Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 40
F
I orstööumaður dagskrárdeildar
sjónvarpsins, Hrafn Gunnlaugs-
son, rak í vikunni Sonju B. Jóns-
dóttur úr starfi sem umsjónarmann
þáttanna Manns vikunnar. Sonja
var umsjónarmaður þessara þátta í
afleysingum fyrir Sigrúnu Stefáns-
dóttur og átti enn eftir að gera
nokkra þætti. Ástæða brottvikning-
arinnar var sú að Sonja hafði ætlað
að ræða við sr. Auði Eir og dætur
hennar tvær sem báðar eru prestar.
Hrafn heimtaði hins vegar að Maður
vikunnar yrði Margrét Harðar-
dóttir, sem er arkitekt hins um-
deilda ráðhúss sem fyrirhugað er að
reisa í Tjörninni. Margrét er dóttir
Harðar Vilhjálmssonar, fjármála-
stjóra RUV. Sonja taldi það hins veg-
ar ekki við hæfi á þessari stundu, og
sagði Hrafni að hún teldi að þar með
væri sjónvarpinu misbeitt í pólitísk-
um tilgangi. Hrafn viðhafði þá eng-
ar frekari málalengingar og rak
Sonju á stundinni. . .
|k|
■ Wlýverið fóru fjórir menn fyr-
ir hönd Islenskrar getspár til Van-
couver í Kanada í þeim tilgangi að
gerast aðilar að alþjóðasamtökum í
happdrættisbissnessnum, lntertoto,
um leið og setin var ráðstefna og
skoðuð sýning um lottó og íþrótta-
getraunir. Með þessari aðild að al-
þjóðasamtökunum ætlar íslensk
getspá að auðvelda sér að fylgjast
með nýjungum á sviði happdrætta,
en þar til fyrir skömmu var Island
eina landið í Evrópu sem var með
beinlínukerfi í lottóinu. Ferð þessi
var greidd af fyrirtækinu enda telja
lottómenn að aðild að Intertoto sé
þeim bráðnauðsynleg. . .
Góða
helgi!
Þú átt
■ þaö skiliö
SSv\ ZZAHl'SIB
Grensásvegi 10, 108 R.
S: 39933
s
^^Wumir fjölmiðlar eiga vart orð
til að lýsa hneykslan sinni á óförum
Ríkisútvarpsins í ,,Stefáns Jó-
hanns-málinu" svokallaða, enda
þótt fréttastofan hafi þarna lent í
máli sem allir fjölmiðlar hafa lent í
og geta lent í. En þeir eru fleiri en
fjölmiðlarisarnir sem hyggjast taka
málið upp. Samkvæmt heimildum
HP ætla þeir Eiður Guðnason og
Guðmundur H. Garðarsson að
taka málið upp í útvarpsráði, enda
munu báðir vera saltvondir vegna
fréttaflutningsins. . .
|k|
I ú er karpað sem fyrr um
kvótann og halli er á fiskvinnslunni.
Saltfiskverkendur landsins virðast
þó áhyggjulausir. Sölusamband
íslenskra fiskframleiðenda und-
irbjó ferð eina allmikla til Brasilíu,
sem nú stendur sem hæst. Alls 120
manna hópur saltfiskverkenda og
maka þeirra er nú ,,að sýna sig og
sjá aðra“ í Brasilíu og notar auðvitað
tækifærið til að fá þarlenda til að
kaupa meiri saltfisk héðan. Ferðin
er á kostnað ferðalanganna sjálfra,
en til mikils er að vinna því á fyrstu
9 mánuðum þessa árs keyptu Brasii-
íumenn af okkur aðeins 137 tonn af
þurrkuðum saltfiski fyrir vesælar 26
milljónir króna. Hálf sú upphæð
hverfur í ferðina miðað við hóflega
áætlaðar 100.000 krónur á mann!
Þess má geta að Alli ríki á Eskifirði
afþakkaði að slást í hópinn. . .
s
kunnugt er hefur Frost-
film verið að vinna að kvikmynd-
inni Foxtrott og sem stendur er
myndin í klippingu í Noregi. Eftir
því sem heimildir HP herma hefur
þeim sem vinna að klippingu mynd-
arinnar ytra líkað myndin ákaflega
vel, svo vel að fyrirtækið, sem heitir
Filmeffect, hefur ákveðið að leggja
miklu meiri áherslu á vinnslu mynd-
arinnar en fyrirhugað var. Annar
þeirra sem vinna að kiippingu
myndarinnar er Bretinn Russel
Lloyd, en hann hefur m.a. unnið sér
það til frægðar að klippa margar af
myndum hins kunna Johns Hus-
ton, sem reyndar er nýlátinn. Auk
þess hefur Lloyd þessi klippt stór-
myndirnar Önnu Karenínu og
Moby Dick þannig að Foxtrottið
þeirra Frost-filmmanna ætti að vera
í góðum höndum.
M
■ W Wargir undrast þa kyrrð
sem ríkir í Alþýðubandalaginu
eftir að skipt var þar um forystu-
menn. Skýringin gæti verið sú að
formaður flokksins, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, brá sér til Bangkok
í Thailandi strax að landsfundi lokn-
um. Hefur HP fregnað að stuðnings-
menn, en umfram allt andstæðing-
ar, Ólafs Ragnars séu undrandi á
tímasetningu utanfararinnar. . .
Frá því að Victor VPC kom á markaðinn hefur hún verið mest selda einmenningstölvan á ísl-
andi. Á tímabilinu frá ágúst 1986 til ágúst 1987 hafa hátt á þriðja þúsund Victor tölvur verið
teknar í notkun hér á landi. Það segir meira en flest orð um vinsældir, ágæti og fjölhæfni
Victor tölvanna.
Snaggaraleg einmennings-
Victor VPCIII
er nýjasta einmenningstölvan í Victor
fjölskyldunni. Hún er AT samhæfð og
hentar því vel fyrirtækjum og stofnun-
um. VPC III er með byltingarkenndri
nýjung sem felur í sér möguleika á 30
mb færanlegum viðbótardiski,
svokölluðum ADD-PACK, sem smellt
er í tölvuna með einu handtaki. Sér-
lega hagkvæmt við afritatöku og þegar
færa þarf upplýsingar á milli tölva, s.s.
fyrir endurskoðendur o.þ.h. Einnig
fáanleg með 60 mb hörðum diski
(samtals 90 mb með ADD-PACK).
- nú fáanleg med byttingar-
kenndri nýpgig!
Victor tölvurnar eru nú í notkun í öll-
um greinum atvinnulífsins og reynast
einstaklega vel við erfiðar aðstæður.
Helstu ástæður vinsældanna eru án
efa afkastageta, stærra vinnslu- og
geymsluminni, falleg hönnun, hag-
stætt verð og síðast en ekki síst góð
þjónusta. Bilanatíðnin er einhver sú
lægsta sem þekkist, þrátt fyrir að
Victor haf i rutt brautina með fjölmarg-
ar nýjungar. Og nú fylgir MS-Windows
Write & Paint forritið öllum Victor
tölvum sem eru með harðan disk.
Þrjár gerðir Victor einmenningstölva
eru nú fáanlegar: Victor VPC Ile, Victor
V 286 og Victor VPCIII.
Victor þjónar stofnunum og fyrirtækj-
um í iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði,
verslun, þjónustu sem og mennta-
stofnunum, námsmönnum og ein-
staklingum. Victor getur örugglega
orðið þér að liði líka. Athugaðu málið
og kynntu þér Victor örlítið betur - þú
verður ekki svikinn af því!
EinarJ. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 68-69-33
40 HELGARPÓSTURINN