Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 24
UM HELGINA Leikritið um Kaj Munk verðursýnt í allra, allra síðasta sinn um helgina og ætti enginn að hugsa sig tvisvar um sem vill sjá þessa stórkostlegu uppfærslu. Eins og menn muna fóru leikendur með leikritið í ferðalag til Danmerkur þar sem þeir sýndu verk- ið í kirkjunni sem Kaj Munk predikaði í. Hlutu þeir mjög góða dóma og lof fyrir framúrskarandi leik. Lokasýn- ingin á Kaj Munk verður í Hallgríms- kirkju á sunnudaginn kl. 15 og mánudaginn kl. 20.30. Miðasala er i kirkjunni sýningardagana en einnig er hægt að panta miða í sima 14455 allan sólarhringinn. Gaukurinn sem missti röddina er aðaluppistaðan í leikritinu Sæta- brauðskarlinum sem Revíuleikhús- iö sýnir. Það er auðvitað Sæta- brauðskarlinn sem býöst til að hjálpa gauknum og forða honum frá þeim endalokum að lenda í ruslafötunni, því auðvitað vill enginn eiga gauk sem ekki getur „kúkkúað". Sláni mús er mafíuforingi sem reynir að hindra Sætabrauðskarlinn i áætlunum sín- um ásamt því að Gamla hlussan ger- ir líka sitt besta. Sætabrauðskarlinn er sýndur í húsi íslensku óperunnar, Gamla bíói, og athygli skal vakin á því að engar sýningar verða á leik- rrtinu eftir áramótin. Næsta sýning er á morgun, föstudag, og á sunnu- dag. Lifandi jazz fyrir lifandi fólk (sem betur fer!) er á hverju sunnudags- kvöldi í DUUS-húsi og svo verður auðvitað næsta sunnudagskvöld. Þar kemur fram hljómsveitin Súld en meðal liðsmanna hennar er Szymon Kuran, varakonsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Tónleik- amir hefjast klukkan 21.30. Plötuútgáfa er i miklum blóma þessa dagana og skammt stórra högga á milli. Nýlega kom út plata Megasar „Loftmynd", Bubbi Morthens var eða er að minnsta kosti þessa dagana að senda frá sér plötuna Dögun og á morgun kemur út ný plata með Bergþóru Árnadótt- ur sem heitir einfaldlega Bergþóra — í seinna lagi. Það er því upplagt fyrir þá sem láta veðrið fara í taug- arnar á sér að rölta í næstu hljóm- plötuverslun, kaupa sér plötur og njóta þess að hlusta á vandaða tón- list, flutta og samda af íslenskum tónlistarmönnum. Það er alltaf gaman hjá Gaman Leikhúsinu, leikhúsi sem er ein- göngu skipað „börnum" eða kannski öllu heldur táningum (maður er ekki „barn" 14 ára eða hvað?) Aö minnsta kosti er leikhússtjórinn ekki ýkja gamall, aðeins 14 ára, en hefur enn einu sinni af sínum mikla dugnaði komið upp frábæru leikriti fyrir börn og fullorðna. Magnús Geir Þórðar- son er ekki aðeins leikhússtjóri, heldur er hann einnig leikstjóri og leikur aðalhlutverkið í næsta verk- efni Gaman Leikhússins, sem frum- sýnt verður á morgun, föstudag, á Galdra-Loftinu, Hafnarstræti 9. Og það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, krakkarnir sýna í þetta skipti hið bráðskemmtilega leikrit Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Þetta er fimmta verkið sem Gaman Leikhúsið setur upp en í fyrrá sýndu þau Brauðsteikina og tertuna sem þau fóru einnig með i leikferðalag til Hollands í vor. Þar voru þau viðstödd fyrsta alþjóða- legt þing barnaleikfélaga og voru landi sínu til mikils sóma. Gúmmí- Tarzan segir frá stráknum ívari Óla- syni, sem er lítill og mjór strákur og á því ekki sjö dagana sæla í skólan- um. Það bætir ekki úr skák að pabbi hans er mikill Tarzan-aðdáandi og vill ólmur gera ívar að Tarzani númer 2. Það gengur þó ekki að óskum en vill ívari til happs að hann hittir norn sem veitir honum eina ósk... Þá fara auðvitað ýmsir