Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Blaðsíða 36
ÞJÓÐLÍF ER KOMIÐ SYKURMOLARNIR „ÞETTA ER SLYS," SEGIR BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR UM VELGENGNI HLJÓMSVEITARINNAR. FENGU ÞAU VINNU? ÞJÓÐLÍF LEITAR UPPI FYRRVERANDI ÞINGMENN. LEYNIST METSOLUBOKIN Í ÞJÓÐLÍFI? 16 SÍÐNA VEGLEG BÓKAKYNNING. UNGIR HEIMSPEKINGAR Á NÁMSKEIÐI í REYKJAVÍK. ÍSLENDINGURINN ÓLAFUR INGÓLFSSON VERÐUR MEÐ SÆNSK- UM VÍSINDALEIÐANGRI Á SUÐURSKAUTSLANDI í VETUR. BRETUM ER SAMA UM KJARNORKUNA. ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON í LUNDÚNUM. GRÆNINGJAR í KREPPU ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON RÆÐIR VIÐ OTTO SCHILY, TALSMANN GRÆNINGJA í ÞÝSKALANDI. ÞJÓÐLÍF FYRIR ÞÁ SEM VILJA FYLGJAST MEÐ! Þ ingmennska þykir með ein- dæmum eftirsóknarvert starf og leggur fólk oft mikið á sig til að ná þeim áfanga. Stundum kemur það þó fyrir að þingmenn sækjast ekki eftir endurkjöri, en það þykir mörg- um afar undarleg hegðun. Þess vegna fara yfirleitt fram töluverðar vangaveltur um raunverulega ástæðu þess að þingmaður hættir, því enginn trúir því að menn geti gengið út af hinu háa Alþingi af fús- um og frjálsum vilja. Þetta gerði þó m.a. Garðar Sig- urðsson, sem þar til í vor var þing- maður Alþýðubandalagsins. Garðar hefur fengist við ýmislegt þessa síðustu mánuði, en nú er hann kominn í þjónustu sjávarútvegs- ráðuneytisins sem svokallaður veiðaeftirlitsmaður. Fyrrum hátt- virtur 4. þingmaður Suðurlands er sem sagt orðinn ,,tittateljari“, eins og sjómenn kalla eftirlitsmennina. Það hlýtur að vera nokkur tilbreyt- ing frá ólgusjó stjórnmálanna.. . VINSÆLASTA OG ÓDÝRASTA VERSLUNARFERÐIN TE ■.H LOMEIMl • / v.s v ^ n I um 20 km fjarlægð frá Lúxem- borg eru lúxushúsin í Hostenberg. Þau standa á háum ás milli ánna Saar og Mosel, skammt frá hinum aldagamla vínyrkjubæ Saarburg, með stórkostlegu útsýni til allra átta. Um það bii 20 mínútna akstur er til hinnar 2000 ára gömlu borgar Trier, sem talin er elsta borg í Evrópu. Trier er einnig ein vinsælasta verslunarborg í Evr- ópu og fjölda íslendinga að góðu kunn. Margirfara þangað árlega í FLUG - BILL OG LUXUSHUS í HEILA VIKU. innkaupaferðir. Ýmsir aðrir áhugaverðir staðir eru í næsta nágrenni, og má sem dæmi nefna Moseldalinn, en þar er m.a. hinn sérkennilegi og fagri bær Bern- kastel. Um ána Mosel sigla fljóta- bátar sem skemmtilegt er að fara með í stuttar ferðir. HOSTENBERG Húsin í Hostenberg bjóða upp á 1. flokks þægindi, eru rúmgóð, hlý og vistleg, og ekki má gleyma hinu vinsamlega viðmóti starís- fólks sem er boðið og búið til að aðstoða og leiðbeina gestum á allan hátt. í öllum húsunum er stór stofa með arni og að sjálfsögðu sjónvarpi og síma, borðstofa, eld- húskrókur með öllu tilheyrandi, tvö svefnherbergi og bað. Einnig er hægt að fá hús sem að auki eru með Saunabaði, Ijósal- ömpum og heilsuræktarherbergi., FERÐABÆR vill sérstaklega benda á einstak- lega hagstætt verð á haust- og vetrarferðum með dvöl í Hosten- berg. Sem dæmi má nefna að vikuferð fyrir 4 í húsi og bíl kostar frá kr. 19.396.