Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 42

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 42
OFBELDI OG RITSKOÐUN Nú varst þú í meira en sjö ár á Spáni og þrjú ár í Sviss á árunum 1960 til 1971. Þetta var Franco-tími, tími einræðis og fasisma á Spáni. Hvernig reynsla var það? Það er aldrei skemmtilegt að búa þar sem einræði ríkir og á stundum gerræði. Undir niðri var ólga í þjóð- félaginu, ólgan var töluverð þar sem ég var, í Barcelona, og þá ekki síst á meðal námsmanna. Þar var mikil óánægja með þjóðfélagið. Samtök námsmanna störfuðu á pólitískum grundvelli og fengu því að kenna á hlutum sem fylgja einræðisstjórn- um eins og fangelsunum og yfir- heyrslum. Lögreglan var oft til stað- ar inni í háskólanum. Pyntingar voru sennilega nokkuð algengar þó maður frétti ekki af slíku nema eftir krókaleiðum. Lentir þú sem námsmadur þá ekki í ólgunni miöri? Ég gat ekki staðið hlutlaust hjá og sagt: Eg er útlendingur, þetta kemur mér ekki við. Að einhverju leyti hlaut maður að fylgjast með og taka þátt í mótmælum. En ég var útlend- ingur og það var auðvitað svolítið önnur staða en hjá innfæddu náms- fólki. Það var í versta falli hægt að reka mig úr landi, en fyrir Spánverja var andófið að sjálfsögðu miklu hættulegra. Við aðstæður eins og þá voru á Spáni komu þó ýmsir mann- legir þættir í samskiptum fólks bet- ur í ljós. í okkar þjóðfélagi reynir ekki á slíkt. Þar var til samstaða, samhjálp, fólk vann saman, vonaði saman... Einnig var áberandi þessi makalausa mótsögn í mannlegu eðli; ef eitthvað er bannað þá verð- ur það eftirsóknarvert. Þær mörgu bækur sem voru bannaðar urðu mjög eftirsótt lesning. Svona var þetta með ýmislegt, aðrar listir til dæmis. Það ríkti fullkomin ritskoð- un í tíð Francos, bæði hvað varðaði blöð, menningar- og listatímarit og bókaútgáfu. Var þá leyfilegt aö kenna nema ákveönar bœkur og ákveöin frœöi? Nei, en það var þó stundum gert. Kennarar fikruðu sig oft út á hættu- svæðið. En bækur verða oft mikil- vægari undir svona kringumstæð- um. Það verður mikilvægt að hafa lesið eða skrifað ákveðnar bækur. Við lásum margar bækur sem ann- ars hefðu farið framhjá okkur. Hér á landi hefur dregið úr mikilvægi bóka. Bækur þykja orðið of sjálf- sagðar. Verk Kafka, Sartre og Cam- us voru til dæmis bönnuð á Spáni og sömuleiðis var Moravia bannaður vegna þess að hann var vinstrisinni. Þó að ritskoðun sé ekki æskiieg þá voru ritskoðendur ekki illmenni í öllum tilfellum, heimskir, forpokað- ir og lokaðir. Stundum voru þetta menn sem höfðu sans fyrir góðum bókmenntum. Fannstu þaö sama á alþýöu manna og námsmönnum, aö fólk biöi þess aö einrœöiö liöi undir lok, var fólk almennt óánœgt og hrœtt? Já, fólk var óánægt og það óttað- ist einræðið. Spánn breyttist þó ansi mikið þau ár sem ég var þar. Það var létt aðeins á ritskoðun og ýmsu öðru eftirliti með menningu árið 1966. En þrátt fyrir það viðgekkst ritskoðun áfram. Ábyrgðin fluttist bara yfir á útgefendur sem nú áttu það á hættu að verða sóttir til saka fyrir undirróðursstarfsemi. Á þess- um tíma byrjaði túrisminn að ein- hverju marki og þrátt fyrir ýmis óæskileg áhrif hans losnaði líka um vissar hömlur. Áttu óþœgilegar endurminningar frá þessum árum, varöstu beinlínis vör viö ofbeldi í kringum þig? Ofbeldið var allt í kringum mann. Það voru stundum verkföll og þau voru barin niður af hörku og með vopnavaldi. Fólk sá slíkt ekki og frétti eðlilega ekki af því í blöðum stjórnarsinna. En fréttir bárust hratt, til dæmis með dreifiritum neðanjarðarhreyfinga. Ég kenndi um tíma í málaskóla, ensku fyrir byrjendur. Þar var maður í bekk hjá mér sem ég tók eftir að sat alltaf einn og enginn settist hjá honum. Og þegar hann