Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 20
BJÓRFRUMVARPIÐ í
SAMRÆMI VIÐ MÍNAR
ÞJÓÐFELAGS-
SKOÐANIR
Eins og margir vita eru Jón Magn-
ússon og Þorsteinn Pálsson svilar.
Hvernig ætli flokkslíkamabarni og
manni ,,með vesen" gangi að halda
friðinn í fjölskylduboðum?
„Sko, ég met Þorstein Pálsson
ákaflega mikils og tel hann með
hæfustu mönnum í Sjálfstæðis-
flokknum, þó við séum iðulega
ósammála. Þegar fólk kemur saman
utan vettvangs stjórnmálanna, sér-
staklega þeir sem starfa mikið í póli-
tík, eru þeir ekkert að nuddast í ein-
hverjum misklíðarefnum. Hittast
sem vinir.
Annars er ég ákveðinn í að leyfa
mér þann munað að hafa skoðanir,
af þvi að mér finnst það gefa mínu
pólitíska lífi gildi. Svo er það allt
annað mál, að menn geta verið í
persónulegum tengslum algjörlega
óháð viðhorfum sínum í stjórnmál-
um. Þannig geta menn átt vini og
kunningja í andstæðum flokkum og
ekki verið sífellt að rífast eða troða
upp á þá sínum pólitisku meining-
um. Menn vita nokkurn veginn hver
afstaða hvers um sig er og geta haft
huggulegan og góðan vinskap án
tillits til þess. Þannig vil ég umgang-
ast mina samferðamenn. Eg vil hafa
mínar meiningar og ég ætlast til
þess að þeir hafi sínar. Vandamálið
í íslenskri pólitík er helst það, hvað
menn eru helvíti meiningarlausir!"
Flokksbróður Jóns, Sverri Her-
mannsson, skortir sjaldan meining-
ar. Hann fullyrðir, að verði bjór seld-
ur hér á iandi muni það m.a. spilla
skólaæskunni. Hverju svarar flutn-
ingsmaður bjórfrumvarpsins slíkri
gagnrýni?
„Menn geta ekkert framfylgt val-
frelsi, nema því fylgi ábyrgð á móti.
Það er eins með áfengismál og ýmis
önnur mál. Menn verða að bera
ábyrgð á sjálfum sér. Þessi tillaga er
í fullu samræmi við mínar þjóðfé-
lagsskoðanir, því mér finnst að það
sé einstaklingurinn sem á að velja.
Við höfum heimilað að áfengi,
sem er vissulega skaðlegur vímu-
gjafi, sé notað í okkar þjóðfélagi.
Það er viðtekið og viðurkennt í
þjóðfélagsmunstrinu. Þá er spurn-
ingin um bjórinn bara spurning um
ákveðið neyslumunstur á þessum
leyfða vímugjafa. Og ég hef aldrei
getað skilið það, að veikasti hluti
þessa vímugjafa væri verri eða
skaðlegri en hinn sterkasti. Eg á líka
bágt með að sjá, að neysla ungs
fólks á áfengi aukist svo nokkru
nemi með tilkomu bjórsins. Ef það
verður aukning held ég að hún
verði í öðrum aldurshópum en þeim
yngstu.
Hitt er annað mál, að þetta er
mjög mikilvæg röksemd hjá and-
stæðingum áfengs öls og það verður
að taka tillit til hennar. Þess vegna
leggjum við, flutningsmenn málsins,
til að salan fari eingöngu fram í
áfengisverslunum ríkisins og í veit-
ingahúsum. Bjór verður því ekkert
aðgengilegri en annað áfengi. Sérð
þú æskufólk fyrir þér rápandi um
með úttroðna plastpoka af bjór-
flöskum? Þá mynd get ég ekki séð.“
LÍFSREYNSLA EN EKKI
SKIPBROT
Margir reka eflaust upp stór augu,
þegar þeir heyra að Jón Magnússon
— flutningsmaður bjórfrumvarpsins
— fór í meðferð vegna áfengis-
neyslu fyrir tveimur árum og mun
því ekki fagna hugsanlegum sigri í
málinu með því að fá sér löglega
ölkrús í góðra vina hópi.
„Já, það er rétt. Sjálfur drekk ég
ekki bjór eða annað áfengi. Þess
vegna hef ég sagt að munurinn á
mér og Sverri Hermannssyni sé sá í
bjórmálinu, að hann drekki bjórinn
en vilji ekki leyfa öðrum að gera það
— ég drekki hann ekki en vilji leyfa
öðrum að gera það! Fólk verður að
finna það sjálft hvort það getur
neytt áfengis eða ekki. En mömmu-
leikur við fullorðið fólk gengur
ekki.