-. MUNIÐ FARSEÐLABANKANN með ótal ferðatilboð um allan heim. Beint tölvusamband við hundruð erlendra ferða- skrifstofa. FERÐABÆR HAFNARSTRÆTI 2 SÍMI 623020 THAILAND - KANARI - FLÓRÍDA - SKÍÐAFERÐIR || ■ ann Gorbatsjoff er á allra vörum um allan heim í tilefni af út- gáfu nýju bókarinnar. Skv. áreiðan- legum heimildum HP í London eru vestrænar bissnissaðferðir hans ekki einskorðaðar við bókaútgáf- una. Þegar Thatcher, gegn öllum líkum og þrátt fyrir hnignun heims- veldis, hrörnun iðnaðar í norður- hluta Bretlandseyja og gífurlegt at- vinnuleysi tókst að ávinna sér völd- in þriðja kjörtímabilið í röð, var KGB falið að komast að leyndardómnum bak við sigurgönguna. Þeir komust að því, að í upphafi ferils síns hafði Járnfrúin falið heimsþekktu auglýs- ingafyrirtæki, Saatchi & Saatchi, að hanna pólitíska ímynd sína með þessum þekkilega árangri. Það er nú opinbert leyndarmál í Lundúna- borg, að fyrirtækinu hafi nú hlotn- ast nýr skjólstæðingur, og ekki síður háttsettur, og jafnvirði þyngdar sinnar í rúblum. . . IFjölmiðlar hafa gert sér tíðrætt um að menn Ólafs Ragnars hafi tapað kosningunni í framkvæmda- stjórn flokksins vegna ótímabærrar sigurvímu eftir formannskjörið og timburmennirnir því ráðið úrslitum í þessari mikilvægu kosningu. HP hefur hins vegar áreiðanlegar heim- ildir fyrir því, að eftir formannskjör- ið fóru fram samkomulagsumleitan- ir um skipan framkv. stjórnarinnar. Var þetta mjög með sama_ sniði og tíðkast hjá sáttasemjara; Asmund- ur Stefánsson og Svavar Gests- son í öðru herberginu og Baldur Óskarsson í hinu og gengið á milli með tilboð. Þegar samningar höfðu tekist var þeim handsalað af þessum þremur mönnum. Ólafsmenn hringdu þegar í sitt lið og skýrðu frá samkomulaginu og báðu menn virða það. Lið Sigríðar Stefáns- dóttur hlýtur hins vegar að hafa fengið önnur fyrirmæli, því að engir timburmenn hefðu getað verið jafn- samstilltir í atkvæðagreiðslu og raun varð á. Taldi heimildarmaður- inn, að þetta mál ætti eftir að draga á eftir sér langan slóða. . . l dómsmálaráðuneytinu eru menn farnir að verða langþreyttir á því að aðalfulltrúi borgarfógetans í Reykjavík, Ólafur Sigurgeirsson, skuli alfarið neita því að fram- kvæma vörslusviptingar. Ólafur tók þessa ákvörðun í kjölfar skrifa Helg- arpóstsins um vörslusviptingar hans síðastliðið sumar. Síðan þá hefur embættið ekki vörslusvipt og nær engin uppboð á lausafjármunum verið í Reykjavík. Ergelsi ráðuneyt- ismanna beinist ekki síður að Jóni Skaptasyni borgarfógeta fyrir að leyfa undirmanni sínum að taka það upp hjá sér að leggja niður þennan nauðsynlega lið svo menn geti knú- ið á um að fá skuldir sínar greiddar. Jón mun hafa beint öllum fyrir- spurnum ráðuneytisins til Ólafs, með þeim orðum að þetta væri al- farið hans mál. Af þeim sökum hef- ur embætti Jóns ekki framkvæmt vörslusviptingar í hartnær fimm mánuði. .. tímaleysi í umferðinni. Þaö ert ýcí sem situr undir stýri. 36 ICLGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.