Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 2
Ertu úr járni? Bjartmar Guðlaugsson „Nei, nei ég held ég sé ekki úr járni. Ég er samansettur úr miklu viökvæmari efnum." — Hvernig veistu þá hvernig heyrist í járnkarli? „Ég hef heyrt í mörgum járnkörlum — og járnkonum reyndar líka." — Heldurðu að það séu krakkar sem kaupa plötuna mest? „Ég vona bara að það séu börn á öllum aldri." — Hvað um týndu kynslóðina, kaupir hún ekki iagið um sig? „Jú, það held ég að hljóti að vera." — Hvenær samdirðu lag og texta við „Týndu kynslóð- ina'? „í desember 1986. Lagið flutti ég fyrst í beinni útsend- ingu á Bylgjunni, úr betri stofunni hjá Hemma Gunn. Ákvörðun um að setja lagið á plötu tók ég strax eftir að ég samdi það." —Hvernig stendur á því að þú hefur svona innsýn í beyglaða munna og annað sem um getur í textanum? „Eg hef alltaf verið mjög vakandi fyrir umhverfinu og er með aðdráttarlinsuna á öllu í mannlegu fari." — Og upplifað partí af þessu tagi? „Ég hef upplifað allan andskotann!" — Hvernig kom Eiríkur Fjalar inn í þetta dæmi? „Eiríkur Fjalar er vinur minn og samherji, orðinn trúbador að mér er sagt. Við frumfluttum þetta lag á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum nú í sumar og það var fyrirvaralaust sem hann kom inn í málið og flutti lagið með mér. Eiríki er margt til lista lagt og það þurfti ekki einu sinni að kenna honum textann! Okkur fannst við hæfi að syngja þetta lag saman á plötunni þar sem við erum báðir trúbadorar eða öllu heldur skáld með gítar." — Er ekki hætta á að Sumarliði gleymist og Árni taki við vinsældunum? „Ja, það er nú það. Sumarliði er þarna á plötunni og ég held að hann gleymist aldrei. Hann lætur alltaf í sér heyra annað kastið og sér um það sjálfur að hann gleymist ekki." — Hvor karakterinn finnst þér sjálfum meira spenn- andi? „Vill nokkur vera eins og Sumarliði?!" — Er fólk ekki á varðbergi nálægt þér þar sem það á von á að enda sem „sögupersónur" í textum þínum? „Það ber það alla vega ekki utan á sér en heimsóknum hefur eitthvað fækkað." — Ertu alltaf á vaktinni? „Já, ég er ávallt viðbúinn og alltaf að skoða heiminn, sjálfan mig og aðra. Þetta er allt svo fyndið." Bjartmar Guðlaugsson er 35 ára Reykjavíkurbúi. Hann hefur feng- ist við lagasmíðar í fimm ár. Nýjasta plata hans, „í fylgd með full- orðnum", sem kom út á fimmtudaginn var, seldist i 2.000 eintök- um á þremur dögum sem verður að teljast óvenjugott, og er plat- an enn í bullandi sölu. 2 HELGARPÓSTURINN FYRST OG FREMST ÞEGAR Friðrik Þór Friðriksson setti mynd sína Skytturnar á markað hér á landi á síðastliðnym vetri þótti íslendingum frekar lítið til myndarinnar koma og létu ekki sjá sig. Síðan þetta gerðist hefur mikið vatn runniö til sjávar og Friðrik orðinn viðurkenningum og verðlaunum hlaðinn utan úr hinum stóra heimi. Nú hefur hann hafið endursýningu á myndinni í Regnboganum og viti menn: Fólk streymir í bíó. Það er eins og venjulega. Fyrst þurfa útlendingarnir að segja okkur að þetta sé gott og þá látum við okkur ekki vanta ... MORGUNBLAÐIÐ er mikill og góður auglýsingamiðill, ef marka má auglýsingasíðurnar í