merkilegir hlutir að gerast. Við mælum alveg eindregið með að krakkar á öllum aldri bjóði foreldrum sínum á þessa skemmti- legu uppsetningu Gaman Leikhúss- ins enda gerist það ekki á hverjum degi að fólki gefst kostur á að sjá 18 unga leikara í svona viðamikilli sýn- ingu sem Gúmmí-Tarzan er. Miðinn á leikritið kostar aðeins 200 krónur og er miðasalan í Hafnarstræti 9 opin frá klukkan eitt sýningardagana. Nánari upplýsinga er að leita í sima 24650 kl. 15—19 á daginn. Frumsýn- ingin er sem sagt á morgun, föstu- dag 21.11., önnur sýning á laugar- dag, 22. nóv., og þriðja og fjórða sýn- ing verða um þar næstu helgi, 28. og 29. nóvember. Það verður að gæta þess að Gaman Leikhúsið áætlar að- eins þessar sýningar og óvist er um framhaldið. Á laugardaginn kl. 17.00 fær Ólaf- ur Þórðarson, Ríóliðsmaður og fleira og fleira, tij sín gesti í þátt sinn Góðvinafund. Á Torgið í útvarps- húsinu við Efstaleiti ætla nefnilega að heimsækja Ólaf kunnir (slending- ar og það ekki af verra taginu. Fyrst ber að nefna Guörúnu Helgadóttur, rithöfund (móður Jóns Odds og Jóns Bjarna) og alþingismann, Gest Þorgrímsson myndlistarmann, Val- geir Skagfjörð leikara og síðan mæta hvorki meira né minna en Há- skólakórinn og Trió Guðmundar Ingólfssonar. Þessum þætti er út- varpað á rás 2 og stendur yfir í tvær klukkustundir. Og það er jazzað víðar en í Duus, þvi á laugardaginn verða haldnir jazztónleikar i Iðnó sem hefjast klukkan tvö eftir hádegi. Þeir tónleik- ar eru haldnir í titefni af nýútkominni plötu, Hinsegin blús, og kemur þar fram samnefnt tríó skipað Eyþóri Gunnarssyni, Tómasi R. Einarssyni og Gunnlaugi Briem. Þá kemur sér- staklega til þessa tónleikahalds danski trompetleikarinn Jens Winther sem einnig leikur á plöt- unni. Jens þessi þykir einn af efni- legri ungum jazztrompetleikurum í Evrópu og hlaut m.a. Ben Webster- verðlaunin í Danmörku í vor. Auk þeirra framangreindu leikur Rúnar Georgsson tenórsaxófónleikari á tónleikunum og heiðursgestur verð- ur Jón Múli Árnason. Það þýðir sem sé ekki að sofa fram eftir degi á laug- ardaginn kemur, að minnsta kosti ekki ef fólk er almennilegt djass- áhugafólk. Enda þótt fólk hafi ekki áhuga á jazztónlist getur það heldur ekki sof- ið fram eftir degi því klukkan tvö á laugardaginn verður opnuð sýning í Listasafni ASÍ þar sem Tryggvi Ólafsson sýnir málverk sín. Þann sama dag kemur út listaverkabók um Tryggva sem Listasafn ASI og bókaforlagið Lögberg gefa út. Sú bók er sjöunda bókin í bókaflokkn- um íslenskri myndlist. Sýning Tryggva Ólafssonar verður opin alla virka daga kl. 16—20 en um helgar kl. 14—22. Henni Iýkur6. desember. Það er ekkert smávægilegt að ger- ast norðan heiða um helgina. Þá verður handboltamót á Akureyri og á Húsavík, fjögurra liða mót, þar sem mæta til leiks, auk Islendinga, Pólverjar, Portúgalar og ísraels- menn. Á morgun, föstudag, keppa íslendingar og ísraelsmenn á Akur- eyri, á laugardaginn mæta okkar menn Portúgal á Húsavík og síðasti leikurinn verður milli íslendinga og Pólverja á Akureyri. Þeim sem ein- hverra hluta vegna komast ekki norður skal bent á að í dag, fímmtu- dag, leika íslendingar og Pólverjar í Laugardalshöllinni og íslenska unglingalandsliðið keppir við Portúgala og ísraela. Fjögurra liða mótið er styrkt af KEA... í Ríkisútvarpinu verður kvöld- vaka annað kvöld, föstudaginn 20. nóv., og verður þar fluttur „liður" sem heitir Messan á Mosfelli. Egill Jónasson Stardal flytur erindi um kvæði Einars Benediktssonar, en