðan lét hann einka- bifreið sína, hinn stóra svara Mercedes, sækja gestina. Með Hamsun og Holmboe fóru í bílnum þeir Ernst Zuchner og Martin Bor- man. Hamsun settist í framsætið en Holmboe í einhvers konar hliðar- sæti. í aftursætinu sátu svo þeir Bor- man og Zuchner. „HVERNIG ENDAR ÞETTA?" Á leiðinni til flugvallarins kom til hvassra orðaskipta milli Norðmann- anna tveggja. Hamsun sakaði Holmboe um að hafa ekki túlkað rétt fyrir sig. Holmboe svaraði fyrir sig og ásakaði Hamsun fyrir að ganga of langt á fundinum með Hitl- er. Ur aftursætinu fylgdist Zuchner grannt með deilum Norðmann- anna. í bílnum var harkalega deilt. Hamsun fannst Holmboe ekki gefa nægilega skýringu á framkomu sinni hjá Hitler. Þegar Holmboe hélt áfram að finna að málflutningi Hamsuns sneri gamli maðurinn sér að honum og hreytti framan í hann: „Idjót! Hverslags rugl er þetta?“ Geðshræring gamla mannsins fór vaxandi. Hann sagði að það hefði átt að koma alveg ótvirætt fram á fundinum með Hitler að Terboven væri ekkert annað en óheflaður ruddi. Holmboe hélt áfram að svara Hamsun. Að lokum gafst Hamsun upp á þessum deilum og starði út í bláinn á meðan Holmboe talaði. Hann virtist ekki skilja áhyggjur Hamsuns af örlögum norsku þjóðar- innar. Eftir að orrahríðinni linnti heyrðist gamli maðurinn tauta fyrir munni sér: „Hvernig endar þetta, hvernig endar þetta? . . . HOLMBOE DÆMDUR Þegar Þjóðverjar gáfust upp vorið 1945 var Egil Holmboe handtekinn. Samkvæmt heimildum okkar mun vitnisburðar hans ekki hafa verið óskað í málaferlunum gegn Ham- sun. Holmboe fékk 7 eða 8 ára fang- elsisdóm. Ekki vitum við nákvæm- lega hverjar sakargiftir voru en í réttarhöldunum var hann m.a. ákaft spurður um tíðar ferðir sínar til út- landa. Að sögn heimildarmanns okkar, sem lesið hefur dóminn yfir Dr. Dietrich, blaðafulltrúi Hitlers, tekur hér á móti Knut Hamsun. Egil Holmboe stendur á milli þeirra og túlkar i vinstra eyra skáldsins. Holmboe, kemur fram í dómsfor- sendum að skrifstofustjórinn hafi fengið eitthvert það albesta uppeldi sem völ var á í Noregi. Egil Holmboe var af þekktum norskum ættum. Hann fæddist í lok síðustu aldar, í apríl 1896, og var því á miðjum aldri þegar hann tók við embætti skrifstofustjóra í innar.rík- ismálaráðuneyti Quislings. Faðir hans var aðalræðismaður Norð- manna i Rússlandi og mjög þekktur í Noregi á sinni tið. Þegar Holmboe hafði lokið námi í liðsforingjaskóla hersins hóf hann störf í utanríkis- þjónustunni. Á fyrstu árum sínum í utanríkis- þjónustunni starfaði Holmboe með- al annars í Varsjá. Hann kvæntist gífurlega efnaðri konu af amerísk- um ættum. Um skeið hvarf hann svo úr utanríkisþjónustunni og gerðist sölumaður amerískra fyrirtækja í Balkanlöndunum. Á fjórða áratugn- um gekk hann á ný í utanríkisþjón- ustuna og var meðal annars sendur hingað til lslands. Héðan mun hann hafa farið til Noregs árið 1939 og þekkjum við ekki sögu hans fyrr en hann er orðinn skrifstofustjóri í inn- anríkismálaráðuneytinu þar. Til íslands mun Holmboe hafa flust frá Kaupmannahöfn árið 1953. Hingað kominn réðst hann til starfa hjá bandaríska hernum á Keflavík- urflugvelli þar sem hann starfaði nær samfellt frá 1953 til 1974. Hér gekk hann að eiga íslenska konu sem hann hafði kynnst á meðan hann dvaldi í Reykjavik fyrir stríð. Á ÍSLANDI Þegar Holmboe fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1955 tók hann upp nafnið Egill Fálkason. Að sögn samstarfsmanna Egils var hann alla tíð tregur til að ræða um lífshlaup sitt. Einn samstarfsmanna hans lét svo um mælt að svo virtist sem ein- hvers biturleika gætti þegar hann ræddi um liðinn tíma. Lengst af starfaði Egill i birgða- deild hersins þar sem hann færði til bókar. Má nærri geta hvílík við- brigði það hafa verið fyrir þennan fyrrum háttsetta embættismann. Hann mun þó aldrei hafa sóst eftir stöðuhækkun, enda kominn um sextugt þegar hann hóf störf hjá hernum. Við samsetningu þessarar blaða- greinar ræddi höfundur við nokkra nánustu samstarfsmenn Egils. Eng- inn þeirra kvaðst hafa kynnst hon- um náið. Þeim bar saman um að hér hefði mjög sérstakur maður verið á ferð, mjög vel gefinn og greinilega hámenntaður. Þessi lýsing kemur heim við aðrar upplýsingar okkar. Samkvæmt þeim var Egill óvenjugreindur