blaðinu, og tekjur þess af auglýs- ingum gríðarlegar á ári hverju. Svo mikill er ákafinn í birtingu auglýsinga að oft finnst mönnum efni vikja fyrir auglýsingu. Síðustu útgáfu þess gat að líta í Mogga sl. þriðjudag, en þá höfðu menn skellt augiýsingu yfir hið ritaða mál sem fyrir bragðið varð með öllu óskiljanlegt, eins og hér sést... DULARFULLAR fiugur virðast hafa tekið sér bólfestu í hinni nýju verslunarsamstæðu, Kringlunni. Eru hér á ferð örlitlar kringlóttar svartar flugur, sem enginn veit hvaðan komnar eru. Menn fullyrða þó að þær séu ekki af íslenskum uppruna enda eitt- hvað um gróður frá útlöndum á staðnum. ÍSLENDINGAR virðast með kærulausari þjóðum á ferðalögum erlendis. í síðustu viku gerðist það á tveimur sólarhringum í Amster- dam að stolið var gjaldeyri og vegabréfum frá tveimur herrum og veski með 19.000 krónum, Visa-korti og öðru ómissandi var rænt af konu í verslun þar í borg. Fólkið var þar á ferðalagi á vegum íslenskrar ferðaskrifstofu. Svo virðist sem Islendingar noti sömu aðferð við notkun „innanklæðis- veskja" eins og bílbelta, þ.e. að þykjast ekki vita að þessir hlutir eru nauðsynlegir... STJÓRNMÁLAFRÆÐIN er stundum jafnsnúin og pólitíkin. Ekki alls fyrir löngu birtist eftir Svan Kristjánsson grein í Þjóðlífi um Alþýðubandalagið. Niðurstaða Svans var sú að Svavar Gestsson myndi á síðustu stundu gefa kost á sér til endurkjörs í formannsemb- ætti, þrátt fyrir daglegar yfirlýs- ingar um annað. Þótti þessi niður- staða Svans svo merkileg að sjón- varpið greindi rækilega frá í frétta- tíma sínum og nú spyrja gárung- arnir hvort ekki sé ástæða til fyrir fréttastofuna að taka málið upp úr því blaðið er komið út aftur... ÓSKILGETIN börn áttu eitt sinn á brattan að sækja og eiga sjálfsagt að einhverju leyti enn. En það hefur sem kunnugt er færst í vöxt að börn fæðist utan hjóna- bands og markaði árið 1986 viss tímamót í því sambandi. í fyrsta skiptið gerðist það, að óskilgetin börn, þ.e. börn sem fæðast utan hjónabarids, voru fleiri en hin skil- getnu! Á því ári fæddust 1.976 óskilgetin börn en 1.932 skilgetin. Til samanburðar má nefna að 1966—1970 voru börnin að meðal- tali 3.035 skilgetin en 1.278 óskil- getin... w >M * *■ * ég haldi mig við vodkann, þá er Drukkin persóna, sem hefur neyzla Islendinga á hvem íbúa, af einn tvöfaldur 40X vtxiki 40%x6 óábyrgar samfarir í dag og smitast hreinum vínanda, er minnst ailra JÓHANNES L. L. Helgason for- -1 _ o A »1 t;i ,«,.<■« .... ... . „ . . — • - ■ • ELFA SKÁPAREKKAR \ m OG HILLUR ] — nýta plássið og koma á röð og reglu I r 'v- - fei' W $ í Ótrúlega sniðug lausn á plássleysi. Á heimilinu, á / vinnustöðum og í bíIskúrum.Eigin smekkur ræður / laa® i ;.*• d útliti en notkunarmöguleikar eru óteljandi. / . ÍR® / & ^ ~ VS'1 Viö Reykjavíkurtjörn... 1 HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR Andríki Hér á aö rísa ráöhús nú rífast menn og karpa um þaö. En væri ekki notalegt náðhús mun nytsamlegra á þessum staö? Niöri „Ég er stjarna. Ég er med þaö á hreinu. Og hef veriö lengi.“ SJÓN, SKÁLD, í ÞJÓÐVILJANUM 14.11.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.