Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR • Garri Kasparov, núverandi heimsmeistari í skák, keppir á íslandi í október á næsta ári. Þá fer fram annað heimsbik- armótið í skák, sem Stöð 2 stendur fyrir ásamt fleiri aðilum. • Langt er liðið síðan jafnmargir áhorfendur hafa verið á handboltaleik og þeim, sem háður var á miðvikudagskvöld- ið í síðustu viku. Þar fór fram leikur Víkings og FH og voru áhorfendur rúmlega 2.000 talsins. • Það var bjartsýnt fólkið sem lagði leið sína á sorphauga borgarinnar á miðvikudagskvöld í siðustu viku. Heil fjöl- skylda var þar samankomin með vasaljós og leitaði dauða- leit að einhverju. Starfsmenn öryggisgæslunnar Securitas sáu ljósið og könnuðu hvað var um að vera. í ljós kom að 100.000 krónur sem f jölskyldan átti höfðu óvart lent í rusla- tunnunni, sem síðan hafði verið tæmd daginn eftir. Fólkið var ekki á því að sætta sig við að peningarnir væru með öllu horfnir, lagði leið sína á haugana og fann þar 80.000 krón- ur af hundrað þúsundunum! • Öflug sprenging varð í spennustöð við Iðnskólann í Reykjavík á fimmtudag í síðustu viku. Rammgerð hurð á spennistöðinni þeyttist út og endaði úti á stétt. Enginn var staddur nálægt stöðinni þegar sprengingin varð. • Ný fríhafnarverslun fyrir komufarþega var opnuð í flug- stöð Leifs Eiríkssonar á laugardaginn. Verslunin er á neðri hæð byggingarinnar og er um 400 fermetrar að stærð. Bráðabirgðaverslunin á efri hæðinni var hins vegar 130 fer- metrar. • Um 300 þúsund króna hagnaður varð af rekstri Arnar- flugs fyrstu níu mánuði ársins. Á síðasta ári nam tap félags- ins 170 milljónum. Aukning farþega í millilandaflugi var 20% á fyrstu níu mánuðum þessa árs, eða alls rúmlega 34.000 farþegar. • Tveir menn björguðust á giftusamlegan hátt þegar lítil eins hreyfils flugvél nauðlenti skammt vestan flugvallarins á Selfossi á föstudag. Eldur kom upp í vélinni skömmu eftir flugtak og hún fylltist af reyk. Flugmanninum og farþega hans tókst að komast út úr vélinni áður en illa fór og slösuð- ust báðir lítið miðað við aðstæður. • Á ráðstefnu Byggðastofnunar og Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem haldin var á Selfossi í síðustu viku, kom m.a. fram í ræðu Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra að víðast í hinum vestrænu ríkjum er nú unnið að því að losa eignir ríkisins í atvinnufyrirtækjum og bönkum. Sagði for- sætisráðherra eðlilegt að slíkar umbætur tengdust á einn eða annan hátt hagsmunum almennings. Þorsteinn varpaði fram þeirri hugmynd til umhugsunar, að andvirði af sölu opinberra fyrirtækja eða stofnana yrði hagnýtt til að efla og auka fjölbreytni atvinnulífsins um land allt. • Ákveðið hefur verið að bæta við 400 nýjum bílastæðum í Kringlunni._ Verða þau upp á þrjár hæðir. • Framlag íslands til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 1988 verða bækur Steinunnar Sigurðardóttur, Tíma- þjófurinn, og Thors Vilhjálmssonar, Grámosinn glóir. Dóm- nefnd kemur saman í Færeyjum 26. janúar nk. og ákveður hver hlýtur verðlaunin. • „Tjörnin lifir“ eru samtök sem berjast gegn byggingu ráð- húss við tjörnina. Á sunnudaginn héldu samtökin útifund til að mótmæla fyrirhugaðri byggingu ráðhúss og var fund- urinn afar vel sóttur að sögn Flosa Ólafssonar fundarstjóra. Kvaðst Flosi einkum ánægður með hversu vel gamalgrónir Reykvíkingar hefðu sótt fundinn. • Á mánudaginn komst upp um smygl á 10,7 kílóum af hassi til landsins. Tveir karlmenn, 44 og 39 ára, og kona, 30 ára, voru handtekin og gerð krafa um að þau sitji í gæslu- varðhaldi næstu vikurnar. Hassið kom til landsins með skipi og var skráð á tollskýrslum að um málningu væri að ræða. • Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur leitað eftir að- stoð borgarráðs við að framfylgja lagaákvæðum um íslensk heiti á fyrirtækjum í borginni. Davíð Oddsson borgarstjóri segist sammála Jóni Sigurðssyni og kveður borgarráð hafa óskað eftir þvi við Hjörleif Kvaran, framkvæmdastjóra lög- fræði- og stjórnsýslunefndar, að kannaðar verði þær heim- ildir sem byggingarnefnd hefur til að hafa afskipti af málum sem ráðherra leggur til. • Mikil reiði ríkir nú hjá smábátaeigendum um land allt vegna þeirrar tillögu sjávarútvegsráðherra að setja kvóta á báta undir 10 tonnum. Á fjölmennum fundi smábátaeig- enda á Norðurlandi, sem haldinn var á Akureyri um helg- ina, var kvótakerfi á smábáta harðlega mótmælt og því lýst sem háskalegri aðför að lífskjörum smábátaeigenda og at- vinnulífi víða á landsbyggðinni. • Liðsmenn hljómsveitarinnar Stuðmanna hafa ákveðið að spila ekki saman á næstunni og er hljóðver þeirra til sölu. Flestir hljómsveitarmeðlimanna munu þó starfa áfram á tónlistarsviðinu. Afmæli: Finnur Jónsson listmálari varð 95 ára sunnudaginn 15. nóvember. Tökum hunda í gœslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags fslands Arnarstöðum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030 y LJÓSASKOÐUN 'l SKAMMDEGIÐ FER í HÖND. Viö aukum öryggi i umferöinni meö þvi aö nota okuljosin allan sólarhringinn. rétf stillt og i góöu lagi Ljósaperur geta aflagast á skömmum tíma. og Ijósaperurdofna smám saman við notkun Þannig getur Ijósmagn þeirra rýrnað um allt að þvi helming. |JUfjtFERÐAR y BON- OG ÞVOTTASTÖÐIN ÖS veitir eftirtalda þjónustu: tjöruþvott djúphreinsun teppa og sœta, mótorþvott. Mössum lökk, ' bónum og límum ö rendur. Opiö virka daga kl. 8—19. Opiö laugardaga kl. 10-16. Bón- og þvottastöðin Ös, Langholtsvegi 109 Sími 688177 Meðan takmarkað upplag endist verður bók þessi send þér ÓKEYPIS Aðeins að fylla út og senda þessa úrklippu strax í pósti Utanáskrift: Loftur Jónsson Pósthólf 7124 Reykjavík Vinsamlega sendið mér auglýsta bók án kostnaðar Nafn: Sími: Heimilisfang: Póstnf. staður: Ath. Tilboð þetta miðast við takmarkað upplag: HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.