Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 23
RITHOFUNDURINN OG IMYNDIN í eina tíð voru rithöfundar og skáld eins konar poppar- ar samtímans. Þó ekki í þeim skilningi að þeir væru að fást við léttvægari hluti en þeir gera í dag, heldur vegna þess að þá voru þeir hetjur og stjörnur, stórmenni og kavalerar sem hinn aumi almenningur fylgdist með. Nýrra bóka þeirra var beðið með eftirvæntingu; þeir sem best stóðu sig urðu efnaðir menn og líf þeirra varð al- menningi sú draumsýn sem líf hollywoodstjarna og poppgoða er í dag. En nú eru aðrir tímar, rithöfundar eru flestir hverjir hversdagslegir menn og konur, vinna sína vinnu sem felst í að skrifa bækur og hafa langt því frá jafnmikið að segja og hinir sem áður voru uppi, voru uppi á þeim tíma þegar bókin var áhrifamesti fjölmið- illinn. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Oscar Wilde, frægasti snillingur sögunnar, eiturtunga sem taldi íslendinga gáfuðustu þjóð veraldar þar sem hún fann Ameríku og hafði vit á að týna henni aftur. Kannski var þetta alls ekki svona, kannski er þessi ímynd sem skapast hefur af rithöfundum í gegnum tíð- ina bara goðsaga sem á sér alls enga stoð í raunveruleikanum. Eftir því sem tímar hafa liðið hefur goðsagan magnast og breyst, orðið að ein- hverju stórkostlegu sem stenst svo alls ekki þegar nánar er að gáð. Kannski er það bara alls ekki satt að stúlkur hafi geymt ljóð Davíðs Stef- ánssonar undir koddanum og freist- ast til að líta í þau og lesa á síðkvöld- um, þegar þær vildu gleyma hugar- angri hversdagsins, svipað og nú- tímamaðurinn gerir þegar hann fer í bíó, leigir sér myndbandsspólu eða setur plötu á fóninn. En þó svo að þetta sé ekki satt þá er goðsagan til. Eftir því sem við færumst lengra frá uppruna hennar eru meiri líkur til að hún verði talin sönn, að tilveran hafi þannig verið eins og goðsagan segir til um. I upphafi aldarinnar, kannski líka á ofanverðri þeirri nítjándu, var til nokkuð sem nútímamaðurinn hefur kallað snillingsímyndina. Þá stefndu drengir og ungir menn að því að verða ódauðleg skáld og snillingar. Snillingarnir voru hafnir yfir efnið, lifðu í andanum, allt sem þeir sögðu og gerðu var stórkostlegt og yndis- lega ómótstæðilegt, þeir fóru sínar eigin leiðir og létu sér fátt um aðra finnast. Tákn þessarar snillings- ímyndar er óneitanlega írinn Oscar Wilde — hann var svo mikill snill- ingur og svo hátt yfir aðra hafinn að hann hikaði ekki við að láta persón- ur í bókum sínum segja að þær hefðu rekist á verk eftir ungan snill- ing — Oscar Wilde. Reyndar gerði Halldór Laxness það líka, móðir Steins Elliða í Vefaranum mikla frá Kasmír segir eitt sinn við Stein að það birtist oft skemmtilegar greinar í blöðum eftir ungan mann, Halldór Laxness. Reyndar eru þessari snill- ingsímynd hvergi gerð betri skil en einmitt í Vefaranum mikla; Steinn Elliði er mestur snillingur sem hér hefur alið aldur sinn. Hann var eig- inlega ekki af þessum heimi. ísland hefur auðvitað alið fleiri snillinga, sýnu raunverulegri. Ljóð- og leikritaskáldið Jóhann Sigurjóns- son fellur t.d. að þessari ímynd eins og flís við rass. Þunglyndisleg Hemingway var svo áhrifamikil persóna aö jafnvel hafa birst um þaö langar greinar hvaö