Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 37
Atvinnumenn í Pýskalandi SNILLDARTAPf ÁSGEIRS Lárus og Atli komast ekki í lið sín Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með fótbolta að þeim Ásgeiri Sigurvinssyni, Atla Eðvaldssyni og Lárusi Guðmundssyni hefur ekki gengið sem best í vestur-þýsku knattspyrnunni það sem af er þessu keppn- istímabili. Að vísu hefur Ásgeir leikið mjög vel þegar hann hefur getað leikið en hann hefur verið meiddur lengi. Atli hefur ekki náð að festa sér sæti í byrjunarliði Bayer Uerdingen og Lárus hefur sáralítið fengið að spila. EFTIR BJARNA STEFÁN KONRÁÐSSON MYNDIR EINAR ÓLASON Venjulega tekur það Ásgeir svolít- inn tíma að komast í gott form en á þessu keppnistimabili byrjaði hann strax mjög vel og kórónaði sína frá- bæru byrjun með þremur mörkum í tveimur fyrstu leikjunum. Tvö þess- ara marka skoraði hann gegn Bor- ussia Mönchengladbach og verða þau ógleymanleg þeim sem sáu. Hreint stórkostleg mörk sem ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur fengu til allrar hamingju að sjá. Ásgeir átti svo hvern stórleikinn af öðrum og menn höfðu á orði að svona vel hefði hann ekki leikið síðan hann varð Þýskalandsmeistari með liði sínu Stuttgart árið 1984. Eðlilega voru allir farnir að hlakka til að sjá hann í landsleikjunum gegn Norð- mönnum í september sl. Þá kom áfallið. Hann meiddist í læri í leik gegn Frankfurt í lok ágúst. Vöðva- þræðir slitnuðu og ljóst varð að hann gat ekki leikið með á móti Noregi. SIGGI KOMINN AFTUR Áður en hann var orðinn nægi- lega góður af meiðslunum var hann látinn spila en varð að hætta eftir 15 mín. leik. í næsta leik tóku meiðslin m.Æ Lárus Guömundsson: Kemst ekki í ís- lenska landsliöið nema vegna for- falla. Kemst ekki í lið hjá Kaiserslaut- ern og kemst þar af leiöandi ekki í leikæfingu sem verður til þess aö hann kemst ekki í liðið. Fastur í víta- hring. sig upp að nýju eftir baráttu um bolt- ann við einn andstæðinginn. Nú var útséð um að Ásgeir gæti verið með íslenska landsliðinu á móti Rússum í lok október. Um síðustu helgi gat hann svo loksins leikið aftur. Tímaritið „Kick- er“ tilkynnti lesendum sínum þetta með fyrirsögninni: „Siggi er kom- inn aftur." Enda var eins gott að hann var tilbúinn í slaginn aftur því næsti leikur var á heimavelli við erkifjendurna Bayern Múnchen og leikirnir gegn Bayern eru alltaf mestu stórleikir ársins í Stuttgart. Geysilega áríðandi var fyrir liðið og hinn nýja þjálfara þess, Hollending- inn Arie Haan, að hafa leikstjórn- anda sinn með í þessum mikilvæga leik. Enda var ekki að sökum að spyrja; Stuttgart rassskellti Bayern á Neckar Stadion og sigraði 3—0 fyrir framan 70 þúsund áhorfendur. Ásgeir átti stórleik og var maður vallarins að sögn Bjarna Fel. „Kick- er“ staðfesti þetta og fór lofsamleg- um orðum um okkar mann. Ekki er þó síður mikilvægt að hann kom heill frá leiknum, reyndar varð að gefa honum nokkrar sprautur við bakeymslum fyrir leik, en nú er ætlað Atla sæti í aðalliðinu þegar hann stillti upp liði sínu fyrir tíma- bilið. Má m.a. merkja það af því að nú voru komnir nýir menn á miðj- una hjá Uerdingen en þar hefur Atli leikið undanfarið. Þar má t.d. nefna sænska landsliðsmanninn Robert Prytz, sem er geysisterkur leikmað- ur. Atli átti því við ramman reip að draga. En allir vita að hann gefst ekki upp þótt á móti blási og hann er ör- ugglega ekki búinn að segja sitt síð- asta orð í Þýskalandi. Það hefur hann ekki heldur gert með íslenska landsliðinu. Hann var fyrirliði þess í leikjunum í haust og var einn af okk- ar albestu mönnum að hinum ólöst- uðum. Hann var sem klettur í vörn- inni og hin mikla reynsla hans kom að góðum notum og hjálpaði þeim yngri. Einnig var hann hættulegur þegar hann sótti fram á völlinn og það var einmitt hann sem skoraði sigurmarkið á móti Norðmönnum í Osló á dögunum. LÁRUS SELDUR Lárus Guðmundsson hjá Kaiser- slautern hefur verið mest í fréttum af þessum þremur að undanförnu. Kemur það ekki til af góðu. Hjá liði hans virðist flest vera í upplausn og nýlega var hinn ungi þjálfari félags- ins, Hannes Bongarts, rekinn frá störfum. Hann náði mjög góðum árangri með lið sitt í fyrra, aðeins munaði hársbreidd að hann kæmi því í Evrópukeppni félagsliða, en nú gengur allt á afturfótunum þrátt fyr- ir svo til sama mannskap og á síð- asta tímabili. Þegar svo er málum komið er það oftast þjálfarinn sem er látinn taka pokann sinn. Undir svona kringumstæðum,:':;:; Atli Eðvaldsson: Þessi fyrrum markakóngur f Bundesligunni kemst ekki í liðið hjá Uerdingen. Stendur samt alltaf fyrir sínu í landsleikjum og leggur sig allan fram. bara að vona að hann nái sér að fullu af meiðslunum og sleppi við slíkt í framtíðinni. ATLI UTAN VALLAR Atli Eðvaldsson hjá Bayer Uerd- ingen hefur lítið fengið að spila það sem af er þessu keppnistímabili. Miklar breytingar urðu hjá liðinu í sumar. Nýir menn voru keyptir og nýr þjálfari var ráðinn. Sá er enginn annar en Horst Köppel en hann hafði verið aðstoðarþjálfari hjá þýska landsliðinu í nokkur ár við góðan orðstír og er mjög virtur sem þjálfari. Áður var hann þekktur knattspyrnumaður í Þýskalandi og lék með landsliðinu á sínum tíma. Svo virðist sem Köppel hafi ekki geta leikmenn sjaldnast sýnt sitt rétta andlit og Lárus er engin und- antekning þar á. Það er meira að segja svo slæmt að hann hefur varla fengið að sýna neitt en í stað þess hefur hann vermt varamannabekk- inn lengst af. Ómögulegt er að segja hvert framhaldið hjá Kaiserslautern verður en víst er að nokkur tími mun líða þar til ró og friður verða komin á innan félagsins. Þangað til verðum við að bíða og sjá hvað verður um Lárus. Hugsanlegt er að hann verði seldur frá félaginu en óskandi er að svo verði ekki, heldur að hann hljóti náð fyrir augum nýs þjálfara, að hann nái að vinna sér fast sæti í liðinu og fái að sýna hvað í honum býr. HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.