Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 13
RADSTEFNA UM STARFSMENNTUN
Félagsmálaráduneytið hefur boðað til ráðstefnu þar sem leitað verður eftir hugmyndum um samhœfða starfsmenntun
í atvinnulífinu.
EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR
Laugardaginn 28. nóvember efnir
félagsmálaráöuneytiö til ráðstefnu
um starfsmenntun í atuinnulífi, sem
opin er öllu áftugafólki um þetta
málefni. Fimmtán aðilar flytja er-
indi og stutt ávörp á ráðstefnunni
undir liðunum „áhrif nýrrar tœkni á
vinnumarkaðinrí', ,,starfsmenntun í
atvinnulífinu“ og „framtíðarfyrir-
komulag". Síðan verður unnið í
starfshópum og að lokum verða
niðurstöður umrœðnanna rœddar í
pallborðsumrœðu. Viö pallborðið
munu sitja þeir Asmundur Stefáns-
son, forseti ASI, Gylfi Kristinsson,
deildarstjóri í félagsmálaráðuneyt-
inu, Stefán Olafur Jónsson, deildar-
stjóri í menntamálaráðuneytinu, og
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvœmdastjóri VSÍ.
Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í
félagsmálaráðuneytinu, var inntur
eftir tilgangi ráðstefnunnar.
„Félagsmálaráðuneytið er ráðu-
neyti vinnumarkaðsmála og því ber
auðvitað skylda til að fylgjast með
þeim hræringum, sem eru á vinnu-
markaðnum og marka stefnu í
vinnumarkaðsmálum. Markmiðið
með ráðstefnunni er tvíþætt. Ann-
ars vegar að reyna að átta sig á því,
sem er að gerast á vinnumarkaðn-
um — sérstaklega með hliðsjón af
þeirri nýju tækni, sem er að ryðja
sér til rúms í fjölmörgum starfs-
greinum. Einnig viljum við reyna að
gera okkur grein fyrir því hvaða
breyttu kröfur ný tækni gerir til
starfsmanna. Við vitum það svo
sem, að ný tækni krefst meiri
menntunar og betri þjálfunar starfs-
manna og að nokkru leyti hefur ver-
ið brugðist við þessu. Það sést t.d. á
hinu aukna framboði á alls kyns
námskeiðum."
— Heyra starfsmenntunarmál
ekki undir menntamálaráðuneytið?
„Það eru í raun þrjú ráðuneyti,
sem tengjast þessu máli með einum
eða öðrum hætti: félagsmálaráðu-
neytið, menntamálaráðuneytið og
iðnaðarráðuneytið. Einnig má
benda á, að sjávarútvegsráðuneytið
TIL SÖLU
lítið notuð ritvél af
gerðinni MESSAGE —
Concept 11
upplýsingar gefur Jónína í
síma 681511
FISHER
REVkjavík. sími 622555
SJÓNVARPSBÚÐIN
hefur m.a. beitt sér fyrir námskeiða-
haldi fyrir fiskvinnslufólk."
— Hefur þessum málaflokki verið
sinnt eitthvað áður af félagsmála-
ráðuneytinu?
„Já, við höfum komið nálægt
þessu verkefni áður. Það var skipuð
nefnd árið 1983, sem fékk það hlut-
verk að kanna áhrif nýrrar tækni á
vinnumarkaðinn. Hún skilaði áliti
1985, en af ýmsum ástæðum hefur
þessu nefndaráliti ekki verið fylgt
eftir. Núna er semsagt ætlunin að
taka þráðinn upp aftur og vinna að
þessum málaflokki.
Núverandi félagsmálaráðherra,
Jóhanna Sigurðardóttir, hefur mik-
inn áhuga á málinu. Hún Iagði t.d.
fram frumvarp árið 1984 um endur-
menntun vegna tæknivæðingar í
atvinnulífinu. Þetta frumvarp er
mjög athyglisvert og þar er m.a. gert
ráð fyrir því að félagsmálaráðherra
skipi endurmenntunarráð og að
stofnaður skuli sérstakur endur-
menntunarsjóður, en hlutverk hans
á að vera að veita styrki vegna end-
urmenntunar, til námsgagnagerðar,
námskeiðahalds og starfsþjálfunar."
— Er ekki mikilvœgt að samhœfa
endur- og starfsmenntun í ákveðið
kerfi?
„Við göngum til þessarar ráð-
stefnu með því hugarfari að upplýsa
ákveðna hluti og leita síðan eftir
hugmyndum um framtíðarfyrir-
komulag. Vissulega höfum við líka
fyrirmyndir erlendis frá. Félags-
málaráðuneytið er t.d. í mjög nánu
samstarfi við vinnumálaráðuneytin
á hinum Norðurlöndunum og þar
höfum við fengið upplýsingar um
reynslu annarra af þessum málum.
En okkar aðstæður eru auðvitað
nokkuð öðru vísi en hjá þjóðum eins
Dönum, þar sem við töluverðan at-
vinnuleysisvanda hefur verið að
glíma. Hér er hins vegar eftirspurn
eftir vinnuafli og kannski má láta
sér detta í hug að lausnin liggi í því
að auka framleiðnina með því að
beita nýrri tækni. En til þess að geta
það verða starfsmennirnir að vera í
stakk búnir til að stjórna nýjum
tækjum."
— Verður þessi ráðstefna ekki
bara skrautfjöður, án nokkurs hag-
nýts gildis?
„Ég er ekki í nokkrum vafa um hag-
nýtt gildi þessarar ráðstefnu. Við
munum a.m.k. leggja okkur mjög
fram við að ná niður þeim tillögum
og hugmyndum, sem fram koma.
Síðan er meiningin að draga þetta
saman og helst að reyna að birta
það í einhverju riti. Við lítum tví-
mælalaust á þetta sem lið í stefnu-
mörkun stjórnvalda á þessu sviði og
leggjum mikla áherslu á að launa-
fólk og atvinnurekendur taki þátt í
ráðstefnunni og hiki ekki við að
viðra skoðanir sínar á þessu máli —
sem er stórmál og verður það áfram
í framtíðinni."
FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA
mÆatn er mismunandi viða
Wr um heim. Pess vegna
skiptir máli að nota sjampó
með réttri efnasamsetningu
fyrir íslenskt vatn. Man sjampó
er unnið af vísindalegri ná-
kvæmni af efnafræðingum
okkar. Pað hefur rétt pH gildi
fyrir íslenska notkun. Man
sjampó er til í átta tegundum:
• Milt • Balsam
•Fjölskyldu • Flösu
• Eggja • Barna
• Húð og hár • Hárnæring
Man-sjampó er fyrir allar gerðir
hárs og fæst lika í heils lítra
umbúðum.
Rannsóknarstola
FRIG6
iyngási 1 Garðabæ, simi 651822 'S
HELGARPÓSTURINN 13