mað- ur með mjög fágaða framkomu. Menn tóku eftir því að norska Holm- boes var frekar tilgerðarleg, en hér mun þó hafa verið um að ræða þá 19du aldar norsku sem töluð var meðal yfirstéttarinnar þegar Egill var að alast upp. Á ýmsan hátt mun hann hafa borið merki þess yfirstétt- aranda sem hann ólst upp við. Þótt Egill hafi á sinni tíð verið háttsettur hjá Quisling mun hann þó alla tíð hafa verið fremur áhugalítill um stjórnmál. Áhugi hans beindist miklu fremur að bókmenntum og listum. En auk mikillar þekkingar á þessu sviði talaði Holmboe 7 tungu- mál, þar á meðal reiprennandi rússnesku. Ekki er ósennilegt að ferðalög hans á austurvígstöðvarn- ar í síðari heimsstyrjöld standi í ein- hverju sambandi við þessa yfirgrips- miklu tungumálakunnáttu. FRÁSÖGN BALDURS BJARNASONAR Baldur Bjarnason magister, sem nú er nýlátinn, var um skeið fangi nasista í Noregi. í frásögn sinni / Grini-fangelsi rekur hann kynni sín af Holmboe. Baldur skrifar: „Eg þekkti persónulega einn af hinum háttsettu kvislingum, Egil felipi 1 1 * - ,v tarju* p/-n -r. Berghof Hitlers. Við þetta hringborð fór hinn sögulegi fundur fram sumarið 1943. Holmboe, sem verið hafði starfs- maður norska sendiráðsins í Reykja- vík. Ég hafði kynnst honum þar. Hann var þá ákveðinn lýðræðis- sinni, en sumarið 1940 hitti ég hann í Osló, þá var hann orðinn nasisti. Hann var alveg sannfærður um sig- ur Þýskalands. Hann bauð mér vinnu. Ég svaraði, að ég hefði ekki tíma til vinnu, því ég hefði nóg að lesa. Þá bauð hann mér að borða hjá sér. Ég sagðist hafa nóg að borða. „Afsakið," mælti hann, „ég veit að þér eruð stoltur maður af stoltri þjóð, en ég hef gott hjartalag." „Það góða hjartalag skuluð þér sýna einhverjum öðrum en mér,“ sagði ég. Þegar ég hafði flutst á Þórshof fékk ég bréf frá honum. Hann bað mig að koma til sín á skrif- stofu sína á ákveðnum degi og stundu. Hann var þá orðinn skrif- stofustjóri. Ég fór til hans, þegar ég hitti hann bauð hann mér atvinnu við að teikna kort af Balkanskaga, þjóðernis- og trúarbragðakort. Ég svaraði, að ég væri ekki teiknari, en ég gæti lánað honum skólakortið mitt. Hann gæti teiknað eftir því sjálfur. Svo kom ég daginn eftir með kortið mitt til hans. Hann tók við því. En þegar ég lét þá ósk í Ijós, að mér þætti vænt um, að hann sendi mér kortið aftur, þá fleygði hann því í mig og sagði: „Það kostar mig bara peninga, takið þér við því.“ Ég hneigði mig, kvaddi og fór. Ég hef ekki séð hann síðan og heldur ekki viljað sjá hann. Ég veit ekki, hvað um hann hefir orðið og hirði ekki heldur um að vita.“ Gamall vinur Baldurs Bjarnason- ar hefur sagt höfundi þessarar blaðagreinar frá því að Baldri hafi brugðið mjög þegar hann mætti Holmboe á götu í Reykjavík mörg- um árum síðar. Höfundur hefur þó nokkuð traustar heimildir fyrir þvi að Holmboe kom hvergi nærri ör- lögum Baldurs Bjarnasonar. LEIÐARLOK Nokkrum viðmælendum bar sam- an um að Holmboe hefði átt til tals- verðan hroka í samskiptum við fólk, einkum þegar honum fannst það fá- víst eða óheflað í framkomu. Maður sem kynntist honum lítillega á sjötta áratugnum gaf þá skýringu að þetta hefði fyrst og fremst verið arfur þess uppeldis sem Holmboe fékk. Þessi 19du aldar heimsborgari hefði átt erfitt með að aðlaga sig íslenskum dónaskap og hugsunarleysi. Þótt Egill Holmboe hafi haldið sig í nokkurri fjarlægð frá fólki og verið dulur um sína hagi, þá virðist sam- ferðafólki hans hér á Islandi hafa verið fremur hlýtt til hans. Flestir höfðu orð á „séntilmennsku" Egils og kurteisi. Sem starfsmaður í Kefla- vík var hann mjög vel liðinn. Einstaka sinnum talaði Egill um að sig langaði heim til Noregs. Hugs- unin um Noreg virtist þó vekja upp bæði sársauka og söknuð. Sjálfur taldi hann sig aldrei hafa gert annað en að þjóna föðurlandi sínu á heið- arlegan hátt. Níræður að aldri lést Egill Fálka- son Holmboe í byrjun ágúst í fyrra- sumar. Farinn að heilsu og saddur lífdaga kvaddi hann þennan heim. Jarðarförin fór fram á kaþólska vísu, en til þess siðar hafði Egill hneigst á efri árum. Athöfnin fór fram í kyrrþey. Auk ekkju hins látna voru viðstödd stjúpdóttir hans, tengdasonur og einn gamall vinur. Viðburðaríkri ævi var lokið. HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.