Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 37
DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU Kæra dagbók. Ég hef verið soldið að pæla í minningargreinum. Þær eru alveg ferlega merkilegar... Þetta byrjaði með því að Lóa „lenska” lét okkur skrifa minningar- grein í staðinn fyrir venjulega heimaritgerð í síðustu viku. Flestum krökkunum fannst þetta æðisleg til- breyting og við erum öll búin að vera gjörsamlega á kafi í dauðanum síðan. Það er sko ekki seinna vænna, því þetta getur komið fyrir hvern sem er. Ég var meira að segja að átta mig á því, að ég get dáið á undan ömmu á Einimelnum! Váá, maður. Ég er búin að lesa alveg helling af minningargreinum undanfarið og eitt er nú sko met. Ef einhver undir svona 35 ára deyr er algjörlega pott- þétt að í ad minnsta kosti einni minningargrein (oftast mörgum) stendur að guðirnir elski þá mest, sem deyja ungir. Mér hefur ekki ver- ið tilkynnt um nema einn guð, svo ég fatta ómögulega hvaða guð/r þetta eru. (Kannski eru það bara ásatrúarmenn, sem trúa þessu. Þó getur það varla verið, því ekki getur allt þetta unga fólk verið í þeim söfnuði. Það er tæpast að ganga drepsótt þar! Þá væri örugglega bú- ið að segja frá því í 19.19.) Annars finnst mér þetta alveg snarruglað. Skilur guð bara ruslið eftir, eða hvað, og leyfir þeim að lifa lengst, sem hann er minnst hrifinn af? Þá er sem sagt best að vera sem óþekkast- ur og troðast alltaf á undan gömlum konum upp í strætó, því þá elskar guð mann minna og leyfir manni að vera lengur á jörðinni. (Það er líka greinilega allt í lagi að troðast fram- hjá gamla fólkinu í strætóbiðröð- inni. Fyrst manneskjurnar eru enn- þá lifandi hljóta þær að vera ferlega vondar...) Auðvitað trúi ég þessu með guð- ina ekki neitt í alvörunni og mér finnst líka rosalega erfitt að trúa því hvað allt dána fólkið í minningar- greinunum hefur verið gott. Þetta er bara ekki eðlilegt! Hver einasta kona hefur „búið" manninum sín- um svo ógeðslega fallegt heimili og verið honum svoleiðis stoð og stytta l nýjasta Vökublaðinu, en það gefa hægrimenn í háskólanum út, eru birtar niðurstöður skoðana- könnunar sem Skáís gerði fyrir þá um miðjan janúar. I könnuninni voru stúdentar spurðir að því hvort þeir ynnu með náminu í HÍ. Rúm 50% aðspurðra kváðust vinna með háskólanum en ekki er tekið tillit til þess í hve miklu námi nemendur eru eða hversu mikið þeir vinna. Vilja ýmsir telja að ástæða vinnunn- ar sé að lánasjóðurinn, og þar með stjórnvöld, hafi brugðist hlutverki sínu gagnvart stúdentum. Einnig var spurt í könnuninni hve langur starfsdagur nemenda væri í námi og kom í Ijós að tæplega 60% nem- enda eyða 7 klst. eða meiru í nám á dag. Þegar þetta er lagt saman kemur í ljós hámarksálag á nem- endur. Er nema von að liðið falli... í lífinu að annað eins hef ég aldrei séð, a.m.k. ekki í minni fjölskyldu eða hérna í götunni. Að maður tali ekki um alla handavinnuna og ógleymanlegu kökurnar, sem þess- ar dánu konur eiga að hafa hrist fram úr erminni um ævina — með bros á vör. Kallarnir hafa líka allir verið svo ofsalega hjálpsamir, ráða- góðir og hvers-manns-hugljúfir að það er alveg ótrúlegt, maður. Alltaf boðnir og búnir... Ég er nú ekki það vitlaus (sama hvað Addi bróðir segir!) að ég trúi svona dellu. Þetta fólk hefur örugg- lega oft farið í fýlu, ekki svarað dyrabjöllunni þegar eitthvert leið- indapakk var að koma í heimsókn, orðið blindfullt, neitað að keyra börnin sín í bíó, haldið framhjá og ég veit ekki hvað og hvað. En þegar verið er að skrifa minningargreinar er sko ekki minnst á neitt nema það, sem passar fyrir engla. (Kannski eru þeir, sem skrifa, hræddir um að dána fólkið geti lesið Moggann þarna hinum megin og hefnt sín með draugagangi, ef minningar- greinarnar eru eitthvað óspenn- andi?) Jæja, best að fara fram í matinn til elsku móður minnar, sem hefur bú- ið okkur öllum svo dásamlegt heim- ili og er svo sjúklega myndarleg til munns og handa, gleymir aldrei að kaupa í matinn og skiptir að sjálf- sögðu aldrei skapi. Bless, Dúlla. A þessum arstima eru að fara af stað árshátíðir og þvíumlíkar skemmtanir og um leið fara skemmtikraftarnir að hugsa sér gott til glóðarinnar, enda ku vera mikið fé að hafa upp úr árshátíðabrans- anum. Flest atriðin eru giska hefð- bundin, en HP hefur fregnað af einu sem ekki er alvenjulegt fyrir ís- lenskar aðstæður. Þar er á ferðinni Sif Ragnhildardóttir, hin góð- kunna söngkona, en hún er að fara af stað með prógramm byggt á grískum lögum, mestmegnis eftir Theodorakis, og til aðstoðar hefur hún Stuðmanninn Þórð Árnason, sem leikur á gítar, og Jóhann Kristinsson píanóleikara. Sif verð- ur einnig með á efnisskránni lög sem Marlene Dietrich söng, en hún hefur áður vakið töluverða athygli fyrir flutning þeirra laga... Hálr vextír Grunnvextir á Kjörbók eru nú 32% á ári og leggjast þeir við höfuðstói tvisvar á ári. Ef innstæða, eða hluti hennar, hefur legið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í 33,4% og í 34% eftir 24 mánuði. Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er því allt að 36,9% án verðtryggingar. Verðtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri ergreidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þráttfyrirháa vextiog verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaflaus. Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,85%, en reiknastþó ekkiafvöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt sparnaðarform. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.