Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 6
SLATURTIÐ FRAMU Bolabrögö Vals og Erlendar gegn Guðjóni B. Hatröm valdabarátta á sér nú stað innan Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Gífurlega áhrifamikil öfl róa nú að því öllum árum að svipta hinn nýja forstjóra SÍS, Guð- jón B. Olafsson, sem aðeins er búinn að vera rúmt ár í starfi, allri tiltrú og trausti, jafnt innan Sambandsins sem utan. Er allra bragða neytt til að koma hinum nýja for- stjóra á kné, víðtæk ófrægingarherferð er í gangi innan Sambandsins og teygir iðulega anga sína inn í fjölmiðla. Sáð er fræjum tortryggni um ákvarðanir, sem öll stjórn og framkvæmdastjórn Sambandsins hafa staðið að, eins og sölu eigna Sambandsins við Sölvhólsgötu, flutning höfuðstöðvanna á Kirkjusand í Laugarnesi, Útvegs- bankamálið og nú síðast Smárahvammsmálið. Jafnframt er tækifærið notað til að skrifa á reikning Guðjóns syndir fyrirrennara hans: slæma skuldastöðu SÍS og rekstrar-. erfiðleika kaupfélaganna, eins og sú staða hafi öll komiðr upp á síðasta ári. EFTIR ÓIAF HANNIBALSSON MYNDIR JIM SMART Eftir að Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri KEA, tók við for- mennsku í stjórn Sambandsins af Eysteini Jónssyni þróaðist gagn- kvæm óvild milli hans og Erlendar Einarssonar forstjóra, og kvað svo rammt að henni, að Erlendur varð staðráðinn í því að koma í veg fyrir að Valur hlyti forstjórastólinn eftir sig. Svipaðist hann um eftir öðrum líklegum kandídat, ^g fékk auga- stað á Guðjóni B. Ólafssyni, sem mestallan sinn starfsaldur hafði veitt forstöðu fyrirtækjum SÍS í Bret- landi og Bandaríkjunum með far- sælum árangri, og hafði að auki þann höfuðkost, að hafa verið víðs- fjarri öllum flokkadráttum innan Sambandsins. Slíkir flokkadrættir höfðu mjög verið að magnast innan Sambandsins síðustu stjórnarár Erlendar, þar sem hver forstjóri hafði nánast skorið sér sina sneið af Sambandskökunni, og stjórnaði eins og furstadæmi, en Erlendur trónaði á toppnum sem konungur, og sameinaði þræði í höndum sér með stjórnarþátttöku og stjórnar- formennsku í hinum ýmsu dóttur- fyrirtækjum og deildum. Hin gamla og gullna stjórnunarregla frá tímum Rómverja: Deildu og drottnaðu, var grunnreglan í stjórnun þessa við- skiptarisa sem Sambandið er. Hins vegar gerist svo það tveimur dögum áður en gengið skyldi frá ráðningu nýs forstjóra, að Erlendur teflir fram hinum yngra manni. Axel Gíslasyni, í forstjórastólinn. Þetta var gamalkunnugt bragð. Þannig hafði Vilhjálmur Þór notað þetta með góðum árangri á sínum tíma, þegar hann á síðustu stundu gerði tillögu um Erlend sem mála- miðlun, þegar valið stóð um Hjört Hjartar og Helga Þorsteinsson. En í þetta sinn heppnaðist það ekki og Guðjón var valinn. Öllum, sem til þekkja innan Sam- bandsins, og fylgst höfðu rrieð þessu valdabrölti, var ljóst, að stríðsöxin hafði síður en svo verið grafin með þessum úrslitum, heldur mundi beð- ið þar til menn lægju vel við höggi. Guðjón á nú eitt heilt ár að baki og nú þykir kominn réttur tími til að fletta af honum höfuðleðrinu með samræmdri herferð innan Sam- bandsins og utan. „CHAIRMAN OF THE BOARD" HP hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því, að nokkru eftir að Guðjón tók við afhenti Erlendur honum all- langan lista um stjórnir og ráð, sem hann gjarnan vildi halda áfram setu í, þar á meðal í bankaráði Sam- vinnubankans, Samvinnuferðum- Landsýn og dótturfyrirtækinu lce- land Seafood í Bandaríkjunum. Sjálfur hafði Erlendur alla sína forstjóratíð lagt á það ríka áherslu, að forstjóra SIS væri nauðsynlegt að sitja sjálfur í þessum stöðum til þess að hann mætti halda yfirsýn yfir