Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 26
Færeyskar bókmenntir enn að slíta barnsskóm Þekking flestra íslendinga á færeyskum bókmenntum byrjar og endar með verkum sagnameistarans Williams Heinesen, sem við þekkjum m.a. í gegnum hinar ágætu þýðingar Þorgeirs Þorgeirssonar. Þeir sem reyna al- mennt að fylgjast með bókmenntum, án þess að hafa sér- þekkingu á því sviði, kannast hugsanlega við ljóðskáldin Róa Patursson og Regin Dahl, en sá fyrrnefndi hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1985 og sá síðar- nefndi var hér staddur á bókmenntahátíð í haust. EFTIR SOFFÍU A. BIRGISDÓTTUR Malan Simonsen í bókasafni Norræna hússins ásamt dóttur sinni. Það vakti því gleðilega eftirvænt- ingu, a.m.k. hjá undirritaðri, þegar sú frétt barst út (þó færi reyndar ekki hátt) að hér á landi væri stadd- ur færeyskur bókmenntafræðingur sem hygðist halda tvo fyrirlestra um færeyskar bókmenntir. Bókmenntafræðingurinn reyndist vera ung kona, Malan Simonsen að nafni, lektor við Fróðskaparsetrið í Þórshöfn; háskóla Færeyinga. Mal- an er menntuð í bókmenntafræðum í Danmörku og hefur m.a. verið lektor í dönskum og færeyskum bókmenntum (og tungumálum) í Frankfurt. Hún hefur víða kynnt færeyskar bókmenntir, m.a. í tíma- ritum, og sjálf situr hún í ritnefnd færeyska bókmennta- og menning- artímaritsins Brá. Fyrirlestrar hennar voru haldnir í Háskóla íslands í síðustu viku; sá fyrri um færeyskar nútímabók- menntir og sá seinni um færeyskar kvennabókmenntir. Það sem hér fer á eftir um fær- eyskar bókmenntir er að mestu leyti unnið upp úr þssum tveimur fyrir- lestrum, grein eftir Malan Simonsen sem birtist i Nordisk Tidskrift 62. árg. 6/1986, og viðtali sem undirrit- uð átti við Malan á dögunum. UNG HEFÐ Færeyskar bókmenntir eiga, eins og íslenskar bókmenntir, rætur sín- ar i munnlegri frásagnarhefð. Kvæði, þættir (skop- og níðvísur), sagnir og ævintýri lifðu góðu lífi í munnlegri hefð allt fram á 19. öld, og lifa reyndar enn í breyttu formi. Upphaf færeyskra nútímabók- mennta má rekja til síðari hluta 19. aldar og upphafið marka kvæði og ljóð ort í anda þjóðernisrómantíkur. Að sögn Malan lifir hvort tveggja enn góðu lífi í færeyskum bók- menntum, þ.e. Ijóðlistin og þjóðern- ishyggjan. Samhliða þjóðernis- hyggjunni má finna strauma dul- hyggju, tilvistarstefnu og módern- isma, auk náttúrudýrkunar, í fær- eyskri nútímaljóðlist. Bókmenntir í lausu máli eiga upphaf sitt að rekja til síðustu aldamóta. Ljóðlistin hefur alltaf borið höfuð og herðar yfir sagnagerðina í fær- eyskum bókmenntum, ef tekið er mið af útgefnum skáldverkum. William Heinesen er „risinn" í fær- eyskri sagnagerð, en það vita kannski færri hér á landi að hann er einnig afkastamikið Ijóðskáld. Heinesen hefur að vísu nokkra sér- stöðu þegar talað er um færeyskar bókmenntir þar sem hann skrifar á dönsku og geta því verk hans ekki beinlínis talist hluti af færeyskri rit- hefð (nema á síðustu árum þegar farið var þýða verk hans á fær- eysku). UNGT RITMÁL Aldur hinnar færeysku bók- menntahefðar (rithefðarinnar) helst vitanlega í hendur við aldur ritmáls- ins. Allt fram á þessa öld var danska það tungumál sem notað var „opin- berlega", m.a. í skólum. Það var ekki fyrr en 1937 að færeyskt ritmál var leyft í skólum. Óhjákvæmilega setur þetta svip sinn á færeyskar bók- menntir; Færeyingar eru enn að stíga fyrstu sporin á ritvelli fær- eyskrar tungu, að koma færeyskum veruleika í orð skáldskaparins. Malan bendir einnig á að munur talmáls og ritmáls sé mikill í Færeyj- um. Ritmálið sé „bókmenntalegt" og oft á tíðum í mikilli fjarlægð frá hinu hversdagslega færeyska tal- máli. í færeysku talmáli séu orð sem aldrei sjáist í færeyskum bókmennt- um og í bókmenntunum séu notuð orð sem „gangi ekki" í talmál- inu. Þetta megi m.a. sjá í fær- , eyskri nútímaljóðlist: skáldin yrki mikið um „það að yrkja" um „tungu- málið" og noti óspart vísanir, í nor- ræna bókmenntahefð t.d. þannig að Ijóðin séu oft á tíðum óaðgengileg al- mennum færeyskum lesanda. Hún segir færeyskt talmál oft hafa átt í vök að verjast vegna utanaðkom- andi áhrifa, eins og títt er um lítil málsamfélög. Við lok 18. aldar var færeyskan svo hætt komin að við útrýmingu lá, að margra dómi. Aðr- ir hafa bent á að svipuð hætta sé bú- in færeyskunni í dag, vegna vaxandi áhrifa fjölmiðla. Þetta vandamál tengir Malan við færeyska ljóðlist og segir að mörg skáldanna séu með- vituð um þessa hættu og reyni, í skáldskap sínum, að efla færeysk- una t.d. með því að taka gömul fær- eysk orð og gefa þeim nýtt inntak, nýja merkingu. Hún nefnir Regin Dahl sem dæmi um þetta. í fyrirlestri sinum um færeyskar nútímabókmenntir kynnti Malan nýútkomnar ljóðabækur. Hún lagði áherslu á hversu sterkt ljóðlistin stæði í Færeyjum og segir það sína sögu að upplag Ijóðabóka er yfirleitt um þúsund eintök! Til samanburðar má geta þess að hér heima er yfir- leitt um helmingi minna upplag að ræða. Mikið er vandað til útgáfu Ijóðabóka í Færeyjum; þær eru í stóru, fallegu broti, oft myndskreytt- ar og prentaðar á vandaðan pappír. Af þessu mættu íslenskir útgefend- ur læra. Af athyglisverðum færeyskum ljóðskáldum nefndi Malan (auk of- annefndra): Carl Johan Jensen, Tór- odd Poulsen, Jóanes Nielsen, Martin Næs, Heðin Klein, Steinbjörn B. Jacobsen og Astrid Joensen. Þessi skáld eru öll af yngri kynslóð fær- eyskra Ijóðskálda, en Malan sagði að öll færeysk nútímaljóðlist ætti rætur að rekja til J.H.C. Djuurhuus sem var annar þeirra „Djuurhuus bræðra" sem William Heinesen seg- ir höfuðskáld Þórshafnar (sjá Töfra- lampanrt, nýjustu bók Heinesens). KVENNABÓKMENNTIR í fyrirlestri sínum um færeyskar kvennabókmenntir rakti Malan hina stuttu sögu þeirra og sagði að erfitt væri að draga nokkrar álykt- anir um efni og efnistök af þeim fáu textum sem fyrirliggjandi væru eftir færeyskar konur. Hún dró þó fram tvö efni sem athyglisverð væru. Annað var ferðin sem víða mætti sjá sem áleitið söguefni. Hér er átt við löngun kvenna til að „komast burtu", ferðast frá heimaslóðum til að öðlast reynslu og þroska, eða til að mennta sig. Malan segir þetta vera frábrugðið bókmenntum fær- eyskra karla þar sem ferðin sem slík sé ekki söguefni, fremur er það heimþráin sem þjaki þá þegar þeir ;,eru í burtu". Hitt efnið sem Malan nefndi var geðveikin. Geðveiki er endurtekið minni í verkum kven- rithöfunda (íslenskra sem