leikararnir Ragnheiður Steindórs- dóttir og Viðar Eggertsson lesa. Þátturinn hefst kl. 20.30 og verður síðan endurtekinn á fimmtudag í næstu viku kl. 21.20. Á laugardaginn eftir hádegi, nánar tiltekið kl. 14.05, veröur bókmenntagagnrýni Ríkisút- varpsins í Sinnu þar sem talað verð- ur um þrjár bækur, bók Gyrðis Elías- sonar, Gangandi íkorna, Stálnótt eft- ir Sjón og Kaldaljós Vigdísar Gríms- dóttur. Umsjónarmaður Sinnu er Þorgeir Ólafsson en gagnrýnendurn- ir verða Soffia Auður Birgisdóttir, Þórður Helgason og Þórir Óskars- son. Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbb- ur Stöðvar 2, sýnir á laugardögum vandaðar kvikmyndir og núna á laugardaginn verður ein af myndum Ingmars Bergman sýnd. ' Það er myndin Kvöld trúðanna, sem segir frá hinum eilífa ástarþrihyrningi sem þarna myndast milli fjölleikahús- stjóra, konunnar sem hann elskar og ástmanns hennar. Áhrifamikil mynd, svo eins gott að vera búinn með hús- verkin kl. 14.35 þegar hún hefst (ann- ars verða þau að bíða betri tíma). Á sunnudaginn fáum við svo Nær- mynd af Atla Heimi Sveinssyni sem um þessar mundir vinnur að gerð óperu á vegum Norðurlandaráðs og ríkissjónvarpsstöðvanna á Norður- löndum. Tónlistarunnendur geta far- ið að hreiðra um sig fljótlega eftir steikina, en þátturinn hefst kl. 20.50. Það var troðfullt hús á Hótel Borg þegar Besti vinur Ijóðsins hélt þar skáldsagnakvöld fyrir nokkrum vik- um. Samkoman sem vinurinn efnir til núna ætti ekki að vekja minni at- hygli því á fimmtudaginn kemur, 26. nóvember (EKKI ( KVÖLDI), verður haldið Ijóðakvöld þar sem kunn skáld lesa úr verkum sínum. Þau eru: Jón Óskar, Pétur Gunnarsson, Elísa- bet Jökulsdóttir, Guðbergur Bergs- son og Helga Bökku sem þarna kem- ur fram í fyrsta skipti. Þá flytur Hörð- ur Torfason eigin lög við Ijóð eftir Brecht, Viðar Eggertsson les þýdd verk sama höfundar og Sigurður Pálsson les úr verkum Jacques Pré- vert. Systurnar Iðunn og Kristin Steinsdætur eru höfundar laugar- dagsleiksrits rikisútvarpsins sem sent verður út klukkan 16.30 næst- komandi laugardag. Leikritið heitir „Enginn skaði skeður" og lýsir sálar- ástandi konu sem lendir í þeirri óskemmtilegu reynslu að verða fyrir árás. í verkinu er dregin upp skýr mynd af meðferð réttvísinnar á mál- inu. Á þriðjudaginn kemur verður rætt við Pétur Jonasson gítarleikara í þættinum Samhljómi, en Pétur var kosinn tónlistarmaöur vikunnar í síð- asta þætti. Pétur leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit islands á hljóm- leikum næsta fimmtudag, og í þætt- inum verða leiknar upptökur með honum sem margar hafa ekki fyrr heyrst i útvarpi. Leikfélag Akureyrar hefur að und- anförnu sýnt Lokaæfingu og nú fer að nálgast lokasýning á því verki. Næstsíðasta sýningarhelgin er að renna upp og þvi ekki seinna vænna að drifa sig i leikhúsið, til dæmis ann- að kvöld eða á laugardagskvöldið kl. 20.30. Þá verður allra síðasta sýning á hinu bráðskemmtilega barnaleik- riti Einari Áskeli, sem Leikfélag Akureyrar hefur sýnt við góðar und- irtektir, á sunnudaginn kl. 15. íslenski dansflokkurinn hefur verið á fljúgandi ferð síðustu vikurn- ar við æfingar á nýjasta verki sinu, Flaksandi föidum, sem flokkurinn frumsýnir sunnudagskvöldið 22. nóvember. Þar er um að ræða tvö ný dansverk eftir nýjan listdansstjóra Þjóðleikhússins, Hlíf Svavarsdóttur, og hollenska danshöfundinn Angelu Linsen. Verk Hlífar heitir „Á milli þagna" og er samið við valsstef úr ýmsum áttum en verk Angelu heitir „Kvennahjal" og er nýstárlegt verk þar sem dansað er eftir ítalskri al- þýðutónlist, söngli, Ijóðaflutningi og þögnum. Ljóð eftir Jón úr Vör er fellt að þessu verki. Það er ekki hægt að segja að karlmenn hafi verið i meiri- hluta hjá íslenska dansflokknum en óneitanlega hafa þeir sett sinn svip á þau verk sem sýnd hafa verið. Nú ber hins vegar svo við að i verkunum Flaksandi földum verður ekki einn einasti karlmaður. Til að bæta það upp og það svo um munar dansar hins vegar María Gísladóttir með flokknum, en María dansaði hér síð- ast árið 1982, hlutverk Gisellu í upp- færslu Antons Dolins. Sem kunnugt er gerði María garðinn frægan, eins og sagt er, í Þýskalandi og í Banda- ríkjunum, þangað sem hún heldur aftur í næsta mánuði. Aðeins verða þrjór sýningar á þessum verkum hjá Islenska dansflokknum, 22. nóv- ember, fimmtudaginn 26. nóvem- ber og laugardaginn 28. nóvember. Miðasalan er þegar hafin. VAR H.C. Einu sinni var drengur, sem hét Hans Christian, hann var bæði langur og renglulegur, og þar að auki fátækur. Hann var sonur skósmiðs og þvottakonu, sem hvorki kunnu að lesa né skrifa. Hann ólst upp í bænum Óðinsvé- um á Fjóni í Danmörku. Fljótlega kom í ljós að Hans Christian var sérstæður strákur, því hann var haldinn þeirri furðulegu grillu, að hann ætti eftir að verða eitt- hvað mikið og fagurt, að verða prins eða konungur, og það þrátt fyrir að hann væri fátækur skóarasonur og ekki vitund fríður. Þegar hann var 14 ára fór Hans Christian til Kaupmannahafnar til að verða frægur. Þar þroskaðist hann og varð á nokkrum árum fínn og fágaður ungur maður, sem varð með tímanum frægasti rithöfundur landsins og frægur um víða veröld fyrir frásagnir sínar. EFTIR KELD GALL J0RGENSEN Þannig hljóðar hið þekkta ævin- týri um höfund Ljóta andarungans, sem varð goðsögnin um H.C. And- ersen sjálfan. Eða þannig hljódadi ævintýrið um ástmög dönsku þjóð- arinnar, ættum við kannski frekar að segja, þar sem skólastjórinn, sagnfræðingurinn og rithöfundur- inn Jens Jorgensen hefur nú sett fram kenningu þess efnis að H.C. Andersen sé í raun kóngssonur. Á svipstundu hefur goðsögnin um fá- tæka skóarasoninn tekið stakka- skiptum og hljóðar nú á þennan veg: Einu sinni var kóngssonur, sem ólst upp hjá fátækum skóarahjón- um, vegna þess að faðir hans, sem hét Kristján VIII, átti hann með greifadótturinni Elise Ahlefeldt- Laurvig utan hjónabands og vildi forðast skandal. Kóngurinn átti þeg- ar eina dóttur, sem bjó í Ábenrá alla ævi og var kölluð jómfrú Fanny. Þrátt fyrir að kóngurinn gæti ekki opinberlega gengist við faðerni þessara tveggja barna, hugsaði hann alltaf vel um þau með því að gefa fjölskyldum þeirra peninga og styðja við bakið á þeim í lífinu. Seinna þegar Hans Christian fór til höfuðborgarinnar til að freista gæf- unnar var hann ásamt jómfrú Fanny tíður gestur í konungshöllinni. Þrátt fyrir mikið andstreymi náði Hans Christian að verða heimsfrægt ævintýraskáld og einn góðan veður- dag fékk hann bréf um að hann væri konungssonur. Hann geymdi bréfið í skinnskjóðu á brjóstinu þar til hann dó, en þá fann vinur hans Coll- in bréfið og brenndi það. Áður en gerð verður grein fyrir helstu rökum Jens Jorgensen skal þess getið að hann hefur lagt fram ótvírœöar sannanir fyrir því að H.C. Andersen hafi verið tökubarn en ekki sonur skósmiðsins. Áður hafa margir komið með getgátur hér um og átti hann meðal annars að vera sonur dyravarðar í Óðinsvéum eða einhvers herra Huus. Þessar tilgátur hafa