Félagar mínir í AA-samtökunum
og SAA hafa auðvitað skiptar skoð-
anir um það hvort leyfa eigi áfengt
öl eða ekki, en ég hygg að meirihlut-
inn sé andvígúr. Það er ekkert óeðli-
legt. Þarna er fólk — eins og ég —
sem hefur persónulega mjög slæma
reynslu af neyslu áfengis og lítur því
á sérhverja breytingu í áfengismál-
um sem skaðlega. Sú skoðun mín,
að nauðsynlegt sé að breyta áfengis-
löggjöfinni með þessum hætti,
snertir hins vegar ekkert sjálfan mig
sem persónu eða það, hvort ég
myndi hafa bjór á mínu heimili eða
ekki. Ég myndi sennilega ekki gera
það, því almennt hef ég ekki áfengi
á heimilinu. Og ég lít ekki á bjór-
frumvarpið sem yfirlýsingu um
kosti áfengs öls. Alls ekki. Málið
snýst um valfrelsi einstaklinganna
og tekjutap ríkissjóðs við að halda
núverandi skipulagi og að við töp-
um þar að auki verðmætum störf-
um úr landi eins og ástandið er í
dag. Það eru punktarnir, sem ég lít
á í þessu sambandi."
Hafði það áhrif á lífssýn Jóns
Magnússonar að fara í áfengismeð-
ferð?
„Það þarf náttúrulega ákaflega
mikið til þess að maður fari í með-
ferð. Hann þarf að vera búinn að
komast niður á þann botn, að hann
sætti sig ekki við ástandið, eins og
það er orðið. Það fer enginn í með-
ferð nema um slíkt sé að ræða.
Menn eru ekkert að leika sér að
þessu, enda ekki um neinn sunnu-
dagaskóla að ræða.
Meðferðin gaf mér töluvert önnur
viðhorf — miklu jákvæðari viðhorf
til lífsins og tilverunnar en ég hafði
áður. T.d. varðandi pólitíkina, sem
við vorum að tala um áður. Áður
fyrr var þetta allt í mun krappari
dansi hjá mér, þ.e.a.s. viðhorfin til
andstæðinga. Viðbrögðin voru
miklu harkalegri og ég dæmdi
þessa menn mun harðar en í dag.
Hugmyndafræðin að baki AA
byggir á rnjög jákvæðri nálgun og
það, að virða~samferðamennina.
AA-samtökin taka ekki afstöðu tiL
opinberra mála og halda sig utan
við þras og þrætur. Þarna hittist
fólk, sem er allra tegunda og gerða
og í mismunandi stöðum í þjóðfélag-
inu. Menn ná hins vegar saman á
þessum vettvangi, fá styrk frá félög-
um sínum og reyna að veita þeim
styrk á móti. Þetta er fyrst og fremst
spurning um mannrækt. Það væri
jákvætt fyrir hvaða persónu sem er
að ganga í gegnum þetta, alveg
burtséð frá því hvort hún ætti við
áfengisvandamál að stríða eða ekki.
I dag, tveimur árum eftir að ég fór
í meðferð, get ég sagt með sanni, að
ég vildi ekki vera án þessarar lífs-
reynslu. Mér finnst hún ekki hafa
skaðað mig sem einstakling. Ef eitt-
hvað er hefur hún frekar orðið mér
til góðs og haft jákvæð áhrif á mig.
Ég hef eignast mikið af nýjum félög-
um og vinum, sem ég hefði heldur
ekki viljað vera án þess að kynnast."
MENN GETA EKKI BARA
SETIÐ Á SÍNUM
GÁFUÐU RÖSSUM . . .
Nokkur spenna ríkti í sumar í
tengslum við skýrslu um innra starf
Sjálfstæðisflokksins, sem Jón tók
þátt í að semja. Var raunverulega
ekkert gert með þessa skýrslu?
„Þarna var farið fram á ákveðna
vinnu af okkar hálfu, sem síðan var
á glæ kastað. Menn geta deilt um
það, hvort rétt sé að gera svona út-
tekt, en þegar miðstjórn flokksins
ákveður að gera hana er hún að
mínu viti að skuldbinda sig til að
taka á málinu. Ekki eftir marga,
marga mánuði, heldur í beinu fram-
haldi. í pólitík geymir maður ekki
hlutina. Maður afgreiðir þá og það
þurfti að gera með þessa skýrslu,
sem tilbúin var í júnímánuði.