alla starfsemi þess. Guðjón mun þó hafa Ijáð máls á því, að Erlendur mætti halda sumum af þessum stjórnarsetum. Hvað varðaði for- mennsku bankaráðs Samvinnu- bankans var svar hans hins vegar óhagganlegt nei. Þá kom í ljós, að þetta var sú staða, sem Erlendur sótti hvað fastast að halda (það fer óneitanlega vel á nafnspjaldi að vera Chairman of the Board of the Co-operative Bank of lceland). Þann dag urðu Heródes og Pílatus vinir. Erlendur leitaði til stjórnarfor- mannsins Vals Arnþórssonar og vildi fá úr þessu skorið á stjórnar- fundi. Guðjón mun þá hafa lýst því yfir, að yrði þessi áhrifaríka staða skorin frá verksviði forstjóra gæti hann alveg eins gengið út strax. Varð Erlendur að láta í minni pok- ann í þessu og líkaði stórilla. Eftir þetta fór að færast líf í tusk- urnar. Sá orðrómur fékk byr undir báða vængi, að ísfirðingarnir Guð- jón og Kjartan P. Kjartansson hefðu samið alvarlega af sér í viðskiptum við ísfirðinginn Jón B. Hannibalsson fjármálaráðherra við söluna á Sölv- hólsgötueignunum svo að næmi eitt hundrað milljónum króna. Var með- al annars séð um að leka þessum upplýsingum í Alþýðublaðið, sem að vonum varð fegið, að geta gefið fjármálaráðherranum rós í hnappa- gatið fyrir þessa samninga (sbr. síð- asta tölublað HP). Erlendur Einars- son fór ekkert dult með þessa skoð- un sína í viðtölum við menn, og í fjölmiðlum eru bornir fyrir þessu sem heimildir háttsettir menn innan SÍS. RANNSÓKN Á EINKAHÖGUM Valur Arnþórsson hefur sterka stöðu sem stjórnarformaður SIS og getur í krafti hennar haft aðgang að öllum gögnum varðandi starfsemf þess. En nú fóru hann og Erlencfur af stað með könnun á einkahögúm Guðjóns B. Ólafssonar. Ekki með því að leita beint í bókhald þess, heldur með því að biðja menn að.kanna fyrir sig laun og launagreiðslur til Guðjóns langt aftur í tírriann, bif- reiðakaup hans og innkaup til bygg- ingar húss þess, sem Guðjón hefur átt í smíðum, síðan hann kom heim. Með þessu móti breiddist út sá orð- rómur, að eitthvað væri gruggugt við launagreiðslur til hans og var m.a. talað um „hafskipsbónusa" og leynilega ávísanareikninga í þessu sambandi. Er ekki nema von, að Guðjón sé grunaður um græsku í þeim efnum, þar sem á margra vit- orði er, að viðgerðir og innréttingar á einkahúsnæði Erlendar Einars- sonar voru að öllu leyti unnar af tré- smiðju SÍS við Hringbraut, þar til yfirsmiður sá, sem um þær fjallaði, þótti vera farinn að skáka svo í skjóli vitneskju sinnar í eiginhagsmuna- skyni, að gerð var skipulagsbreyt- ing og smiðja Sambandsins lögð niður og ákveðið að bjóða út verk og skipta við verktaka framvegis. Hitt ætti varla að þurfa að verða mönnum undrunarefni, að maður, sem gegnt hefur vel launuðum topp- stöðum erlendis um áratuga skeið fyrir umfangsmikil fyrirtæki, hafi efni á þvi eftir heimkomuna að byggja sér sæmilega veglegt einbýl- ishús. ÞÁTTUR ALÞÝÐU- BLAÐSINS Valdabaráttan í SIS minnir um flest á sams konar baráttu, sem fer fram í lokuðu kerfi eins og Komm- únistaflokki Sovétríkjanna. Á Vest- urlöndum er fjölmenn stétt manna, svokallaðir Kremlinólógar, sem hef- ur af því dágóða atvinnu að ráða í ýmis atvik og ummæli ráðamanna í Kreml, orðróm, sem er á kreiki og enduróma hans, sem kann að berast inn í ýmsa fjölmiðla, röð ráðamanna forræðisnefndar Kommúnista- flokksins, eins og hún birtist við op- inberar athafnir. Það, sem gerir dæmið að síðustu svo sláandi líkt, er að reynt er til hins ýtrasta að klæða venjulega valdabaráttu, í likingu við það, sem gæti gerst í hvaða stórfyr- irtæki sem er á Vesturlöndum — t.d. General Motors — í hugmynda- 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.