verið lítt sannfærandi en verið með til að vekja efasemdir um að H.C. Andersen væri skóarasonur. Líf H.C. Andersen einkennist af dular- fullum atriðum og atburðum, sem erfitt er að skýra nema gert sé ráð fyrir að áhrifaríkar persónur hafi haldið um örlagaþráðinn ósýnilegri hendi. Eða næstum því ósýnilegri. Þráðurinn byrjar í Óðinsvéum í kringum 1805, árið sem H.C. Ander- sen fæðist. Nöfn skósmiðsins og þvottakonunnar hafa hvorki fundist í kirkjubókum né íbúaskrám. Allt bendir til þess að þau hafi flust til Óðinsvéa og gift sig aðeins tveimur mánuðum fyrir fæðingu Hans Christians (einstaka heimildir geta um að þau hafi fyrst flust til Óðins- véa 1806). Skósmiðurinn Hans Andersen var 22 ára og þvottakon- an Anna Marie 37—39 ára þegar þau giftu sig, og undrum sætir að Hans Andersen sem bæði skorti reynslu og fé skyldi öðlast sjálfstæð- an meistaratitil. Voru þau e.t.v. púss- uð saman í Óðinsvéum til að taka að sér litla Hans Christian, og var ein- hver sem studdi þau fjárhagslega? Allar heimildir benda í þá átt. Mörg einkennileg atriði tengjast bernsku hans: hann hafði til dæmis ekki neitt skírnarvottorð, en það var lögskylda á þeim tíma. Hann varð sér úti um slíkt mörgum árum Frægasta ævintýri H.C. Andersen er án efa ævintýrið um Ijóta andarung- ann. Það hefur gjarna verið sett í samband við ævi skáldsins en skv. kenningum Jörgensen hefur túlkun þess ekki verið rétt. Svanurinn var nefnilega aldrei andarungi. seinna, eða 1823, þegar hann ætlaði í stúdentspróf. Var hann skírður í Sankt Hans Sogn, fjarri heimkynn- um skósmiðsins og þvottakonunnar, en í sömu sveit og konungshöllin lá. í skólanum var kennurunum bann- að að refsa honum, og var hann um- svifalaust fluttur í annan skóla þeg- ar það gerðist. Allt líf sitt hélt H.C. Andersen því fram að hann væri ekki fæddur í húsinu í Hans Jensen- ■stræti, og Jens Jergensen færir rök fyrir að hann hafi fæðst á Broholm Slot skammt frá Óðinsvéum. Dreng- urinn Hans Christian var einkenni- legt barn, hann lék sér sárasjaldan við jafnaldra sína í Óðinsvéum. Aft- ur á móti fór móðir hans með hann endrum og sinnum til hallarinnar í Óðinsvéum, þar sem hann lék sér við Friðrik prins, sem síðar varð Friðrik VII. Það kemur fram í endur- minningum H.C. Andersen að amma hans og mamma ítrekuðu fyrir honum að hann væri sérstakur, og hann sagði oftar en einu sinni skólafélögum sínum að hann væri dulbúinn greifasonur. Ennfremur skal nefnt að H.C. Andersen segir frá þessum konunglega leikfélaga sínum í sjálfsævisögunni Levneds- bogen, sem hann skrifaði mjög ung- ur. Síðar í endurminningum sínum Mitt eigiö œvintýri sieppir hann þeim kafla. Árið 1819 fer Hans Christian til Kaupmannahafnar til að freista gæf- unnar og ekki skortir á ævintýrin fyrstu árin í höfuðborginni. Hann byrjaði með að fara rakleitt að Kon- unglega leikhúsinu og ganga hring- inn í kringum það: hjarta hans sló, hérna skyldi frægð hans hefjast. Hann dvaldist í Kaupmannahöfn í þrjú ár, frá 1819—1822, og mátaði sig árangurslaust í ýmsum rullum, sem leikari, dansari, söngvari. Að lokum reyndi hann fyrir sér sem rit- höfundur og skrifaði leikrit fyrir Konunglega Ieikhúsið, sem hann fékk í hausinn aftur með þeirri at- hugasemd að það væri allsendis óhæft sem sviðsverk og kæmi upp um höfundinn og „algjöran skort hans á grunnmenntun og innsýn í ómissandi fræðigreinar". Þessum reynslutíma hans í Kaup- mannahöfn hefur að jafnaði verið 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.