Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 13
við að éta í síðasta atriði. Bergþór virtist í fyrstu hjákátlegur um of, en náði sér á fljúgandi ferð eftir því sem á leið. Ólöf Kolbrún, Elín Ósk og Sigríður Gröndal gerðu það einn- ig prýðisgott, en hlutverk Donnu Onnu er að vísu snöggtum hæglát- ara en hinna. Viðar Gunnarsson var ljómandi, nema hvað nokkuð vant- aði á ógn í söng styttunnar. Gunnar Guðbjörnsson er einnig skínandi efnilegur, þótt hann eigi að sjálf- sögðu enn erfitt með að syngja í einu veikt og fullt. Hvaða hugmyndum sem menn leika sér að varðandi persónu Herra Jóhanns skiptir það meginmáli, að hér hefur Islenska óperan komið einni skemmtilegustu og marg- slungnustu óperu allra tíma á svið með þvílíkri útsjón, list og kunn- andi, að hver sá sem hingað til hefur fussað við óperum ætti nú að gera sína fyrstu tilraun og sjá hana. Árni Björnsson Enn um Jón Leifs Seint á fyrra ári skrifaði ég greinarkorn hér í Helgarpóstinn um Jón Leifs. Benti ég á það, að verk hans mörg hefðu aldrei verið flutt hér, og því ókunn íslensku þjóðinni. Lagði ég mikla áherslu á að gert yrði stórátak í því að flytja öll verk Jóns hið fyrsta svo við og umheim- urinn (Jón var þekkt tónskáld er- lendis) fengjum giögga mynd af ævi- starfi hans. Ég varð ekki var við nokkur viðbrögð við þessum grein- arstúf. En nú hafa ,,þeir svensku skálkar" tekið af okkur ómakið. Eins og kunnugt er var orgelkonsert Jóns fluttur með pomp og prakt í kon- serthúsinu í Stokkhólmi. Við orgelið sat kornungur snillingur og Fíl- harmóníuhljómsveit Stokkhólms- borgar lék með, ein sú hin fremsta í heiminum. Flutningurinn vakti verðskuldaða athygli og voru undir- tektir mjög góðar, bæði gagnrýn- enda og tónlistarunnenda. Kannski er þetta upphafið á „endurreisn" Jóns Leifs. Saga þessa stórbrotna verks er á margan hátt einkennandi fyrir Jón og verk hans. Það var samið á þriðja áratugnum, og frumflutt í Wies- baden. Þá var Jón ungt og upprenn- andi tónskáld í Þýskalandi. Síðan var það flutt á stríðsárunum í Berlín, en gerð var í það eina sinn undan- þága frá flutningsbanni á verkum Jóns, sem sett var af þáverandi stjórnvöldum: nasistum. Og síðan var það flutt nú í Stokkhólmi. Ég hlýddi nýlega á hljóðritun frá Stokkhólmskonsertinum. Ég þekkti verkið lauslega áður á nótum, og Ragnar Björnsson hafði farið yfir einleiksröddina fyrir mig. En ég játa að hinn „hljómandi veruleiki" verksins kom mér nokkuð á óvart. Áferð þess var önnur en ég hafði gert mér í hugarlund. Jón var frum- legur listamaður og stíll hans var bæði sérstæður og persónulegur. Maður þarf ekki annað en hlusta á hendingarbrot úr verkum hans til að vita að hér er Jón Leifs á ferð og enginn annar. En samt má finna ýmis áhrif, t.d. frá Richard Strauss, Reger, Stravinskí og jafnvel Bartók, í orgelkonsertinum. Þetta voru framsæknustu og bestu tónskáld þeirra tíma og þangað leitar Jón að fyrirmyndum. „Þeir góðu stela frá þeim góðu en þeir vondu frá þeim vondu," sagði Arne Nordheim ein- hvern tíma á góðri stundu. Orgel- konsertinn var fyrsta stórvirki Jóns en mörg önnur fylgdu í kjölfarið. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt: á næstu árum þarf að flytja öll verk Jóns og hljóðrita þau til dreif- ingar um heiminn. Þessi verk voru einstök í tónlistarsögu okkar á sín- um tíma; djörf, framsækin, frumleg og fersk. Þess vegna fylltust margir andúð á þeim. Auk þess var Jón sjálfur ötull baráttumaður fyrir rétt- indum listamanna og þess urðu verk hans að gjalda. En núna meg- um við ekki verða eftirbátar þeirra sænsku. Atli Heimir Sveinsson Rússneskur stórsöngvari Paata Burchuladze, fimbulbassinn frá Georgíu, er stórsöngvari, á því er enginn vafi. Hann kom fram á tvennum tónleikum. Fyrst á vegum