skilaði verkefnum stóð hann alltaf þráðbeinn í tilhlýði- legri fjarlægð. Maðurinn var með af- brigðum ástundunarsamur, en mér fannst hann óneitanlega sérkenni- legur. Á miðju misseri gerðum við kennarar málaskólans verkfall vegna lélegra launa og þar á meðal ég. Þá gengur maður þessi rakleitt til skólastjórans og segir að ef ég hefji ekki kennslu tafarlaust muni hann sjá til þess að ég verði rekin úr landi. Þarna var þá lögregla á ferð- inni... Þetta skýrði að sjálfsögðu hvers vegna enginn settist hjá hon- um. Þarna á meðal nemenda minna kom í Ijós greinileg gjá milli þjóna einræðisins og og alþýðu manna. EILÍF HRINGRÁS Mér dettur í hug Juan' Carlos Spánarkonungur. Hann vár upp- eldissonur Francos og átti meö réttu aö erfa einrœöiö. Juan Carlos er dálítið sérstakur maður. Spánverjar voru í fyrstu ekk- ert hrifnir af honum og höfðu ekki mikið álit á honum. En viðhorfið er allt annað núna. Hann var Spáni mjög mikilvægur þegar pólitískar aðstæður breyttust. Hann leyndi því mjög á sér, hann hafði aldrei sýnt annað en hann væri hliðhollur ein- ræðinu. Hann var að vísu mjög ung- ur. Ég minnist nýlegs atburöar þegar hermenn ruddust inn í þingiö og sögöust hafa tekiö völdin meö stór- an hluta hersins aö baki sér. Já, þá gekk hann fram sem yfir- maður hers og sagði iýðræði vera í landinu. Innrásarmennirnir hafa lík- lega reiknað með því að Juan Carlos styddi þá, en hann hefur reynst trúr lýðræðinu á Spáni. Mér finnst rithöfundar annaö- hvort vera trúleysingjar eöa ofsatrú- armenn. Paö viröist aldrei neitt þar á milli. Hvar stendur þú í flokki? Þetta er nú svolítið persónuleg spurning. Ég er að minnsta kosti ekki ennþá trúuð og hef aldrei ver- ið. En ég velti trúarbrögðum samt mikið fyrir mér, þau eru jú hluti af okkar menningararfi. Nú er kaþólsk trú svo sterk á Spáni. Þaö hefur ekki smitaö þig? Ekki öðruvísi en að ég fór að sjá kaþólska trú í öðru ljósi. í lútersku uppeldi okkar er rekinn áróður gegn kaþólskri trú. Ég sá hana í mun jákvæðara ljósi og skildi líka betur tengsl hennar við menningu okkar. Kaþólsk hugsun var svo gjör- samlega þurrkuð út við siðaskiptin. Ég hef annars grun um að trúar- brögð séu alls staðar á undanhaldi, að minnsta kosti trúarlíf. Það er ver- ið að loka klaustrum um allan heim vegna þess að enginn vill lengur helga trúnni líf sitt. En ef maður veltir þessu áfram fyrir sér í þjóðfélagi þar sem maður- inn sem einstaklingur er beinlínis rekinn inn í sjálfan sig og fólk vinnur ekki lengur saman, þá fyndist manni ekki óeðlilegt að fólk tæki að velta meira fyrir sér trúarbrögðum. Hvaöa viöhorf hefuröu þá til dauöans fyrst þú sœkir ekki styrk til trúar gagnvart honum? Þegar menn deyja úr elli eru það eðlileg endalok, en auðvitað gera allir nokkra uppreisn gegn dauða sínum. Við deyjum sem einstakling- ar, svo mikið er víst, en höldum að nokkru leyti áfram að lifa í öðrum í eilífri hringrás. ER ÞAÐ ALDURINN? Hvaö þá meö tilgang, þá stóru klisjuspurningu? Jú, jú, maður getur víst ekki svar- að svona spurningu óhlæjandi. Ég get ekki séð neinn sérstakan til- gang. En við erum hérna og verðum að takast á við það. Það er erfitt en um leið skapandi. Við sköpum líf okkar að nokkru leyti sjálf og reyn- um að gera okkar besta úr því. Ég á svolítið erfitt með að setja mig í spor trúaðra manna. Menn hljóta að sjá lífið og tilgang þess töluvert öðru- vísi í gegnum sjóngler trúarinnar. Lífið — þó þetta sem ég ætla að segja sé nú klisja líka — öðlast gildi fyrir tilstilli athafna okkar og hugs- unar sem við vonandi miðlum áfram. Hvaö finnst þér í framhaldi afþessu um þaö sem íslenska þjóö- in er aö gera úr sínu lífi? Ég hef allt á hornum mér í sam- bandi við það. Það er orðið