er aö vera Hem- ingway-isti. draumkennd myndin af honum, sem komið hefur fyrir hvers manns sjónir í skólaljóðunum, sér til þess; hann leggur hönd undir kinn, til hliðar eru glös og brostnir draumar. Jóhann dó líka ungur maður. Til þess að passa inn í þessa ímynd snill- ingsins, sem er með áhyggjur heims- ins á herðunum, þurfa menn að deyja ungir. Það er rómantískara og snillingar eru rómantískir sveim- hugar, marglyndir, örir og um leið svo ósköp þjáðir. Og svo auðvitað Einar Ben. sem var rakið stórmenni til orðs og æðis. Þessi rómantíska snillingsímynd er auðvitað komin beint frá Werther hinum unga, sem Goethe skrifaði um á sínum tíma. Sá maður var frá- vita af óendurgoldinni ást og framdi sjálfsmorð. Seinni tíma rómantískir snillingar hafa að vísu ekki framið sjálfsmorð, nema þá í óeiginlegum skilningi. Þrá þeirra eftir fullkom- leika, hinu fagra sem stundum er kona en oft lika skáldskapurinn og liinn hágöfgi andi, leiðir oft til heift- arlegra átaka í sálu þeirra sem end- ar í einhvers konar sjálfsafneitun og missi. Snillingurinn í sinni hreinu mynd varð þó ekki svo langlífur en rithöf- undar héldu þó áfram að skrifa af köllun, vegna þess að þeim þótti það sem þeir höfðu að segja svo yfir- máta mikilvægt að heimurinn mætti ekki missa af því. Franz Kafka er líklega eitt frægasta dæmið um slíkan mann. Hann var venjulegur skrifstofuþræll sem afneitaði sam- félaginu og settist við skriftir. Hann dró til baka áform sin um að giftast konunni sem hann var heitbundinn til þess að geta helgað sig skriftun- um. Ekkert skyldi halda honum frá því að skrifa og nútíminn er honum auðvitað þakklátur fyrir staðfest- una. Snillingsímyndin, í bland við þessa þunglyndu draumkenndu rómantísku hetju, sem er svo ofur viðkvæm, hefur í evrópskum bók- menntum orðið feiknalega lífseig, enda átti hún lengst af ekki í neinni samkeppni. Ef menn vildu verða rit- höfundar urðu þeir að gangast inn á mýtuna. Þegar leið á öldina fóru aðrar tegundir rithöfunda að kveðja sér hljóðs, og smám saman varð úr Jóhann Sigurjónsson, hin fullkomna rómantíska hetja. Hann hefur allt sem þarf, nútíma auglýsingastofa gæti ekki hafa gert betur í því aö búa til ímynd. þessu öllu einn hrærigrautur sem sameinast að öllum líkindum í Hem- ingway. Hemingway var allt í senn; mjúkur, harður, ruddi og sjentilmað- ur, rómantískur og ofsafenginn. Hann var ævintýramaður, harðsoð- inn drykkjuhrútur, veiðimaður, þekktur fyrir áhuga sinn á nautaati og gat svo líka verið svo yndislega ljúfur í harðneskjunni. Hann varð einn af þeim höfundum sem urðu miklu frægari en bækurnar sem þeir skrifuðu og þurfti þó töluvert til. Lýsingar Hemingways sjálfs á því hvernig hann skrifaði á kaffihúsum í París hafa orðið lífseigar og eftir því sem sagan segir sitja margir ung- ir menn á kaffihúsum í París og reyna að fanga andann sem Hem- ingway skildi eftir þegar hann fór. Hemingway kynntist líka Gertrud Stein og öllu því gengi sem hún um- gekkst og síðan hafa lýsingar hans á því gert að verkum að það þykir hið eina sanna listamannslíf. Að vísu lif- ir líka sagan um manninn sem átti ekki fyrir mat og kvaldist af kulda og vosbúð í lilu herbergi í risi, innan um handrit að snilldarverkum. A.m.k. lifði