Tónlistarfélagsins, og þá söng hann rússnesk Ijóðalög, og svo með Sin- fóníuhljómsveitinni; þá voru óperu- aríur á dagskrá. Mér er fremur illa við að nota há- stig lýsingarorða. Það er gert alltof mikið í riti og ræðu nú, á tímum skrums og lágkúru. Orðin missa fljótlega merkingu sína, fletjast út og dofna. En eftir að hafa hlustað á Burchuladze get ég aðeins sagt eitt: hann var frábær. Rödd hans er mikilfengleg og ógnarsterk, jöfn og fögur. Tæknin er svo góð, að það er næstum goðgá að minnast á hana. Því að baki allri túlkun hans er tilfinningaríkur og skapheitur listamaður. Hæfileikarn- ir eru fágaðir og tillærðir, en um leið upprunalegir og einstaklega per- sónulegir. Þetta er einhver sá hinn glæsilegasti fulltrúi hins rússneska söngskóla sem ég hef heyrt af. Og hann virtist jafnvígur á allt og píanistinn var það líka. Ljóðasöngv- arnir eftir Rachmaninov spanna víðan tilfinningaskala, en bestur var Burchuladze í Söngvum og dönsum dauðans eftir Mussorgsky, en það er líka fínasta músík sem um getur. Einhverjir illa menntaðir „fræði- menn" éta hver upp eftir öðrum að Mussorgsky hafi kunnað lítið til tón- smíða, en svo stendur í mörgum tónlistarsögubókum. Þetta er hel- ber firra, en Mussorgsky var að gera nýstárlega hluti og einstæða, gjör- ólíka því sem áður var talið gott og gilt. Það er mikill munur á því og kunnáttuleysi. (Jón Leifs er svipað dæmi.) Aríurnar voru allar jafn vel sungn- ar hvort sem þær voru úr Evgéní Onegín, Boris Godunov, Makkbeð eða Don Carlosi. Og á milli spilaði Sinfó fallega for-, milli- og dansmús- ík úr óperum. Mér finnst alltaf að Rússar, og þá einkanlega Tsjæ- kofský, hafi samið fallegustu valsa í heimi. Og Páll okkar P. Pálsson fylgdi Burchuladze fagmannlega eftir á fluginu. Ég minnist vart ann- arrar eins hrifningar í troðfullu Há- skólabíói og sl. laugardag. Atli Heimir Sveinsson The Christians ★ ★★★*/2 Hljómsveitin The Christians náði að skapa sér nokkrar vinsældir í Bretlandi á síðasta ári með lögunum Forgotten Town, Hooverville og When The Fingers Point. Ekki heyrðust þessi lög þó mikið hér á landi, utan hvað Hooverville var nokkuð spilað á einni útvarpsstöð- inni hér síðastliðið sumar. Þessi þrjú fyrrnefndu lög er að finna á stórri plötu The Christians, sem kom út í lok síðasta árs. Á plötu þessari er einnig að finna sex önnur lög sem gefa þessum þremur lítið sem ekk- ert eftir hvað gæði varðar. Þetta þýðir að útkoman er í heild ákaflega áheyrileg plata. Það má ef til vill segja að tónlist The Christians sé þessi dæmigerða breska popp/soul-tónlist sem svo vinsæl hefur verið þar í landi síð- ustu misserin. Við nánari kynni verður manni þó ljóst að meira er í þessa sveit spunnið en flest annað sem er að gerast á þessu sviði. Lögin eru vel samin og skemmti- leg og textarnir góðir. Undirleikur- inn er fjölbreytilegur og hlýlegur, þar sem ýmislegt óvænt á sér stað. Þá er söngurinn einnig fyrsta flokks. Þegar allt þetta fer saman verður út- koman óumflýjanlega góð. Gunnlaugur Sigfússon LEIKLIST Tækifœri kontra- bassaleikarans Frú Emelía Kontrabassinn e. Patrick Siiskind Leikstj. Guöjón Pedersen Leikari: Arni P. Guöjónsson Það hefur sennilega ekki farið fimafeitur og á leiðinniyfirljórarmilljónir! Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með tólf réttum. Spáðu því vandlega í liðin og spilaðu með af þreföldum krafti, - núna getur þekkingin fært þér milljónir! X / \ / V ISLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. Hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrir með kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudagafrá kl. 9:00-17:00 og laugardaga f rá kl. 9:00-13:30. Síminn er 688 322 Upplýsingar um úrslit í síma 84590. HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.