mjög óþægilegt, yfirþyrmandi, ömurlegt, ástandið hér. Peningar stjórna öllu og efnisleg gæði virðast vera eina viðmiðunin. Og annað horfið. Það er leikið á... nei þetta eru allt klisj- ur... Tölum þá um klisjur. Þegar viö förum aö tala um alvarlega hluti verðum við orðlaus. Já, það er búið að hamra svo á þessu og segja þetta allt áður. Auð- vitað tekur maður hugmyndir ann- arra og gerir þær að sínum. En stundum rennur upp fyrir manni hvaðan þær eru komnar og það er óþægilegt. Þýöir þetta aö ef maöur er óánœgöur meö þjóöfélagiö og hefur hugmyndir um aörar áherslur þá geti maöur varla látiö þœr í Ijós, allt er oröiö aö klisju? Þetta er eitt af því sem einkennir þjóðfélag okkar, að hamra á góðum hlutum þangað til þeir verða klisjur og um leið merkingarlausir. Maður skilur æ betur hvað felst í orðum biblíunnar ,,þú skalt ekki leggja nafn drottins guðs þíns við hé- góma“, einmitt vegna þess að háleit- ar hugsanir eru nú gerðar óvirkar með endurtekningunni. Það er ekki verið að skyggnast djúpt í hlutina, heldur er þeim velt áfram og breytt í glamur. Seinast finnst manni að maður sé upp á móti svo mörgu að það hljóti að vera eitthvað að manni... Svo læðist alltaf að mér þessi efasemd; skyldi þetta vera ald- urinn? Hvaö er á prjónum Álfrúnar þessa stundina, er nœsta skáldsaga í smíöum? Ég einbeiti mér að því núna að láta hverjum degi nægja sína þján- ingu. Um það hvort nýtt skáldverk sé á leiðinni segi ég ekkert. Menn leggja upp í það ævintýri að skrifa verk, en sá möguleiki er fyrir hendi að allt mistakist. Höfundurinn verð- ur þá að hætta. Þess vegna vil ég ekki tala um nýtt skáldverk fyrr en ég er örugg með að koma því í höfn. Hvernig líöur þér eftir viötal sem þetta? Ég tæmist. Þetta er afskaplega skrítin tilfinning sem ég fann sterkt fyrir um síðustu jól. Maður var að blaðra um sjálfa sig í marga daga og eina helgina fékk ég nóg. Ég lokaði mig af þessa helgi, talaði ekki við neinn, slökkti og skrúfaði fyrir allt. Svo fór ég í langar gönguferðir, hreinlega til að leita sjálfa mig uppi. Nú skil ég af hverju pólitíkusar og annað opinbert fólk er stundum eins og það er... SLÍPIBELTI SKÍFUR OG DISKAR bæði fyrir málm og tré Vxó-€pRAl>* 1988 Kæliskápar án frystis, 6 stærðir K 130 130 ltr. kælir K200 200 ltr. kælir K244 244 ltr. kælir K 180 173 ltr. kælir Kæliskápar * frystiskápar * frystikistur. ^onix gæði á verði sem kemur þér notalega á óvart K 285 277 ltr. kælir K 395 382 ltr. kælir Kæliskápar með frysti, 6 stærðir KF120 KF19SS 103 ltr. kælir 161 ltr. kælir 17 ltr. frystir 34 ltr. frystir m ■winHm 1 ^ V v KF233 KF250 208 ltr. kælir 173 ltr. kælir 25 ltr. frystir 70 ltr. frystir KF355 277 ltr. kælir 70 ltr. frystir KF 344 198 ltr. kælir 146 ltr. frystir Dönsku GRAM kæliskáparnir eru níðsterkir, vel einangraðir og því sérlega sparneytnir. Hurðin er alveg einstök, hún er massíf (nær óbrjótanleg) og afar rúmgóð með málmhillum og lausum boxum. Hægri eða vinstri opnun. Færanlegar hillur, sem einnig má skástilla fyrir stórar flöskur. 053 4-stjörnu frystihólf, aðskilið frá kælihlutanum (minna hrím). Sjálfvirk þíðing. Stílhreint og sígilt útlit, mildir og mjúkir litir. 4-stjörnu frystiskápar með útdraganlegum skúffum, 5 stærðir FS 100 FS 17S 100 ltr. frystir 175 ltr. frystir FS 146 FS 240 146 ltr. frystir 240 ltr. frystir FS 330 330 ltr. frystir 4-stjömu frystikistur, fullinnréttaðar VAREFAKTA, vottorð dönsku neytendastofnunarinnar, um kælisvið, frystigetu, einangrun, gangtíma vélar og orkunotkun fylgir öllum GRAM tækjum. GRAM frá FÖNIX =gæði á góðu verði. Góðir skilmálar - Traust þjónusta. /ponix Hátúni 6A SlMI (91)24420 ^□mx ábyrgð í 3ár 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.