erlendra) en Malan vildi ekki tala um hana sem „áleitið efni" í sögum færeyskra kvenna; til þess væru dæmin ein- faldlega of fá! Fyrsta bókmenntaverk færeyskr- ar konu komst á prent 1904. Það var leikgerð Sigrid Jacobsen af „þætti"; níðvísu sem til var í munnlegri geymd. Rúmum fjörutíu árum síðar kom út annað verk færeyskrar konu, en það var fyrsta bindi af Gamlar götur, eftir Johanna Maria Skylv Hansen, sem kom út í fjórum bindum á árunum 1950—1973. Gamlar götur samanstanda af blönduðu efni, þáttum úr daglegu lífi, þjóðlegum fróðleik og frum- sömdum sögum. Það var svo ekki fyrr en 1963 að fyrsta færeyska kvenljóðskáldið gaf út bók, en það var Gurið H. Nielsen og bókin Lýtt lot. 1971 kom út önnur ljóðabók hennar, Morgun í rnars. Ljóð Guriðar eru af módernískum toga, togstreita ljóðmælandans og umheimsins eru í brennidepli og andstæðurnar nátt- úra/menning áberandi. RADDIR KVENNA Aðspurð segir Malan að færeyskar konur hafi fyrst reynt að láta „til sín heyrast" í gegnum blöð og tímarit. 1905—1908 kom út kvennablaðið Oyggjarnar (Eyjarnar) sem Susanna Helena Paturson gaf úr og ritstýrði. Það blað flutti efni sem iaut sérstak- lega að konum og heimilunum og hafði yfir sér þjóðernissinnað andrúmsloft, eins og mörg færeysk blöð á þeim tíma. Malan hefur rann- sakað blaða- og tímaritaútgáfu í Færeyjum um aldamótin, sérstak- lega með tilliti til þátttöku kvenna í þjóðfélagslegri umræðu. Niðurstöð- ur sínar birti hún í bók sinni Kvinnu- röddir. Hún segir að færeyskar kon- ur hafi fyrst reynt að koma sjónar- miðum sínum á framfæri í gegnum tvö aldamótatímarit; Fuglaframi og Föringatíðindi, og þráðurinn hafi svo verið tekinn upp í Oyggjarnar. Þetta minnir á upphaf kvennabar- áttu á Islandi, en með tímaritunum Framsókn og Kvennablaðinu (sem bæði hófu göngu sína árið 1905) fengu íslenskar konur fyrst vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Árið 1950 var stofnað kvenfélag í Þórshöfn og hóf það útgáfu Kvinnu- tíðinda, en það tímarit kemur enn- þá út og hefur, að sögn Malan, þró- ast í sífellt róttækari átt á síðustu ár- um. Með hinni nýju bylgju í kven- frelsismálum upp úr 7. áratugnum fór að gæta róttækari jafnréttis- krafna frá færeyskum konum eins og hjá kynsystrum þeirra í öðrum löndum. Á árunum 1975—1981 gaf Kvinnufylkingin í Þórshöfn út tíma- ritið Súrsokkur, og var hluti af efni þess bókmenntalegs eðlis, t.d. birt- ust þar Ijóð eftir konur og ritdómar. Það er svo fyrst eftir 1980 að kon- ur fara að láta verulega að sér kveða í færeyskum bókmenntum að sögn Malan. Hún nefnir leikritahöfund- inn Dagny Joensen, Ijóðskáldið Ebba Hentze, og sagnaskáldin Odd- vör Johansen, Dagmar Joensen Næs, Marianne Debes Dahl og Ing- í.d Hestoy. í verkum þessara kvenna má sjá hugmyndir sem tengjast kvenfrelsisbaráttu, tog- streitu skyldu og langana, hús- móðurhlutverks og listadrauma vef- ast saman við lýsingar á færeyskum hversdagsleika nútímans. Ef vel er leitað má kannski finna einhver verk einhverra þessara höfunda í íslenskum bókabúðum. RUNNI /fj <*//<% aJ ó<Bkytx u sri A&SSJ <9 Jts /a /l / áeritr ekkert éi/t 'e? /je/ J. : ~ / imimmmmú'Æi 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.