hún góðu lífi þangað til Laxness lýsti því einhvern tíma yfir að hann myndi ekki til þess að hann hefði nokkurn tíma misst úr máltíð. Menn hafa samt aldrei sætt sig full- komlega við þetta og því lifir sagan um manninn sem svalt og skrifaði smásögur í Berlingske til að eiga fyrir pappír. Pétur Gunnarsson hefur öðrum mönnum betur gert upp reikninga við þessar goðsagnir um rithöf- unda, einkum í bók sinni Persónum og leikendum. Andri Haraldsson, söguhetjan, er upptekinn af að stúd- era lífsstíl skáldanna og vinnuað- ferðir sem hann ætlar að nota sér til að verða sjálfur frægur rithöfundur. Hann kemst þó að því í endann að það er ekki til uppskrift að höfundi, spurningar eins og hvað hefði Hem- ingway gert? svara engu fyrir hann sjálfan. Jafnvel París og Þingvellir eru ekki það sem þessir staðir eiga að vera, guðdómlegir fyrir andann og sjálfkrafa hvati á skáldgáfuna. Það má geta sér þess til að lokanið- urstaða mannsins sem hefur stöðugt verið að reyna að finna hvernig maður hann á að vera til að verða höfundur sé sú að menn geti það eins þó þeir séu ekki annað en fjöl- skyldufeður í blokk og fari á göml- um btl eftir nauðsynjum í Kron. Um leið og þessi niðurstaða verð- ur ljós er hulunni svipt af goðsögn- inni um rithöfundinn sem stígur út úr lestinni á brautarpallinum með ódauðlegt handritið undir hendinni. Bæði snillingurinn Stein Elliði og hans líkar, sem og Hemingway, fá að sigla sinn sjó. Það þýðir ekki fyrir unga menn að ætla sér að feta í þeirra spor þó þeir vilji verða rithöf- undar. En á sama tima hættir rithöfund- urinn að vera sérkennileg persóna, hann verður bara einn af fjöldanum og fólki lærist að það er ekkert sér- staklega merkilegt við persónu hans. Hann er bara maður eins og allir hinir; etur, sefur, þvær upp og les sögur fyrir börnin sín á kvöldin. Dulúðinni um listamanninn ódauð- lega hefur verið fleygt fyrir róða. En þá gerist það líka að Strind- berg verður stærri í minningunni. Nútímarithöfundurinn verður að of- ur venjulegum manni og gerir ekki annað en skerpa andstæðuna við goðsöguna um stórmennin sem einu sinni réðu ríkjum á ritvellinum. Og þó menn átti sig á því að Arthur. Miller muni aldrei aftur giftast Mari- lyn Monroe verður það líka til þess að gera það ódauðlegt að Arthur Miller, heimsfrægur rithöfundur, var einu sinni giftur mesta kyntákni sem heimurinn hefur alið. Nútíma- rithöfundurinn er sennilegast ekki ýkja spennandi persóna þegar mið- að er við myndina sem dregin er upp af hinum eldri, frekar hvers- dagslegur, sléttur og felldur. í stað- inn yljar fólk sér bara við sögur af dauðum höfundum sem gera þeim kleift að sjá rithöfundinn i dulúðugu ljósi, þar sem hann getur tekið upp á hverju sem er. Þegar öllu er á botn- inn hvolft er andleg fæða mannsins goðsögurnar um eitthvað sem er alltaf handan hornsins en virðist samt vera innan seilingar. Kannski sama þráin og var svo sterk í snill- ingnum á öndverðri öldinni, þráin eftir hinu fullkomna, hreina og eilífa sem ekkert fær grandað, paradís hinum megin við hólinn sem er bara rétt handan við vatnið . . . Hugleiding um rithöfunda og godsagnir, mennina aö baki bókanna fyrr og síöar. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.