Það sem gerist er hins vegar það,
að skýrslunni er skilað og ekkert
meira! Það er mjög alvarlegt að
flokkskerfið skuli ekki bregðast
miklu hraðar við og ég átta mig ekki
á þessum vinnubrögðum.
__ Niðurstöður skoðanakannana
gefa fyllilega í skyn, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er í nokkurs konar tóma-
rúmi. Samt græða yfirleitt stærri
flokkarnir í skoðanakönnunum,
miðað við þá minni. Ef tvær síðustu
kannanir eru skoðaðar með þeim
formerkjum virðist flokkurinn
standa svipað að vígi og eftir síðustu
kosningar. Fyrir flokk, sem hefur
haft fylgi um og yfir 40%, er þetta
svo alvarleg staðreynd, að menn
geta bara ekkert setið á sinum gáf-
uðu rössum og látið eins og ekkert
sé. Það er það mikið að, að það
krefst umræðu. Og ekki bara um-
ræðu, heldur aðgerða."
Hvað með framtíðina? Koma
stjórnmálin til með að spila áfram
stóra rullu í lífi Jóns Magnússonar?
„Ég hef oft ætlað að afgreiða póli-
tíkina. Ég hef oft sagt sem svo við
sjálfan mig: „Jón, djöfulsins vitleysa
er þetta fyrir þig. Þú, sem ert efna-
lega vel settur, getur gert hlutina og
haft það huggulegt... Af hverju
hættirðu þessu ekki? Af hverju ertu
að skipta þér af þessu?" Og ég hef
oft tekið ákvörðun um að skipta
mér ekkert af þessu meira. En, eins
og ég var að tala um áðan, þá er ég
haldinn ólæknandi bakteríu hvað
þetta snertir — alveg óháð því hvort
það er mér persónulega til góðs eða
ekki. Ég er hins vegar löngu búinn
að leggja það á hilluna, hafi ég ein-
hvern tímann tekið það af henni, að
líta á pólitík sem einhvern vettvang,
sem kemur mér persónulega áfram.
Ég vona, að ég haldi því áfram. Að
mörgu leyti er nefnilega meira póli-
tískt fullnægjandi að geta og leyfa
sér að setja óhikað fram skoðanir
sinar í stjórnmálum heldur en vera
í þeirri kröppu stöðu að vera alltaf
meira eða minna að taka tillit til
70—80—90 ólíkra hagsmuna í hvert
skipti sem þú opnar munninn. Ég
óska ekki eftir þeirri aðstöðu, enda
gæti ég ekkert unað slíku."
, > . ,,
wllÉÉI
lg|pSiiwBi»g
BÖGGLAPÓSTUR
.skjótur og öruggur flutningur hvert á lan$ sem er!
Þaö er hægt að flytja næstum hvaó sem er, næstum
hvert sem er, fari þyngd bögguls ekki yfir 20 kg.
Einnig eru fluttir, brothættir og rúmfrekir
bögglar. Áhætta er I lágmarki þvi allir bögglar
eru tryggöir.
í bögglapósti er tilvaliö aó senda t.d. varahluti,
fatnaö, gjafir eöa annað á ódýran og öruggan hátt.
PÓSTKRÖFUR
...sérstaklega þægileg þjónusta
fyrir fyrirtæki!
Póstkröfur má senda bæði meö
bréfum eöa bögglum.
Pantiröu vöru gegn póstkröfu berst
sendingin fljótt og örugglega jafnt
innanlands sem landa á milli.
Póstkröfur eru greiddar viö afhendingu
vörunnar. Þannig færir póstþjónustan
verslunina inn á heimilin.
FORGANGSPÓSTUR
...vegna kröfu viöskiptalífsins um hraða og öryggi!
Ný tegund hraöflutninga. Sendingar eru sérmerktar og
meöhöndiaðar meö forgangi. Jafnvel þó þessi þjónusta
kosti meira en almenn póstþjónusta getur hún marg-
borgaö sig þegar mikilvægt er aö sending berist til
viðtakenda á sem allra skemmstum tima.
PENINGASENDINGAR
...fjármunir landshluta á milli á örfáum mínútum!
Peningasendingar geta verið þrenns konar; póstávisanir,
símapóstávfsanir og glró. Það er fljótlegt og þægilegt
aö senda peninga meö póstþjónustunni. Örugg leió, jafnt
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
20 HELGARPÓSTURINN