Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 11
lótmæli gegn nýja ráðhús-
inu í Tjörninni hafa mikið verið í
fréttum að undanförnu. Eins og
kunnugt er hefur bæði verið gefið
grænt ljós á bygginguna í borgar-
kerfinu og hjá Skipulagsstjórn, en
hins vegar er enn eitt stig eftir áður
en hægt verður að hefjast handa við
byggingarframkvæmdirnar. Skipu-
lagsmál heyra nefnilega undir fé-
lagsmálaráðuneytið og á Jóhanna
Sigurðardóttir þvi eftir að fá málið
inn á borð til sín til staðfestingar.
Andstæðingar nýja ráðhússins
munu nú setja traust sitt á ráðherr-
ann, þó svo undirskrift hans sé
venjulega ekki annað en forms-
atriði í tilvikum sem þessum. . .
lenn muna vafalaust eftir
skrifum HP um Lúxemborgarann
Jean Pierre Fettmann, sem barst
hingað til Iands, eftirlýstur af Inter-
pol í kjölfar vafasamra skartgripa-
viðskipta í smáríkinu. Nú lesum við
í Lögbirtingablaðinu að Jean
Pierre hafi stofnað í Reykjavík fyrir-
tækið B & B hf. og er tilgangur þess
sagður vera „ráðgjafarstarfsemi á
sviði alþjóðaviðskipta". Hann er
ekki einn um stofnun fyrirtækisins,
en er aftur á móti hvort tveggja
stjórnarformaður og framkvæmda-
stjóri. . .
Þ
eir urðu eðlilega nokkuð for-
viða sláturhússtjórar lá'ndsins og
kaupfélagsstjórar þegar Fram-
kvæmdanefnd um búvörusamn-
inga sendi laganna verði um land
allt að telja kindaslírokka í birgðum
sláturhúsanna. Ýmsir minntust
bruggáranna þegar yfirvöld fóru
um landið að passa upp á að menn
væru ekki að brugga. Ekki gat Val-
ur Arnþórsson, stjórnarformaður
SIS, komið auga á sennilega skýr-
ingu á þessari aðferð, en sagði við
þetta tækifæri: „Sennilega hefur
einhver trigger-happí maður sett öf-
ugan fót fram úr rúminu einhvern
morguninn eftir martröð og þá hef-
ur þetta farið svona í gang. Líkt og
henti rjúpnaveiðimann um daginn,
að skjóta hænu í misgripum . . .“
I æstkomandi mánudag
verður kosið í nefndir og ráð á AI-
þingi, en þingflokkar innan og utan
stjórnar koma sér yfirleitt saman
um slíkar skipanir fyrirfram. Heyrst
hefur, að Alþýðubandalagið hafi
þurft að fórna manni sínum í trygg-
ingaráði sökum þess hve Guðrún
Helgadóttir sótti það fast að halda
sæti sínu í Norðurlandaráði. Mun
því ein kvennalistakona sitja í ráð-
inu í stað allaballa, en þeir fá vara-
mannssæti. Stefán Jónsson átti
sæti í tryggingaráði fyrir Alþýðu-
bandalagið á síðasta kjörtímabili,
en það er hins vegar Helgi Seljan
sem gerist varamaður kvennalista-
konunnar. Finnst gárungunum það
víst ansi hart fyrir Helga að ienda í
þeirri stöðu að vera undir kon-
unni. . .
auðveldumVIÐ
HVAR AUGLÝSIR SÁ
sem vill ná eyrum fólks
á aldrinum 20 til 35 ára?
Útvarpshlustun: 20—35 ára
15. október 1987, svæði 4 stöðva.
E
e
í
n—i—i—i—n—i—i—n—r
11 12 13 14 15 16
Tími dags
Rás 2 mmmm Bylgjan STJARNAN
Á STJÖRNUIVNI.
Stjarnan nær betur til þessa hóps
en nokkur önnur útvarpsstöd*.
Vinsældir Stjörnunnar eru slíkar
aö réttmætt er aö tala um yfirburðasigur.
Línuritið flytur auglýsendum skýr boð:
Ef þú þarft að ná tii fólks á aldrinum 20 til 35 ára
þá auglýsir þú á Stjörnunni.
Auglýsingasími Stjörnunnar:
68 99 10
Alla virka daga .. 8.30 til 19.00
Alla laugardaga... 9.00 til 16.00
/ FIVI 102,2 A 104
Sigtúni 7 105 Reykjavik Simi 91-689910
•FJölmlölakönnun Félagwlslndastofnunar H.í. frá 15. október sl. AMurthópurlnn 20—SS trm. Svaeöl fjögurra stööva.
HELGARPÓSTURINN 11